Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 8
Auglýsing Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla verður haldið i ÖLFUSBORGUM dagana 4. til 13. april næstkomandi. Námskeiðið er haldið i samræmi við ákvæði i samningum milli almennu verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa að minnsta kosti eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu, krana eða aðrar stærri vinnuvélar. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. þessa mánað- ar á skrifstofu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Lindargötu 9, Reykjavik, simi 25633 — eða á skrifstofu Vinnuveit- endasambands íslands, Garðastræti 41, simi 18592. Meðan á námskeiðinu stendur er gert ráð fyrir að þátttakendur búi i orlofshúsum verkalýðsfélaganna. Mötuneyti verður á staðnum. Nánari upplýsingar um námskeiðið veita ofangreind samtök. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Björn Önundarson, læknir, hættir störfum sem heimilislæknir frá 1. april 1975. Þeir samlagsmenn er hafa hann sem heimilislækni eru vinsamlegast beðnir að snúa sér með samlagsskirteini sin til af- greiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28, og velja sér lækni i hans stað. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR Verslunarfélag Reykjavíkur heldur félagsfund fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30 að Hótel Esju. Fundarefni: Verkfallsheimild. Verslunarmannafélag Reykjavikur Stöður lögreglumanna á Þórshöfn og Raufarhöfn i Norður-Þing- eyjarsýslu eru lausar til umsóknar frá og með 1. júni næstkomandi Laun samkvæmt launakjörum rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. mai n.k. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. IMtTTIK Asgeir er þekktur fyrir annaö en að gefast upp eins og sést á myndinni, en þar er hann aö stööva and- stæðing. Asgeir borinn af velli með svöðusár á faeti... ...sem varö aö sauma með 10 sporum - Standard vann og er nú í 3. sæti „Okkur gekk vel um helgina”, sagði Asgeir Sigurvinsson þegar viö náðum sambandi viö hann i gær. „Við lékum þá á heimavelli og sigruðum Lierse 3-0, þó segja megi að Standard hafi gengiö vel, þá gekk mér ekki eins vel. Þvi að eftir aöeins 12 minútur var ég borinn útaf eftir að hafa lent i Eyjamenn á skotskónum „Um helgina kom 2. deildar liö Þróttar til Eyja og lék hér æf- ingaleik,” sagði fréttaritari okk- ar i Vestmannaeyjum, Hermann Jónsson þegar við forvitnuðumst um iþróttaviðburði helgarinnar hjá honum i gær. „Það var mikið markaregn i leiknum og var um algjöra ein- stefnu að ræða að marki Þróttara enda sigraði ÍBV stórt, 7-0. Mörk- in skoruðu, Orn Öskarsson 4, Sigurlás Þorleifsson 2 og Öskar Valtýsson 1. mark. Þess má geta að örn Óskarsson lék nú sinn fyrsta leik með IBV i vor”. harðri „taklingu”. Fékk ég takk- ana á skóm andstæðingsins fram- an á legginn á mér, fyrir neðan hné og varð þar svöðusár og þurfti að sauma 10 spor til að loka þvi. Fins og er er ég algjörlega i frii núna og æfi ekkert, ég má þó reyna á fimmtudag (á morgun) og ef vel gengur fæ ég hugsanlega að vera með um helgina. En þá eigum við að leika við Antverpen. Við erum núna i 3. sæti með jafnmörg stig og Brugge sem gerði jafntefli við Loceren 2-2. Við höfum unnið fleiri leiki en þeir, en ef tvö lið eru jöfn að stig- um hér eru það unnir leikir sem ráða röðinni. Urslit leikjanna um helgina urðu þessi: Þór—Víkingur 12-11 Valur—Armann 21-12 KR—FH 18-15 Staöan er nú þessi: Valur 13 13 0 0 260:132 26 Fram 12 11 0 1 204:135 22 1 baráttunni um toppinn sigraði RW Molenbeek-Anderleckt 1-0 og má segja að þar með sé meistara- titilinn þeirra. RW Molenbeek hefur nú hlotiö 45 stig. Anderleckt 39 stig. Standard og Brugge 36 stig og i 5. sæti er Antverpen sem við eigum að leika við um næstu helgi með 35 stig. Einn besti leikmaður Standard, Van Moer sem hlaut slæmt fót- brot i haust er nú að byrja aftur og leikur með varaliðinu hjá okk- ur um næstu helgi. En það verður okkur mikill styrkur að fá þann frábæra leikmann i lokabarátt- una um sætið i UEFA keppninni sem nú er að fara i hönd hjá okk- ur” Armann 12 5 1 6 166:148 11 FH 13 5 0 8 177:194 10 UBK 13 5 0 8 131:131 10 KR 12 4 1 7 155:177 9 Vlkingur 13 4 0 9 123:154 8 Þór 14 3 0 11 135:230 6 N æstu leikir eru i kvöld, en þá leika KR—Fram og Vikingur—FH. 1. DEILD KVENNA ísfirðingar mótmæla ákvörðun KSf -að lið Reynis frá Arskógsströnd taki sætið í 2. deild- Isafiröi 10.03. 75. Stjórn Knattspyrnuráös tsa- fjarðar mótmælir þeirri ákvöröun stjórnar K.S.l. 06.03. 75 að láta lið Reynis frá Arskógsströnd leika i 2. deild sumarið 1975. Stjórn K.R.I. vill benda á, að þegar fjölgað verður i 1. og 2. deild 1976 og 1977, mun liðið sem er neðst i 1. deild leika viö lið nr. 2 12. deild, og neðsta liðiö I 2. deild leika við liðið sem tapar úrslita- leiknum i 3. deild, um lausu sætin I deildunum. Ekki ólik staða hefur komið upp nú, þar sem lið Í.B.A. hefur hætt þátttöku I 2. deild, og þvi ekki annað átt að koma til greina en að liðib sem féll úr 2. deild sumarið 1974, lið I.B.I., léki viö lið nr. 2 i 3. deild, lið Reynis frá Árskógs- strönd, um lausa sætiö i 2. deild á komandi sumri. Ef ekki verður fallist á þessar sjálfsögðu kröfur, er það krafa stjórnar K.R.l. að stjórn K.S.I. geri opinberlega grein fyrir þeim rökum sem lágu til grundvallar ákvörðun beirra 06.03. 75. Meö iþróttakveöju, Knattspyrnuráö tsafjaröar o Miðvikudagur 19. marz 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.