Alþýðublaðið - 16.01.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 16.01.1975, Side 6
Sprengjusérfræðingar í Norður-lrlandi vinna hættulegasta starf í heimi. Daglegt stefnumót við dauðann Bniinn, sem vélmennið sprengdi i loft upp, brennur áður en sérfræðingarnir koma á vett- vang. Fórnarlamb sprengjuárásar i Ulster. Sprengjuárásir eru daglegt brauð r f Norður- Irlandi. Menn eru limlestir og sprengdir í loft upp. Sprengjusérfræðingar breska hersins vinna í þessu víti og eitthvert hættulegasta starf í heimi er að gera sprengjur IRA-manna óvirkar. Malcolm McKenzie-Orr hefur ef til vill erfiðasta starfið með höndum, því að hann tilkynnir ekkjunum lát manna þeirra. Undanfarin tvö ár hefur hann þurft að gera það ellefu sinnum. Ronald Wilkinson höf- uðsmaður varð þritug- ur. Hann er einn hinna mörgu fórnarlamba si- fellt vaxandi óeirða i Norður-írlandi sem falla fyrir sprengjutil- ræðum. Fyrir skömmu gat að lesa i dagblöðum, að 24 hefðu verið lagðir inn á sjUkrahús vegna þess, aö tveir vörubilar með alls 225 kiló af dinamiti sprungu i loft upp i Belfast. 1 Londonderry tókst sprengjusérfræðingum úr breska hernum hins vegar að bjarga mörgum mannslifum með þvi að gera stærri sprengju skaðlausa. Ronald Wilkinson var sprengjusérfræðingur. Siðasta verk hans var að gera sprengju hættulausa, en hann sprakk i loft upp, þegar hann átti að gera skaðlausa sprengju, sem sett hafði verið i bil i Belfast. Hann var einn af ellefu, sem látið hafa lifið á tveim árum. Ronald Wilkinson fékk virðu- lega útför. Fáir vita um þessa menn, sem eru i hættulegustu störfunum á Noröur-írlandi — ef til vill eru þeir i hættulegustu stöðum heimsins. Þess er vel gætt, að enginn þekki þá, þvi að það er ef til vill eitt hið mikilvægasta til þess, að þeir geti haldið lifi. Þjóðernissinnar — sérstaklega I Ulster — myndu ella sækjast eftir lifi þeirra. Það kemur þó fyrir, að minnst er á menn þessa i aðalstöðvum hersins og þá einkum til að hækka þá i stöðu vegna hug- rekkis þeirra. Undanfarin tvö ár hafa 34 menn I þessari deild fengið heið- ursmerki fyrir störf sin sem sprengjusérfræðingar, en auka- laun fá þeir ekki fyrir þessa lifs- hættulegu vinnu. Liðþjálfi, sem þarf að vera viðbúinr allan sól- arhringinn fær sex og hálft enskt pund á dag eða tæpar 1800 krónur. Wilkinson höfuðsmaður fékk höfuðsmannslaun eða 2800 ensk pund á ári, sem er á að giska 790 þúsund krónur. Ekkjan fær yfirleitt venjuleg- an ekkjulifeyri, svo að þessir menn hagnast ekki á vinnu sinni. Þeir vinna hvorki fyrir heiðri né aukaþóknun, hvers vegna vinna þeir..? Hvers vegna vinna þeir svona hættulega vinnu? Ekki er það heiöursins vegna. Ekki pening- anna vegna. Það er óliklegt að sprengjusérfræöingarnir svari, ef þessi spurning er lögð fyrir þá. 16 sérfræðingar voru einu sinni saman komnir, en þeir snéru sér undan, þegar ljós- myndari vildi taka af þeim mynd. Þeir vilja ekki þekkjast. Þeir vita, að IRA vill finna þá I Ulster, sem nú rikir hernaðar- ástand i. Mennirnir 16 hlógu og gerðu að gamni sinu, en engum duldist alvaran, sem að baki lá. Vináttubönd rofna, þegar klukkan heyrist tifa. John Young höfuðsmaður var 26 ára og hafði mikla reynslu að baki, þegar hann fór til að gera sprengju skaðlausa i Armagh. Honum mistókst og hann sprakk I loft upp. Hann var sá sjötti á einu ári. Sömu örlög biðu 39 ára félaga hans, Bernhards Calladenes, sem var kvæntur og átti tvö börn, þegar hann átti að ganga frá sprengju i bifreið á Welling- ton street I Belfast. Stundum geta sprengjusér- fræðingarnir unnið samkvæmt kennslubókum, þegar þeir eiga að gera sprengjur skaðlausar, en oft verða þeir að eiga i höggi við nýjustu brögð IRA-manna. Þeir berjast gegn andstæðing- um, sem beita ótrúlegri hug- kvæmni. Tveir liðþjálfar gengu að bifreiö, sem lagt hafði verið á götur Belfast-borgar og sprungu i loft upp, þegar þeir voru í tveggja metra fjarlægð. Rólegur ferðamanna- staður Yfirleitt er bærinn Pettigo I Fermanagh rólegur ferða- mannastaður, en einn daginn rikti þar umsátur og hatur. Atta menn óku inn á aðalgötur bæjarins I stolnum bifreiðum. Þeir sögðust leita manns, sem væri I varnarliöi Ulsters. Þann mann ætti að lifláta! Maðurinn, sem þeir leituðu, skaut á þá með vélbyssu og þeir yfirgáfu bæinn eftir að hafa skilið tvær sprengjur eftir. Ein þeirra sprakk i húsvagni, en hina átti Beckett liðþjálfi að gera óskaðlega. Þvi miður heppnaðist það ekki og Beckett varð 36 ára gamall. Hann lét eftir sig konu og tvær dætur. Stundum eru fréttir.um falsk- ar sprengjuárásir, en það er alltaf fylgst með slikum tilkynn- ingum og þær eru allar teknar jafnalvarlega — af mönnunum, sem eiga að gera sprengjurnar óskaðlegar. IRA-menn komu inn i bilabúð I Armagh og sögðu starfsmönn- um að rýma búöina strax, þvi að þar væri sprengja. Ekkert gerð- iststrax og þrir menn fóru til að virða málið fyrir sér. Þá sprakk sprengjan. Colin Davies dó samstundis, en félagar hans tveir brenndust illa. Okkur langar alla heim Mennina langar alla heim. Þeir vilja helst snúa aftur til herliös sins og ættingja, sem biöa heima. Stewartson höfuðs- mann langað sérlega mikið heim á fjögurra ára afmæli dóttur sinnar. Hann hafði lofað aö búa til flugdreka handa henni. Hann talaði um þetta við fé- laga slna kvöldið áður en honum var falið að gera óvirka sprengju I húsi I Castlerobin i nágrenni Lisburn. Stewartson bjó aldrei til flug- drekann handa dóttur sinni. Hann lét hins vegar lifið. Félag- ar Stewartsons gáfu dóttur hans flugdrekann. Það er ekki minnst á sprengjusérfræðing, sem lætur lifið við að gera sprengju óvirka nema einu sinni. Þá er sagt, að hann hafi verið góður félagi. Eiginkonurnar þjást mest og 39 ára liðsforingi lýsir lifinu þannig: „Konan min er dauðhrædd um að ég deyi skyndilega. Hún les ekki dagblöðin, hlustar ekki á útvarpið og horfir ekki á sjón- varpið. Hún setti sjónvarpið i geymsluna, þvi að hún vill ekki hlusta á fréttir af vinnustað mlnum. Ég skil hana vel...” Ef til vill fær Malcolm McKenzie-Orr erfiðasta hlut- verkið. Hann er yfirliðþjálfi og á að segja konunum frá láti eigin- mannanna. — Við erum allir eins og ein fjölskylda og mér þykir alltaf erfitt að segja konu, að hún sé orðin ekkja. Þetta er ekki öf- undsverð staða, hvort sem þið trúið þvi eða ekki, segir hann. Velmenntaðir sérfræð- ingar Samt sækja alltaf nýir menn um stöðurnar og láta sig hætt- una engu máli skipta. Umsækj- endur þurfa að vera 23ja ára og hafc venjulega herþjálfun. Þeir fá ekki að koma nálægt fyrstu sprengjunni fyrr en eftir fimm ára þjálfun og nám og sama máli gegnir um liðsfor- ingja, sem vilja leggja þetta starf fyrir sig. Enginn hagnast þó á þessari hækkun i tign. Sérfræðingarnir, sem fara til Norður-Irlands eiga að vinna allan sólarhringinn. Þeir mega aldrei fara út af afmörkuðu svæöi og verða að vera viðbúnir til að stökkva af stað með tækja- töskuna hvenær sem er. Þeir vilja ekki þekkjast, enda veltur lif þeirra ekki sist á þvi. IRA-menn sækjast eftir þeim... Velmenni eins og þetta er eitt mikilvægasta vopn sprengjusérfræðinganna. Hermaður, sem liggur I vari, stjórnar þvl. Vélmennið gerir gat á rúöuna, skilur sprengju eftir inni og fer meö leiöslurnar til hermannsins, sem kveikir á sprengjunni i góöri fjarlægö. o Fimmtudagur 16. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.