Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 5
alþýðu| Útgefandi: Blað hf.
j @ ■pin Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
11J r'-1)J111 Sighvatur Björgvinsson
Augiýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aösetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28800
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900
Prentun: Blaðaprant
AFREK GUÐMUNDAR
Ungur islenskur skákmaður, Guðmundur
Sigurjónsson, hefur getið sér frægðarorð sem
skáksnillingur á alþjóðavettvangi. Nú á
dögunum náði hann þeim mikilsverða áfanga að
vinna sér stórmeistaranafnbót i skák og eiga
íslendingar þá tvo menn, sem þá nafnbót bera —
þá Friðrik ólafsson og Guðmund Sigurjónsson.
Þar með hafa íslendingar náð lengra á skák-
brautinni en margar langtum fjölmennari ná-
grannaþjóðir okkar, sem aðeins eiga einn stór-
meistara i skák, en sumar engan. Afrek hins
unga Islendings varpar ljóma á nafn Islands
eins og afrek Friðriks ólafssonar hafa gert.
Eftir siðasta heimsmeistaraeinvigi i skák, sem
haldið var á íslandi, svo og þá staðreynd, að
þessi fámenna þjóð á tvo stórmeistara i skák er
ísland skáklandið i augum fjölmargra unnenda
þessarar iþróttar hugans.
Við íslendingar getum verið stoltir af
frammistöðu skákmanna okkar og við fögnum
nýjasta afreki Guðmundar Sigurjónssonar. En
vandi fylgir vegsemd hverri. Þeirri vegsemd,
sem Islandi hefur hlotnast fyrir atbeina okkar
fremstu skákmanna fylgir sá vandi, að þjóðin
viðurkenni iþrótt þeirra með þvi að byggja upp
skákmenntun i landinu og búa hæfustu skák-
mönnum okkar aðstöðu til þess að stunda iþrótt
sina og kenna öðrum. Það er vissulega kominn
timi til þess, að komið verði á fót sérstakri
stofnun i landinu, sem hafi með höndum þjálfun
og kennslu i skák og þar sem fremstu skák-
mönnum okkar verði sköpuð aðstaða bæði til
skákiðkana, fræðistarfa i skák, skákþjálfunar
og skákkennslu.
Alþýðublaðið leggur til, að afreki Guðmundar
Sigurjónssonar nú, mæti Alþingi og rikisvald
með þvi að hefja undirbúning að þvi að koma
upp sérstakri skákstofnun á íslandi i samvinnu
við félög skákáhugamanna, er kostuð verði af
almannafé og hafi þau verkefni með höndum,
sem að framan var getið. Slikt myndi vera
verðug viðurkenning fyrir þau afrek, sem
islenskir skákmenn hafa unnið, og verða afreks-
mönnum okkar i skák hvatning til frekari átaka
og skákiþróttinni á íslandi ómetanleg lyftistöng.
ÞJÓÐVILJINN VÍKUR SÉR UNDAN
Alþýðublaðið vakti athygli á þvi fyrir
skömmu, að Alþýðubandalagið fengi enn boð á
alþjóðlegar ráðstefnur kommúnistaflokka — nú
siðast á ráðstefnu evrópskra kommúnista-
flokka, sem haldin var i Búdapest. Þjóðviljinn
svaraði þessu i löngum leiðara á dögunum og
reyndi að leiða málið hjá sér á nákvæmlega
sama hátt og þetta sama blað hefur reynt að
leiða hjá sér allar fregnir af samneyti islenskra
kommúnista við erlenda i gegnum árin.
Spurningu Alþýðublaðsins er þvi enn ósvarað.
Hvað veldur þvi, að meira en hálfum öðrum
áratug eftir, að Alþýðubandalagið var stofnað
og lét þess getið, að það hefði slitið öllum
samskiptum við erlenda kommúnistaflokka,
skuli flokkurinn enn fá boð á allar fjölþjóðlegar
kommúnistaráðstefnur, sem haldnar eru? Hvað
veldur þvi, að forsvarsmönnum Alþýðubanda-
lagsins skuli hafa láðst að tilkynna erlendum
kommúnistaflokkum, að þeir væru gengnir af
trúnni? Hvers vegna leggur Alþýðubandalagið
slikt kapp á að halda enn öllum leiðum opnum
milli íslands og Kreml?
frá
SUJ
Sambandi ungra jafnaðartnanna
Umsjón:
Lárus Guðjónsson
ungborna tíð
Sjá hin
Verkalý&sbarátta á Islandi á
sér tiltölulega skamma sögu.
Enn eru á llfi menn og konur,
sem geta miðlað okkur unga
fólkinu af reynslu sinni og kjör-
um, i upphafi baráttunnar fyrir
rétti sinum um mennskan
vinnuaðbúnað og vinnutima.
Við þurfum ekki einu sinni að
hlusta á sögur þessa fólks, til að
skilja (ef við viljum þá skilja)
hvað brautryðjendur verkalyðs-
baráttunnar hafa unnið ómetan-
legt starf, og hve kjör verka-
mannsins voru bágborin. Það er
nóg fyrir okkur að virða þetta
gamla fólk fyrir okkur, til að
skynja I einni svipan þrældóm-
inn og lélegt húsnæðið sem þetta
aldraða fólk mátti búa við. Sina-
berar, knýttar hendur, bogin
bök og útslitnar fætur er ekki
valda lengur hlutverki slnu,
segja okkur meira en þúsund
orð.
Þrátt fyrir erfiða brautryðj-
endabaráttu forustumanna
þessa aldraða verkafólks, voru
þeir að mörgu leyti öfundsverð-
ir af hlutverki sinu. Þeir höfðu
fjöldann á bak við sig. Verka-
lýðshreyfingin var einn hugur
og ein sál á árdögum baráttu
sinnar. Foringjarnir gengu
fram fyrir skjöldu I nafni fjöld-
ans, og töluðu og börðust I nafni
hans. Þeir þurftu ekki að lita
aftur til að fullvissa sig um að
verkalýðurinn stæði bak við þá.
Þeir fundu þrýstinginn er sam-
hentur verkalýðurinn þrýsti
þeim áfram og stóð einhuga
með þeim I baráttunni.
Stéttarvitund verkafólks var
rlk, en er nú orðin fátæk. Þeir
sem nú eru miðaldra og eru að
byrja að verða gamlir bera á-
byrgð á sofandi stéttarvitund
verkafólks i dag, og þeir sem
eru ungir og eru að taka við er
mikil ábyrgð lögð á herðar.
Snillingurinn mikli Bob Dylan
sagði eitt sinn þegar hann var
spurður að því, hvernig það
væri að vera á toppnum. ,,Það
er einmanalegt hér á tindinum”
svaraði hann. Svipað svar feng-
ist liklega, ef forustumenn
verkalýðsfélaganna yrðu spurð-
ir hvernig væri að vera I forustu
fyrir verkalýðsfélagi. Fundar-
sóknhjá verkalýðsfélögunum er
svo fádæma léleg, að engu lik-
ara er að við búum í fasistalandi
þar sem fundarhöld væru bönn-
uð, og aðeins þeir alhugrökk-
ustu þyrðu að mæta. Að visu eru
sæmilegar mætingar þegar um
er að ræða nýgerða kjarasamn-
inga. Þá eru þeir i flestum til-
fellum samþykktir, og strax að
þvi loknu fara menn að bölsót-
ast hver i sinu horni yfir þvi,
hvað forustumenn þeirra hafi
samið illa fyrir þá.
Við erum þar með komin að
þeirri óhugnanlegu niðurstöðu,
að sá hugsunarháttur er þvi
miður rikjandi á meðal verka-
fólks, að forustumenn þess séu
til þess eins kjörnir að færa
þeim allar kjarabætur á silfur-
fati. En enginn foringi vinnur
sigur án herdeildar.Við sem er-
um óánægð með kjor okkar og
fáa sigra hin siðari ár, getum
engum kennt um nema sjálfum
okkur. Og ef við endilega viljum
varpa sökinni á forustumenn
okkar, getum við einfaldlega
sýnt það með þvi að kjósa okkur
aðra. En svo þungur er svefninn
að við vöknum ekki einu sinni
Nú eru ýmsar blikur á lofti i
þeirri kjarabaráttu, sem fer i
hönd. Atvinnurekendavaidið
segir þvert nei við öllum kröfum
um kjarabætur nema þeim, sem
i einhverri mynd kæmu frá
rikisstjórninni. Sem sagt, þeir i
smæð sinni og fátækt eru ekki
aflögufærir, en verkalýðurinn
má fá það, sem hann getur
harkað út úr rikisstjórninni.
Þ.e.a.s. að hugsanlegar kjara-
bætur séu teknar úr einum vasa
verkamannsins og settar i hinn.
Formaður vinnuveitendasam-
bandsins hefur lýst þvi yfir, að
hann sé bjartsýnn á að verka-
lýöshreyfingin sýni „skynsemi”
I þeim samningum sem nú eru
nýhafnir. Að sýnd sé skynsemi
þýðir liklegast i þessu sam-
bandi, að allar kröfur verði
lagðar á hilluna, en bjartsýnin
kemur sjálfsagt til af þvl að at-
vinnurekendur vita að þeir eiga
hauk I horni þar sem núverandi
rikisstjórn er. Ef það er skortur
á skynsemi að setja fram kröfur
þess efnis að löglega gerðir
kjarasamningar séu haldnir,
má kannski lika flokka undir
skort á skynsemi að krefjast
þess að löglega sett umferðar-
lög séu virt.
A vinnustöðum og mannamót-
um eru yfirstandandi kjara-
samningar eðlilega mikið rædd-
ir. Fólk ber ugg i brjósti vegna
hinna miklu verðhækkana-
aldna, sem skella yfir svo gott
sem daglega. Kaupmáttur
þeirra smánarlauna, sem
verkafólk hefur, fer óðfluga
þverrandi, þótt ekki mættu þau
við þvi. Og I þessum umræðum
manna á meðal veltir fólk oft
fyrir sér hvað „þeir” ætli að
gera. Semja „þeir”? Gera
„þeir” verkfall? Eða gera
„þeir” yfirhöfuð nokkurn skap-
aðanhlut? Þessir „þeir” eru að
sjálfsögðu verkalýðsforingjarn-
ir. Fáir spyrja sjálfa sig hvað
þeir sjálfir geti gert fyrir sjálfa
sig og um leið fyrir aðra i verka-
lýösbaráttunni. Launþegar
verða að fara að opna augu sin
fyrir þvi, að árangur einmana
verkalýðsforingja i samningum
getur aldrei orðið mikill. Verka-
lýðshreyfingin verður að vera ef
góður árangur á að nást, einn
hugur og ein sál.
FLOKKSSTARFIÐ
ALÞÝDUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR
ALÞÝÐUFLOKKURINN OG
VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGIÐ
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur boðar til almenns
félagsfundar fimmtudaginn 15. janúar n.k. i
Lindarbæ, niðri, og hefst fundurinn kl. 20.30.
FUNDAREFNI:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Alþýðuflokkurinn og velferðarþjóðfélagið.
Sighvatur Björgvinsson alþm., flytur ræðu um
næstu verkefnin.
3. önnur mál. STJÓRNIN
Miðvikudagur 15. ianúar 1975.