Alþýðublaðið - 20.03.1975, Page 4
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Ný viðhorf
Með fræðslulögunum 1946 sköp
uðust margskonar ný viðhorf,
sem nokkur vandi var að mæta.
Það varð þegar nokkuð einróma
sammæli skólamanna, að óska
ekki eftir þvi að reglugerðir
yrðu settar af neinni skyndingu.
Lagasetningin var nægilega
rúm (rammalög) á margan
hátt, til þess að gefa skólunum
kost á að hitta þau ráð við fram-
kvæmdir, sem bezt mættu
gegna.
Fræðslumálastjóri, sem
framkvæmd laganna heyrði
einkum undir, var sammála
þessum vinnuháttum og beitti
sér fyrir árlegum fundahöldum
skólastjóra, til þess að unnt væri
að þeir gætu borið saman bækur
sinar og miðlað hver öðrum af
reynslu sinni. A þann hátt urðu
framkvæmdir smátt og smátt
furðu samræmdar, þrátt fyrir
margbreytilegar aðstæður.
Ýmislegt kom þó brátt i ljós,
sem olli nokkrum afbrigðum.
Dreifbýlismenn utan kaupstaða
kröfðust undanþágu frá leng-
ingu skólaskyldu um eitt ár og
fengu þvi framgengt. Rökin
voru þau, að unglingarnir
þess lá óviða á lausu. Námið gaf
engin teljandi réttindi, og það,
sem ef til vill var þó alvarleg-
ast, var að fljótlega var litið á
verknámsdeildir sem einskonar
tossabekki. Nutu þær deildir þvi
enganveginn þeirrar virktar frá
hálfu almennings, sem vert
hefði verið. Þannig koðnaði
hugmyndin niður viðast hvar.
Auðvitað kom og fljótlega i
ljós, að nemendur voru misjafn-
lega i stakk bUnir til að nema
bókleg færði, sem entust til
framhaldsnáms i æðri skólum.
Engan skólamann furðar á þvi.
bekk, sem áður segir, og lauk
námi með gagnfræðaprófi, en
nokkrar nyjar námsgreinar upp
teknar að auki.
Hér var eins skynsamlega á
málum haldið og kostur var,
eftir atvikum. Nokkur tregða
reyndist hjá ýmsum héraðs-
skólum að taka upp fjórða
bekkjar nám. Þvi olli eflaust
sums staðar hUsnæðisskortur,
og fleira kann til að hafa komið.
Af þessum orsökum voru um
hrfð tvær tegundir gagnfræða-
prófs I landinu og á engan hátt
sambærilegar, sem vænta má.
I hringekjunni II.
mættu ekki missast frá vinnu
við sveitastörfin. Þetta skapaði
auðvitað misrétti fyrir sveita-
unglinga, sem hagnýttu undan-
þáguna.
Skipting i bóknáms- og verk-
námsdeildir reyndist fremur
illa. Þar bar margt til. Leggja
þarf i gifurlegan kostnað, til
þess að koma á fót verknámi,
sem það nafn er gefandi. Fé til
Auk misjafns næmis og skiln-
ings almennt, fer námsþroski
ekki eftir árum. Þess vegna
hlautað liggja á ljósu, að stytzta
leiðin væri ekki öllum fær. Skól-
arnir mættu vandanum á þann
eina veg, sem fær var, með þvi
að skilja seinfærari nemendur
frá og taka upp nokkuð vægari
yfirferð námsefnis þeim til
handa. Bætt var við einum
Efniviður i þriggja bekkja
gagnfræðanám héraðsskóla var
sviplikur að getu og I almennum
III. bekk kaupstaðarskóla. Ein-
sætt þótti af þessum orsökum,
að koma á samræmi milli hér-
aðs- og kaupstaðaskóla, svo að
inntak náms og prófa yrðu svip-
lik, sem og tókst án mikilla á-
taka.
Lenging skólaskyldu fékk
strax mótbyr i sveitum lands-
ins, sem áður er getið, svo og
hvernig þvi máli lauk.
Segja má, að siðari umkvart-
anir þeirra, er að þeim málalok-
um stóðu, um misrétti sveit-
anna i skólamálum, komi Ur
hörðustu átt. Þar áttu þeir frá
upphafi enga andstæðinga
nema sjálfa sig. En það er önn-
ur saga.
Kaupstaða- og kauptUnabUar
tóku málinu yfirleitt jákvætt, að
þvi er foreldra og forráðamenn
áhrærði. Um nemendur má, að
mestu, segja hið sama. Þó eru
ætið nokkrir i hverjum aldurs-
flokki, sem hafa á þessu aldurs-
skeiði, hvorki getu né vilja til að
stunda nám, þótt siðar vildu
gert hafa. Slikir nemendur
valda oftlega ótrUlegum erfið-
leikum, sem vandi er við að snU-
ast svo haldbært sé.
Hér hefur næstum algerlega
skort á aðstöðu frá hálfu rikis og
bæja, til þess að geta unnið
þessum nemendum það gagn,
sem þyrfti. Brottrekstur Ur
skóla er ömurleg lausn, þótt til
hennar verði stundum að gripa,
vegna óhollra áhrif á aðra.
Þegar um skyldunám ræðir,
verður sU ráðstöfun enn vand-
ræðalegri. Lenging skólaskyld-
unnar bar þvi ekki þau blóm né
ávexti, sem upphafsmenn munu
hafa vænzt. Verður að þessu
nánar vikið siðar.
Félagsfundur
Verslunarmannafélag Reykjavikur
heldur félagsfund fimmtudaginn 20. mars
kl. 20.30 að Hótel Esju.
Fundarefni: Verkfallsheimild.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
Vörubílstjóraféiagið
Þróttur
Stjórnarkjör 1975
fer fram að viðhafðri allsherjar at-
kvæðagreiðslu laugardaginn 22. mars og
sunnudaginn 23. mars 1975 i skrifstofu
félagsins, Borgartúni 33. Kjörfundur hefst
laugardaginn 22. mars kl. 12 og stendur til
kl. 20 og verður fram haldið sunnudaginn
23. mars kl. 10 og lýkur kl. 18.
Kjörskrá liggur frammi i skrifstofu
félagsins.
Kjörstjórn.
1 x 2—1x2
i
29. leikvika — leikir 15. mars 1975.
(Jrslitaröð: X2X — 21X — Xll — 11X
1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 172.000.00
847 849
2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 24.500.00
1760 2479 9557 12236 35334 36363
Kærufrestur er til 7. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina.
Vinningar fyrir 29. leikviku verða póstlagðir eftir 8. april.
GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK
TÓMAS GUNNARSSON, HDL.:
ASKORUN Á BORGAR-
STIÓRN REVKJAVIKUR
Föstudaginn 28. febrUar sl.
samþykkti borgarráð Reykja-
vikur að veita Reyni Þórðar-
syni, yfirverkstjóra i Áhalda-
hUsi Reykjavikur, lausn Ur
starfi vegna meintra ávirðinga,
sem kom til *framkvæmda þá
þegar.
Staðfesting borgarstjórnar
Reykjavikur á þessari ákvörðun
borgarráðs hefur enn ekki átt
sér stað.
Kommar á móti 5
ar ekki von á neinu góðu Ur þeirri
átt.
Þá vék Gylfi einnig að þvi, að
andstæðingar tillögunnar um
eignaráð á landi byggðu rökin
fyrir andstöðu sinni visvitandi á
röngum forsendum. Allar fullyrð-
ingar um, að tillögunni væru
stefnt gegn bændum og eignarétt-
inum i landinu væru gersamlega
Ur lausu lofti gripnar, þvi það
væri skýrt tekið fram i tillögunni
og hefði verið margitrekað af
flutningsmönnum hennar að
stefnt væri að þvi að bændur ættu
áfram bUjarðir sinar og ef um
eignayfirfærslur yrði að ræða
'kæmu fullar bætur fyrir. Þrátt
fyrirþessarskýlausu yfirlýsingar
héldu andstæðingar málsins á-
vallt áfram að tönnlast á sömu
rangfærslunum en vikju sér hins
vegar undan þvi að ræða sjálft
meginefni málsins.
Nokkrir þingmenn tóku aftur til
máls að ræðu Gylfa lokinni —
þ.á m. þeir Helgi Seljan og Stefán
Jónsson.
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
m/s Hekla
fer frá Reykjavik miðvikudaginn
26. þ.m. austur um land i
hringferð.
Vörumóttaka: föstudag og
mánudag til Austfjarðahafna,
Þórshafnar, Raufarhafnar,
HUsavikur og Akureyrar.
Hætt er við að uppsögnin valdi
Reyni verulegu fjártjóni, sem
vafasamt er að fáist bætt til
fulls, svo sem vegna starfs-
missisins og skertra eftirlauna-
og örorkuréttinda, sem tekið
hefur allt að tveimur áratugum
að afla, auk hins, að sennilegt er
að R.Þ. gjaldi þess að nokkru,
að hann var ekki metinn hæfur
sem starfsmaður Reykjavikur-
borgar. Þar sem uppsögnin
kemur i kjölfar umfangsmikill-
ar rannsóknará meintu misferli
i störfum R.Þ. allt að tiu til tólf
ár aftur i timann, sem fór i
fyrstu fram á vegum Endur-
skoðunardeildar Reykjavikur-
borgar og borgarfulltrUa per-
sónulega og siðar Sakadóms
Reykjavikur, er enn hættara við
en ella, að uppsögnin varpi
skugga á starfsferil hans.
Undirritaður hefur sem að-
stoðarmaður R.Þ. siðan á sl.
vori fylgst með aðgerðum
borgaryfirvalda i málinu og
siðan annarra sem um það hafa
fjaliað. Sérstaka furðu mína
hafa vakið vinnuaðferðir við
endurskoðunarstörf hjá
Reykjavikurborg og meðferð
málsins eftir að rannsókn fyrir
Sakadómi var lokið. Er i minum
huga ekki vafamál að brýn þörf
er á könnun á vinnuaðferðum
borgaryfirvalda i málum af
þessu tagi. Uppsögn R.Þ. virðist
byggð á að nokkru röngum, en
að nokkru lórökstuddum
atriðum, en einnig á atriðum,
sem ekki varða beint starf hans.
Tel ég þau öll óréttmæt sem
uppsagnaratriði. Þá er einnig
athyglisvert að ekki er vikið að
niðurstöðu saksóknara rikisins
um sakadómsrannsókn. Niður-
staða rikissaksóknara var á þá
leið, að ekki væri tilefni til
ákæru i málinu. 1 þvi felst, að
hann hefur taíið málið fullrann-
sakað eins og það lá fyrir, en
einnig, að ekki væri tilefni til
nokkurrar ákæru þrátt fyrir
a.m.k. þrjá tugi af kæru-
atriðum, sem um er fjallað i
sakadómsrannsókninni. Virðast
meintar ávirðingar R.Þ. hafa
þótt svo litilvægar að mati rikis-
saksóknara, að ekki var einu
sinni óskað eftir að ijUka málinu
með áminningu. Þá virðist
heldur ekki hafa verið litið
mikið til vitnisframburðar
Björns Baldvins Höskuldssonar,
næsta yfirmanns R.Þ. en hann
sagði fyrir Sakadómi Reykja-
vikur, 2. desember 1974, m.a.:
,,Það segir, að rannsókn sU, sem
gerð var á rekstri undir stjórn
Reynis Þórðarsonar, að þvi er
það best veit fyrir frumkvæði
endurskoðunardeildar borgar-
innar, en byggingadeild hafi
ekki- átt þar hlut að. Það hafi
ekkert vitað eða frétt um rann-
sókn endurskoðunardeildar og
ekkert samráð við það haft i þvi
sambandi. Það hafi einungis
frétt um þetta á skotspónum.
Það segir, að sér hafi aldrei bor-
ist kvartanir eða ábendingar
varðandi ætlað misferli i rekstri
framangreindra borgarfyrir-
tækja.”
Telja verður, að R.Þ. eigi sem
aðrir starfsmenn Reykjavikur-
borgar rétt til hlutlausrar og
faglegrar meðhöndlunar máls
hans. Gagnvart borgarstjórn
Reykjavikur hlýtur þessi réttur
R.Þ. að vega afar þungt, þar
sem borgarstjórn hefur með
samþykkt sinni frá 18. jUli 1974,
óskað eftir sakadómsrannsókn
á rekstri ÁhaldahUss Reykja-
vikur, sem öll beindist að hon-
um. Reyndist sU rannsókn
tilefnislaus eins og áður er að
vikið.
Fyrir hönd Reynis Þórðarson-
ar leyfi ég mér að skora á
borgarstjórn Reykjavikur, að
hUn hlutist til um, áður en
endanleg ákvörðun verður tekin
i málinu, að allir þættir þess
verði athugaðir itarlega af hæf-
um, sérfróðum og hlutlausum
mönnum og þeim verði gert að
skila skriflegri greinargerð um
málið og réttmæti uppsagnar.
Þegar niðurstöður slikrar at-
hugunar liggja fyrir, er tima-
bært að fjalla um málið i
borgarstjórn en ekki fyrr.
Við afgreiðsiu málsins i
borgarstjórn væri eðlilegt að
þeir borgarfulltrUar, sem lengst
hafa gengið i tilefnislausum
kæruaðgerðum á hendur R.Þ.
vikju sæti.
0
Fimmtudagur 20. marz 1975.