Alþýðublaðið - 15.03.1975, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 15.03.1975, Qupperneq 5
ELfAS SIGFÚSSON 75 ÚRA 17. MARZ Árið 1942 fóru fram tvennar kosningar til Alþingis vegna breytingar, sem gerð var á stjórnarskránni. Ég hafði komið heim frá námi erlendis þrem árum áður, var aðeins 25 ára gamall og var kennari við háskólann. Slika stöðu hafði ég helzt kosið mér að námi loknu, og undi hag minum hið bezta. Frá unglingsárum hafði ég verið jafnaðarmaður og stuðn- ingsmaður Alþýðuflokksins. A það hafði ég aldrei dregið neina dul og eitthvað talað og skrifað um stjórnmál. En ég hafði ekki ætlað mér að verða stjórnmála- maður. Þegar farið var að undirbúa framboð við sumarkosning- arnar 1942, ræddu nokkrir forystumenn Alþýðuflokksins það við mig, að ég færi i fram- boð i Vestmannaeyjum. Þeir, sem fastast sóttu þetta við mig, voru Haraldur Guðm. og Jón Blöndal. Ég tók þessu i fyrstu viðs f jarri. Sagði ég sem Var, að ég þekkti engan i Vestmanna- eyjum og hefði aldrei komið þangað. Ekki töldu þeir það skipta nokkru máli, og var ekki laust við, að mér fyndist það undarlegt. Svo fóru mér alls ókunnugir menn úr Vestmanna- eyjum að ræða þetta við mig. Niðurstaðan varð sú, að ég var i framboði i Vestmannaeyjum i báðum kosningunum. 1 þá daga voru ekki flugsam- göngur við Vestmannaeyjar. Þegar ég steig þar af skipsfjöl við fyrstu komu mina til Eyja, var þar fremstur i flokki þeirra sem tóku á móti mér, vörpu- legur maður á bezta aldri, einn af forystumönnum verkalýðs- félagsins, og sagði, að mér væri velkomið að gista hjá sér, ef ég vildi þiggja það. Elfas Sigfússon kvaðst hann heita. A þessari stundu hófust kynni, sem siðar uröu að vináttu. Ég gisti hjá honum og kynntist honum og fólki hans. Það varð mér til mikils góðs. Fátt er ungum manni holiara en að kynnast sér eldra fólki, sem hann finnur, að hann á að bera virðingu fyrir. Og ungum menntamanni er ekkert hollara en að kynnast erfiðismönnum, sem hann sér, að hann getur lært af. Ég þarfnaðist ekki langra kynna af Eliasi Sigfús- syni til þess að sjá, að fyrir slikum manni er ekki annáð hægt en að bera virðingu, vegna greindar og góðvildar, og jafn- framt, að af honum mátti mikið læra, vegna heilsteyptrar skap- gerðar og heilbrigðs lifsvið- horfs. Hann unni sér engrar hvlldar i kosningabaráttunni. öll ráð hans voru hyggileg og þaulhugsuð. Hann var og er prýðilega máli farinn. Orð hans hafa meiri áhrif en margra annarra vegna þess, að engum áheyranda getur blandazt hugur um, að öll eru þau sögð af einlægni og að yfirveguðu máli. Svipað mátti raunar segja um ýmsa aðra ágætismenn, sem ég kynntist þetta sumar og haust i Vestmannaeyjum og hef haldið tengslum við allar götur siðan. Það var þeirra verk fremur en mitt, að niðurstaöa fyrri kosn- inganna varð Aiþýðuflokknum hagstæð og að enn bættist við fylgi i haustkosningunum. Elias Sigfússon hefur verið gæfumaður, og hann hefur átt það skiiið, þvi að hann er góður maður. Þeir eru margir, sem geta þakkað honum löng og ánægjuleg kynni. Mér þykir vænt um að vera i þeim hópi. Gylfi Þ. Gislason Hvítt sement Höfum nú og framvegis, til sölu hvitt sem- ent i Ártúnshöfða (Sævarhöfða 11) verð kr. 625.- hver 25 kg poki með söluskatti. Sementsverksmiðja rikisins. Verkamannafélagið Framsókn heldur félagsfund i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30. Fundarefni: I. Félagsmálin II. Samningarnir III. Heimild fyrir verkfallsboðun. Mætið stundvislega. Sýnið skirteinin við innganginn. STJÓRNIN RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA: RITARI óskast á skrifstofu rikis- spitalanna frá 1. april nk. eða eftir samkomulagi. Starfssvið vélritun og almenn skrifstofustörf. Umsóknum ber að skila til skrifstof- unnar fyrir 21. þ.m. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Faðir minn, Ósvaldur Knudsen, málarameistari, Hellusundi 6A, Reykjavik, andaöist fimmtudaginn 13. þ.m. Vilhjálmur ó. Knudsen. SKlPAIitfiCRÐ RIKISINS M.s. Esja fer frá Reykjavik föstu- daginn 21. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: mánu- dag, þriðjudag og mið- vikudag til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarð- ar, Akureyrar, Húsavik- ur, Þórshafnar, Bakka- fjarðar, Vopnafjarðar og Borgarf jarðar eystra. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 16. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra við innganginn. Stjórnin Sunnudagsgöngur 16/3. Kl. 9.30 Göngu- og skíða- ferð um Kjöl. Verð 800 krónur. Kl. 13. Norður af Skálafelli. Verð 400 krón- ur. Brottfararstaður B.S.I. Ferðafélag islands. Páskaferðir: 27. marz Þórsmörk, 5 dag- ar, 27. mars Skíða- og gönguferð að Hagavatni, 5 dagar, 29. marz Þórsmörk, 3 dagar. Einsdagsferðir: 27. marz kl. 13 Stóri-AAeit- ill. 28. marz kl. 13 Fjöru- ganga á Kjalarnesi. 29. marz kl. 13 Kringum Helgafell, 30. marz kl. 13 Reykjafell. AAosfellssveit,- 31. marz kl. 13 Um Hellis- heiði. Verð: 400 krónur. Brottfararstaður B.S.Í. Ferðafélag islands, öldugötu 3, Simar: 19533—11798. MIKK) SKAL 1 til| § SAMV1NNU6ANKINN ■ m | IKILS VINNA UH ölí SKAHrUHIFIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAVÚR0USIIG8 8ANKAS1WII6 18600 Auglýsing um skoðun ökurita Með tilvisun til fyrri auglýsingar rábuneytisins um skoöun ökurita i stýrishúsi i dieselbifreiöum yfir 5 tonn að eigin þyngd hefur ráöuneytið hlutast til um aö skoðunarmenn veröi staddir á eftirtöldum stööum og tima dagana 17.-19. mars nk. til hagræöis fyrir viökomandi bifreiöastjóra. Búöardalur v/Kaupfélagiö kl. 10—14mánud. 17. mars Stykkishólmur v/Lögreglust. kl. 9—11 þriöjud. 18. mars ólafsvik v/Lögreglust. kl. 14—18 þriöjud. 18. mars Borgarnes v/Bifreiöaefirl. kl. 9—16miövikud. 19. mars Skoöunarmaöur veröur ekki sendur aftur á framan- greinda staöi. Komi umráöamenn viökomandi bifreiöa þvi ekki við, aö láta skoöa ökuritana á hinum auglýstu timum veröa þeiraö koma meö bifreiðina eöa senda ökuritann til V.D.O. verkstæðisins Suöurlandsbraut 16,Reykjavik fyrir 1. april nk. Fjármálaráöuneytiö 14. mars 1975. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fýrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Auglýsið í Aiþýðublaðinul Laugardagur 15. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.