Alþýðublaðið - 16.01.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.01.1975, Blaðsíða 9
1 • A 7* A r Lifið getur verið eins og að spila sömu plötuna aftur og aftur. Væri ekki gaman að reyna að spila hinu megin? Þarf það að vera alltaf sama starfið, sömu launin, sömu áhyggjurnar? Efastu stundum um hæfileika þina til aö leika nýtt lag? Sennilega efast þú ekki um sjálfan þig en aörir halda aö þú gerir það. Ef til vill hikar þú viö þaö aö segja nokkur orö á fundum, frestar þvi aö taka ákvarðanir eöa mistekst að túlka skoöun þina á skýran og kröftugan hátt. Þú gætir veriö aö gefa alranga mynd af þér. Dale Carnegie námskeiðin hafa þjálfaö meira en 2.000.000 einstaklinga i þvi aö hugsa, framkvæma og taka árang- ursrikar ákvarðanir og viö höfum uppgötvað aö flestir einstaklingar hafa miklu meiri hæfileika til aö ná árangri heldur en þeir sjálfir héldu. Um þetta fjallar Dale Carnegie námskeiöiö — kenna þér aö komast áfram á eigin hæfileikum. Nú, ef þú vilt spila hina hliöina á plötunni okkar, þá er inn- ritun og upplýsingar i sima 82411 Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson Hvernig tekst FH-ingum upp á laugar- daginn þegar þeir mæta A-Þýsku meisturunum „Við ætlum okkur að vinna leikinn, ■ > » ■ I • * veröur undanleikurog leika þar 3. en það verður ekki auðvelt Tryggvi Harðarson Þórarinn Ragnarsson Guömundur Stefánsson Leika þeir Tryggvi og Guðmundur þarna sina fyrstu leiki i Evrópukeppninni i hand- knattleik. Leikinn dæma dómarar frá Noregi Larsen og Bolstad, en þab eru sömu dómararnir sem dæmdu leik okkar við Saab hérna heima og fengu þeir mjög góöa dóma fyrir frammistöðu sina i þeim leik.” „Við erum staðráðnir i þvi að sigra i leiknum á laugardaginn”, sagði Birgir Björnsson þjálfari FH á blaðamannafundi i gær i til- efni af leik FH og a.-þýsku meistaranna ASK Vorwarts Frankfurt á laugardaginn. En FH er nú komið i 8 liða úrslit i Evrópukeppninni i handknattleik og er þetta fyrri leikur liöanna. Seinni leikurinn er fyrirhugaður 1. febrúar i A-Þýskalandi. Geir Hallsteinsson hefur átt stóran þátt I velgengni FH f Evrópukeppn- inni og hefur nú gefib kost á sér i landsliöiö aftur. Veröur gaman aö sjá hvernig honum tekst upp á laugardaginn. Ólafur Einarsson laus úr leikbanninu og leikur með FH á laugardaginn Ólafur Einarsson I FH fær nú að leika með aftur eftir leik- banniö sem hann var dæmdur i eftir slagsmálaleik Saab og FH i Sviþjóð i fyrsta leik FH i Evrópukeppninni. „1 skeyti sem við fengum frá Alþjóðahandknattleikssam- bandinu var sagt að ólafur væri i banni til 10. april, en siðan kom bréf og sagt i þvi að bannið væri til 10. janúar”, sagði Ingvar Viktorsson formaður hand- knattleiksdeildar FH i gær. „Við munum þvi fara eftir þvi sem i bréfinu stóð og láta Ólaf leika með á laugardaginn”. ólafur Einarsson átti mjög góðan leik gegn sænsku meisturunum i Sviþjóð, en eftir það hefur hann ekki leikið i Evrópuleikjum FH vegna leik- bannsins. Hann hefur hinsvegar leikið i deildarleikjum FH en ekki verið sá styrkur sem vænst var. Ólafur hefur hinsvegar verið mjög heppinnmeð leiki sina gegn erlendum liðum og vonum við bara að áframhald verði á þvi. „Við vitum mjög litið um liðið”, hélt Birgir áfram. „Þeir sögðust hafa sent okkur allar upplýsingar um liðið 2. janúar en þær eru þvi miður ekkikomnar hingaðennþá, og höfum við þvi litlu að dreifa um það. Þó vitum við að þeir áttu 4 menn i a.-þýska landsliðinu sem lék hér I haust. Þá höfum við frétt að þeir eru efstir i deildar- keppninni i ArÞýskalandi sem sýnir glögglega styrkleika liðsins. 1 Evrópukeppninni hefur liðið sigrað alla leiki sina með yfir- burðum og má nefna að I siðustu umferð sigruðu þeir meistarana frá Belgiu Sasja 25-19 á útivelli og 36-9 á heimavelli, eða samtals 61- 28.1 umferðinni þar á undan léku þeir gegn Slask Póllandi og unnu 18-12 á útivelli og 16-15 heima eða samtals 34-27. Við vitum að þeir leika mjög kerfisbundið og munum gera allt sem við getum til að stöðva leikaðferðir þeirra strax i byrjun. Þetta lið er frægt fyrir leikaðferð sem kölluð er Rostock, en i henni leika tveir örfhentir og einn rétt- hentur saman. Höfum viö haft fregnir af þessari leikaðferð þeirra sem þykir frábær, þannig að hún ætti ekki að koma okkur á óvart. Ég er búinn að velja liðið sem leikur á laugardaginn og verður það þannig: Hjalti Einarsson Birgir Finnbogason Geir Hallsteinsson Viöar Simonarson Gunnar Einarsson Ólafur Einarsson Arni Guöjónsson Gils Stefánsson Jón Gestur Viggósson Forsala á leikinn Forsala aðgöngumiða á leik FH og ASK Vorwarts Frank- furt á laugardaginn hefst I dag og verða miðar bæði seldir i Hafnarfiröi og Reykjavik. Hefst salan kl. 17.30 á báð- um stöðunum og verða mið- arnir seldir i lþróttahúsinu i Hafnarfirði og i Laugardals- höllinni og stendur salan til kl. 20.00. A morgun verða þeir miðar sem eftir kunna aö verða seld- ir á sömu stöðum á sama tlma. Ú T S A L A Útsala á ^J(wmn6eras6rwéur KVENSKOM * Laugavegi 24 Fimmtudagur 16. ianúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.