Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 5
)RSETI: vÐURINN í AFRÍKU eignir þeirra aftur. Elisabetu, prinsessu af Toro, geröi hann aö utanrikisráðherra. Elisabet þakkaði fyrir sig með lofsyrðum svo sem eins og: „Amin hershöfðingi er ákveðinn og hreinskiptinn leiðtogi, sem vissulega er fulltrúi þjóðar sinn- ar”. Og hún varði sjónarmið Amins af glæsileik og atorku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Gegn gyðingum Elisabet og Amin snerust ekki aðeins gegn gyðingum, heldur einnig gegn kristnum mönnum. Hann visaði kristnum trúboðum úr landi, fór i pilagrlmsför til Mekka og hóf ákaft múhameðs- trúboð „með undursamlegum hætti”. Menntaskólakennari i Uganda hefur sagt, að fjöldi múhameðstrúarbarna I skólum landsins hafi vaxið úr 6% i 50% i valdatið Amins. Allir ráðherrarnir, sem störf- uðufyrirhann árið 1971, hafa nú ýmist verið myrtir eða eru land- flótta. 1 rikisstjórn hans nú eru aðeins múhameðstrúarmenn, og næstum allir eru þeir bæði ó- læsir og óskrifandi, en þeim mun meira i náðinni hjá hers- höfðingjanum. Hreinn asni Það er erfitt fyrir Uganda- menn að fylgjast með öllum hliðarstökkum Amins. Árið 1972 visaði hann öllu Asiufólki úr landi, en árið 1975 flytur hann það beinlinis inn — t.d. bæði frá Pakistan og Bangla Desh. Þess- ir innflytjendur — kennarar, verkfræðingar og annað menntafólk — býr nú i stórhýs- um hinna fyrri nýlenduherra og fá miklu hærri laun, en Uganda- menn sjálfir. 1 Uganda eru einnig margir Rússar og Tékkar, sem þjálfa herinn. Fyrir Sovétrikin er Ug- anda kjörin bækistöð i Afriku. Þaðan geta þeir m.a. fylgst með athöfnum Kinverja i nágranna- landinu Tansaniu. En ýmislegt bendir þó til þess, að Rússar vildu gjarna hafa traustari mann við stjórnvölinn i Uganda. í mars á sl. ári gerðu nokkrar herdeildir uppreisn undir stjórn manns, sem hlotið hafði hernaðarmenntun i Sovét- rikjunum. Uppreisnin mistókst og liðsforinginn var skotinn. Afrikumenn eru sammála um álit sitt á Idi Amin. „Hreinn i/ gert gyðingum til miska og lát- mífa". Hafið þér nokkra uppá- >yggja mér skot- og sprengjuhelt asni”, segir Kenyatta, forseti Kenya. „Geðsjúklingur”, segir Kaunda i Zambiu. En enn hafa þeir ekki getað fundið neina „mixtúru” gegn Amin og hneykslið mikla biður hinum megin við hornið. I júli I sumar eiga Einingarsamtök Afriku að halda fund — i Kampala með Amin sem gestgjafa. Utanrlkisráðherra Zambiu hefur kallað Amin Hitler Afriku og hefur lýst þvi yfir, að hann muni ekki sitja fundinn. Aðrar rikisstjórnir hafa sagt, að þær muni ekki senda fulltrúa til fundarins ef eitthvað hafi komið fyrir Elisabetu Gagaya, sem Amin hefur sett af sem utanrikisráðherra. Lengi var ekkert vitað um örlög hennar, en nú er sagt að hún hafi sloppið lifs úr landi. Heppin kona, Elisabet. Ýmsar sögur eru um að upp- reisnir séu I undirbúningi gegn Idi Amin. Sagt er, að nýlega hafi a.m.k. tvær skotárásir verið á hann gerðar — „en kúlurnar hrökkva af brjósti hans”, segja aðdáendurnir. Fram til þessa hefur Amin sloppið vel frá vitfirringsleik sinum. En eitt er þó vist. Siðasta skotinu hefur enn ekki verið hleypt af i áttina til hans. Sameiginlegt takmark Sú var tíöin að þjóðin átti tilveru sína beinlínis undir samgöngum við umheiminn. Svo er að vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóðin gæti lifað hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlað sér það hlut- skipti að búa við einangrun, um það vitnar sagan. Takmark þjóðarinnar hefur ætíð verið að sækja allt það besta sem umheimurinn hefur boðið upp á, og einnig að miðla öðrum því besta sem hún hefur getað boðið. Þess vegna markaði tilkoma flugsins þáttaskil í samgöngumálum íslendinga, þar opnaðist ný samgönguleið, sem þjóóin fagnaði, og þegar reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð bylting í samgöngumálunum. Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóóarinnar Það varð hlutverk félaganna beggja að hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látið ósagt, en eitt er víst að aldrei hefur skort á stuðning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin verið sameinuð. Það er gert til þess að styrkja þennan þátt samgöngumála. Með sameiningunni aukas't möguleikar á þjónustu við landsmenn og hagræðing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett sér að hafa á hverjum tíma öruggar og greiðar samgöngur til þess að geta átt samskipti við umheiminn. Það er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóðarinnar. FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR ISLANDS 0 Sunnudagur 6. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.