Alþýðublaðið - 09.04.1975, Page 1
FRIÐRIK GERÐI JAFNTEFLI
BAKSIÐA
HEITT í KOLUNUM
Einhver hafði sett eld að sinu
við Miklubrautina i ieyfisleysi
og slökkvilið og lögregluskorti
ekki viljafúsan liðsauka við að
ráða niðurlögum eldsins.
Sinubruni innan borgarmark-
anna er að sjálfsögðu harðbann-
aður og gctur enda haft i för
mcð sér ófyrirsjáanlegan voða.
Ilallur tók myndina.
MIÐVIKUDAGUR
9. apríl 1975 — 81. tbl. 56. árg.
Litlar sem engar sumarráðningar hjá opinberum aðilum
HVAR FÆR SKOLAFOLK
ATVINNU I SUMAR?
Eftir Halldór Valdi-
marsson— Fyrsta grein
„Fjármálin hafa verið i gagn-
gerri endurskoðun hjá þeim, sem
um þau fjalla hjá okkur, og hefur
verið mjög óljóst fram til þessa,
hve miklar framkvæmdir við get-
um ráðist i á komandi sumri. Þótt
svo 10% hækkun á útsöluverði
rafmagns hafi náð fram að
ganga, skortir enn um 200 millj-
ónir króna til þess að ná árinu
saman og þvi er ekki enn búið aö
taka afstöðu til þess, hvort og hve
mikið af sumarvinnufólki við ráð-
um nú”, sagði Björn Helgason,
ráðningastjóri Rafmagnsveitu
Reykjavikur, i viðtali viö Alþýðu-
blaöið i gær.
„Það hefur mikið veriö spurt
eftir og sótt um vinnu”, sagði
Björn ennfremur „og sérstaklega
finnst mér meira um umsóknir
skrifstofufólks en verið hefur.
Það kæmi okkur mjög illa að geta
ekki ráðið allt það fólk, sem við
þurfum, og auðvitaö kæmi þaö
einnig illa við skólafólk það, sem
annars fengi vinnuna, en, eins og
ég sagði er allt mjög óljóst um
þetta og ég treysti aðeins á, aö af-
staða verðitekin mjög fljótlega.”
Slæmarhorfur virðast nú vera I
atvinnumálum skólafólks, enda
eðlilegt að samdráttur i atvinnu-
vegum þjóðarinnar komi fyrst
niður á þeim, sem ekki njóta at-
vinnuöryggis af þvi að vera fast-
ráðnir. A hverju ári hcfur fjöldi
ungmer.na verið ráðinn til afleys-
ingastarfahjáopinberum stofnun-
um og i-innig i vinnuflokka þá,
sem aðeins starfa áumrin, svo
sem hjá Landsimanum, Vega-
gerðinni og rafveitunum. Fyrir-
hugaður þriggja milljarða sam-
dráttur á fjárlögum hlýtur að
koma að nokkru, jafnvel miklu
leyti niður á þeiin framkvæmd-
um, sem skólafólk hefur haft at-
vinnu af, þar sem mcginhluti
fjárlaga að öðru leyti, er bundinn
af lagabókstaf.
Ástandið hlýtur
að bitna á
skólafólkinu
Mikil óvissa rikir nú um fjár-
magn það, sem hinar ýmsu ríkis-
stofnanir hafa úr að moða til
framkvæmda á komandi suinri
og einnig er óvfst f dag, hvernig
framkvæmdum bæjar- og sveit-
arfélaga verður háttað. Til dæmis
hafa ýmis bæjar- og sveitarfélög
fullan hug á aö hefja hitaveitu-
framkvæmdir á þessu sumri, en
hafa ekki getað boðið verk þessi
út, eða látið hefja undirbúning
þeirra vegna óvissu i fjármálum.
Flestir, eða allir fjárfestingar-
sjóðir landsins, eru tómir, svo
ljóst er að fé til framkvæmda
verður torfundiö. AUar þær fram-
kvæmdir, sem væntanlega drag-
ast mikið saman, eða veröur jafn-
vel frestað með öliu, eru sumar-
framkvæmdir og þaö eru cinmitt
þær framkvæmdir, sem veitt hafa
skólafólki vinnu. Astand þetta
hlýtur þvi að koma niöur á skóla-
fólkinu fyrst og femst og jafnvel
svo, að mikill fjöldi þess gangi at-
vinnulftill I sumar.
„Ég get ákaflega Htiö sagt um
ráðningar sumarfólks á komandi
sumri, þar sem ekki er búið að
samþykkja vegaáætlun fyrir árin
1974-1977 á þingi og þvi með öllu
óljóst, hve miklar framkvæmdir
verða á vegum Vegagerðarinnar I
sumar”, sagði Gunnar Gunnars-
son, ráðningastjóri Vegagerðar
rikisins, þegar Aiþýðublaðið hafði
samband við hann i gær. Mest
VART FARIÐ
AÐ HUGA AÐ
VANDANUM
hefur sumarfólkið starfað að brú-
arvinnu og i mælingaflokkum og
það er oftast sarna fólkið, ár fram
af ári. Við vonumst auðvitað til að
geta haft nógar framkvæmdir til
þess að halda sama fólksfjölda og
verið hcfur, en við vitum ekki,
hve mikið fé við fáum, né heldur
hvaö við fáum aðgera, svo ég get
ekki svarað neinu til að svo
stöddu.”
Geysilega mikið
spurt
Alþýðublaðiö hafði einnig sam-
band við Ingu Svövu Ingólfsdóttur
starfsmannastjóra Pósts og
Slma, og svaraði hún á þessa leið:
„Það hefur geysilega mikið verið
spurt og sótt um vinnu hjá okkur
núna — ég býst við að það sé um
þaö bil helmingi meir en venja er
til. Viö verðum auðvitað að ráða
afleysingafólk á langlinuna og
vlðar og ég býst við, að reynt
verði að taka það fólk, sem hefur
verið I þeim störfum áður. Um
aðra en þá, sem ganga I beinar
afleysingar, veit ég ekki enn, þar
sem ekki er búið að taka ákvarð-
anir um framkvæmdir úti á landi.
Það má þó búast við þvl, að
nokkru færri verði ráðnir nú en
undanfarin sumur.”
Þá hafði hlaöið samband við
I 3. SÍÐA
□ OLÍUSAMN-
INGARNIR
LÆKK-
UNIN
KEMUR
EKKI
FRAM
STRAX
„Þessi lækkun kemur ekki
strax fram i útsöluverði, en
vonandi gerir hún það, einhvern
timan”, sagði Ólafur
Jóhannesson viðskiptaráðherra
i simtali við Alþýðublaðið i gær.
„Það er ekki hægt núna, að
segja hversu mikil lækkun
verður á innkaupsverði
oliunnar”, sagði viðskipta-
ráðherra ennfremur, „bæði er,
að samningamennirnir eru ekki
komnir til landsins og svo er
verðlag á oliu i Rotterdam
ákaflega breytilegt, en þetta
skýrist fljótlega.”
Fulltrúar viðskipta-
ráðuneytisins og islensku oliu-
fél. áttu samningaviðræð-
ur við Sovétmenn um siðustu
helgi um endurskoðun á verð-
lagsgrundvelli oliunnar, sem
keypt er til landsins þaðan.
Hingað til hefur verðlagningin
verið miðuð við verð oliu i
Curacao i Karabiska hafinu, en
samkvæmt nýja samkomu-
laginu, sem gildir til áramóta,
en þá rennur út oliukaup-
samningur okkar við Rússa, þá
á verðlagningin að miðast við
verð bæði i Curacao og
Rotterdam. 1 tilkynningu frá
viðskiptaráðuneytinu segir, að
þetta hafi i för með sér nokkra
lækkun á innkaupsverði
oliunnar.
Þetta hefur þó i för með sér
ákaflega breytilegt innkaups-
verð oliunnar, þvi i Rotterdam
eru nánast dagprisar. Fer
verðið þar algerlega eftir fram-
boði og eftirspurn. Eins og er er
verð þar lægra nokkuð en i
Cuaracao. Byggist það mikið á
þvi, að veður hefur verið gott i
Evrópu i vetur og birgðir hafa
safnast fyrir hjá Hollendingum.
Hins vegar kólnaði á dögunum
og rauk verðið þá upp. Þvi er
ekki á neinn visan að róa með
oliuverð til áramóta að minnsta
kosti og litur út fyrir að Islend-
ingar verði að hegða sér i þeim
efnum að einhverju leyti eftir
reglum spakaupmennskunnar.
I I Miðstjórnarvald Vinnuveitendasamtakanna — skipun um hörku
VINNUVEITENDUM í EYIUM VAR
BANNAÐ AÐ SEMIfl UM HÆRRA KAUP
Framkvæmdastjórn Vinnuveit-
endasambands fslands sendi
vinnuveitendum i Vestmannaeyj-
um i gær fyrirmæli um að sýna
fyllstu hörku gagnvart launþeg-
um i Eyjum i kjaradeilunni þar.
Eins og kunnugt er var bráða-
birgðasamkomulagið um „lág-
launabætur” fellt i Vestmanna-
eyjum, en verkalýðsfélagið þar
var fyrsta aðildarfélagið innan
ASl, sem lagði bráðabirgðasam-
komulagið undir félagsfund.
Alþýðublaðinu barst i gær
ályktun framkvæmdastjórnar
Vinnuveitendasambandsins, en
þar segir:
„Vegna þeirrar kjaradeilu,
sem nú stendur yfir i Vestmanna-
eyjum minnir framkvæmda-
stjórn Vinnuveitendasambands
Islands á skyldur einstakra
vinnuveitendafélaga gagnvart
heildarsamtökunum og lýsir þvi
yfir, að hún getur ekki leyft, að
þau gangi lengra en felst i
heildarsamkomulagi Vinnuveit-
endasambands tslands við Al-
þýðusamband Islands 26. mars sl.
Jafnfram t itrekar fram -
kvæmdastjórnin, að Vinnuveit-
endasamband Islands er reiðubú-
ið að veita Vinnuveitendafélagi
Vestmannaeyja hvern þann
stuðning, sem það ræður yfir,
þ.ám. að gripa til verksviptingar-
aðgerða, komi til boðaðrar vinnu-
stöðvunar”.
Jón Kjartansson, formaður
verkalýðsfélagsins i Vestmanna-
eyjum, sagði i samtali við Al-
þýðublaðið, i gærkvöldi, að hann
sæi þess engin merki, að sam-
komulag myndi takast við vinnu-
veitendur fyrir miðnætti i nótt og
eru þvi allar likur á, að þá skellli
á verkfall, sem mun lama allt at-
hafnalif i Eyjum.
Siðasti fundur fulltrúa verka-
lýðsfélagsins og vinnuveitenda i
Evjum var haldinn i fyrradag,
,.en þar gerðist bókstaflega ekk-
ert”, sagði Jón Kjartansson. Ann-
ar fundur hafði ekki verið boðað-
ur með deiluaðilum i gærkvöldi.