Alþýðublaðið - 16.01.1975, Síða 3
Hinn heimsfrægi pianósnill-
ingur Rudolf Serkin, heldur tón-
leika á- vegum Tónlistarfélags
Reykjavikur næstkomandi
laugardag. Serkin átti aö halda
tóníeika fyrir félagið i október
sl., en úr þeim tónleikum gat
ekki orði vegna þess að Serkin
varð tepptur vegna verkfalla i
Milanó og komst þar af leiðandi
ekki til landsins. Þá var tónleik-
unum frestað þar til nú i janúar
'75.
RUDOLF SERKIN hefur oft
áður glatt isl. tónlistarunnendur
með tónleikum hér á landi, siö-
ast kom hann i október 1972. 1
T
RÆKJUSTRÍÐIÐ
AFTUR í GANG
,,Við látum engan bilbug á
okkur finna og munu bátarnir
róa strax og veður leyfir og
munu að sjálfsögðu leggja upp ,
á Blönduósi. Bátarnir veröa
ekki stöðvaðir nema til komi
aðgerðir af hálfu landhelgis-
gæslunnar eða lögregluað-
gerðir, ef sjávarútvegsráðu-
neytið treystir sér til að láta
þær fara fram”, sagði einn af
talsmönnum rækjuverksmiðj-
unnar Særúnar á Blönduósi i
samtali við Alþýðublaðiö i
gær.
Nýtt rækjuveiðitimabil er
nú aö hefjast á Húnaflóasvæð-
inu og verður ekki betur séð en
framhald verði á rækjustriö-
inu þar, sem staðið hefur frá I
haust.
Samkvæmt upplýsingum
talsmanns Særúnar h.f. á
Blönduósi hefur sjávarútvegs-
ráðuneytið itrekað meö skeyti,
aö Blönduóssbátarnir hafi
verið sviptir veiðiheimild.
„En við höfum svarað um hæl
að leyfissviptingin skoðist sem
markleysa ein, enda er enginn
rökstuddur grundvöllur fyrir
þvi að svipta bátana leyfi”,
sagði talsmaðurinn að lokum.
brir þeirra rækjubáta, sem
stunduðu veiöar i Húnaflóa
fyrir jól hafa helst úr lestinni,
tveir Hvammstangabátar
hafa sokkið og einn á Skaga-
strönd. bá hefur einn Skaga-
strandarbátur farið yfir á linu.
,,bað er mikið tjón að hafa
misst þessa báta,” sagði Karl
Sigurgeirsson á Hvamms-
tanga i viðtali við Alþýðublað-
iö i gær. „En ég hef trú á þvi,
aö eigendur þeirra veröi sér
úti um aðra.
Einn bátanna, sem hér lagði
upp rækju fyrir jólin, i
Reykjavik núna. Ég talaði við
skipstjóra hans i sima i dag og
sagðist hann vera tilbúinn tii
að fara af stað hingað aftur”.
„bað verður gert við bátinn,
sem sökk, og ég býst við aö
hann nái á vertiöina aö hluta,”
sagði Guðmundur Lárusson á
Skagaströnd. „Annars skiptir
það nú sennilega ekki öllu
máli, hvort rækjubátarnir eru
þrir, fjórir eða fleiri, því þeir
myndu hafa það af að veiöa
leyfilegt magn.”
Kvöldsölulistinn
verði rvmkaður
„begar gerð var samþykkt
um afgreiðslutima verslana
1971, var ákveðinn nýr vöru-
listi fyrir kvöldsölustaði, sem
var verulega skertur miðað
við það, sem áður var”, sagði
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi, þegar Alþýðu-
blaöið innti hann i gær eftir til-
LOKAD FYRIR
VESTAN ,
STYKKISHOLM
OG AUSTAN HELLU
Flutningaleiðir vörubifreiða
hafa undanfarið verið lokaðar
fyrir vestan Stykkishólm, og
austan Hellu. Hefur þvi verið
ófært til Vestfjaröa, Norður-
lands og Austurlands.
Unnt hefur verið aö halda
uppi vöruflutningum i Borgar-
fjörðinn og á Snæfellsnes, og á
Suöurlandi austur að Hellu.
Ekki hefur þó hlaðist upp
verulegt magn, af vörum á
móttökustöðvum i Reykjavik,
að nokkru leyti vegna þess, að
vöruflutningar eru yfirleitt
með minna móti um þetta
leyti árs, og svo hins, að mót-
takan hefur verið stöðvuð til
ýmissa staða vegna ófærðar-
innar.
Innanlandsflug hefur legið
niðri siðan á laugardag þar til
I gær. bá flugu Vængir til
Stykkishólms og Rifs og áætl-
að var að reyna flug til
Blönduóss.
Flugleiðir flugu til Vest-
mannaeyja samkvæmt áætlun
i gær. Einnig var flogið til Pat-
reksfjarðar, Sauðárkróks,
Hornafjarðar, og Færeyja.
Hins vegar var ekki hægt að
fljúga til Akureyrar, Egils-
staða, Húsavikur, Norðfjarð-
ar, Raufarhafnar, bórshafn-
ar, Isafjarðar og bingeyrar.
Var viðast hvar á þessum
stöðum unnið að þvi að
hreinsa flugbrautir, og þess
vænst, að unnt veröi að fljúga
til þeirra i dag.
lögu, sem hann flytur á
borgarstjórnarfundi i dag um
endurskoðun á vörulista sölu-
turna. „Listi þessi kom sem
tillaga fráKaupmannasam-
tökunum og var hún samþykkt
óbreytt i borgarráði. Listinn
var gerður að kröfu matvöru-
kaupmanna, sem töldu kvöld-
söluna eins og hún var draga
verulega úr sölu hjá sér. Ég
tel þennan lista ekki eingöngu
of þröngan heldur óvandaðan.
Til dæmis er leyft að selja
kaffi, en ekki te. Kex má ein-
göngu selja, sé það súkkulaði-
húðað báðum megin, og ýmis-
legt fleira kyniegt er i sam-
bandi við hann. begar listinn
var samþykktur, var gert ráð
fyrir endurskoðun á honum,
og gerir tillaga min ráð fyrir
að sú endurskoðun fari nú
fram, jafnframt þvi sem ég
bendi á nokkra annmarka á
honum og iegg til að listinn
verði rýmkaður. Jafnframt að
i þetta skipti verði Neytenda-
samtökunum gefinn kostur á
að segja sitt áiit en ekki kaup-
mönnum eingöngu.”
FEKK Nlö
MILUÓNIR
Miðvikudaginn 15. janúar
var dregið i 1. flokki Happ-
drættis Háskóla tslands.
Dregnir voru 6.075 vinningar
að fjárhæð sextiu og þrjár
milljónir króna.
Hæsti vinningurinn, niu
milljón króna vinningar,
komu á númer 41249. Voru all-
ir miðarnir seldir I umboöi
Arndisar borvaldsdóttur,
Vesturgötu 10. Sami maðurinn
átti alla miðana, E, F, G og H
og einnig B-miðann eða
FIMMFALDA TROMPMIÐ-
ANN. Fær hann þvi niu mill-
jónir króna.
500,000 krónur komu á núm-
er 31566. Allir bókstafirnir, E.,
F„ G. og H. og einnig
TROMPMIÐINN voru seldir á
AKUREYRI.
200.000 krónur komu á núm-
er 4790. Frimann Frimanns-
son I Hafnarhúsinu hafði selt
alla bókstafina, E., F., G og H
og einnig TROMPMIÐANN af
þessu númeri.
50,000 krónur:
5401 — 5864 — 8853 — 14393 —
15517 — 19814 — 26274 — 27188
— 33876 — 34279 — 41248 —
41250 — 41832 — 47336 — 53463
— 54202 — 54387.
(Birt án ábyrgðar)
SKALDALAND
UPPBLÁSIÐ
„bað er umdeilanlegt, hvaða
svar er rétt við spurningunni:
„Af hverju er mest á íslandi?”
Einn nefnir væntanlega rign-
ingu, annar kindur og hveri og
sá, sem ekki hefur til landsins
komið, en hefur lesið þýðingar
Ivars Orglands á islenskum
ljóðum, getur staðið fastar en
fótunum á þvi að rétta svarið sé
skáld. betta arma uppblásna
land virðist yfirfullt af skáld-
um”.
A þessa lund skrifar norski
gagnrýnandinn Odd Solumsmo-
en nýlega i Arbeiderbladet
norska, er hann getur um ni-
undu bókina með þýðingum
á
Islenskum
ljóö eftir
Ivars Orgiands
ljóðum, en þar i eru
Hannes Sigfússon.
Og Solumsmoen heldur áfram
i formá'anum: „Maður gæti
freistast til að álita, að anda-
giftin sé eitthvað sem standi i
réttu hlutfalli við hrjóstrugleika
mannlífsins hjá hörðum nátt-
úruöflum, þegar þess er gætt, að
fornsögurnar voru einu sinni
skrifaöar á Islandi.
Aftur á móti kemur varla
bitastætt hugverk frá þegnum
velferðarþjóöfélaga nútimans
(Hvers vegna hefur andstæöan
við verk Hamsuns „Sultur” ekki
verið skrifuð. Eða er kannski
búið að þvi?)”
HORNIÐ
Standið upp af kjaftastól-
unum og komið út í vinnuna
Aðalheiður Bjarnfreösdóttir
skrifar:
Sóknog dönsku samningarnir.
„Ég, sem þessar linur rita,
kynntist verkalýðshreyfingunni
ung. A þeim árum sem ég bjó I
Vestmannaeyjum vann ég tals-
vert að verkalýðsmálum og tók
þátt I ýmsum samningum.
Or verkakvennafélaginu Snót
I Vestmannaeyjum flutti ég i
Sókn i Reykjavík. Siöan lá leiö
niin ýmislegt annað, en alltaf
hefur verkalýðshreyfingin veriö
ofarlega i minum huga. Nú er ég
aftur komin i Sókn og uni mér
hið besta. Upp á siökastiö hef ég
heyrt að eitthvað væri deilt inn-
an félagsins um vinnusamning
viö danskt hreingerningarfélag.
Aldrei hef ég verið ýkja hrifin af
ab hleypa erlendum atvinnurek-
endum inn i landið. Stundum
getur það kannske verið nauö-
synlegt. Og eitt er nauðsynlegt,
að ef þeir hefja hér atvinnu-
rekstur, þá semur islensk
verkalýðshreyfing við þá og
tryggirsinn forgangsrétt til
vinnu. Ég hugsaði litiö um þetta
þvi ég veit aö Sókn ræður engu
um hvort þetta fyrirtæki nær
fótfestu á Islandi. Ég álit þetta
millirikjamálsem samiö verður
um af stjórnvöldum.
Svo rak ég augun i bréf sem
Anna Sigurðardóttir, birti i
bjóðviljanum. Ég hef nefnilega
alltaf tekið mark á þeirri konu.
Þvi varð ég svo hissa á að hún
skyldi ráöast á Sókn fyrir
ákvæöi I samningnum, sem i
raun og veru hafa alltaf verið I
gildi og verða að vera það. Oft
hafa samningar verið sam-
þykktir með naumum meiri-
hluta i verkalýðsfélögunum, en
allir félagar orðið að halda þá,
og ef félag eða meðlimir þess
halda ekki gerða samninga,
hver tekur þá mark á þeim? Er
það eitthvaö nýtt, að atvinnu-
rekendur ráði vinnutima?
Vinna ekki margar Sóknar-
stúlkur á vöktum? Og geta þær
fengið aðra tegund vinnu en laus
er I það og það skiptið? Eöa
starfsfólk á veitingastöðum? Nú
eða þá bara fólk sem vinnur við
fiskverkunV Verður það ekki að
vinna þegar fiskinum þóknast
að láta veiða sig? Og hvernig er
það með sjómennina, eru þeir
ekki sendir út á sjó þegar veður
ieyfir og jafnvel alsiða að þeir
séu sendir daginn fyrir þorláks-
messu, ætli þeir séu mjög
ánægðir meö það, myndu þeir
ekki fremur kjósa að vera með
fjölsky ldu sinni yfir jólahátlðina
ef þeir réðu vinnutima sinum
sjálfir? En fékk Anna ekki fleiri
greinar úr samningnum frá
þeim sem hafa tekiö aö sér að
fræöa hana um verkalýösmál?
16. gr. stendur:
„Hafa skal samráð við starfs-
fólk um ákvörðun vinnutfma,
matar- og kaffihlé”.
I 8. gr. stendur:
„Daglegur vinnutími er
samningsatriði milli einstakra
starfsmanna og danska hrein-
gerningarfélagsins h/f”.
Og i síðustu gr. segir:
„Fyrir starfsfólk, sem ráðið
verður hjá DDRS, en hefur áður
verið í þjónustustörfum hjá
opinberum aðilum eða sjúkra-
húsum, gildir sú regla, að
starfsmaöur heldur þeim rétt-
indum sem hann hefur áður
áunnið sér innan stofnunarinn-
ar.
Ekki er heimilt að ráða nýtt
starfsfólk að ákveðnu starfi án
þess aö þeim sem áður unnu
verkið sé boðið að halda starfinu
áfram”.
Þetta er nóg um önnu og þá
frægu Grágás i bili.
Þegar ég fór að kynna mér
þetta mál rak ég mig á áróður,
sem mjög er haldið að hóp Sókn-
arkvenna, sem sagt þvi,að ef til
kemur ný vinnutækni verði að-
eins hægt að notast við ungt fólk
til vinnunnar. Ég hef unnið^ á
stórum vinnustöðum, þar sem
stór hluti verkafólksins eru hús-
mæður, miöaldra og eldri. bær
eru ósérhlifnar, iðnar, fljótar að
ná vinnuhraða og mæta vel til
vinnu, góðir vinnufélagar og
góður vinnukraftur. Þar sem
unnið er eftir bónuskerfi sýnir
sig að þær gefa þeim yngri ekk-
ert eftir. Ég hef ekki unnið með
Sóknarkonum við hreingerning-
ar, en hef enga trú á að þær séu
eftirbátar kynsystra sinna.
Nú á seinni árum a.m.k. hefur
þaö þótt fint að tala um hús-
mæður eins og sjaldgæfa og
hlægilega dýrategund. Oft af
fólki sem áreiöanlega lætur
þessar konur stjana við sig á
heimilum. Sannleikurinn er aö
húsmæður heyra allt of sjaldan
hrósyrði heima fyrir, en allir
þurfa viðurkenningu fyrir sin
störf. Þær hafa þvi með sér út á
vinnumarkaðinn minnimáttar-
kennd og stundum er niðst á
ósérhiifni þeirra um of. Þd er
full þörf á að uppörfa þær og
hvetja og hjálpa þeim að þroska
stéttarvitund sina. Það er ill-
gimi að ala á þvi sem þeim er
sjálfum erfitt.
Að lokum nokkur orð til
þeirra, sem öðru hvoru eru aö
springa af samkennd meö
verkafólki. Ég veit að mjög
mörg ykkar vilja vel, og fegin
vil ég eiga ykkur að. En mikiö
held ég að þið kæmust betur I
takt við okkur óbreytt verka-
fólk, ef þiö stæðuð upp af kjafta-
stólunum og kæmuð út i vinn-
una. Ynnuð með okkur og
kynntust ef eigin raun vinnuað-
búð og vinnuvernd.
Ykkur gerir ekkert til þó þið
missið eitt og eitt ár úr skóla.
Vinnan er lika góður skóli og
skerpir bara skáldgáfur og
þesskonar eiginleika. Mörg
ykkar yröu vafalaust ágætir
kraftar i verkalýöshreyfing-
unni, ef þið töluðuð út frá eigin
reynslu og ekki veitir nú af að
fara að endurnýja forustuna
eitthvað. Komið þiö með, en
verið ekki að kasta að okkur
hnútum einhverstaðar að utan.”
D
Fimmtudagur 16. janúar 1975.