Alþýðublaðið - 16.01.1975, Side 4
Laus staða ritara
SAMGONGUMÁLANEFNDAR
NORÐURLANDARÁDS
Staða ritara samgöngumálanefndar
Norðurlandaráðs er laus nú þegar og eigi
siðar en frá 1. júli n.k. Sérþekking á
starfssviði nefndarinnar og góð kunnátta i
einu norðurlandamáli er nauðsynleg. Góð
laun. Ráðningartimi er 4 ár. Búseta i
Stokkhólmi áskilin.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist Islands-
deild Norðurlandaráðs, alþingishúsinu
fyrir 27. þ.m.
Forsætisnefnd ráðsins tekur ákvörðun um
ráðningu.
ÍSLANDSDEILD NOÐURLANDARÁÐS.
Franco 7
hafa á Spáni og þaö væri mjög
óheppilegt fyrir sjötta flotann.
Það á að gera nýjan samning i
september 1975 og menn gera
ráð fyrir,að samningaum-
leitanir verði erfiðar. Þaö eru
lfkur fyrir þvi, að stjórnin noti
bækistöövarnar sem stökkbretti
i NATO....
1 leiðara „The London Times”
stóð: „Spænska rikisstjórnin
notar kommúnistahættuna til að
þvinga peninga af Bahdarikjun-
um”.
Menn hafa alltaf furðað sig á
utanrikisstefnu Francos. 1
gamla daga hafði hann myndir
af Hitler og Mussolini á skrif-
borðinu sinu, en þeir töpuðu
striðinu og hann setti mynd af
Pfusi páfa tólfta á sama borð.
Nú er Pius páfi horfinn þaðan.
Eisenhower brosti lika um
stund til Francos og Lyndon
Johnson brosti enn breiðara en
Eisenhower.
Kannski verður mynd af
Gerald Ford forseta lögð á kistu
Francos....
Styrkir til háskólanáms
í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i lönd-
um, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, 10 styrki til há-
skólanáms I Sviþjóð háskólaárið 1975-76. Ekki er vitað
fyrirfram hvort einhver þessara styrkja kemur i hlut is-
lendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram-
haldsnáms viö háskóla. Styrkfjárhæðin er s.kr. 1.320.- á
mánuði i niu mánuði en til greina kemur að styrkur verði
veittur til allt að þriggja ára.
Umsækjendurskulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrk-
timabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum
prófskirteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vik, fyrir 12. febrúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð
fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
13. janúar 1975.
Styrkur til háskólanáms
í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handaislendingi til há-
skóianáms i Sviþjóö námsárið 1975-76. Styrkurinn miðast
við átta mánaða námsdvöl og nemur styrkfjárhæðin s.kr.
1.320.- á mánuði.
Umsóknir um styrk þennan skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, f yrir 10. mars n.k.
og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meðmælum. —
Sérstök umsóknareyðublöö fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
13. janúar 1975.
Námskeið
Heimilisiðnaðarfélags íslands
Hnýting — Makrame — kvöldnámskeið.
Byrjar 21. jan. — 18. febrúar.
Vefnaðarnámskeið — kvöldnámskeið.
Byrjar 17. jan. — 14. mars.
Væntanlega verða siðar námskeið i upp-
setningu á vef, bandvefnaði, myndvefn-
aði, balderingu, knippli og tóvinnu.
Upplýsingar og tekið á móti umsóknum i
verslun félagsins.
íslenskur heimilisiðnaður
Hafnarstræti 3, simi 11785.
NÝJAR TILRAUNIR
Franco sagði 1963 i New York,
að lágmarkslaun ættu að vera 80
pesetar á dag auk sjúkra- og
sumarleyfispeninga. Allir voru
hrifnir þá. Staðreyndin er sú, að
þetta var nauðsynlegt stjórn-
málalega séð....Franco vildi
greiða þetta gjald til að lita
betur út „erlendis” og til að
þóknast háskólaborgurunum.
1973 bar mest á mótmælum
gegn stjórnvöldum. Lögreglan
braust inn i kirkju i Barcelona
og handtók 113 manns úr
flestum þjóöfélagsstéttum og
ólikum stjórnmálaflokkum,
sem voru á fundi, sem svonefnd
„Catalona-hreyfingin” hafði
stofnað til.
Það er ekki vist, að stjórnar-
tiö Juans Carlos verði friðsam-
leg, þegar valdaskeiði Francos
lýkur. Spánverjar hafa fils-
minni — þeir eru langræknir.
Friösamlegt stjórnartimabil
Carlos viröist ósennilegt, þvi að
margir muna enn grimmilega
stjórnmálastefnu Francos
meðan borgarastríðið geisaði og
skorthershöfðingjans á mannúð
milli áranna 1939 og 1942, þegar
margir féllu fyrir byssukúlum
stuðningsmanna Francos.
Þjóðin hefur þetta enn i huga og
án efa springur einhvern
timann sú innibyrgða sorg, sem
býr I hjarta hennar út.SIðast en
ekki sist má minna á það, að
harðstjórnin hefur skiliö eftir
sig stjórnarkerfi, sem verður
erfitt að gera lýðræðislegt...
Bandariskur blaðamaður
lýstri Franco einu sinni sem
„þeim manni, sem er mest blátt
áfram af öllum sem ég hef
kynnst”.
Ætli framtið Spánar verði
jafnblátt áfram eða án blóösút-
hellinga...
Para system
Skápar, hillur
uppistöður
og fylgihlutir.
mUBH
RlM
STSANDGOTU 4 HAFNARFIROI slmi 51818
■
_
SKIKAUTGCRB RÍKISINS
\ . ~7 T
M/s Hekla
fer frá Reykjavík mánudaginn 20.
þ.m. austur um land i hringferð.
Vörumóttaka: fimmtudag og
föstudag tii Austfjaröahafna,
Þórshafnar, Raufarhafnar,
i Húsavikur og Akureyrar.
Alliance Francaise
Frönskunámskeið
Kennt er I mörgum flokkum fyrir byrjendur og lengra
komna.
Kennarar: franski sendikennarinn Jacques Raymond og
frú Raymond.
Væntanlegir nemendur komi til viötals I Háskólann (3.
kennslustofu) föstudag 17. janúar kl. 6.15.
Innritun og nánari upplýsingar i Bókaverslun Snæbjarn-
ar, Hafnarstræti 4 og 9, simar: 14281 og 11936.
Rýmingarsala
Seljum nokkur litið gölluð raðstóla- og
hornsófasett með miklum afslætti. Höfum
einnig ódýra svefnbekki og skrifborðssett.
NÝSMÍÐI S.F.,
Auðbrekku 63, simi 44600.
f'.... "
$ Bókhaldsstarf:
Vér viljum ráða karl eða konu til bók-
haldsstarfa með vinnutima frá kl. 13 til 17.
Aðalstarf samlagning, afstemming, flokk-
un og röðun reikninga. Áhersla lögð á
öryggi oghraða á reiknivél. Gjörið svo vel
og hafið samband við starfsmannastjóra i
sima 28200.
Starfsmannahald
^ SAMBAND iSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Iþróttafélag
kvenna
Leikfimin er að byrja
i Miðbæjarskólanum.
Innritun i
sima 14087.
Stjórnin.
f.
jAuglýsið í Alþýðublaðinuj
: Sími 28660 og 149Q6 \
Þakka innilega auðsýnda samúð við fráfall ogútför eigin-
manns mins
Sigurðar Björgvins Sigurðssonar,
Hraunkambi 7,
Hafnarfirði.
Fyrir hönd dætra okkar, tengdasona og barnabarna.
Margrét Bjarnadóttir.
Mágur minn
Sigurður Björnsson
Laugavegi 39,
er lést að Iirafnistu 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju, föstudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Helga Sveinsdóttir,
Görðum,
Alftanesi.
o
Fimmtudagur 16. janúar 1975.