Alþýðublaðið - 15.02.1975, Blaðsíða 7
Þröstur Magnússon
VíðhöfUm
ifærin og
verkunar-
vörurnar
Vió erum umboösmenn fyrir:
Þorskanet.frá:
MORISHITA FISHING NET LTD.
"Islandshringinn” og aórar plastvörur frá
A/S PAUCO
Víra frá:
FIRTH CLEVELAND ROPES LTD.
Saltfiskþurrkunarsamstæöur frá
A/S RAUFOSS og PYROFABRIKKEN
Slægingarvélar frá:
A/S ATLAS
Loónuflok'^marvélar frá
KRONBORG o
Fiskþvottavélar frá:
SKEIDES MEK. FABRIKKER A/S
Pökkunarvélar fyrir saltfisk frá
A/S MASKINTEKNIKK
F/V Kassaþvottavélar frá:
FREDRIKSONS
Bindivélar frá
SÍGNODE
Umboössala fyrir:
HAMPIÐJUNA H.F
Inrifiytjendur á salti, striga og
öllum helstu útgeróarvorum
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200
Laugardagur 15. febrúar 1975
Coppelía! Fyrsti heilkvolds
hallettinn hérlendis
Laugardagur 15. febrúar 1975
„Millibilið! Fassiö millibil-
ið!”
„Aftar á senuna, stúlkur.”
„Gætið að staðsetningunum.
Bilið er enn vitlaust! Þið eruð
timamörkin á klukku og klukku-
timarnir eru allir jafnlangir!
Þú þarna til hægri, staðsettu þig
framar! ”
Staðsetningar, fótaburður,
handahreyfingar, svipbrigði,
hraði — öllu er fundið að og allt
leiðrétt. Fyrirskipanir dynja á
sviðinu: leiðbeiningar og að
finnslur. Framan við sviðið
stendur skarpleitur maður með
hljóðnema i annarri hendi og
stjórntæki fyrir segulband við
hina. Hann fylgist gaumgæfi-
lega með stúlknahringnum á
sviðinu og virðist gæddur þeim
fágæta eiginleika að geta haft
yfirsyn yfir allt sviðið og fylgst
jafnframt af natni með hverri
einstakri. Ekkert hik, vankunn-
átta eða kæruleysi kemst fram-
hjá athygli hans og það leynir
sér sér ekki hver hér stjórnar.
En, hvaö er að ske? Hver er
þessi maður og hverju er hann
að stjórna?
Jú, þetta er hann Alan Carter,
ballettmeistari Þjóðleikhússins,
og hann er að („Stúlkur, þetta
er æfing! Ekki skemmtiferð!”)
stjórna uppsetningu fyrstu heil-
kvöldsýningar á ballett, sem
tekin er á svið hérlendis. Verk-
Þórarinn Baldvinsson var lánaður hingaö, lil aö dansa i Coppeliu.
Hofmennska bregst ekki Bessa. Enda
skal ætið þakka góðar gjafir með
tilhlyðilegum virðuleik.
efni hans er að samæfa og aga
tvo hópa dansenda, úr Þjóðleik-
húsinu og Þjóðdansafélaginu,
og undirbúa eins kvölds
skemmtun fyrir okkur letingj-
ana,sem látum okkur nægja af-
raksturin af svita þessa fólks.
Blaðamenn settust inn i sal og
fylgdust með æfingu kvöldsins
og fengu ennfremur að leggja
nokkrar spurningar fyrir meist-
arann sjálfan.
„Við erum ekki mörg hérna.
Skólinn er nokkuð stór, en það
eru svo ungir nemendur þar,
allt niður i svona og svona og
svona.” Og Carter sýnir okkur
stærð nemendanna með hönd-
unum, likt og veiðimaður mælir
laxa.
„Við eigum gott efni i dans-
ara, en það tekur tima að
byggja upp flokk — fimm ár,
jafnvel tiu. Svo eru fslendingar
ekki vanir aga og þó það sé
indælt og skemmtilegt i sambúð
við þá, getur það skapað vanda-
mál við úrvinnslu svona verk-
efnis. Agi er nauðsynlegur og
það er vitleysa að Islendingar
geti ekki tekið honum — þeir eru
bara ekki vanir honum.”
Og það leynir sér heldur ekki
að aginn er fyrir hendi innan
dansflokksins:
„Þið þarna tvær, baka til á
sviðinu. Þið kunnið alls ekki
sporið! Svona, lærið það! Kenn-
ið þeim það, einhver! Ekki þú!
hlifðu fætinum. Ég vil ekki að þú
sért að reyna á slæma fótinn,
ekki meiren þú þarft. Allt i lagi,
við byrjum aftur.”
Það er æft og lært, stritað og
svitnað, hoppað og hlaupið, svo
hægt verði að spila á tilfinn-
ingar áhorfenda þann 28. febrú-
ar. Og það verður vafalaust, þvi
þótt mörgu væri ábótavant og
meistarinn þyrfti þvi að leggja
orð i belg, þá er hópurinn greini-
lega einbeittur og enga uppgjöt
að sjá eða heyra. Gleði og
óánægja, kátina og reiði, al-
vara, hátiðleiki, jafnvel vottur
af tilbeiðslu — öllu bregður
þessu fyrir og er tjáð svo að ekki
fer milli mála hvers timi er.
Sko er hann Bessi þarna lika.
„Kraftur, Bessi. Meiri kraft!
Orku! Þú átt að vera reiður og
óánægður. Grettu þig og vertu á
hreyfingu! Fleygðu henni til á
sviðinu, hún er ónýt og þú
verður að sýna óánægju þina!
Gerðu það sem þú vilt, en vertu
reiður.”
Og Bessi verður reiður og
fettir sig og grettir og steytir
hnefana. Þegar hann ræðst að
stúlknahópnum, verður einni
þeirra á að brosa ofurlitið.
„Ekki hlæja! Þú ert hrædd!
Þú átt að vera hrædd við Bessa
og þá hlærðu ekki, eða hvað?
Ekki hlæja! Svona já. Og snúa
svo hægt — hægt — hægt. Það
var rétt!”
Og Carter heldur áfram að
beita röddinni, stundum jafnvel
svo að tónlistin drukknar og
okkur dettur ekki annað i hug en
hann fari að missa stjórn á
skapi sinu. Það leiðir til spurn-
ingar — og svars:
„Ég, reiður? Núna i kvöld?
Nei, hreint ekki. Þið ættuð að
sjá mig reiðast, þá þarf ekki að
spyrja hvort ég sé reiður. Það
kemur fyrir að ég helli mér yfir
þau, en þá eiga þau lika fyrir
þvi. Nei, það er sko langt frá þvi
að ég hafi skipt skapi i kvöld.”
Og enn reynist fólkið ekki
kunna réttar hreyfingar.
Hann f jallar um fólk og klukkur
og brúður. Hann fjallar að sjálf-
sögðu um ástina og gleðina, en
hann fjallar einnig um margt
annað. Farðu og sjáðu: sjón er
sögu rikari.
H.V.
Alan C'arter:
„Hér er ekkert mætingavandaniál við að glima —
ekki svo orö sé á gerandi. Þau eru áhugasöm og
ákveðin, það er reglulega ánægjulegt að starfa með
þeim og ég vona að okkur takist að setja upp góða
syningu."
Nú og hvaö heitir svo ballett-
inn og um hvaö f jallar hann? Jú,
hann heitir „Coppelia” og sýn-
ingar eiga að hefjast þann 28.
febrúar. Það er undir okkur
menningarneyfendum komið
hvenær sýningum lýkur.
Altaiislafla? Nei, ballet
7y ^
KZ INNRÉTTINGAR LEYSA
STÓR OG SMÁ GEYMSLU-
VANDAMÁL.
UPPBYGGING KZ
INNRÉTTINGA ER ÁN
VERKFÆRA. MIKLIR
BREYTINGAMÖGULEIKAR
KZINNREiTINGAR I
SKRIFSTOFUNA, VÖRU
GEYMSLUNA, BÍLSKÚR
INN OG BÚRIO.
EGGERT KRISTJÁNSSON
8. CO. HF.,
SUNDAGORÐUM 4.
oSÍMI 85300.
Veiðarfæragerð
Vestmannaeyja hf.
Skildingavegi 6B
Símar 1412 - 1723 - 1960
önnumst viðgerðir á öllum veiðarfærum.
Viðgerðir plastbelgja.
Vélþrykkjum allar gerðir vira.
Sendum um allt land.
Seljum humar og fisktroll.
Alþýðuflokkskonur í Reykjavík
Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík held-
ur félagsf und n.k. f immtudag, 20. febrúar, kl.
20.30 í Félagsheimili prentara, Hverf isgötu 21.
DAGSKRA:
1. Venjuleg félagsfundarstörf.
2. Kristín Stefánsdóttir, húsmæðrakennari,
sér um kynningu á ostaréttum.
Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
STJÓRNIN
☆ ★ ☆ r\ VATNS- BERINN 20. jan. - 18. feb. BREYTILEGUR Það er mögulegt að heils- an standi i vegi fyrir at- höfnum þinum, eða að of mikil pressa hafi óheppi- leg áhrif á heilsuna. Gættu þin fyrir bak- tjaldamakki. Dagurinn er góður til þess að vinna áfram það sem þegar er hafið. dOkFISKA- H^MERKIÐ 19. feb. - 20. marz BREYTILEGUR Farðu varlega i fjármál- um. Hugmyndir- og úr- ræði vina þinna eru hættuleg i dag, hversu góð sem þau kunna að virðast. Viðskiptamál eru undir slæmum áhrifum, en sérfræðingar gætu þó reynst þér vel, ef þú þarft að taka ákvarðanir. HRÚTS- WMERKID 21. marz - 19. apr. VIDBURÐALITILL Þú verður að leggja þig sérstaklega i lima, ef þú vilt koma einhverju raun- hæfu i verk i dag. Dagur- inn er innhverfur og at- hafnaáhrif i lágmarki. Heppilegra væri að vinna við áætlanagerð, en að reyna framkvæmdir. 0 NAUTIÐ 20. apr. - 20. maí VIÐBURÐALtTILL Þetta verður auðveldur dagur, sem gefur þér möguleika til að ná yfir- sýn yfir stöðu þina og leggja plönin fyrir fram- tiðina. Leystu strax öll fjárhagsvandamál sem verða i vegi þinum, en taktu ekki þátt i könnun- um eða ferðalögum.
j
★ ☆ ★ ☆ ★ TVI- WBURARNIR 21. maí - 20. júní TVÍRÆÐUR Haltu áfram ákveðnum neitunum þinum gagn- vart vinum sem vilja fá þig með í fjármálaævin- týri. Dagurinn er hættu- legur hvað snertir öll ferðalög, en ætti að vera góður til upplýsingaöflun- ar. rfhKRABBA- Ur MERKIÐ 21. júní - 20. júlí TVÍRÆÐUR Dagurinn ætti að verða þér nógu auðveldur i vinnu, en vandamálin hlaðast upp heima fyrir og geta valdið þar deil- um, sem eitra andrúms- loftið. LJONID 21. júlí - 22. ág. TVÍRÆÐUR Fjölskyldulifið verður þér liklega ánægjulegt i dag og fólkið umhverfis þig hvetjandi gagnvart lit- riku hugmyndaflugi þinu, en samt er liklegt að þér finnist veröldin mótsnúin. áF\ MEYJAR- W MERKIÐ 23. ág. - 22. sep. BREYTILEGUR Sérlega góður dagur, ef þú ákveður að vinna, en bdíttu fremur heilan- um en vöðvum likam- ans. Þér tekst liklega að komast hjá miklum vand- kvæðum ef þú hugsar of- urlitið um það sem venju- lega krefst aðeins likam- legrar áreynslu.
★ ☆ ★ © VOGIN 23. sep. - 22. okt. TVÍRÆÐUR Fjölskyldumálefni geta auðveldlega orðið að há- værum deilum i dag. Heilsa foreldris eöa eldri ættingja getur valdið á- hyggjum og sett þér stól- inn fyrir dyrnar. Sýndu umhyggju þina i verki og reyndu að græða þau sár og hruflur sem þú hefur valdið. SPORÐ- W DREKINN 23. okt - 21. nðv. BREYTILEGUR Það sem gerist innan fjöl- skyldunnar, eða sam- komulag við einhvern meðlim hennar, gæti hjálpað þér mikið i fjár- málum. Þetta er góður dagur til að sinna málum heimilisins, en farðu var- lega og forðastu að lenda i deilum við þá sem með þér vinna. <f \ BOGMAÐ- WURINN 22. nóv. - 21. des. BREYTILEGUR Oll fjármálaáhætta gæti haft uggvænleg áhrif á pyngju þina I dag, svo þú skalt forðast hana. Hug- myndir þinar eru traust- ar og góðar og þeim tima sem þú getur varið við tómstundaiðju er ekki só- að. g\ STEIN- XJ GEITIN 22. des. - 19. jan. BREYTILEGUR Áriðandi málefni innan heimilis eða fjölskyldu, valda þér óróleika og erta þig, en ef þú beitir lagni, getur þú leyst vandamál- in á hagkvæman hátt Forðastu deilur við maka þinn og haltu sjálfstjórn þinni. Farðu varlega i akstri.