Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.04.1975, Blaðsíða 7
ÍÞItOTTIIt Björgvin Þorsteinsson skrifar um golf Peter Oosterhuis Árlega fer fram i Bandarikjun- um á vegum atvinnumannasam- bandsins (PGA) keppni þar sem ungum spilurum er gefinn kostur á að komast inn i keppnir sam- bandsins fá svonefnd TPD kort (Tournament players division). Árið 1973 sigraði Ben Cienshaw i þessari keppni með miklum yfirburðum eða 12 höggum en þó komust 23 inn. 1974 fór úrslita- keppnin fram á tveim völlum Sil- wuado golfvellinum i Vapp Calif og á Langon vellinum i Palm desert. Leiknar voru 144 holur og sigraði Frank Urban (Fuzzy) Zoeller á 572 höggum .4 höggum undir pari og hlaut i verðlaun 4000$. Það voru 19 keppendur sem komust inn úr hópi 78 sem þátt tóku i úrslitakeppninni en áður höfðu farið fram undankeppnir á öðrum völlum þar sem þátttak- endur voru alls 447. Þrir af þess- um 19 þar á meðal Zoeller hafði mistekist 1973, en eftir það fór hann á svonefndan Florida mini- tour og vann sér inn 36.000$ þar meðan hann beið eftir keppninni 1974. „Ég hef aldrei spilað i TPD keppni en það er það, sem mig hefur alla tið dreymt um að gera, sagði Zoeller. Hinum sem mistókst 1973 en komust inn núna var sá, sem hafnaði i öðru sæti, Bob Risch, og stóra nafnið á listanum, Englend- ingurinn Peter Oosterhuis, sem hafnaði i fjórða sæti á 575 högg- um. Oosterhuis sem leiddi i US Masters eftir 54 holur 1973 og varð annar i British Open 1974 mistóks að komast inn 1973 þegar keppnin var haldin á Piwehurit og hann sagði: „Mér var sama þótt ég þyrfti að reyna aftur. Ef ég ætla að spila hérna verð ég vitanlega að ganga i gegnum sama hreinsunareld og aðrir. Það geta ekki verið neinar undantekningar.” Oosterhuis er talinn af flestum Bretum, númer 2, á eftir Tony Jacklin, en i þeim 12 keppnum, sem þeir tóku báðir þátt i á sið- asta ári i Evrópu var Oosterhuis betri en Jacklin sigraði 10 sinn- um. „Tony verður talinn sá besti þangað til einhver nær að jafna hans afrek,” sagði Oosterhuis en Tony Jacklin vann bæði US Open og British Open en þá hafði Breti ekki unnið bresku opnu keppnina i ein þrjátiu ár eða siðan Max Fauikwer vann hana. En það á þessum lista sem vekur hjá mér mesta athygli er nafn á Kanadamanni, Dan Halldórsson, 22 ára frá Brandon i Manitoba,Kanada. Þarna ergreinilega um islenskt nafn að ræða og er hann þá sá fyrsti af islenskum ættum, sem keppir sem atvinnumaður i golfi. Ég vildi hafa við þetta vanda- mál að glima: 1 Danny Thomas Mamphis Classic á siðasta ári fór Dave Hill fyrsta hringinn á 67 höggum og fór enga holu yfir pari, en þegar hann kom i klúbbhúsið á eftir var hann ekki ánægður og sagði: „Ég slá boltann alveg „þráðbeint”. Ég vil hafa smá „fade” i honum, ég er farinn út að æfa.” „Ég borga ekki neitt.” Það voru viðbrögð Lee Trevinos við 230 punda sekt sem Astralska golfsambandið setti á hann fyrir „vafasöm ummæli” um Royal Melborne golfvöllinn en Lee lýsti flötunum (greens) sem „the biggest joke since Watergate”.! Golfkennsla: Eölileg velta XYkkur helgargouieiKur- \ k.unum hættir til aft yfir- 1 jp*sveifla, þah er aö lóta kylfuhausinn halda J ‘v'áfram opinn í átt til hol-, -^unnar. _ // r Þétta getur verih ein á- stæöan fyrir því aö þú færh „slice” i boltann. sama staíl I m i n n i\ sveiflu hef ég lokaö kylfuhausn- um þ.e. velt yfir Þú skalt láta kylfuhausinn « . stefna á holuna fyrstu tvö, /ír-^þrjú fetin i framsveiflunni. Keppnin um að komast í hóp atvinnugolfleikaranna I Bandaríkjunum er mikil íþróttir um helgina Um helgina verður talsvert um að vera i iþróttum að venju og á það við um allar tegundir iþrótta. Laugardagur Skiði: Annað svigmót unglinga á vegum SR fer fram i Bláfjöllum og verður keppt i stúlknafl. 13, 14 og 15 ára og i flokki drengja 13-14 og 15-16 ára. Keppnin hefst kl. 14:00. Ilandbolti: NM stúlkna 22 ára og yngri i Laugardalshöllinni kl. 16:00, Ísland-Noregur og Sviþjóð- Danmörk Garðahreppur kl. 15:00 úrslitaleikur i 3. deild og yngri flokkunum. Fimleikar: Meistaramót Fim- leikasambands Islands i iþrótta- húsi Kennara-háskólans. Keppt verður eftir fimleikastiganum i áhaldafimleikum. Kl. 15.00 Sunnudagur Knattspyrna: Melavöllur kl. 14:00 Reykjavikurmótið i knattspyrnu, Vikingur-Fram. Breiðholtshiaup ÍR: Kl. 14:00 verður Breiðholtshlaup 1R á dag- skrá og verður hlaupið frá Breiðholtsskóla að venju. Fimleikar: Seinni dagur Meistaramóts Fimleikasam- bandsins i áhaldaleikfimi i iþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst keppnin kl. 15:00. Handboiti: Garðahreppur kl. 13:00 úrslitaleikur i 3. deild og yngri flokkunum. NM stúlkna kl. 10:00 Noregur- Sviþjóð og Island-Danmörk. Kl. 16:00 tsland-Sviþjóð og Danmörk- Noregur. Sjónvarpið varð að gripa til varaleiksins, vegna þess að leikurinn sem sýna átti komst ekki til landsins i tæka tið, en það var viðureign Wolves og Mancester City um siðustu helgi. Leikurinn sem sýndur verður er viðureign Derby og Leeds sem leikinn var 8, febrúar á heimavelli Derby Basebale Ground. Mörgum leikur eftilvill for- vitni á að sjá lið Derby, sem nú er af flestum talið sigurstrang- legast { deildarkeppninni. Leeds er lika i eldlinunni en félagið er nú komið i undanúr- slit i Evrópukeppni meistara- liða og leikur þar gegn Cruyff og félögum i Barcelona. Völlurinn var i afarslæmu ásigkomulagi þegar leikurinn fór fram, en þrátt fyrir erfið skilyrði þóttu liðin sýna ágætan leik. Liðin voru skipuð þannig: Derby: Boulton, Thomas, Nish, Rioch, Daniel, Todd, Newton, Gemmel _ Davis (Bourne), Hector, Lee. Leeds: Harvey, Reaney, Grey F, Bremner, McQueen, (Chery) Madeley, Lorimer, Cla'rke, McKenzie, Yorath, Gray. ibúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. ibúðað ’ verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. A fimmtudagskvöldið lauk Reykjavikurmótinu i badminton sem haldið var i Laugardalshöllinni. Þar var Haraldur Korneliusson sigursæll að vanda og sigraði i einliðaleik og tviliðaleik þar sem hann lék með Steinari Peter- sen. Steinar sigraði lika tvöfalt, i tviliðaleiknum með Haraldi og i tvenndarkeppninni þar sem hann og Lovisa Sigurðardóttir léku gegn Haraldi og Hönnu Láru Pálsdóttur og sigruðu þau Lovisa og Steinar eftir skemmtilega keppni. Lovisa sigraði i þrem greinum, einliðaleik, tviliðaleik þar sem hún lék með Hönnu Láru og i tvenndarkeppninni með Steinari. Myndin er af þeim Lovisu og Steinari. Mynd Hallur Sunnudagur 6. apríl 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.