Alþýðublaðið - 09.04.1975, Síða 2
AAinningarorð
Ágúst Hólm Ágústsson
F 6. nóv. 1893
D. 31. marz 1975
Þegar traustir og dyggir
félagar falla frá, þótt við aldur
séu, fer ekki hjá þvi að maður
renni huganum aftur til fyrstu
kynna af viökomandi persónu.
Nú við skyndilegt andlát
Agústar Hólm sakna ég vinar i
stað. Þótt aldursmunur væri
með okkur, eða yfir 30 ár, fór
ávallt vel á með okkur frá fyrstu
kynnum til þeirra siöustu.
Agúst var fæddur að Skarð-
strönd 6. nóvember 1893 og hefði
þvi orðið 82 ára n.k. haust.
Agúst var sérstakur persónu-
leiki. Einstaklega varö þess
vart i fari hans öllu og umtali,
að hann allt til hinstu stundar,
unni æskuhugsjónum sinum og
stóð þar fastur fyrir, svo fastur,
að eftir að hann haföi tekið
ákvörðun með eða móti, varð
engu um þokað. Aður en hann
tók slikar ákvarðanir athugaði
hann af sinni meðfæddu ná-
kvæmni, rækilega alla mála-
vöxtu og rasaði hvergi um ráð
fram.
Agúst skipaöi sér ungur, sem
önnur alþýöubörn, i sveit sjó-
manna og verkafólks og i beinu
framhaldi af þvi i Alþýðuflokk-
inn, sem brjóstvörn þess á hin-
um pólitiska vettvangi.
1 Sjómannafélaginu I Reykja-
vik var hann lengstan hluta ævi
sinnar ötull og traustur félagi og
studdi formann sinn Sigurjón A.
Ólafsson með ráðum og dáð I
allri hans löngu og ströngu bar-
áttu fyrir Sjómannasamtökin á
Islandi.
Foreldrar Ágústar Hólm voru
þau Stefánia Þóröardóttir
ogAgúst Breiðdal ljósmyndari.
I uppvexti Ágústar, sem og
annarra ungmenna á þeim tima
— þ.e. i byrjun aidarinnar, var
ekki margra kosta völ, um at-
vinnu til lands og sjós og þar
með var valiö búið. Þessara
hluta mætti ungt fólk i dag
gjarnan minnast nú, þegar
krafa um námslaun til þess
náms, sem það kýs sér aö nema,
er efst á baugi.
Ágúst var allt til hinstu stund-
ar sjómaður, þótt hann á siðari
árum stundaði aðra atvinnu,
m.a. hjá Rafveitu Reykjavikur,
— þar sem hann eyddi siöustu
starfskröftum sínum.
Svo sem fyrr er á minnst
byrjaði Agúst ungur að stunda
sjó, fyrst sem matsveinn á
„Kútter” Keflavik og siðar á
hvers konar öðrum fiskifleyt-
um. Þess á milli stundaði hann
vinnu i landi, við almenn verka-
mannastörf og kynntist þá
félagslegri baráttu verkafólks
og sjómanna fyrir rétti sinum
og varð allt til æviloka trúr þeim
hugsjónum sinum, jafnvel þótt
það kostaði hann á stundum at-
vinnuna. — Þá var atvinnan
eina lifsöryggið.
Vinnufélagar i sjómannastétt
sýndu honum fyrir fórnfýsi hans
og dugnaö, margs konar trúnað
meö þvi að velja hann I
trúnaðarmannaráð félagsins á
Alþýöusambandsþing og i
stjórn Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna.
Fyrir allt hans fórnfúsa starf i
þágu Islenskra verkalýðssam-
taka eru honum nú að leiðarlok-
um færðar alúðarþakkir með
ósk um góða heimkomu á loka-
ströndinni miklu. — Þakka þér
góði vinur allar leiðbeiningarn-
ar.
Otför hans fer fram frá Foss-
vogskapellu kl. 10.30 I dag.
Eggert G. Þorsteinsson
FARIÐ AD BERA
A FÆKKIIN
FLUGFARÞEGA
Nokkur samdráttur varð á far- að undantekinni leiðinni milli
þegaflutningum Islendinga milli Rvikur og Egilsstaða, varð hins-
landa á árinu 1974, miðað við 1973. vegar aukning. Mest varð hún á
Þar munar mestu um fækkun far- leiðinni Vestmannaeyjar — Rvik
þega milli Bandarikjanna og um tæpa 13 þús farþega,
Luxemborgar, þótt hundraðshluti Heildaraukning i innanlands-
sé ekki hár (-^5.1%), vegna hins flugi varð 10% frá 1973. Marg-
mikla mannfjölda, sem fluttur háttaðir erfiðleikar hafa orðið á
var og raunar er. A ýmsum öðr- vegi flugsins vegna eldsvoðans á
um leiðum varð hinsvegar tals- Reykjavikurflugvelli þ. 13 jan.
verð aukning I hundraðshlutum. s.l., þegar flugskýli, verkstæði
Á öllum flugleiðum innanlands, o.fl. gjöreyðilagðist i eldi.
Ódýrasta Ferðafélags-
ferð kostar 6300 kr.
GRINDAVÍK:
AFLINN MEIRI
EN í FYRRA
1 gær hafði verið landað sam-
tals 8.100 tonnum af bolfiski i
Grindavik, á þessari vertið. Er
það svo til eingöngu netafiskur,
en af 65-70 bátum, sem nú leggja
upp á staðnum, eru einungis þrir
með troll. Aflahæstu bátar eru
Geirfugl, með 676 tonn, Þórir,
með 325 tonn, og Hópsnes, með
318 tonn. Róðrar á vertiðinni eru
orðnir 1270. A sama tima I fyrra
var heildaraflinn 6.781 tonn, i 1224
róðrum.
Þá hefur verið landað 11.660
tonnum af loðnu i Grindavik, en á
sama tima i fyrra var heildar
loðnuafli á staðnum 25.000 tonn.
Ferðafélag Islands hefur sent
frá sér áætlun um ferðir á sumri
komandi, sem farnar verða á
vegum félagsins. Kennir þar, að
vanda margra grasa, enda liggja
leiðir viða bæði um byggðir og ör-
æfi.
Alls eru auglýstar 27 sumar-
ferðir, sem algengast er að taki 4-
6 daga hver. Lágmarksverð á
þeim ferðum er kr. 6300. Lengri
ferðir eru og fyrirhugaðar, eink-
um um hálendið. Eru það allt upp
i 12 daga ferðir, sem kosta frá
10.600-18.700 kr. Gist verður i
skálum félagsins og tjöldum.
Einar Þ. Guðjohnsen, sem ver-
ið hefur framkvæmdastjóri fé-
lagsins undánfarin ár, lét af störf-
um um s.l. mánaðamót, en við þvi
starfi hans hefur tekið til bráða-
birgða Tómas Einarsson kennari.
Arbók Ferðafélagsins, sem að
þessu sinni fjallar aðallega um
Mýrdalinn, mun koma um næstu
mánaðamót. Verð hennar verður
kr. 1200, sem innheimt verður við
afhendingu.
AUGLÝST LÁN
,,Ég rak augun i þetta lika og
fannst það nokkuð djarft, áður en
nokkur samþykkt hefur verið
gerð um hækkun Iánanna. Hins
vegar hefur húsnæðismálastjórn
gerttillögur til hækkunar til rikis-
stjórnarinnar og þær tillögur eru
til athugunar, en engin ákvörðun
hefur verið tekin,” sagði Hall-
grimur Dalberg ráðuneytisstjóri i
félagsmálaráðuneytinu i simtali
við Alþýðublaðið i gær. Tilefnið
var auglýsing i Morgunblaðinu
frá málaflutningsstofu, þar sem
auglýstar voru til sölu nýjar
ibúðir og sagt: „Beðið verður
- EN EKKI
eftir Húsnæðismálastjórnarláni
kr. 1.700,000.-” Hins vegar eru lán
stofnunarinnar til nýbygginga
ekki nema 1.060 þúsund sam-
kvæmt reglugerð, sem sett var 26.
júni 1974. Þeirri reglugerð hefur
ekki verið breytt.
Þegar blaðamaður Alþýðu-
blaðsins spurðist fyrir um ibúðir
þessar — sem einstaklingur —
fékk hann þau svör að rikis-
stjórnin væri ekki búin að hækka
lánin opinberlega, en hækkunin
væri alveg örugg. Hins vegar gaf
annar málaflutningsmanna-
nar.na, sem reka stofuna, Haf-
VEITT!
steinn Baldvinsson, hrl., þau svör
i simtali við Alþýðublaðið, að það
hefði' verið misskilningur að setja
inn upphæð, heldur hefði einungis
átt aö tilgreina að beðið væri eftir
húsnæöismálastjórnarláni, án
skilgreiningar á þvi hversu hátt
það væri. Þetta væri klaufa-
skapur, orðinn til þannig að
umræður hefðu átt sér stað um
væntanlega lánsfjárupphæð og
hefði auglýsingamaðurinn tekið
þátt i þeim. Þessi upphæð hefði
þótt sennilegust og væri þarna um
að ræöa skýringuna á þvi, hvers
vegna hún stæði i auglýsingunni.
VERDA LENDIHGAGIðLDIN A KEFLA-
VÍKURVELLI ÞAU HÆSTU í HEIMI7
Flugleiðir h.f. hafa sent fjár-
hags- og viðskiptanefndum Al-
þingis og fleiri opinberum aðilum
greinargerð vegna frumvarps
rikisstjórnarinnar um ráðstafan-
ir i efnahagsmálum og fjármál-
um, þar sem lagst er gegn fyrir-
huguðum hækkunum lendingar-
gjalda og álagningu flugvallar-
gjalds og segir þar, að verði
frumvarpið samþykkt, verði
flugvallargjöld á Keflavikurflug-
velli að likindpm þau hæstu i
heimi. Hefur félagið óskað eftir
að fá að skýra afstöðu sina á sér-
stökum fundi með fulltrúum Al-
þingis og rikisstjórnar.
1 greinargerð Flugleiða h.f.
segir:
„Frumvarpið kemur i kjölfar
erfiðleika i þessum starfsgrein-
um (flugrekstri og móttöku er-
lendra ferðamanna), sem eru af-
leiðing af oliukreppu og sam-
drætti erlendis. Samþykkt á-
kvæða frumvarpsins um flugvall-
argjald mundi hafa frekari sam-
dráttaráhrif ákomu erlendra
ferðamanna til landsins en orðið
er. Komumútlendinga til Islands
fækkaði um 7,5% árið 1974 miðað
viðárið 1973. Sú hækkun lending-
argjalda, sem um er rætt i grein-
argerð frumvarpsins og er á
hendi framkvæmdavaldsins
mundi hafa neikvæð áhrif á
rekstrarafkomu félagsins árið
1975 og seinka þvi, að flugrekstur-
inn kæmist úr þeim öldudal. sem
hann nú er i.
Félagið er i grundvallaratrið-
um andvigt álagningu flugvallar-
gjalds. Það telur, að með tilliti til
legu landsins sé eðlilegt, að
landsmenn hafi sem mesta mögu-
leika á samskiptum við aðrar
þjóðir með ferðalögum. Jafn-
framt skal á það bent, að óheftur
ferðamannastraumur til landsins
skapar hér verulega atvinnu og
greiðir og stuðlar að þeim traustu
flugsamgöngum, sem tengja
landið við umheiminn.
Félagið leyfir sér sérstaklega
að mótmæla flugvallargjaldi i
þeirri mynd, sem i frumvarpinu
er lagt til. Félagið telur, að með
þeim fyrirvara, sem gert er ráð
fyrir, sé óhjákvæmilegt annað en,
að það yrði að stórum hluta að
taka á sig þetta nýja gjald, þar
sem ekki er hægt að koma þvi inn
i fargjaldahækkun fyrr en 1. októ-
ber. Innheimta gjaldsins af er-
lendum ferðamönnum eftir að
þeir koma til landsins er ótæk.
Innheimta á þeim farseðlum,
erlendis, sem þegar hafa verið
seldir, er óframkvæmanleg.
Breyting á sumarfargjöldum og
sumarferðum til Islands mundi
hafa mikinn kostnað og röskun i
för með sér. Þegar hafa verið
gefnir út sérstakir pésar og áætl-
anir vegna tslandsferða fyrir
a.m.k. 15 milljónir króna auk
beinna auglýsinga i fjölmiðlum
erlendis. Fargjaldabreyting
mundi hafa stórskaðleg áhrif á
eftirspurn eftir ferðum til Is-
lands. Island er þegar dýrt ferða-
mannaland og við erum þegar i
samkeppni við aðra ferðamanna-
staði um flesta þá farþega, sem
hingað vilja koma.
Svo gæti farið, að félagið
neyddist til að taka á sig allt flug-
vallargjaldið vegna útlendinga
fram til 1. október n.k. Aukinn
rekstrarkostnaður af þessum
völdum yrði um 103 milljónir
króna. Ef freistað yrði að ná
gjaldinu inn við söíu erlendis,
þrátt fyrir þá röskun og hættu á,
að erlendum ferðamönnum sner-
ist hugur, hefur verið áætlað, að
félagið yrði samt áð greiða u.þ.b.
64 milljónir króna i flugvallar-
gjald.
Framhald á bls. 4
H
'Hafnartjaröar Apótek
& Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
'í\ Laugardaga kl. 10-12.30.
U Helgidaga kl. 11-12
$ Eftir lokun:
É Upplýsingasími 51600.
«
I
|
8
8
-‘i
$
t
\WEVFILL
Sími 8-55-22.
Opið allan sólarhringinn
%
n
, fj
I
[i -7
|,
y}.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA f KRON
n
i
§
i
Dúnfl
í GlflEÍIDflE
/ími 84200
m
J
§
0
Miðvikudagur 9. april 1975.