Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 12
alþýðu m\m l'liistns lil* PLASTPOKAVERKSMItDJA Símar 82639-82655 Vetnegörbum 6 Box 4064 — Reykjavlk KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 . SENDIBILASTODIN Hf SAMSPIL LÆGÐA OG HÆÐA VELDUR ÓVEÐRINU KORT 1 „Við erum ekkert hissa, þó að svona veöur komi annað eða þriðja hvert ár” sagði Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri, þegar Alþýðubiaðið fór þess á leit við hann og Pái Bergþórs- son, vcðurfræðing, að þeir segðu lesendum Alþýöublaðsins frá þvl I grófum dráttum hvernig svona veður myndaðist. Hlynur sagði enn fremur: „Þær aðstæöur sem orsaka þetta veðurfar sem nú er rikj- andi eru þaö algengar hér á þessum slóðum, að það er eðli- legt, að hann rjúki dálitið upp stundum”. Páll Bergþórsson skýrði nán- ar út fyrir okkur hvaða aðstæð- ur það eru sem valda þvi ofsa- roki og snjókomu sem rikt hefur undanfarna daga um allt land. Hann sagði: „Eins og sést hér á korti nr. 1, þá eru þar fjórar lægðir, og af þeim eru þrjár okkur viðkomandi. Ein þeirra, sú sem er næst landinu, veldur veðrahamnum, sem nú er. Það gerir hún i samvinnu við hæðina sem við sjáum merkta yfir Grænlandi. Samvinnan er þann- ig, að þegar lægðin kemur upp að hæðinni, sem við það reynir að halda sama þrýstingi, og þvi meiri sem þrýstingsmunurinn er, þvi meiri vindhraði. Rokið er þvi til komið af samvinnu þess- ara tveggja þátta. Ein svona lægð gengur venju- •'V KORT 2 lega fljótt yfir, en það sem skeð- ur þegar illviðrið helst svona lengi, er það, að i kjölfarið á lægðinni kemur önnur, og siðan sú þriðja, eins og við sjáum á korti 1 og 2. A kortunum sjáum við glögglega hvernig lægðin sem hrjáði okkur i gær, er geng- in yfir og angrar okkur ekki meira,enlægðin sem við sáum á korti 1 á leið hingað, er komin þar sem hin var áður á korti 2. Þriðja lægðin er svo komin i humátt á eftir lægð 2. Aftur á móti er alltaf sama hæðin hang- andi yfir Grænlandi, og getur verið þar lengi, þær hreyfa sig oft ekki úr stað um lengri tima. A meðan þessi hæð er yfir Grænlandi, þá eru alltaf tölu- verðar likur á svipuðu veðurfari og verið hefur undanfarið, vegna þess, hversu ótt þær geta gengið yfir landið. Þær koma hingað oft marga daga i röð sömu leið og við sjáum á kortum 1 og 2”. Þá spurðum við Pál að þvi, hver væri skýringin á þvi, hvers vegna veður væri svo mismun- andi eftir landshlutum, hvers vegna snjóaöi fyrir austan en ekki i Reykjavik, og hvað ylli þvi að mun kaldara væri nú á Vestfjörðum en annars staðar á landinu. Þvi svaraði Páll: „Likur á úr- komu eru alltaf lang mestar þar á landinu þar sem vindurinn kemur aö. Þannig er núna mikil Hiynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri teiknar hér upp kort fyrir veðrið i gær. snjókoma um austanvert og norðanvert landið, vegna þess að áttin hefur verið á austan, norð:austan, eins og sjá má á korti 3. En sökum fjallanna sem verða á leið áttarinnar hingað suður, þá dregur að verulegu eða öllu leyti úr úrkomunni. Þannig er langmest úrkoma I Reykjavik og nágrenni þegar áttin er að suðvestan, þvi að þá gengur lægðin hér upp. Þess vegna er nú þetta rysjótta veð- urfar hér á Islandi. Sviptivind- arnir sem óvenjulega mikið var af i gær, skapast þegar vindur- inn sveigir fram hjá fyrirstöð- um. Þvi þéttari sem rákirnar eru á korti 3, þvi meiri er vind- hraðinn. Mikill munur er á kulda suð-vestan lands og á Vestfjörðum, eða 30 millibör. Þetta kemur til af þvi að það er alls ekki sama loft sem kemur inn yfir Vestfirði, og suðvestur- landið. Yfir Vestfirði kemur loft frá Jan Mayen eða Svalbarða, og er það mun kaldara en það loft sem kemur frá Evrópu inn yfir suð-vesturland. Gott dæmi um það hvernig fjöllin geta skýlt einstökum stöðum er t.d. að núna undan- farið hafa Eyjafjöllin skýlt Vestmannaeyjum svo vel, að þar hefur verið logn, á meðan fárviðri hefur geisað um allt land. FIMM ú förmim vegi Haraldur Tómasson, banka- starfsmaður: Svona ekkert of vel, en ég nef samt haft það af mér að labba út í þessu”. Sigfinnur Sigurðsson, hagfræð- ingur: Prýöilega, þetta er ágætisveður, ég hef aldrei séð göturnar jafn hreinar og þær eru núna i rokinu”. Ingibjörg Eiriksdóttir, húsmóð- ir: Það er alveg dásamlegt. Þetta er bara hressandi, og hef- ur bara góð áhrif á okkur að vera úti i þessu, ekki síst unga fólkið sem varla veit hvað vont veöur er”. Hvernig líst þér á veðrið? Lúðvik Friöriksson, húsbóndi: Mér list bara ekkert á það, það er ekkert gaman að vera úti i svona veðri”. Víglundur Magnússon, blaða sölustrákur: Ég læt veörið ekk ert á mig fá, og sel hvernig sem viðrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.