Alþýðublaðið - 30.01.1975, Side 6
f
í fimm ald-
ir eyja
í blóðhafi
,, Ty rkirnir koma! ’ ’
heyrðist veinað i
skelfingu af 20 þúsund
Grikkjum i hafnar-
borginni Kyrenia á
Kýpur. Þeir flýðu
heimili sin árla
morguns þann 20. júli
— á sömu stundu og
fyrstu sprengjum og
handsprengjum var
varpað af tyrkneska
árásarliðinu.
Grikkirnir vissu, að
þeir áttu ekki á góðu
von. Þeir vissu, að nú
hélt hin 500 ára blóð-
hefnd milli Grikkja og
Tyrkja áfram.
Þessar tvær þjóðir
hafa borist á bana-
spjótum frá miðöldum.
Sú barátta hófst, þegar
Tyrkir lögðu undir sig
hinar sorglegu leifar af
aust-rómverska rikinu
og náðu Konstaniópel á
sitt vald 1453. Þá
hljómuðu skelfingar-
veinin ,,Tyrkirnir
koma!” frá borgar-
múrum þessarar höf-
uðs töðvar kris tninnar.
Og af góðri ástæðu.
Lesið það, sem munk-
urinn Gregorius segir
um þessa innrás:
Hversdagslíf á Kýpur
Um árabil hafa Grikkir og Tyrkir
lifað og óttast hvorir aðra á
Kýpur. Flestir íbúanna muna
engan friðsælan dag. Hérna á
myndunum sjá menn, hvernig
lífið þar er.
„Á þri&ja degi höfðu óvinirnir
hernumið borgina. A fleiri
stöðum sá ekki i jörðina fyrir
Hkum. Það var hræðilegt að sjá,
að enginn slapp. Dauðinn upp-
skar meðal hefðarfrúa, hreinna
meyja og nunna, sem dregnar
voru út úr klaustrunum á
hárinu. Mikið var kveinað og
ópin blönduðust barnsgráti.
Svo hélt sultaninn innreið slna
og heimtaði að keisarinn væri
fundinn. Hann hugsaði um það
eitt, hvort keisarinn væri lifs
eða liðinn. Svo var leitað meðal
likanna, en enginn fannst, sem
lfktist keisaranum fyrr en menn
fund loks höfuölaust lfk á gull-
brydduðum skóm. Þá gladdist
sultaninn.”
Muhammed II sultan gerði
stærstu kirkju kristninnar,
Hagia Sofia-dómkirkjuna að
mosku sinni og Konstantinopel
að höfuðborg sinni. Innan
skamms spannaði Tyrkjaveldi
bæði Grikkland og Balkan-
skagann allt að borgarmúrum
Vinar. Það voru aðeins tveir
útverðir kristninnar i tyrkneska
hafinu — Krit og Kýpur, sem
var undir feneyskri vernd.
Svo réðust Ösmannar á
Kýpur. Tyrkneskur innrásarher
réðist á eyna 1570 — mjög
öflugur her 250 þúsund manns,
mesti her þeirra tima.
Hershöfðinginn, Mustafa
Pasha settist um virkisborgina
Famagusta, en hana byggðu
aðeins 3.600 Feneyingar og
4.000 Grikkir. Stjórnandi
vamarinnar var Feneyingurinn
Marco Antonio Bragadino.
Hann og menn hans börðust
vasklega gegn ofurmagninu.
Tyrkir misstu 80 þúsund manns
i misheppnuðum árásum sinum,
en svo hlaut þó að fara, að
Bragadino yrði að gefast upp 5.
ágúst 1571.
Ef Feneyingurinn hefur
vonað, að sigurvegarinn sýndi
miskunnsemi og göfuglyndi,
skjátlaðist honum hrapalega.
Tyrkenski hershöfðinginn lét
þvert á móti leiða hinn sigraða
andstæðing fyrir sig og skar
sjálfur af honum eyru og nef.
Feneyingurinn þoldi misþyrm-
ingar án þess að gefa hljóð frá
sér. Mustafa bauð honum lif, ef
hann vildi taka múhameðstrú,
en Bragadino neitaði boðinu.
Mustafa hefndi sin með þvi að
láta flá húðina af Bragadino
lifandi til mikillar skemmtunar
fyrir tyrknesku hermenn-
ina. Húðin var stoppuð
upp og send sem sigurmerki til
Konstantinópel. (Tiu árum
siðar sóttu Feneyingar þetta
ógeðslega sigurtákn). íbúarnir i
Famagusta liðu miklar
þjáningar. Mennirnir voru
drepnir eða þrælkaðir og konum
var misþyrmt og nauðgað.
Seinna kom röðin að Krit og
eftir það var allt Grikkland
undir tyrkneskri stjórn. 1
margar aldir var grisk-róm-
verska kirkjan eini miðpunktur
þjóðarinnar. Það varð líka erki-
biskupinn af Patras sem stóð
fyrir uppreisninni gegn Tyrkj-
um 1821.
Þriggja alda kúgun kom fram
i miklum blóðsúthellingum
Grikkja. A Peloponnes voru 15
þúsund Tyrkir drepnir á
nokkrum vikum. Tyrkir hörfuðu
skelfdir til virkisins Tripólis, en
Grikkir gerðu leifturárás, tóku
borgina og slátruðu öllum
Ibúunum. Þegar fréttirnar
bárust til Konstantinópel hófu
Tyrkir ofsóknir á hendur
kristnum mönnum.
Um leið sendi sultaninn herlið
sitt gegn grisku uppreisnar-
mönnunum. Afleiðingarnar
voru skelfilegar Á eynni Chios
myrti flotaforinginn Kapudan
Pasha 23 þús. sundmenn og
gerði 47 þúsund konur og börn
aö þrælum.
Það voru Vesturlönd, sem
komu I veg fyrir, að Grikkland
væri þurrkað út. Evrópumenn
fengu skyndilega áhuga á
„vöggu menn'ingarinnar” og
stóðu eindregið með grisku
uppreisnarmönnunum. Miklu
magni af vopnum og peningum
var safnað og sjálfboðaliðar
streymdu frá Engiandi, Frakk-
landi og Þýskalandi. Menn
muna sérstaklega eftir enska
skáldinu Byron lávarði sem
gerðist sjálfboðaliði, þó að hann
létist úr malariu skömmu eftir
komu sina til Grikklands.
Grikkir hefðu orðið á valdi
Tyrkja, ef stórveldi þeirra tima
— England, Frakkland og Rúss-
land hefðu ekki gripið i taumana
á elleftu stundu. Þessi riki
neyddu sultaninn 1830 til að
viðurkenna sjálfstæði Grikk-
lands. Um leið varð landið að
sjálfstæðu riki, en ljósmæð-
uraar vildu fá viðvikið vel
greitt. Englendingar héldu
merki sinu sem verndara hátt á
lofti.
1830 var Grikkiand litið land.
Það náði aðeins yfir syðsta
hlutann, sem nú er Grikkland.
Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar
bjuggu enn við tyrkneska
stjórn, i Evrópu, á eyjunum og i
Litlu-Asiu. Næstu áratugi var
„enosis” grisk sameining aðal-
stefnumál grisku stjórnarinnar
og það hver, sem fór með völdin
I Aþenu.
A ráðstefnunni i Berlin 1878
tóku Grikkir stórt skref að settu
marki. Stórveldin lét Grikkjum
eftir Þessaliu, sem nú er
miðhluti Grikklands — og
Grikkir réðust þangað inn 1881.
Þegar Kritarbúar gerðu upp-
reisn 16 árum siðar og Grikkir
sendu herlið þeim til aðstoðar,
lýstisultaninn Abdul Hamidyfir
striði við Grikki. Tyrkneski her-
inn, sem var mjög nýtiskulegur
og æfður af Þjóðverjum vann
stóran sigur 1897. Tyrkir réðust
I áttina að Aþenu, en aftur heftu
stórveldin sigurgöngu Tyrkja.
Grikkir urðu hins vegar að af-
sala sér Krit um stund.
15 árum siðar gafst tækifæri
til hefnda. Grikkland, Serbia,
Montenegro og Búlgaria
stofnuðu Balkanbandalagið.
Takmarkið var að skipta af-
gangnum af yfirráðasvæðum
Tyrkja i Evrópu á milli sin. Við
friöarsamningana i London 1913
fengu Grikkir fyrst yfirráðarétt
yfir Makedóniu og Krit.
Skömmu seinna braust fyrri
heimsstyrjöldin út. Veldi
Tyrkja var hrundið og við
friðarsamningana i Sevres urðu
Tyrkir að afsala sér land-
svæðum i Evrópu að undan-
skildum litlum hluta lands
umhverfis Konstantinópel-
Istanbul. Grisku erfðaféndurnir
fengu bróðurpartinn og þeir
fengu m.a. hafnarborgina
Smyrnu — nú Izmir — sem var
o
Fimmtudagur 30. janúar 1975.