Alþýðublaðið - 15.03.1975, Qupperneq 7
Kl. 20.00 hefst þátturinn
„Hljómplöturabb,” en i þessum
HB dagskrárinnar bregður
Þorsteinn Hannesson plötum á
fóninn. t þessum þætti geta tón-
listarunnendur ætið gengið að
mjög góðum söng.
Það fer ekki fram hjá neinum,
að eftir tfmasetningu þáttarins,
er honum ætlað að keppa við
fréttatlma sjónvarpsins, en hitt
mun þó sönnu nær, að litill tiltrú
á vinsældir hans hafi ráðið, að
minnsta kosti einhverju, um
það, hvenær hann er fluttur.
Reynslan hefur sannað, svo
að ekki verður um villst, að
þátturinn á sér tryggan
hlustendahóp, sem fer vaxandi.
Aðdráttarafl hans liggur eflaust
að einhverju leyti i þvi, að hann
er ekki kynntur fyrirfram nema
afar lauslega, og enda þótt
áheyrendur kaupi alltaf köttinn
I sekknum og viti ekki hvaða
söngvarar eru kynntir hverju
sinni, dregur það siöur en svo úr
vinsældum hans.
Þorsteinn Hannesson veit
þetta, en gerði þá undan-
tekningu fyrir þrábeiðni okkar,
að segja okkur, hvaða söngvara
hann ætlar að kynna á laugar-
dagskvöldið kemur.
Það tilheyra yngri kynslóð
toppsöngvara, og má þar nefna
mexikanska tenórinn Placido
Domingo, itölsku sópransöng-
konuna Kati Ricciarelli, og
siðast en ekki sist itölsku
söngkonuna Maria Chiara,
sem óhætt er að segja, aö hafi
nú lagt allan heiminn að fótum
sér fyrir unaðslega rödd og frá-
bæra túlkun. Hún er eitt af þess-
um undrabörnum sönglistarinn-
ar, sem „enginn” vissi af, en
allt I einu er hún alls staðar
eftirsótt og vekur slika hrifn-
ingu,sem aðeins snillingar með
náðargáfuna gera. Hljómplötu-
rabb Þorsteins Hannessonar
verður kl. 20.00 i kvöld.
Kl. 16.30 hefst sjónvarpsdag-
skráin með iþróttaþætti, sem
Ómar Ragnarsson hefur umsjón
með. Fyrst i þessum þætti er
knattspyrnukennsla svo sem
verið hefur að undanförnu. Er
þetta aðeins 10 minútna þáttur,
vel til þess fallinn að menn hiti
sig aðeins upp fyrir ensku
knattspyrnuna, sem byrjar kl.
16.40.
Bjarni Felixson kynnir að
vanda og lýsir leikjum þeim,
sem sýndir verða, en þeir eru að
þessu sinni kappleikir i 6. um-
ferð bikarkeppninnar ensku, og
eru þvi linur talsvert farnar að
skýrast um hugsanleg úrslit.
Mjög almennt er „tippað” á
Ipswitch Town eða Leeds
United, sem bæði eru 1. deildar
lið og verður á laugardaginn
sýndur leikur á milli þessara
liða, sem fram fór i Ipswitch
siðastliðinn laugardag.
Yfir ensku bikarkeppninni er
meiri stemning en
deildarkeppnum, og er þessi
leikur afar skemmtilegur, en
hann er leikinn á heimavelli Ips
witch, eins og áður segir. Að-
sókn að leiknum á sér engin for-
dæmi og voru áhorfendur um 40
þúsund manns og áhorfenda-
svæðin bókstaflega
sprungin,enda leikurinn með af-
brigðum spennandi.
Þá verður sýndur leikur á
milli l.deildar-liðsins Carlisle
og 2. deildar liðsins Fulham,
sem einnig eru leikir i 6. umferð
bikarkeppninnar. Sá leikur var
einnig geysilega spennandi og
úrslit allan timann tvisýn.
Þá verður i þessum iþrótta-
þætti kynning á badminton i
sjónvarpssal, og siðast en ekki
sist verða sýndir kaflar úr úr-
slitaleikjum Islandsmótsins i
handknattleik, þar sem eigast
við ÍR og Haukar og loks Val-
ur og Vikingur, sem léku hinn
raunverulega úrslitaleik Is-
landsmeistaramótsins.
STJÖRNUSPÁIN
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Hagstæður dagur til ferðalaga og heimsókna.
Athafnir ættingja þinna hjálpa þér i ástarmálun-
um og þér gætu borist góðar fréttir. Sinntu
bréfaskiptum þinum.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. mars.
Fjármálin eru jákvæð i dag. Dómgreind þin er i
góðu lagi og þú ættir að taka þér tima til upplýs-
ingaöflunar. Ef þig langar að kaupa föt eða
fallega hluti, þá geröu það.
Hrúturinn 21. mars — 20. april.
Ahrifafólk er þér liklega ekki hagstætt i dag.
Vandamál ættingja valda þér áhyggjum. Ferða-
lög baka þér llklega vonbrigöin ein, en sambönd-
in við vini, maka og félaga ættu aö vera I lagi.
Nautið 21. aprll — 20. mal.
Fjármál gætu valdið þér nokkrum áhyggjum I
dag. Vinir verða liklega ekki hjálplegir og þú
skalt forðast að láta flækja þig I áætlanir þeirra.
Nýjar aðferðir gætu aukið afköst þin.
Tvlburarnir 21. mal — 20. júnl
Taktu þátt i athöfnum vina þinna I dag. Dagur-
inn er hagstæður til náms, en llklega hefur þú
meiri áhuga á að skemmta þér og þú skalt láta
það eftir þér. Fylgstu með fjarlægum atburðum.
Krabbinn 21. júni — 20. júll.
Verulega hagstæður dagur til allra athafna og
þú ættir aö ná þvi besta úr samstarfi við hvern
sem er. Haltu samt aftur af eyðsluhvöt þinni og
æstu þig ekki um of.
Ljónið 21. júll — 21. ágúst.
Mjög hagstæður dagur til náms og fram-
kvæmda. Fjarlægir atburðir gætu haft hagstæð
áhrif á ástamálin og ef þú hyggur á ferðalög, þá
legðu af staö I dag. Sinntu bréfaskiptum þlnum.
Meyjan 22. ágúst — 22. september.
Gróðabrall þitt vekur áhuga félaga þins og þú
skalt þiggja þátttöku hans. Dagurinn er góöur til
allra samningsgerða og alls þess sem krefst
samvinnu félaga og vina.
Vogin 23. september — 22. október.
Góöur dagur I ástarmálum — ástvinir sýna betri
svörun en undanfarið. Samvinna við þlna nán-
ustu gæti fært góðan hagnaö. Mundu að gjalda
skal llku llkt.
Sporðdrekinn 23. október — 22. nóvember.
Þetta er dagurinn til að taka verulega á og not-
færa sér samvinnu vina og kunningja. Þér gefst
tækifæri til að vekja áhuga áhrifamanna. Astar-
málin gætu orðiö skemmtileg, en ekki mikilvæg.
Bogmaðurinn 23. nóvember — 20. desember.
Góður dagur til aö sinna málefnum hjartans og
ef þú feröast eitthvað, gætir þú hitt manneskju
sem á eftir aö hafa mikil áhrif á llf þitt. Sinntu
félagslifi um helgina.
Steingeitin 21. desember — 19. janúar.
Andrúmsloftiö á heimilinu verður gott i dag og
meölimir fjölskyldunnar betri viöskiptis en oft
áöur. Dagurinn er góður til samræöna um fjár-
mál, en haltu samt rólyndi þlnu. Sinntu þvl sem
þú hefur trassað undanfarið.
RAGGI RÓLEGI
FJALLA-FUSI
Ég var að heyra að kallinn
þinn væri að búa til púns fyrir
skirnar. veisluna hjá Hauki
Það er
ekki beint'
PUNS
1 dag verður opnuð, að Kjar-
valsstöðum, minningarsýning
um Guðmund Einarsson frá
Miðdal. Sýningin er haldin til
minningar um það, að Guð-
mundur hefði orðið áttræður á
sumri komanda. Á sýningunni
eru 133 myndir Guðmundar;
48 oliumyndir, 43 vatnslita-
myndir, 25 eirstungur, 8 túss-
og blýantsteikningar og krit-
armyndir og 9 höggmyndir.
Sýningunni er ætlað að vera
yfirlitssýning um stilþróun,
verkefnaval og viðfang lista-
mannsins.
Guðmundur Einarsson frá
Miðdal sótti myndlistarnám
til þriggja ólikra skóla.
Fyrst til Stefáns Eiriksson-
ar i Reykjavik 1911-’ 13, þá til
Konunglega fagurlistaskólans
I Kaupmannahöfn og loks til
Listaakademiunnar i Mun-
chen á árunum 1921-1925.
Hann lagði jafna stund
á málaralist, höggmyndagerð
og eirstungugerð. Eftir hann
liggja að auki teikningar,
húsaskreytingar, leirmunir,
bækur og steindir gluggar.
Guðmundur tók fyrsta sinn
þátt I myndlistarsýningu með
Listvinafélaginu árið 1921. Aö
loknu námi hélt hann sýningar
eöa tók þátt i samsýningum
með fárra ára millibili i
Reykjavik, á landsbyggðinni
og erlendis, m.a i Finnlandi,
Bretlandi, Noregi og Þýska-
landi.
Ýmis verk Guðmundar eru
á opinberum stöðum, gjarnan
minnismerki svo sem um Jón
Arason biskup, Skúla land-
fógeta, sjómenn i Vestmanna-
eyjum og Ólafsvik, margar
lágmyndir og brjóstmyndir.
Einnig mætti telja húsa-
skreytingar, til dæmis lág-
myndir i Pósthússtræti og á
Landspitalanum, glugga i
Bessastaða- og Akureyrar-
kirkju og hvelfingar i Þjóð-
leikhúsi og Háskóla Islands.
WÖÐMINJASÝNING
t dag verður opnuð, i Boga-
sal Þjóðmin jasafnsins,
sýning, sem haldin er til að
minnast þess að siðastliðið
haust, voru liðin 100 ár frá
andláti Sigurðar Guðmunds-
sonar, málara. A sýningunni
verður úrval af þeim munum
sem safninu bárust fyrstu tiu
árin sem það starfaði, en þann
tima var það að miklu leyti i
vörslu Sigurðar. Einnig gerir
sýningin minningu Sigurðar
nokkur skil og eru á henni
nokkrar teikningar hans og
mannamyndir.
Sigurður Guðmundsson,
listmálari, var frumkvöðull og
helsti hvatamaður þess að sett
yrði á stofn Þjóðminjasafn Is-
lands. Hafði hann, að mestu
leyti, veg og vanda af uppsetn-
ingu þess og vörslu, fyrstu tiu
árin.
Sýningin verður opin á safn-
timum, næstu tvær vikur,
nema á laugardögum og
sunnudögum, en þá verður
hún opin til klukkan 18.00.
€
Laugardagur 15. marz 1975.