Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 6
FRÉTTIR OG FLEIRA
TEKJUAUKNING AF GJALD-
SKRÁRHÆKKUN 800 MILLJÓNIR
Stöðvar óvissan
um fiskverðið
veiðiflotann?
Áhrifin af gjaldskrár-
hækkun pósts og sima,
sem ganga í gildi nú um
áramótin er talið að verði
þau, að tekjur aukist um
35%, og verði þá fram-
kvæmdafé í ár kr. 750
millj., en tekjuaukning
800 milljónir. Ætlað er, að
framvegis verði gerðar
f ramkvæmdaáætlanir
fyrir stofnunina til nokk-
urra ára og þær síðan
hafðar til sjónar við af-
greiðslu f járlaga. Gert er
ráð fyrir, að árið 1975
rétti af þann halla, sem
verið hef ur á stof nuninni.
Stefnt er að því að lækka
langlínugjaldið til hags-
bóta þeim, sem t.d. þykj-
ast verða hart úti vegna
lítils samgangs við eða
eru lengra frá Rvíkur-
svæðinu. Ýmsar skipu-
lagsbreytingar eru að
komast á í yfirstjórn
pósts og síma.
„Það er ófyrirgefan-
legt, að ákvörðun um
fiskverð skuli ekki liggja
fyrir um áramót, ekki
sist þegar þess er gætt, að
ákvörðunin strandar
fyrst og fremst á því, að
innlendar upplýsingar
vantar frá þeim, sem
taka við aflanum og gert
hafa bátana út", sagði
Ingólfur Stefánsson,
f ramkvæmdastjóri Far-
manna- og fiskimanna-
sambands Islands, i sam-
tali við Alþýðublaðið ígær.
Aðspurður, hvenær lík-
legt væri, að fiskverð
myndi I i gg j a fyrir,
svaraði Ingólfur: „Það
veit víst enginn maður
nú".
Hann bætti við: Varla
er hægt fyrir sjómenn að
fara af stað, fyrr en þeir
vita, hvað þeir eiga að f á í
sinn hlut fyrir aflann.
Þeim er engan veginn
nægilegt að vita aðeins
um gamla verðið".
Rannsóknarstofnun land-
búnaöarins á Mööruvöllum
NAMSKEID UM
VERKEFNASTJÚRNUN
„Þetta er heimild til
staðfestingar þess, sem
búið er að gera. Þetta var
lengi í deiglunni og vilji
allra, að þetta væri gert
og þarna er um að ræða
formlega staðfestingu,"
sagði Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri í
menntamálaráðuneytinu
í samtali við Alþýðublað-
ið í gær. Umræðuefnið
var heimild til ríkisstjórn
arinnar í f[árlögum árs-
ins 1975 að hafa maka-
skipti á Austurstræti 12
annars vegar og húseign-
unum að Fríkirkjuvegi 7
(Glaumbær), 7a og Lauf-
ásvegi 16 hins vegar.
Þessi skipti f óru raunar
fram á árinu 1972, þótt
heimildar fyrir þeim sé
ekki leitað fyrr en nú.
Ennfremur er ríkis-
stjórninni heimilað „að
selja fasteignir Rann-
sóknarstofnunar land-
búnaðarins á Akureyri og
verja söluandvirði þeirra
til kaupa á Möðruvöllum í
Hörgárdal og til upp-
byggingar þar".
Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins f lutti alla
starfsemi sina frá Akur-
eyri síðastliðið sumar til
Möðruvalla.
Um þessa heimild fór-
ust Sveinbirni Dagfinns-
syni, ráðuneytisstjóra í
landbúnaðarráðuneytinu
svo orð: „Ríkiðátti jörð-
ina og keypti mannvirkin
af ábúanda, þegar hann
flutti brott. Tilgangurinn
með heimildinni er að fá
að selja fasteignir á
Akureyri, sem eru íbúð-
arhús f orstöðumanns,
gróðrarstöð og með henni
stórt timburhús og
áhaldahús og að Galtalæk
tilraunastöð, og nota and-
virði þess til uppbygging-
ar á Möðruvöllum. Af
þessum eignum er íbúð-
arhúsið selt."
Rannsóknaráð ríkisins,
Stjórnunarfélag (slands
og Iðnþróunarnefnd hafa
í sameiningu ákveðið að
gangast fyrir námskeið-
um um verkefnastjórnun
(Project management)
fyrir starfslið rannsókn-
arstofnana og ýmisssa
annarra stofnana og
samtaka, sem starfa í
þágu atvinnulífsins.
Námskeiðin verða í
tvennu lagi. Annars veg-
ar verður haldið f jögurra
daga námskeið að Mun-
aðarnesi fyrir starfs-
menn stofnana fyrir-
tækja og stjórnvalda, er
meira eða minna sjálf-
stætt vinna að úrlausnum
verkefna. Hins vegar
verður eins dags nám-
skeið á Hótel Esju fyrir
stjórnarmenn og for-
stjóra, er vilja kynnast
nýjustu aðferðum og
tækni við kerfisbundna
verkef nastjórnun.
Námskeiðin verða haldin
dagana 20.-24. janúar 1975
og leiðbeinendur verða
sérfræðingar á þessu
sviði frá Norðurlöndun-
um. Námskeiðin eru
byggð á þeirri reynslu,
sem fengist hefur af eft-
irmenntunarnámskeið-
um, sem haldin hafa ver-
ið við Norska Rannsókna-
ráðið á sviði náttúruvís-
inda og hjá tæknifræð-
ingafélaginu danska i
Kaupmannahöf n.
Kennslugögn námskeiðs-
ins eru einnig f rá þessum
aðilum. Þessar tvær
stofnanir hafa lengi haft
samvinnu á sviði verk-
efnastjórnunar, sem not-
uð eru bæði i Noregi og
Danmörku. Norræni Iðn-
aðarsjóðurinn, (Nordisk
Industrifond), sem settur
var á stofn að tilhlutan
Norræna ráðsins á s.l. ári
hef ur samþykkt að greiða
hinn erlenda kostnað af
námskeiðshaldi þessu.
Markmið námskeiðanna
er:
— að gefa þátttakendum
betri innsýn í þá tækni og
þær aðferðir, er beita má
við kerfisbundnar úr-
lausnir verkefna, sem
miða að rannsóknum og
þróunar- eða þjónustu-
starfi í þágu atvinnuveg-
anna.
— að treysta tengslin og
auka samvinnuna milli
þeirra, er starfa að þró-
unarverkefnum við ís-
lenskar stofnanir og at-
vinnufyrirtæki, þar sem
slík störf eru unnin.
— að tryggja betri for-
gangsröðun og stjórnun
verkefna, sem greidd eru
af opinberu fé.
— að hefja undirbúning
að útgáfu íslenskrar
handbókar í verkefnaúr-
vinnslu (verkefnastjórn-
un og verkef naskipulagn-
ingu).
Á námskeiðunum, sem
skiptast í stutta fyrir-
lestra og hópvinnu, verð-
ur fjallað um þau fjöl-
mörgu atriði, sem snerta
störf þeirra, sem vinna
við verkefnastjórnun, s.s.
skipulag, áætlanagerð,
stjórnun verkefna, mótun
starfshópa og starfsað-
ferða þeirra, mat á gildi
verkefna og forgangsröð-
un, persónuleg tengsl í
hópvinnu o.fl.
Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu
Stjórnunarf élagsins í
síma 82930.
Nýlega gáfu Bang og Olufsen verksmiðjurnar dönsku, Iðnskólanum f Reykjavfk tvö B&O sjónvarps-
tæki til nota við verklega kennslu I útvarps- og sjónvarpsvirkjun. Er hér um að ræða sjónvarpstæki af
nýjustu og fuilkomnustu gerð, og er annað tækið litsjónvarpstæki. Var mynd þessi tekin þegar Halldór
Laxdal, framkvæmdastjóri Radióbúðanna umboðsmaður B&O á islandi afhenti skólastjóra Iðnskóians
Þór Sandholt tækin. Með þeim á myndinni er Koibeinn Gislason kennari, Haiidór Ármannsson um-
sjónarkennari og Jón Sætran yfirkennari rafiðnaðardeildar.
_ Skólastjóri lét þess getið, er hann þakkaði gjöfina, að sá stuðningur sem hinar ýmsu greinar atvinnu-
lifsins hefðu veitt skólanum við uppbyggingu verknámskennslunnar, væri ómetanlegur.
Þess má að lokum geta, að fyrstu nemendur verknámsfyrirkomulagsins útskrifuðust fyrir nokkru og
eru þeir einmitt úr rafiðnaðardeild skólans.
o
Miðvikudagur 15. janúar 1975.