Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 3
BRflMBOLT
UM5JÓÖ: G/5L/ SVE/L/LI LQFT55DL/
„Yong Ameri-
cans,” ný plata
með
David Bowie
DAVID BOWIE
Þá er komin ný breiðskifa frá
hendi meistarans Davids
Bowie. útkoma hennar var
mjög hljóðleg, allt i einu var hún
komin í búðirnar, tilbúin i neyt-
endaumbúðum. Ef vér vikjum
aðeins að umbúðunum, þá getur
þar að lita mynd af listamann-
inum með nýju/gömlu hár-
greiðsluna, og algerlega ómál-
uðum, nema hvað myndin sjálf
er rækilega lituð. Aftan á um-
slaginu getur að lita nöfn þeirra
sem hafa hjálpað til við fram-
leiðslu tónlistar, og á meðal
þeirra er náungi sem nefnir sig
John Lennon. Auk þess að spila
á gitar i tveim lögum og raula
með, á hann helming i tveimur
lögum, og er annað þeirra gam-
alt bitlalag af plötunni Let it be,
og ber nafnið Across The Uni-
verse. Þá er að smella plötunni
á fóninn, og sem gamall bitlaað-
dáandi, þá smelli ég nálinni of-
an i fyrstu grófina i laginu A-
cross The Universe. 011 meðferð
hans á þessu lagi er frábær, og
er lagið ólikt betra i hans út-
gáfu, enda var það ekki neitt
sérstakt á Let It Be. Söngurinn
er hraðari og ákveðnari, og all-
ur hljóðfæraleikur eins einfald-
ur og hægt er, og gitarleikur
Lennons nánast barnalegur, en i
þessari meðferð nýtur lagið sin
vel.
í titillaginu verðum við á-
þreifanlega vör við breyttan
söngstil Bowies, ásamt breyt-
ingu i útsetningum, sem öll er i
áttina til einföldunar. Sjálfur
segist hann vera manna fegn-
astur yfir að hafa breytt um
söngstil, þvi að hann reyni ekki
jafn mikið á röddina eftir breyt-
inguna. Eitter vist, og það er að
eitt af séreinkennum Bowies
var einmitt söngurinn, og hann
missir mikils við þessa breyt-
ingu. Young Americans er gott
lag, og einnig lagið Fascination.
Þá kemur að umdeilanlegustu
breytingunni, og hún er sú, að
Bowie er að miklu leyti kominn
yfir I Soul-tónlist, og tvö lag-
anna á plötunni að minnsta kosti
eru hreinræktuð soul-lög. Það
eru lögin „Right” og Fame”.
Hann hefur alltaf verið undir ör-
litlum áhrifum frá soul, til að
mynda i útsetningum, en núna
gætir þessara áhrifa svo mikið,
að kalla mætti „Young Ameri-
cans” soulplötu, eða að minnsta
kosti tilraun i þá átt.
Brambolti finnst þessi breyt-
ing ekki til batnaðar, og hefði
heldur kosið að hann héldi sér i
þeim hluta tónlistarinnar sem
hann gjörþekkir. Kannski er
þetta tilraun til þess að komast
enn þá meir inn á Bandarikja-
markað, hver veit. Það gæti allt
eins verið að hann eigi eftir að
verða „besti hviti soul-söngvar-
inn”, ef hann heldur áfram i
þessa áttina.
MICK RONSON
Eins og lesendur Brambolts
sjálfsagt muna, þá hætti Mick
Tailor, gitarleikari Rolling
Stones, að spila með þeim fyrir
nokkrum vikum siðan, og var á-
stæðan að hans sögn, óbrúanlegt
bil i tónlistarstefnum. Rolling
Stones voru um þær mundir í
Sviss við plötuupptökur, og hálf-
gerðu frii, og sögðust ekki
mundu flýta sér neitt að þvi að
finna annan i hans stað, enda
ekkert áhlaupaverk. Meðal
þeirra sem taldir voru liklegast-
ir til þess að koma I stað Mick
Taylor, voru fyrst Mick Ronson,
fyrrum gitarleikari með David
Bowie, og Ron Wood sem spilar
með Faces. Þeir neituðu þó
snögglega opinberlega, öllum
munnmælasögum á þá leið. Þeir
sem til greina komu eftir það,
voru meðal annars Jeff Beck,
Peter Frampton og Dave
Clempson.
En nú er það hins vegar nokk-
urn veginn ákveðið, að Rory
Gallagher gangi I hljómsveit-
ina. Rory Gallagher er írlend-
ingur, og gat sér fyrst orð fyrir
frábæran gitarleik með hljóm-
sveitinni Taste, sem einnig var
skipuð irum, og var velþekkt
hérlendis sem erlendis, þar til
þeir hættu, vegna frekju Rory.
Siðan þá, hefur Rory spilað með
ýmsum, en alltaf hefur hljóm-
sveitin gengið undir hans nafni.
Hann hefur gefið út mjög góðar
plötur, sem hafa náð umtals-
verðum vinsældum. Um Rory
sem gitarleikara má segja það,
að hann var einn af siðustu
gitarstjörnunum sem komu
fram á sjónarsviðið, og má hik-
laust telja hann I flokki með Er-
ic Clapton, Jimi Hendrix og
Ritchie Blackmoore, hvað getu
og tækni snertir. Hann var löng-
um þekktur fyrir snilldarlega
sólóa, og eftir að hann hætti i
Taste, sýndi hann á sér nýjar
hliðar sem góður lagasmiður og
RORY GALLAGHER ER
NÝI GITARLEIKARINN
í ROLLING STONES!
fær „Acoustic” gitarlcikari.
A þvi er enginn efi, að inn-
ganga Rorys i Rolling Stones, er
einn af meiriháttar viðburðum
ársins innan tónlistarheimsins,
og margir munu velta þvi fyrir
sér, hvaða áhrif þetta kunni að
hafa á feril Stones og stefnu.
Það eitt er vist, að Rory mun
ekki una lengi i hljómsveitinni,
ef hann fær ekki að njóta sin og
sinna hæfileika, þvi að hann er
maður skapstór, og fer sinu
fram. Þannig er það vist, að
hann kemur til með að hafa ein-
hver áhrif innan hljómsveitar-
innar. Ekkier ótrúlegt, að hann
komi til með að hjálpa til við
lagasmiðarnar, og vist er, að á
hljómieikum stendur hann öðr-
um i hljómsveitinni ekki að
baki.
Þó að Rory sé jafn góður
hljóðfæraleikari og vitað er, þá
bjuggust menn sist við þvi að
hann kæmi til greina, þar sem
hann er ekki sú manngerð sem
þeir féiagar leituðu að. Þeir sem
helst voru taldir koma til
greina, eru allir hraustir og við-
urkenndir drykkjumenn, og
hafa til að bera flesta þá galla
og ósiði sem taldir voru nauð-
synlegir sönnum „Rolling”,
þ.e.a.s voru hinir svakalegustu.
Rory hins vegar ber höfuð og
herðar yfir þá alla hvað gitar-
leikni snertir, og kannski það
hafi ráðið úrslitum?
Borgís, vilja þeir borga ísinn?
Borgfs heitir ný hljómsveit
sem nýlega hefur hafið leik sinn
á öldurhúsum borgarinnar. Um
páskana leit Brambolt inn til
þeirra þar sem þeir voru að æfa
af fullum krafti i ónefndu húsi
hér f bæ. Var ætlunin að ræða
við þá um tónlist þeirra, fram-
tíðaráform, og yfirleitt það sem
okkur datt f hug að ræða um. En
þar sem ég rak augun fyrst i
glæsilegt æfingahúsnæði þeirra,
spurðist ég nánar fyrir um til-
urð þess. En, biðum við, er ekki
vissara að kynna nöfn hljóð-
færaleikara áður en lengra er
haldið? Þeir heita: Pétur
Hjaltested, hann lemur i hljóm-
borðin af miklum krafti, auk
þess sem hann upphefur raust
sfna þegar á þarf að halda, Ari
Elvar Jónsson, en sfðustu árin
hefur hann bara heitið Ari Jóns-
son, hann lamdi áður húðirnar
með Roof Tops af alkunnri
snilld, en núna spilar hann á
trommur með Borgis af enn
meiri snilld. Kristján Blöndal
sér um gftarleik og Atli Viðar
Jónsson þenur bassann, auk
þess aö vera lagasmiðurinn i
hljómsveitinni.
Brambolt: Það var þetta með
æfingahúsnæðið, Pétur?
Pétur: „Já, það er mjög
glæsilegt, við erum mjög
ánægðir með það, og ég held að
þetta hljóti að vera ein besta
aðstaða sem islensk hljómsveit
getur haft til æfinga, hátt til
lofts og vitt til vegg ja. Það hefur
mikið að segja, að aðstaða til
æfinga sé góð. Við erum að
dunda okkur við það á milli æf-
inga, að gera þetta sem vistleg-
ast, ertu búinn að sjá barinn?”
Brambolt: „Barinn, er bar
hérna?”
Pétur: „Já, við erum að inn-
rétta bar i herberginu hér inn-
af. Það er gamalt eldhús öðru
megin, og þar höfum við allt til
alls.”
Brambolt: „Látið mig vita
þegar barinn er tilbúinn, ég er
alltaf til i að tala við hljómsveit-
ir sem hafa bar til umráða. En
svo við vikjum að alvarlegri
hlutum, þá heyrði ég f ykkur á
balli um daginn, og þá spiluðuð
þið mest rokk, og þar af var dá-
litiö af þungu rokki, spilið þið
mest af þeirri tegund tónlist-
ar?”
Pétur og Ari: „Við reynum
eða ætlum okkur að reyna að
taka fyrir lög við sem flestra
hæfi, en þó er rokkið
mikill hluti af lagavali okkar.
Annars höfum við ekki haft
mikinn tima til þess að pæla i
þessum hlutum, þar sem Ari
hefur allt frá þvi að hljómsveit-
in var stofnuð, verið upptekinn
við æfingar og spilamennsku
með bandinu hans Gunnars
Þórðarsonar. Það var núna
fyrst um páskana sem við gát-
um lagt heilana almennilega i
bleyti, og byrjað að hugsa um
þessa hluti. En þar sem við höf-
um spilað, þar hefur fólk al-
mennt verið hresst yfir þeim
lögum sem við spilum.”
Brambolt: „Flytjið þið nokk-
ur frumsamin lög?”
Ari: „Já, við höfum lætt
tveimur inn i dagskrána, og
spilað þau án þess að láta fólk
vita, og það hefur heppnast á-
gætlega. T.d. get ég sagt þér frá
þvi, að eitt sinn þegar við höfð-
um nýlokið við að flytja þessi
lög á skemmtistað hér i borg, þá
kom þar aðvifandi náungi sem
var vel léttur, og bað okkur
blessaða að halda áfram að
spila svona fjörug og skemmti-
leg lög eins og við vorum að
enda við að spila, og endilega
ekki að spila neitt frumsamið,
þvi að svoleiðis lög væru svo
leiðinleg. Við lofuðum þvi. Ann-
ars höfum við ein tiu, tólf lög i
handraðanum sem við erum lit-
iðbyrjaðir að æfa, en við erum
komnir með nóg af efni i stóra
plötu. En við látum okkur nægja
að byrja á litilli.”
Brambolt: „Hvað heita lögin
sem koma til með að verða á
litlu plötunni?”
Kristján: „Þau heita „Give
Us a Race” og „Promised
Land”. Þau eru bæði eftir hann
Alta, en textarnir eru eftir
Gunnar Salvarsson, blaðamann
á Timanum, og eru á ensku.
Annað lagið er gott stuðlag, en
hitt frekar rólegt.”
Brambolt: „Svo að textarnir
eru á ensku já, hvers vegna?
Getur Gunnar ekki samið á is-
lensku, eða er þetta gert með
heimsmarkað fyrir augum?”
Pétur: Textarnir voru upp-
haflega samdir á islensku, en
reyndust þá of þungir og stirðir
til þess að þeir féllu vel að þeim
lögum sem við höfðum i huga,
svo að Gunnar sneri þeim yfir á
ensku með góðum árangri. Ann-
ars spilar þarna fleira inn i, eins
og t.d. sú staðreynd, að islenskir
textar eru aldrei látnir i friði af
islenskumönnum, sem reyna að
finna þeim allt til foráttu og
rakka þá niður, en séu þeir á
ensku, þá eru þeir ekkert gagn-
rýndir. Svo eru fáir menn sem
geta samið góða islenska texta,
miðað við þær kröfur sem gerð-
ar eru til þeirra i dag.”
Brambolt: „Hvernig finnst
ykkur ástandið vera i' islenska
poppinu i dag, og eruð þið bjart-
sýnir á markaðshorfurnar með
tilliti til samkeppni? (skörp
spurning þetta).”
Allir: „Það virðist ágætt eins
og er, mikil gróska, sem meðal
annars er að þakka tilkomu
góðra stúdióa og mikillar plötu-
útgáfu hjá islenskum hljóm-
sveitum. Markaðshorfur eru
auðvitað góðar, á meðan Peli-
can, Change og Júdas eru er-
lendis til skiptis, eigum við ekki
að vona að þær fari út sem oft-
ast (sameiginlegur hlátur allra
hlutaðeigandi). Tilfellið er, að
það virðast ekki geta verið
nema tvær hljómsveitir á
toppnum i einu, og þar með gert
það gott. Við ætlum okkur að
vera önnur þeirra áður en langt
um liður, (þeir glotta) þangað
til það verður, erum við mjög
bjartsýnir á þetta allt saman.”
Brambolt: Að lokum, af
hverju i fj.... Borgis?
Pétur: „Við vitum það eigin-
lega ekki, einhver okkar kastaði
þessu nafi fram, og þó það virt-
ist óþjált i fyrstu, þá kunnum
við fljótt svo vel við það að við
ákváðum að láta það standa.”
Brambolt þakkar gott viðtal,
og hverfur á braut á vit páska-
eggjanna. og að baki hans
hljómar tónlist Borgis, vissu-
lega góð tónlist.
Sunnudagur 6. apríl 1975.
o