Alþýðublaðið - 12.03.1975, Qupperneq 2
STJORN-
MÁL
Olíuvandinn
A þessum siðustu og verstu
timum hefur mikið verið rætt
um oliuvandamálið i fréttum.
Þegar um oliuvandann hefur
verið rætt hefur fyrst og
fremst verið fjallað um hann
frá sjónarmiði þjóðarheildar
eða þjóðarheilda — þ.e.a.s.
hvernig þjóðir heims geti
tryggt sér næga oliu, við
hvaða verði og hvaða áhrif
oliuverðhækkanirnar hafi haft
á efnahagsmál, bæði ein-
stakra rikja og rikjaheilda.
En ýmis vandamál samfara
verðsprengingunni á oliu eru
þó mun nærtækari. Ég er t.d.
sannfærður um, að flestir
ráðamenn þjóðarinnar hafa
litla hugmynd um hver er oliu-
vandi þeirra heimiia i landinu,
sem verða að kaupa oliu til
húsahitunar.
örvænting eldra fólks
Fyrir nokkrum dögum átti
ég erindi vestur á ísafjörð og
leit þar m.a. við á heimili full-
orðinna hjóna, sem nær ekkert
hafa fyrir sig að leggja annað,
en ellilífeyri frá almanna-
tryggingum ásamt óveruleg-
um lífeyri úr lifeyrissjóði
verkamanna. Þetta fólk sýndi
mér m.a. reikninga þá, sem
þvi hefur verið gert að greiða
fyrir kyndikostnað með oliu á
undanförnum mánuðum og
nam oliureikningurinn eiin
u.þ.b. helming af ellistyrkn-
um þeirra — svo til þeim einu
tekjum, sem þetta fullorðna
fólk hafði sér til lifsframfæris.
Þá var eftir að greiða mat og
klæði, sjúkrahjálp og annað
það, sem telst til brýnustu lifs-
nauðsynja — og til þess höfðu
hjónin röskan hálfan ellistyrk-
inn sinn þegar kyndikostn-
aðurinn hafði verið greiddur.
Engin undantekning
Þetta heimili er sjálfsagt
engin undantekning frá öðrum
heimilum fullorðins fólks, sem
litið hefur fyrir sig að leggja.
Og hvernig á þetta fólk að fara
að þvi að framfleyta sér við
þessi lifskjör — þegar kyndi-
kostnaðurinn einn tekur til sin
um helming af þvi fé, sem úr
er að spila? Ætli það myndi
ekki vefjast fyrir fleirum en
mér að svara þeirri spurn-
ingu?
Alveg örugglega er ekkert
eitt til, þar sem mismunur á
kjörum fólks er jafn mikill og
varðandi húshitun. Þessi mikli
mismunur getur leitt til mjög
alvarlegrar byggðaröskunar (
landinu verði honum viðhaidið
þvi fjölmargt fólk gctur alls
ekki undir nokkrum kringum-
stæðum staðið undir þvi að
þurfa að greiða tvöfaldan eða
þrefaldan kyndikostnað á við
þá, sem hitaveitu njóta. Það
er þvi eitt af meiriháttar úr-
lausnarefnum okkar að jafna
kyndikostnaðinn i landinu og
fjölmargar leiðir eru þar til-
tækar — aðeins ef viljinn er
fyrir hendi.
SB
ASIEFNIR TIL UTI-
FUNDAR ÞEGAR MD
HENTAR BEST I
KIARABARÁTTUNNI
Alþýðublaðinu hefur borist yfir-
lýsing, sem undirrituð er af öllum
niu fulltrúum i samninganefnd Al-
þýðusambands Islands, vegna
þeirra ummæla Kristjáns
Thorlaciusar, formanns BSRB, á
fundi i Háskólabiói sl. mánudag um
kjaramál opinberra starfsmanna,
að Alþýðusamband tslands hafi
hafnað samstarfi við BSRB um al-
mennan fund um kjaramálin.
t yfirlýsingu samninganefndar
ASÍ segir, — að samninganefnd ASÍ
vilji upplýsa, að miðstjórn ASI hafi
fyrir nokkru falið samninganefnd-
inni að taka ákvarðanir um fund,
þegar samninganefndinni þætti
henta að standa að útifundi, og þá
ásamt BSRB, ef samkomulag gæti
orðið um það. En siðar segir:
„Samninganefndinhefur að svo
komnu ekki ákveðið að boða til al-
menns útifundar um launamálin,
en hefur þá hugmynd til skoðunar
og mun beita sér fyrir slikum fundi,
þegar hún álitur, að hann komi að
sem bestu haldi i kjarabaráttunni.
Yrði þá athugað um hugsanlega
aðild BSRB. Hins vegar mun
samninganefndin ekki fela samtök-
um utan ASI að ákveða slikum
fundi stund og stað.
Varðandi ásakanir á hendur for-
seta ASI i þessu sambandi er það
eitt að segja, að hér er um að ræða
ákvörðunarefni allrar samninga-
nefndarinnar, en ekki einstaks
nefndarmanns”.
Undir yfirlýsingu samninga-
nefndarinnar rita nöfn sin: Björn
Jónsson, Snorri Jónsson, Björn
Bjarnason, Benedikt Daviðsson,
Einar ögmundsson, Armann Ægir
Magnússon, Björn Þórhallsson,
Magnús Geirsson og Eðvarði
Sigurðsson.
FERÐA-
MENN
FRA 42
LÖNOUM
I febrúarmánuði siðastliðn-
um komu til tslands samtals
4327 farþegar með skipum og
flugvélum, þar af 1974 tslend-
ingar og 2353 útlendingar.
Flestir komu útlendingarnir
frá Bandarikjunum, eða 948. I
öðru sæti trónaði Stóra-Bret-
land, með 230 fulltrúa, og á
eftir þeim tveim komu svo
grannþjóðir okkar á Norður-
löndum, hver á fætur annarri.
Danmörk var þeirra efst á
blaði, með 221 ferðalang, þá
Sviþjóð, með 213, þvi næst
frændur okkar Norðmenn,
sem áttu 189 fulltrúa i hópn-
um, og loks Finnland, með 125
ferðamenn. Eitt land i viðbót
sendi okkur meir en hundrað
manns i mánuðinum, Vestur-
Þýskaland, en þaðan komu
eitt hundrað og einn.
Alls komu hingað ferða-
menn frá fjörutiu og tveim
löndum i febrúarmánuði, þar
af tuttugu Evrópulöndum, niu
Amerikulöndum, niu Asiurikj-
um, tveim Afrikurikjum og
svo komu einir fjórtán frá
Ástraliu.
I febrúar 1974 komu samtals
3390farþegar til landsins, með
skipum og flugvélum, þar af
1390 Islendingar og nákvæm-
lega 2000 útlendingar. I febrú-
armánuði i ár komu þvi 353 út-
lendingum fleira en i fyrra og
munar þar liklega mestu til
um þing Noröurlandaráðs,
sem haldið var i Reykjavik i
mánuðinum. Það sem af er ár-
inu 1975 hafa komið hingað
9491 farþegi, en á sama tima i
fyrra höfðu komið 7975.
Kenna fólki
um bílvélina
Þeir eru vafalaust fjölmargir,
sem ekki vita hvað snýr fram og
aftur á bilvél, hvað þá þeir viti
hvað eru kerti og platinur, eða
hvernig á að stilla mótor. ,,Mér
datt i hug i sambandi við öll
sparnaðaráform, sem nú eru
uppi, að fá FIB með mér til að
kenna fólki þessa hluti”, sagði
Kristin Halldórsdóttir ritstjóri
Vikunnar, þegar Alþýðublaðið
ræddi viðhana, og á laugardag og
sunnudag verður fyrsta námskeið
þessara tveggja aðila haldið á
stillingaverkstæði E. Andersen að
Reykjavikurvegi 54 i Hafnarfirði.
En það verður kennt fléira á
þessu námskeiði en um kerti og
platinur og mótorstillingar.
Þarna verða kenndar ýmsar
skyndiviðgerðir á bifreiðum, und-
ir stjórn Sveins Oddgeirssonar
bifvélavirkjameistara og Arnar
Andersen tækjastjora, takist fólki
að tileinka sér sæmilega það sem
þeir hafa að segja og sýna, ætti
það að lækka rekstrarkostnað bif-
reiða þess talsvert með færri
verkstæðistimum. ,,Og það er
ekki sist ástæða til að hvetja kon-
ur til að sækja þetta námskeið”,
sagði Kristin, þegar Alþýðublaðið
ræddi við hana.
Ekki er þátttökugjald mikið, en
það er kr. 400 fyrir félagsmenn i
FIB og kr. 600 fyrir utanfélags-
menn. Reiknað er með, að um
hundrað manns geti verið á nám-
skeiðinu i einu, og verði þetta
fyrsta námskeið vel sótt er á-
formað að halda fleiri, bæði á höf-
uðborgarsvæðinu og viðar á land-
inu.
ÞAÐ HLAUT
r
77
BINGO
Eftir öll bingóin undanfarið, sem
hafa verið hvert öðru glæsilegra, og
verið nefnd „flugbingó”, „stórbingó”,
„risabingó” og „tröllabingó”, var að-
eins timaspursmál, hvenær hátindin-
um yrði náð, og haldið yrði hið stærsta
allra bingóa, eða „bingó aldarinnar”.
Nú er komið að þvi, og þau félagasam-
tök, sem urðu til þess að taka upp
þetta nafn, er handknattleiksdeild
knattspyrnufélagsins Þróttar. „Bingó
aldarinnar” verður spilað i Háskóla-
biói næstu fjóra sunnudaga, og i boþi
verður 81 vinningur, áuk fjölda auka-
vinninga, sem veittir verða i sárabæt-
ur þegar fleiri en einn fær bingó, að
verðmæti tæpar fjórar milljónir
króna. Bingóiðhefst klukkan tvö þessa
fjóra sunnudaga, en miðasala hefst
klukkan fjögur á morgun i Háskóla-
biói. Stjórnandi verður Svavar Gests.
Nokkur hluti af heimilistækjunum, se
arinnar”.
HEFUR
IÍRSLITA-
SVÆÐAMOT
I samþykkt aðalfundar Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar segir m.a.:
„Fundurinn leyfir sér að halda þvi iram, að á
meðan opinberir starfsmenn greiða skilvislega
skatta af öllum sinum launum, sé það látið við-
gangast, að fjölmennar stéttir og ýmsir hags-
munahópar i þjóöfélaginu hafi að verulegu leyti
möguleika til þess að skammta sjálfum sér tekj-
ur, og auk þess komast upp með að greiða ekki
skatta og skyldur hlutfallslega á borð við opinbera
starfsmenn og ýmsa aöra launþegahópa.
Fundurinn skorar þvi á stjórnvöld, að nú er
gripið hefur verið til neyöarráðstafana, vegna yf-
irstandandi efnahagsörðugleika og greiða skal
upp hinn vangoldna þjóðarvisil, þá verði tekin upp
ný vinnubrögð og þannig búið um hnútana, að
óreiðuskuldin verði greidd I eölilegu hlutfalli við
raunverulegar, en ekki framtaldar tekjur, hvers
og eins.”
| §
| Hafnarijaröar Apótek
g Afgreiðslutími:
Virka daga ki. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
30
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KR0N
WREVFILL
Sími 8-55-22.
Opið alian solarhringinn
Dunn
I
/ími 84200
Miðvikudagur 12. marz 19,