Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 1
alþýðu alþýöu SUNNUDflfiS- LEIÐARINN ,,Hitt er svo annað mál, að meginstofn starfsliðs útvarps og hljóðvarps er ráðinn á pólitisk- um grundvelli, skipaður af ráð- herra, á viðreisnarárunum. Og það er ekkert launungarmál, að vel hæft vinstri sinnað fólk hefur verið sniðgengið i ráðningum. Þetta er einkum áberandi hvað snertir starfsfólk sjónvarps- ins”. Höfundur þessara lina er sá ráðherra, sem hér er átt við og sagt er um, að hafi ráðið starfs- lið „á pólitiskum grundvelli” og „sniðgengið i ráðningum” „vel hæft vinstri sinnað fólk”. Hér fer fyrrverandi formaður útvarpsráðs með bein ósann- indi.Höfundur þessara lina var ráðherra Utvarpsins i fimmtán ár. Skjöl menntamálaráðuneyt- isins bera með sér, að ekki eitt einasta skipti veitti hann starf hjá Utvarpinu án samráðs við þann aðila innan stofnunarinn- ar, sem málið snerti, hvort sem það var Utvarpsráð, Utvarps- stjóri, framkvæmdarstjóri eða deildarstjóri, og aidrei gegn til- lögu frá umsagnaraðila. Þegar rætt hefur verið um ráðningar starfsmanna á „pólitiskum grundvelli”, hefur hingað til verið átt við það, að ráðherra, sem auðvitað er stjórnmála- maður, hafi látið stjórnmála- sjónarmið ráða gerðum sinum, t.d. með þvi að ganga gegn til- lögum umsagnaraðila um em- bættisveitingu, eins og ótal dæmi eru til um og ráðherra hefur ótvirætt lagarétt til þess að gera. 1 þau 15 ár, sem höfundur þessara dálka veitti störf við rikisUtvarpið, beitti hann aldrei pólitisku valdi sinu til þess að skipa starfsmann. gegn tillögu umsagnaraðila. Auðvitað er það eflaust rétt. að margir menn, sem Njörður P. Njarðvik kýs að nefna „vinstri sinnað fólk”, hefir á þessum fimmtán árum sótt um stöður við Utvarpið, en ekki fengið. En ástæður hafa þá verið aörar en þær, að umsækjendur hafi verið „vinstri sinnað fólk”. Njörður P. Njarðvik nefnir einnig afskipti ráðherra af mál- efnum Utvarpsins i viðtalinu. Enginn þeirra fréttamanna, sem við Utvarpið störfuðu, með- an höfundur þessara lina var ráðherra þess, né heldur nokkur þeirra, sem um dagskrá fjall- aði, mun geta skýrt frá þvi, að ráðherra Utvarpsins hafi nokkru sinni haft afskipti af störfum þeirra. Nokkrum sinnum þurfti hann að fjalla um kvartanir annarra, en það er annað mál. Væri betur, aö fyrrverandi for- maður Utvarpsráðs gæti sagt hið sama með sanni. Sá, sem þetta ritar, kynntist Nirði P. Njarðvik sem ungum menntamanni. fékk mætur á honum og kann vel að meta þau störf hans, sem hann hefur unn- ið með sóma. En viðtal lians við Þjóðviljann er dæmi þess, að honum geta verið mjög mis- lagðar hendur. Það getur og varla verið tilviljun, að hann einn formanna Utvarpsráðs i meira en fjóra áratugi skuli hafa orðið svo ósattur við mik- inn hluta embættismanna Ut- varpsins. að til vandræða horfði og skaðaði Utvarpið i augum al- þjóðar. Slikt átti sér ekki stað á fimmtán ára formannsferli fvrirrennara hans, Benedikts Gröndal. Og ég sé enga ástæðu til þess að efast um. að hinn nýi formaður Utvarpsráðs. Þórar- inn Þórarinsson, muni reynast farsæll formaður og bæta Ur þvi, sem urskeiðis hefur farið. GÞG Um osannindi Alkunn er sU staðreynd, að blekkja má bæði með þvi að segja beinlinis ósatt og að segja hálfan sannleika. Hið siðara hefur löngum þótt öllu óheiðar- legra. Fyrrverandi formaður Utvarpsráðs, Njörður P. Njarðvik, gerir sig þó sekan um slikt i löngu viðtali við Þjóðvilj- ann fimmtudaginn 27. mars. Þar segir hann m.a.: „Það frumvarp, sem viðreisnar- stjórnin undirbjó (leturbr. Alþbl.), og varð að lögum 1971, er merkt timamótaplagg i sögu rikisUtvarpsins”. Auðvitað veit Njörður P. Njarðvik, að við- reisnarstjórnin gerði meira en að undirbúa gildandi Utvarps- lög. HUn fékk þau samþykkt á Alþingi vorið 1971, meðan hUn var enn við völd. En á miðju ári 1971 tók önnur rikisstjórn við völdum. Þess vegna er látið nægja að geta um ártalið, þegar frumvarpið varð að lögum. Venjulegur lesandi getur varla dregið aðra ályktun af ummæl- um Njarðar en þá, að við- reisnarstjórnin hafi undirbúið frumvarpið.en siðan hafi önnur stjórn staðið fyrir lagasetning- unni. Eða hvers vegna segir Njörður ekki það, sem hann auðvitað veit, að viðreisnar- stjórnin undirbjó frumvarpið og beitti sér fyrir samþykkt þess á Alþingi? Sá, sem þessar linur ritar, fól á sinum tima þrem mönnum að endurskoða Utvarpslögin, þá- verandi formanni Utvarpsráðs, Benedikt Gröndal, Andrési Björnssyni Utvarpsstjóra og dr. Þórði Eyjólfssyni, sem sérfræð- ingi i lögum, enda var tilætlunin að gera viðtækar og vandasam- ar breytingar á löggjöfinni frá lögfræðilegu sjónarmiði. Frum- varpið var fyrst lagt fram á þinginu 1969—70, og reyndust um það talsvert skiptar skoðan- ir. Var fyllilega eðlilegt, að slikt mál væri ekki afgreitt á fyrsta þingi. En á næsta þingi, þinginu 1970—71, lagði sá, sem þetta rit- ar, mikla áherzlu á, að málið yrði afgreitt, og varð svo. Einn megintilgangur frumvarpsins var að gera rikisUtvarpið sjálf- stæðara en verið hafði, með breyttum reglum um kosningu Utvarpsráðs, með þvi að fela Ut- varpinu aukið sjálfræði um val starfsmanna o.fl. Þessar breyt- ingar voru engan veginn óum- deildar, en þær voru samþykkt- ar. Taldi sá, sem þetta ritar, þær hafa verið til bóta, og telur enn. Síðar i viðtalinu segir Njörður P. Njarðvik: SUNNUDA6UR 6, flPBlt 19751 BRAMBOLT O í OPNU: ÓÐI MAÐURINN í AFRÍKU ÍSLENSKT RALLY Á BÍLASÍÐU o ÍÞRÓTTIR o SJÓNVARPIÐ o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.