Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.03.1975, Blaðsíða 9
o ÍÞRÖTTIIt Landsleikir við Dani í handknattleik á sunnudag og mánudag Ein breyting á liðinu Stefán Gunnarsson kemur inn í stað Björgvins Björgvinssonar sem ekki gaf kost á sér. Úlafur H. Jónsson setur nýtt landsleikjamet á sunnudaginn N.k. sunnudag og mánu- dag mun landslið okkar í handknattleik leika tvo landsleiki hér við Dani. í gær tilkynnti þjálfari og einvaldur islenska liðs- ins val sitt á liðinu og verður það skipað eftir- töldum leikmönnum/ fyrir aftan er landsleikjafjöldi viðkomandi leikmanns. Ólafur Benediktsson Val 38 Sigurgeir Sigurðsson vik. 6 Ólafur H. jónsson Val 80 Einar Magnússon Vik. 61 Stefán Halldórss. Vik. 12 Pétur Jóhannsson Fram 14 Viðar Simonarson FH 78 Ólafur Einarsson FH 7 Bjarni Jónsson Þrótti 37 W Páll Björgvinss. Vik. 5 HörðurSigmarss. Haukum 16 Stefán Gunnarsson Val 26 Það má geta þess að Ólafur H. Jónsson leikur sinn 81. landsleik á sunnudaginn kemur sem er nýtt landsleikjamet einstaklings með islenska landsliðinu í handknatt- leik. Flesta landsleiki hefur Geir Hallsteinsson leikið 80 talsins. Þá gat Birgir Björnsson þess að Björgvin Björgvinsson hefði ekki gefið kost á sér að leika með liðinu. Þeir hefðu verið búnir að fá fri fyrir hann en af persónulegum ástæðum hefði Björgvin ekki getað komið suður. Þá gat Birgir þess að hann myndi gera 2 til 3 breytingar á liðinu fyrir seinni leikinn á mánudags- kvöldið án tillits til hver úrslit fyrri leiksins yrðu. Þess má geta að forsala verður á aðgöngumiðum á leikina og hefst hún i dag úr sölutjaldi við Útvegsbankann i Austurstræti frá kl. 16:00—18:00. HSI greiðir vinnutap „Einhversstaðar stífla og óvíst hvort Mares kemur” „Nú er verið að gera loka- atrennuna við að fá tékkneska handknattleiksþjálfarann Mares hingað”, sagði Sigurður Jónsson formaður HSÍ á blaðamannafundi i gær. „Það er tékkneski sendiherr- ann i Osló sem nú vinnur að þess- um málum af miklum krafti fyrir okkur. Þegar hefur fengist leyfi hjá tékkneska handknattleiks- sambandinu, þjálfarasamband- inu og hernum fyrir þvi að Mares fái að koma hingað og þjálfa. Einhversstaðar, er samt stifla ennþá, en við vonumst til að hún losni fljótlega. Verði ekki af komu Maresar hingað stendur okkur annar þjálf- ari frá Tékkuslóvakiu til boða og jafnvel er hugsanlegt að við myndum leita til vina okkar i A- Þýskalandi um aðstoð, þvi nú fer timinn að styttast sem vð höfum Síöasti leikurinn í 1. deild í kvöld 1 kvöld verður siðasti leikurinn i 1. deild karla á þessu keppnis- timabili. Þá leika i Laugardals- höllinni kl. 21:30, Valur-FH. Leik- urinn skiptir engu máli fyrir Val sem þegar hefur tryggt sér annaö sætið i mótinu, en FH-ingar eiga möguleika á 3. sætinu takist þeim að sigra i kvöld. Þá verða á dagskrá tveir leikir i 1. deild kvenna, kl. 19:15 leika KR-Fram og strax á eftir Viking- ur-FH. TTlc, i ■< ■ ■ 'i ■^ VINNINQUR: ~r Ibúð að verðmæti \ kr. 3.500.000 Í'.r_í VIÐ KRUMMAHÖLA 6 J REYKJAVlX g Ibúðin verOor tlbúin undir trúvork með bilíkýli.j .. . ™-8u- 15. jú* 187*. ^ —j lÖlíímjnK »ij.tti.j| ^flflUR V- MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.i. 2ja herb. íbúðað verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. til undirbúnings fyrir Ólympiu- leikana. Við hjá HSÍ gerum okkur grein fyrir þvi að við náum ekki mikið lengra i handknattleik við þær að- stæður sem hér eru og munum við þvi fara inná þá braut að að greiða leikmönnum vinnutap sem koma til með að æfa og leika með landsliðinu.” Fráfarandi formaður KR, Einar Sæmundsson, til hægri, ásamt Sveini Jónssyni sem nú tekur við. Myndin er tekin af þeim félög- um á aðalfundi KR sem haldinn var á mánudagskvöldið. KR skiptir unt formann ,,Ég er þakklátur fyrir að hafa komist i þetta starf á sin- um tima,” sagði Einar Sæmundsson sem nú lætur af formennsku i KR eftir að hafa verið formaður félagsins sam- fellt I 17 ár, eða siðan 1958. Það eru þó ekki einu afskipti Einars af stjórn félagsins, þvi hann hef- ur veriö óslitið i stjórninni siðan 1941. ,,Ég tel að við höfum veriö lánsamir að fá Svein Jónsson i þetta starf,” hélt Einar áfram, ,,þvi ég veit að þar höfum við fengið góðan mann. Stafrið hefur verið talsvert að breytast á siðustu árum og nú er oröið ansi erfitt að þekkja allt unga fólkið sem kemur i félagið, þvi f jöldinn er orðinn svo mikill. Ég mun ekki setjast i helgan stein heldur reyni að vinna áfram eins og ég get fyrir félagið”, sagði Einar að lokum. ,,A stjórn og starfi KR verða engar breytingar frá þeirri stefnu sem Einar Sæmundsson hefur markað,” sagði nýkjörinn formaður Sveinn Jónsson. ,,KR hefur verið og á að vera stærsta og sterkasta iþrótta- félag landsins. Við megum aldrei vera ánægðir með það sem við höfum, ekki láta glæsi- leg mannvirki, iþróttavelli og glæsta sigra gegnum árin nægja okkur. Við verður að halda áfram að byggja félagið upp, á iþrótta- og félagslega sviðinu, auka og bæta mannvirkin, stuðla aö þvi að bæði ungir og aldnir KR-ing- ar geti haldið uppi merki félags- ins um ókomin ár.” Þvi má bæta við að Sveinn er enginn nýliði i KR eins og eflaust flestir vita, hann hóf fljótlega að iðka knattspyrnu og hefur leikið i öllum flokkum frá 1945-1966 og á marga landsleiki að baki. Hann var gjaldkeri knattspyrnudeildarinnar 1965-68 og formaður siðastliðin 5 ár. Auglýsing frá viðskiptaráðuneytinu um gjaldeyrismeðferð o.fl. Aðgefnu tilefni vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi reglum um gjaldeyrismeðferð sem byggjast á lögum nr. 30/1960 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o.fl., reglu- gerðum og auglýsingum settum samkvæmt þeim lögum. 1. Gjaldeyrisskil Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1960, sbr. 17. gr. reglugerðar nr. 79/1960, eru hvers konar gjaldeyristekjur svo og andvirði gjaldeyris- eignar skilaskyld til innlends gjaldeyrisbanka (Landsbanka eða Útvegsbanka) innan 20 daga frá því að gjaldeyririnn er kominn eða gat komist i umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Óheimilt er að verja gjaldeyri til annars en ákveðið var við kaup hans, nema að feng- inni heimild Gjaldeyrisdeildar bankanna, Laugavegi 77, Reykjavík. Erlendum umboðslaunum skal skilað til gjald- eyrisbanka eigi sjaldnar en ársf jórðungslega. Innflytjendum er þó heimilt að ráðstafa slíkum umboðslaunum til kaupa og inn- f lutnings á frílistavörum, enda sé það gert án j óeðlilegs dráttar og gjaldeyriseftirliti Seðla- bankans sé gerð grein fyrir slíkri ráðstöfun. j Önnur ráðstöfun umboðslauna er óheimil. ^ Innflytjendum ber að skila skýrslum um erlend umboðslaun reglulega til gjaldeyris- eftirlitsins. 2. Fjárfestingar erlendis Aðilum búsettum hér á landi er óheimilt að kaupa fasteignir erlendis eða erlend verðbréf nema að fenginhi heimild Gjaldeyrisdeildar bankanna. Aðili búsettur hér á landi, sem nú á fasteign erlendis eða erlend verðbréf, skal til- kynna það skriflega gjaldeyriseftirliti Seðla- bankans, til skráningar, ekki siðar en 1. ágúst n.k. 3. Erlendar lántökur Samkvæmt 7. gr laga nr. 30/1960 og auglýsingu ráðuneytisins frá 3. febrúar 1972 er óheimilt að stofna til hvers konar lána, greiðslufrests eða skuldbindinga erlendis nema að fenginni heimild gjaldeyrisyfirvalda. Umsóknir um lántökur eða greiðslufrest erlendis til lengri tíma en 12 mánaða ber að senda viðskipta- ráðuneytinu, en umsóknir um lántökur eða greiðslufrest erlendis til 12 mánaða eða skemmri tíma ber að senda til Gjaldeyris- deildar bankanna. 4. Erlendir innstæðureikningar Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/1960 er óheimilt að eiga banka- eða innstæðúreikning erlendis nema að fenginni heimild gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. 5. Inn- og útflutningur seðla- og skiptimyntar og skuldaskjala Samkvæmt 5. gr. laga nr. 30/1960, 22. gr. reglugerðar nr. 79/1960, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 123/1962 og 1. gr. reglugerðar nr. 133/1967, er bannað að flytja úr landi eða til íslands íslenska peningaseðla, skiptimynt og enn- fremur íslensk skuldabréf og hvers konar skuldbindingar, sem hljóða um greiðslu í íslenskum gjaldmiðli GjaIdeyriseftirlit Seðla- bankans getur, ef sérstaklega stendur á, veitt undanþágu frá banninu. Þóer ferðamönnum heimilt að f lytja inn og út úr landinu íslenska peninga allt að fimmtán hundruð krónur. Óheimilt er að f lytja úr landi stærri íslenska seðla en eitt hundrað krónur. Viöskiptaráðuneytið, 17. mars 1975. Miðvikudagur 19. marz 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.