Alþýðublaðið - 30.01.1975, Side 7
Stríð og kreppa á Kýpur segja menn, en
það eru aðeins orð. Hinir óhamingju-
sömu eyjaskeggjar í Miðjarðarhafinu eru
aðeins liður í alþekktum sögulegum
sorgarleik: Hatrið milli manna er orðið
arfgengt. Kýpur-kreppan á sér djúpar
rætur, sem standa í blóðhafi, sem
hefur skapað 5 alda blóðhefnd milli
Grikkja og Tyrkja. Það hófst 1453,
þegar tyrkneskir hermenn tóku
Konstantínópel — nú Istanbul. Síðustu
blóðugu átökin voru, þegar tyrkneskir
hermenn gengu á land á Kýpur 20. júlí
1974, 521 ári síðar. Fæstir trúa því, að
það séu endalokin.
a&allega byggð griskum
mönnum og mikinn hluta af
sveitahéröðum landsins.
Nú hafði Grikkland aftur
fengið fótfestu á strönd Litlu-
Aslu — 500 árum eftir fall
Konstantinópel. Þá bjuggu tvær
milljónir griskra manna i Litlu-
Asíu og draumurinn um valda-
mikið Hellas virtist ætla að
rætast. Hrifning þjóðarinnar
varðað stórmennskubrjálæði og
varð að einhverjum mesta
ósigri Grikkja um aldaraðir.
15. mai 1919 stigu griskar
hersveitir á land i Smyrna.
Innrásin var sá dropi, sem fékk
bikarinn til að fyllast. Hópar
uppreisnargjarnra liðsforingja
söfnuðust um tyrkneska hers-
höfðingjann Kemal Ataturk,
sem lýsti yfir lýðveldi i Tyrk-
landi með Ankara sem höfuð-
borg. Um leið skipulagði
Ataturk vopnað lið, sem senda
átti til höfuðs árásarsveitunum.
Aþeningar réðust i átt að An-
kara, en 35 km frá borginni biðu
Grikkir herfilegan ósigur fyrir
vel skipulögðum hér Ataturks.
Flóttinn frá Smyrnu olli
miklum flótta meðal Grikkja
þaðan. Það var full ástæða til að
óttast, þvi að samtimis hófu
Tyrkir að útrýma annarri krist-
inni þjóð i Litlu Asiu, Armeniu-
mönnum. Þetta hefur verið
kallað fyrsta skipulagða bióðar-
morð tuttugustu aldarinnar.
Vægt talið er álitið, að árin 1915-
1922 hafi um milljón Armeniu-
menn verið myrtir.
1922 voru Grikkir jafnofur-
seldir ofbeldinu og Armeniu-
menn, þvi að nú komu
Vesturvöld þeim ekki til
hjálpar. Þau höfðu skipt um
stefnu I þessu máli, þvi að sterkt
og vestursinnað Tyrkland var
góö vörn gegn kommúnisku
Rússlandi. Það var a.m.k.
þýöingarmeira en sterkt Grikk-
land. Grikkir fengu enga hjálp
og griskir menn I Litlu-Asiu
voru ofurseldir örlögunum.
9. september 1922 klukkan niu
fyrir hádegi reið 4. tyrkneska
riddarasveitin inn i Smyrnu,
sem forvarðarlið hersins. í
borginni voru 3 milljónir flótta-
manna. Tugir þúsunda flýðu til
hafnarsvæðisins, en þar sáu
þeir liggja fyrir utan voldugan
flota. Ensku, frönsku, itöslku og
bandarisku herskipin hefðu get-
aö bjargað óteljandi mannslif-
um með fáeinum skotum. 1 þess
stað fylgdust menn aðgerða-
lausir meðfjöldamorði, sem var
yfirgengilegra en misþyrming-
ar á miðöldum og verstu
grimmdarverk heimstyrjaldar-
innar sfðari.
Kemal Ataturk lýsti þvi yfir,
að öll Smyrna með látnum og
lifandi eignum og innbúi, væri
herfang. Og þar með lýsti hann
yfir fjögurra daga svalli rána,
ofbeldis og morða. Tyrkneski
yfirmaðurinn Nerodin Pasha,
henti sjálfur erkibiskupnum,
Chrysotomos fyrir hópinn.
Tyrkirnir settu á hann rakslá
honum til háðungar. Svo fláðu
þeir af honum skeggið, stungu
úr honum augun, skáru af
honum eyru og nef og bundu að
lokum endi á píslir hans.
A fimmta degi kveiktu Tyrkir
I borginni.
1 Lundúna blaðinu „Daily
Telegraph” stóð 18. september:
„Eldurinn var kveiktur með
eldsprengjum, sem rigndi yfir
húsin. Fjöldi karla, kvenna og
barna hafði leitað hælis i
kirkjunum og öðrum bygg-
ingum og eldurinn rak þau beint
I fangið á vélbyssunum. Einn
sjónarvottur segist hafa séð 800
manns, sem höfðu leitað hælis i
kaþólsku kirkunni, myrt.
Margir, sérstaklega konur,
frömdu sjálfsmorð. Það er
ógerningur að giska á tölu
látinna, en menn óttast að hún
sé yfir 100 þúsund.”
24. september, hálfum
mánuði eftir innrás Tyrkja,
byrjaði brottflutningur þeirra,
sem eftir lifðu. Það voru aðal-
lega konur, börn og gamal-
menni, þvi að Tyrkir höfðu
annað hvort myrt eða flutt á
brott alla griska menn á
aldrinum 16-45 ára. Menn gera
ráð fyrir, að á brott hafi verið
flutt um 160 þúsund manns,
sem aldrei komu aftur heim.
Nú komu alþjóðlegar hjálpar-
sveitir til Smyrnu. Þeim mætti
hræðileg sýn. Bandariski lækn-
irinn Esther Lovejoy segir:
„Þetta hrjáða og óhamingju-
sama fólk flykktist á hafnar-
garðana, en þar var það
öruggast. Þegar dimmt var
orðið beindu herskipin ljós-
kösturum sinum að fólkinu.
Nóttin enduromaði af veinum
kvenna og hræðsluópum barna
meðan þrengslin urðu sifellt
meiri. En það var engin leið til
baka. Þetta fólk hefði dáið, ef
það hefði farið inn i borgar-
rústimar.”
Tyrkir hefndu sin ekki aðeins
á Smyrnu heldur og á öllum
grfsku ibúum i Litlu-Asiu. 31.
mai 1922 skrifar fréttaritari
blaðsins „Christian Science
Monitor” frá borginni Trape-
zunt við Svartahafið:
Fyrir tveim árum bjuggu hér
25 þúsund Grikkir. Nú eru
karlmennirnir hér sex prestar
og tiu borgarar. Stjórnin hefur
ákveðið brottflutning allra
barna milli 11-14 ára aldurs.
Það er voðalegt að sjá þessi
böm rekin eins og búfénað eftir
götunum til að lenda I ógeðsleg-
um neðanjarðarfangelsum.”
Vesturlönd lögðu blessun
sina, á alla þessa grimmd meö
Lousanne-samningnum 1923.
Tyrkir fengu ekki aðeins aftur
þau héröð, sem þeir höfðu orðið
að afhenda Grikkjum heldur
hófust nú nauðungarflutningar
Allir Grikkir urðu að yfirgefa
tyrkneskt land, hvort sem þeir
vildu það eða ekki. t staðinn
voru 250 þúsund Tyrkir reknir
frá Grikklandi. Vesturveldin
tryggðu lif og rétt minnihlutans.
Um leið hurfu grisk áhrif frá
Litlu-Asiu — fimm öldum eftir
fall Konstantinópel. Griska
föðurlandið átti I erfiðleikum
með 1.5 milljón flóttamenn.
Þetta var hlutfallslega helmingi
hærri tala, en Vestur-Þýzkaland
þurfti að hafa áhyggjur af eftir
1945, þegar þangað streymdu
flóttamenn frá Austur-Þýska-
landi.
Eini staður á jörðinni, þar
sem Tyrkir og Grikkir bjuggu
saman, var á Kýpur. Eyjan
varð ensk nýlenda 1878 og um
árabil höfðu Englendingarnir
stjórn á þessum þjóðum, sem
strax eftir siðari heimstyrj-
öldina var úti um „Pax Britann-
ica”. Griski skæruliðaflokk-
urinn Eoka hóf skæruliðabar-
áttu gegn Englendingum undir
stjórn Georgios Grivas
hershöfðingja. Grikkir höfðu
herópið „Enosis” — sameining,
en Tyrkir „taksim”, sem þýðir
„aðskilnaður”. Fyrstu ofbeldis-
aðgerðirnar hófust.
Þegar Englendingar drógu
sig i hlé 1960, var hvorki
„énosis” né „taksim” orðið
raunverulegt. Afturá móti hafði
verið stofnað lýðveldið Kýpur,
sem byggðist á jafnrétti Grikkja
og Tyrkja. Báðir aðilar áttu að
taka þátt i stjórn og fram-
kvæmdum, en þetta stóð aðeins
I þrjú ár. Skömmu fyrir jól 1963
réöust Grikkir á Tyrki og ráku
þá úr borgum og héröðum, sem
þeir voru I minnihluta I. Mörg
hundruð Tyrkir féllu fyrir kúl-
um Eoka-manna.
Eftir þetta var Kýpur skipt i
tvennt — griska Kýpur, sem
hafði framkvæmdavaldið og
herinn og tyrkneska Kýpur, en
þar bjuggu menn I fátækra-
hverfum og voru kúgaðir af
Grikkjum. Smám saman
hljóðnuðu köllin „enosis”, þvi
að það gekk betur á ey junni en á
meginlandinu. Auk þess gerði
griska herforingjastjórnin það
óæskilegra fyrir Kýpur-búa að
sameinast Grikklandi.
Samt var það griska föður-
landið, sem olli óhamingju
eyjarbúa á ný. 15. júli 1974
réðust griskar sjálfsmorðs-
sveitir á forsetahöllina i
Nicosiu. Makarios forseti slapp
naumlega út um bakdyrnar,
herforingjastjórnin á Kýpur
setti i hans stað mann, sem
tyrknesku ibúarnir litu á sem
böðul — Nikos Sampson, sem
var gamalreyndur Eoka-
maður frá timum Grivasar og
dæmdur til dauða af Bretum
fyrir a.m.k. 25 morð. Sampson
var gerður að yfirmanni Eoka-B
eftir lát Grivasar, en það er
griska skæruliðasveitin.
Það lék enginn vafi á þvi,
hvað þessi maður táknaði —
nefnilega sameiningu við
Grikkland o.g algjöra kúgun
tyrkneskra Kýpur-búa.
En valdbeiting gegn
Makariosi var það langþráða
merki, sem Tyrkir höfðu þráð
og beðið eftir i 14 ár. Nú var
unnt að skipta Kýpur. 20. júli i
dögun — næstum þvi nákvæm-
lega 404 árum eftir fyrstu tyrk-
nesku innrásina á Kýpur —
stigu tyrkneskar hersveitir á
land við Kyrenia.
Það var ekki til neins aö
Grikkir settu böðulinn Sampson
strax af og annan mann i hans
stað. Það var ekki til neins,
þegar herforingjastjórnin i
Aþenu dró sig til baka og skildi
stjómina eftir i höndum lög-
reglunnar. Tyrkir létu ekki
blekkja sig i þetta skipti og eins
og 1922 — 52 árum siðar —
fylgdust Englendingar og
Bandarikjamenn aðgerðalausir
með þvi, að Tyrkir ráku tug-
þúsundir Grikkja á flótta.
Það var ekki nauösynlegt
fyrir Tyrki að setjast um
Famagusta i fyrra. Tyrknesku
skriðdrekarnir óku inn um
borgarhliðin og Grikkir voru
flúnir. Það var enginn skilinn
lifandi eftir — aðeins stórar
fjöldagrafir, sem geymdu
Grikki eða Tyrki. Það veit
enginn það með vissu.
En enn blaktir tyrkneski
fáninn yfir hluta Kýpur meðan
200 þúsund griskir flóttamenn
eru i tjaldbúðum milli Limassol
og Paphos. Ný landarhæri hafa
verið gerð i grisk-tyrkneska
striðinu — en það merkir
naumast, að baráttunni sé lokið.
Fimmtudagur 30. janúar 1975.
o