Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson JAuglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. IDNAÐUR í HÆTTU Lánsfjárhömlurnar, sem settar hafa verið, hafa reynst undirstöðuatvinnuvegum þjóðar- innar þungar i skauti. Það er ekki aðeins, að t.d. sjávarútvegurinn eigi i lánsfjárerfiðleikum, heldur bitnar einnig mjög þungt á honum sú lánsfjárkreppa, sem islensk iðnfyrirtæki eiga við að striða. Ýmis innlend iðnfyrirtæki, sér- staklega þau, sem fást við málmsmiði og véla- viðgerðir, eiga við mikinn lánsfjárskort að etja — svo mikinn, að þau geta jafnvel ekki leyst út nauðsynlegustu rekstrarvörur svo sem eins og varahluti, og þetta ástand gerir það að verkum, að þau eiga mjög erfitt með að veita t.d. útgerð- inni nauðsynlega viðgerðarþjónustu. Hafa þau jafnvel orðið að neita útgerðarmönnum um við- 'gerðarþjónustu nema þá útgerðarfyrirtækin geti greitt þjónustuna fyrirfram svo iðnfyrir- tækin geti leyst út þá varahluti sem til þarf. Seg- ir það sig sjálft, hversu óeðlilegt og óæskilegt þetta ástand er, sem raunar blasir við flestöll- um iðnfyrirtækjum i landinu. Hætt er við þvi, að þessi þrönga lánsf járstaða iðnaðarins komi honum i vitahring, sem hann á erfitt með að losna úr aftur. Geti iðnfyrirtækin vegna lánfjárskorts ekki leyst út nauðsynlegar rekstrarvörur þá verða þau að sjálfsögðu að hafna verkefnum, sem þau ella gætu að sér tek- ið. Það leiðir svo aftur til þess að ráðstöfunarfé iðnaðarins minnkar og sifellt skerðast þannig möguleikar hans til þess að geta af eigin ramm- leik aflað sér þeirra rekstrarvara, sem starf- seminni eru nauðsynlegar. Haldi þessu öllu lengur áfram munu afleiðingarnar ekki aðeins verða þær, að t.d. islenskir útgerðarmenn neyð- ast til þess að leita til útlanda með skipaviðgerð- ir heldur mun samdrátturinn i iðnaðinum einnig leiða til atvinnuerfiðleika, jafnvel atvinnuleysis. Verði svo i viðbót við lánsfjárskortinn lagt út á þá braut að hækka vexti, eins og rætt hefur verið um, myndi það enn flýta þessari þróun og niður- staðan verða sú, að ekki aðeins möguleikar is- lensks iðnaðar myndu rýrna stórkostlega heldur væri sú hætta á næsta leiti, að af fjöldaatvinnu- leysi gæti orðið hjá þvi fólki, sem vinnur iðn- aðarstörf. Mikiláhersla er nú á það lögð að draga úr um- framgjaldeyriseyðslu þjóðarinnar. Þetta er hægt að gera með tvennu móti. Annars vegar á þann hátt að auka gjaldeyristekjur okkar með auknum eða verðmætari útflutningi. Hins vegar með þvi að reyna að láta innlenda framleiðslu koma i stað erlendrar og gera islensku fram- leiðsluna samkeppnisfæra i verði og gæðum. Þarna á islenskur iðnaður miklu hlutverki að gegna, þvi hann er bæði i senn gjaldeyrisaflandi og gjaldeyrissparandi. Það er vissulega rétt, að þrátt fyrir ástandið i gjaldeyrismálum er þjóð- inni ekki hagur i þvi að reynt verði að byggja upp iðnaðarframleiðslu i landinu, sem yrði bæði i senn dýrari og lakari en erlendur varningur af sama tagi. Hér er heldur ekki verið að mælast til að.svo verði gert, heldur þvert á móti að reynt verði að hvetja innlendan iðnað til útflutnings og á innanlandsmarkað á þvi sviði, þar sem sá iðn- aður er samkeppnisfær við eðlilegar aðstæður. En þá verður lika að gera þeim iðnaði kleyft að spjara sig. Á þvi er nú mikill og hættulegur mis- brestur. lalþýdul „BETRA AÐ ÞETTA ENDI MED SKELFINGU EN AÐ SKELFINGARNAR HAFIENGAN ENDi” Pnompenh, höfuðborg Kambódíu, er að falla. Bandaríkjamenn, sem halda uppi loftbrú frá Suður-Vietnam og Thai- landi til Pochentong-flug- vallarins skammt fyrir ut- an borgina, hafa nokkrum sinnum orðið að hætta við allt birgðaflug sitt. Einu sinni vegna þess, að bandarísk flutningavél varð fyrir sprengjubrotum frá stórskotaliði hinna Rauðu Khmera og i annað skiptiðvegna þess, að skot- færageymsla við flugvöll- inn sprakk í loft upp. Allar aðflutningsleiðir til höfuðborgarinnar hafa nú verið lokaðar i bráðum heilt ár. Her- sveitir Rauðra Khmera lokuðu siglingaleiðum um Mekong i janúar og nú eru aðeins 5000 her- menn frá stjórninni við ána, en 12000 hermenn Rauðra Khmera. Allar tiiraunir til þess að „opna” aftur þessa mjög svo mikilvægu siglingaleið hafa mistekist og japanskur hernaðarráðgjafi við japanska sendiráðið i Pnompenh hefur sagt, að frekari tilraunir til sliks væru með öllu tilgfangs- lausar. Pochentong-flugvöllurinn er þvi siðasta lifæð stjórnarinnar i Pnompenh. 1 hvert skipti, sem Bandarikjamenn neyðast til þess að fresta birgðaflutningum þang- að, er skorið á þessa lifæð. End^ þótt menn hafi oft áður spáð falli stjórnarinnar i Pnompenh — og spádómarnir hafi ekki ræst — virðist nær óhjákvæmilegt annað nú, en þannig færi. Laust eftir miðja s.l. viku skýrði Reuter-fréttastofan frá þvi að Sihanouk fursti, sem dvalist hefur i útlegð i Peking, hafi hvatt alla útlendinga til þess að yfir- gefa Pnompenh vegna þess, að ekki sé hægt að ábyrgjast öryggi þeirra. Bað hann um, að öllum er- lendum sendiráðum i borginni yrði lokað og starfsliðið flutt brott. Við þessari áskorun hafa menn orðið og einu útlendingarn- ir, sem nú eru i borginni, eru nokkrir fréttamenn. Allir aðrir útlendingar hafa yfirgefið hina „dæmdu” borg. Þá benda fréttir frá Washing- ton einnig til þess, að bandariska utanrikisráðuneytinu sé nú að skiljast hvað letrað er á vegginn um Lon Nol og stjórn hans. Yfir- maður CIA, William Colby, hefur sagt, að stjórnin i Pnompenh sé glötuð — hvort sem þingið verður við beiðni Fords forseta um 222 milljónir dollara i viðbótaraðstoð við stjórnina, eða ekki. Hvorki James Schlesinger, varnarmála- ráðherra, né Philip Habib, einn af aðstoðarutanrikisráðherrum Kissingers, vildu ábyrgjast lif stjórnarinnar jafnvel þótt hin aukna hernaðaraðstoð kæmi til. I Washington er einnig haft eftir Schlesinger, að hann hafi nú þeg- ar gefið upp alla von um, að stjórn LonNols geti haldið velli. Sem dæmi um andann i Washing- ton má nefna, að er John Towor, öldungadeildarþingmaður frá Texas — sem er einn af banda- risku haukunum — kom af fundi með varnarmálaráðherranum nýlega, þá lýsti hann þvi yfir við fréttamenn, að fall stjórnar Lon Nols „stæði nú fyrir dyrum”. — Það hefur einnig vakið athygli, að á blaðamannafundum undan- farna daga hefur Kissinger utan- rikisráðherra ekki ymprað á þvi einu orði, að Bandarikin bæru sið- ferðislega ábyrgð á þvi að halda lifinu i stjórn Lon Nols. Utanrikis- ráðherrann talar ekki lengur um Kambódiu sem „bandamann”. Aðeins Ford forseti heldur áfram að tala um „hina siðferðis- legu spurningu” varðandi áfram- haldandi lif stjórnar Lon Nols, um „ábyrgð okkar sem aðila, er óhættsé að treysta” og um „hina miklu skömm”, sem Bandarikin myndu valda sér ef þau „yfirgæfu vin i neyð”. Bandariskir Pnompenh-dipló- matar með John Gunther Dean, ambassador, i broddi fylkingar, virðast með öllu hafa gefið upp á bátinn allar vonir um að mynda samsteypustjórn i Kambódiu. Það er ekki rætt lengur um „skipulega og viðráðanlega lausn i Laos” heldur um, hvort uppgjöf- in verði skilyrðislaus eða hvort hægt sé að ná samkomulagi við Rauða Khmera um brottflutning útlendinga, skipulega afvopnun stjórnarhersveita og um sáttmála er gefi hinum gömlu valdhöfum valkosti — annað hvort að verða landflótta eða biða bana. (Bæði Lon Nol, forseti, og bróðir hans, Lon Non, Sirik Motok, Lon Boret, forsætisráðherra, Sosthene Fernandes, fyrrum æðsti yfir- maður hersins og þrir aðrir leið- togar hafa þegar verið dæmdir til dauða af skæruliðum. Þar eð Sak- suth Sakhan, hershöfðingi, tók nýlega við embætti æðsta yfir- manns stjórnarhersins er þess að vænta, að hans nafn hafi nú bæst á listann. Bandarikjámenn spá blóðbaði, þegar herir Rauðra Khmera sækja inn i Pnompenh. En margir Bandarikjamenn telja, að það sé nú betra að þetta endi með skelf- ingu en að skelfingarnar hafi eng- an endi. SUNNLENDINGAR: ÍHALDSKREPPA Á ÍSLANDI Alþýðuflokksfélögin á Suðurlandi efna til almenns stjórnmálafundar á Hótel Sel - fossi n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Frummælendur: Sighvatur Björgvins- son, alþm. og Kjartan Jóhannsson, vara- formaður Alþýðuflokksins. Að framsöguræðum loknum hefjast al- mennar umræður og fyrirspurnir til frum- mælenda. öllum er heimill aðgangur og þátttaka i fundinum. Alþýðuflokksfélögin á Suðurlandi FLOKKSSTARFIÐ KÓPAVOGSBÚAR STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ Benedikt. Jón Alþýðuflokkurinn minnir á almenna stjórn- málafundinn i kvöld, miðvikudaginn 19. mars, kl. 20.30 iefri sal Félagsheimilisins. Framsögumaður verður Benedikt Gröndal, alþingismaður. Fundarstjóri: Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður. Kópavogsbúar fjölmennið og mætið stund- vislega. STJÓRNIN Miðvikudagur T9. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.