Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 11
1 kvöid klukkan 22.25 er á dagskrá Hljóövarpsins bók- menntaþáttur, i umsjá Þorleifs Haukssonar. Verður þar fjallað um þrjár ljóðabækur, en þær eru: Limbórokk, eftir Stefán Snævarr(Hvenær, eftir Eyvind Eiriksson og Fiskar á fjalli, eftir Ingimar E rlend Sigurðsson. „Bækurnar eru teknar fyrir sem dæmi um þær offset- fjölrituðu ljóðabækur, sem hafa flætt yfir markaðinn að undan- förnu”, sagði Þorleifur Hauks- son, i gær þegar blaðið forvitnaðist um þátt hans”, og einnig sem dæmi um ákveðna tegund kveðskapar — kveðskapartegund sem er i sköpun núna. Þess utan eru þær svo teknar fyrir, hver um sig, enda eru þetta mjög skemmti- legar bækur. Skemmtilegust þeirra þykir mér sjálfum Limbórokk, en svolitill upp- lestur verður-úr hverri, svo fólk getur dæmt sjálft. Mér til aðstoðar verða þrjár manneskjur” sagði Þorleifur að lokum, ,,þau Dagný Kristjáns- dóttir, Kristján Jónsson og Þor- valdur Kristinsson. Hvert þeirra tekur eina bók fyrir, en öll hafa þau lokið BA i islensk- um bókmenntum” Þá verður hann Jón Múli Árnason með djassþáttinn sinn klukkan 23.15 i kvöld og þar fá- um við að heyra i Nordjasskvin- tettinum margumtalaða. Jón Múli upplýsti okkur um það i gærkvöld, að hann hefði fengið þá til að taka upp fjörutiu minútna dagskrá fyrir Hljóð- varpið, siðasta daginn sem þeir dvöldu hér og hefði upptakan farið fram i Háskólabiói. Hann kvaðst vera svo aðþrengdur af iþróttalýsingum Jóns Asgeirs- sonar, að hann hefði ekki tima til að spila nema rúmiega helming þessarar upptöku fyrir okkur, en væntanlega kæmi svo afgangurinn i næsta þætti. „Þessi kvikmynd er gerð eftir skáldsögu höfundar, sem heitir Aesof, og mér virðist bókin vera mjög vel skrifuð”, sagði Hall- veig Thorlacius, sem þýðir texta sovésku myndarinnar Vargurinn, sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld þegar Al- þýöublaðiö ræddi viö hana. „Ég er nú ekki svo vel aö mér um sovéska rithöfunda að ég viti hvenær þessi bók var skrifuð, en ég held að hún sé nokkuö gömul — og atburðirnir, sem hún lýsir, eiga sér stað rétt eftir aldamót- in”, sagði Hallveig. Þótt kvikmyndin sé sögð sovésk i dagskrárkynningu sjónvarpsins er hún leikin á allt öðru tungumáli en rússnesku, en rússnesku tali siðan bætt inn á hana. Myndin gerist nefnilega i Kasakstan, sem er i Mið-Asiu, og er tekin þar. Leikendur eru lika þarlendir og tala tungumál, sem er skylt tyrknesku, að þvi er Hallveigu minnti. „Ég mæli hiklaust með þessari mynd, mér finnst hún vera mjög vel leikin, og finnst alveg sérstaklega gaman að litla stráknum, sem leikur eitt aðalhlutverkiö.” sagöi Hallveig. Vargurinn greinir frá litlum dreng, sem elst upp hjá ömmu sinni og frænda I fjallabyggð i Kasakstan. Frændinn og drengurinn finna eitt sinn úlfs- greni, drepa alla yrðlingana nema einn, sem þeir taka að sér og ala upp. Siðar verða skærur i héraðinu, sem frændinn dregst inn i, og þar kemur tamdi úlfur- inn við sögu. Sýning myndar- innar hefst kl. 21.00 i kvöld. STJÖRNUSPÁIN Vatnsberinn 20. janúar—18. febrúar Taktu enga fjárhagslega áhættu I dag. Sinntu ekki ráðleggingum vina, hversu vinsamlegar sem þær eru. Dagurinn verður liklega hægur og fremur leiðinlegur, en láttu það ekki svæfa athygli þina. Fiskarnir 19. febrúar—20. mars. Misskilnings gæti gætt innan fjölskyldunnar og hann gæti ruglað viðskiptamál þin. Farðu þér hægt og rólega og nýttu hjálp þeirra sem standa bak við þig i röðinni. Hrúturinn 21. mars—29. april Félagslif getur orðið ánægjulegt og hagkvæmt fyrir viðskipti þin. tJtlitið i ástamálum er gott, en vandamál sem tengd eru nánum ættingjum, gætu valdið þér nokkrum áhyggjum. Fólk i áhrifastöðum verður erfitt viðureignar. Natuið, 21. apríl—20. maí Athafnir þinarávinnustað gefa þér tækifæri til að bæta stöðu þina. Samstarfsmenn eru liklegir til að aðstoða þig og vinna með þér. Tómstunda- iðja gæti fært þér óvæntan fjárhagslegan ágóða. Tvíburarnir 21. mai—20. júni Vinnufélagar verða þér ósammála i' dag og óvænt mótstaða gæti komið frá maka þinum. Misskilningur á auðvelt uppdráttar, en athygli þin og dómgreinderu vakandi, svo dagurinn gæti orðið góður til náms. Krabbinn 21. júni—20. júll Taktu lifinu með ró i dag og reyndu ekki að hlaupa fyrr en þú getur gengið. Komdu reglu á málefni þin og sinntu fjármálunum sérstaklega. Þú hefur vist efni á þvi að slaka ofurlitið á einn dag. Ljónið 21. júli—21. ágúst Viðskipti og skemmtanir eru ekki heppileg blanda i dag. Reyndu að láta vini þina ekki hafa áhrif á fjárhagsáætlanir þinar, einkum eyðslu- áætlanir. Dagurinn róast þegar á liður og rólegt kvöld heima við, gæti haft góð áhrif á þig. Meyjan 22. ágúst—22. september Árekstrar milli hagsmuna atvinnu þinnar og fjölskyldu gætu gert þér llfið leitt i dag. Reyndu að finna meðalvegslausn á þvi. Farðu varlega ogláttu ekki leiða þig I ófærur. Vogin 23. september—22. október Óheppilegur dagur til ferðalaga. Ættingjar gætu hegðað sér undarlega og misskilnings gæti gætt vegna þess. Dagurinn liður hægt og fátt verður til að trufla þig. Sporödrekinn 23. október—22. nóvember Dómgreind þin er ekki til að treysta henni i dag og þar sem misskilningur gæti haft slæm áhrif á fjárhaginn, skaltu halda að þér höndum. Sinntu fremur umbótum á heimili þinu, eða ein- hverri fasteign. Bogmaðurinn 23. nóvember—20. desember Dagurinn ætti að verða rólegur og þægilegur og gott að nota hann til að sinna málefnum ætt- ingja. Maki þinn eða ástvinur gæti þó orðið mótfallinn einhverjum af áætlunum þinum og þú skalt reyna að leysa það friðsamlega. Steingeitin 21. desember—19. janúar Þér mæta erfiðleikar i vinnunni, vegna óvæntrar mótstöðu við framkvæmd áætlana þinna. Þrýstingur minnkar þó þegar á llður og kvöldið gæti orðið ánægjulegt. Þetta er ekki erfiður dagur, ef þú heldur rólyndi þinu. RAGGI RÓLEGI FJALLA-FÚSI Hvaöhefuröu fyrir i-stafni síðan þú hættir aðvinna? ÞAÐ ER BARA SONAH A hvaða eignum? OrðGuÖstSlþín REYKJAVIK 75 ÉNORRÆNT STÚDENTAMÖT 8-12.AGÚS7 1975 Dagana 6,—12. ágúst mun verða haldið mikið norrænt kristilegt stúdentamót, á biblíulegum grundvelli i Reykjavik. Mót, sem þetta, er árlegur viðburður, en ekki hafa Islendingar séð sér fært að taka að sér mótshaldið sið- an 1950 er svipað mót var haldið i Reykjavik. Það eru norrænu kristilegu stúdenta- félögin, sem standa að mótum þessum og mun þvi Kristilegt Stúdentafélag sjá um fram- kvæmd mótsins að þessu sinni og er skólapresturinn Jón D. Hróbjartsson framkvæmda- stjóri þess. Búist er við, að milli 600—1000 erlendir stúdentar taki þátt i mótinu auk íslendinga, þannig að þetta verður ein mesta nor- ræna samkundan, sem haldin hefur verið á Islandi. Að þessu sinni er yfirskrift mótsins „Orð Guðs til þin”. Margir þekktir ræðumenn munu tala á mótinu. Meðal þeirra eru biskup Islands, hr. Sigurbjörn Einarsson og sænski biskupinn Bo Giertz, sem halda mun fjóra bibliu- lestra um hinar þrjár greinar trúarjátningarinnar. Er hann kunnur um alla Skandinaviu fyrir bækur sinar, sem sumar hafa verið þýddar á islensku, m.a. „I grýtta jörð” og „Með eigin augum”. Fjöldi annarra ræðumanna, innlendra og erlendra, munu einnig taka til máls, og eru þar i hópi allir leiðtogar norrænu kristilegu stúdentafélaganna. Amótinuerlögð áhersla á boð- un Guðs orðs og veitt fræðsla i Bibliunni. Samverustundir mótsins verða með ýmsu móti. Sameiginlegar sam- komur, umræðuhópar 16 tals- ins ogbibliuleshópar sem telja munu 10 þátttakendur hver. 1 umræðuhópum verða rædd vandamál og spurningum svarað varðandi trúarlif, kristrúboð, hugmyndafræði og heimsspeki, tónlist og sitthvað fleira. Fundahald mun standa frá morgni til kvölds, en al- menningi mun gefast kostur á að taka þátt I öllum kvöldsam- komum og að sjálfsögðu úti- samkomu, sem væntanlega verður á Miklatúni. Mótssvæðið er Menntaskól- inn við Hamrahlið og skólar i nágrenninu. A mótinu er áætl- að að þátttakendur fari um Suðurlandsundirlendi og til Skálholts og hlýði þar á messu. En auk þessarar ferð- ar eru ráðgerðar 8 aðrar ferðir eftir mótið. Farið verður um hina ýmsu hluta landsins, til Vestmannaeyja, i Þórsmörk, norður yfir Sprengisand og viöar. Auk þess mun hluti þátttakenda taka þátt i ferð- um, sem skipulagðar eru út um landið i þvi augnamiði að halda samkomur. Auk þess mun verða á skrif- stofu Kristilegs Stúdentafé- lags fáanlegar allar upplýs- ingar um mótið. Þátttaka skal tilkynnt fyrir 15. mai. Miðvikudagur 19. marz 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.