Alþýðublaðið - 09.04.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 09.04.1975, Síða 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu kr. 40. SKILNINGSSKORTUR OG ÖFUGMÆLI Magnús Kjartansson ritar forystugrein í Þjóðvilj- ann í gær þar sem hann lætur blaðið halda áfram deilunum við Alþýðuf lokkinn og Alþýðusamband ís- lands um, hvernig framkvæma eigi boðaðar skatta- lækkanir. Þessi æðsti prestur menntamannaklíkunn- ar í Alþýðubandalaginu treystir málpípu sinni, Svav- ari Gestssyni, augsýnilega ekki til þess að halda deil- unum áfram af hálfu Þjóðviljans eftir að Svavar hefur opinberað þekkingu sína á skattamálum með því að gefa þær greindarlegu upplýsingar í leiðara Þjóðviljans, að Gylfi Þ. Gíslason hafi fundið upp söluskatt. Magnús hefur því ýtt Svavari til hliðar með nokkri vanþóknun og tekið til við að skrifa sjálf- ur. En hafi Svavar skort þekkinguna, þá skortir Magnús skilninginn. Það kemur í Ijós strax i upphaf i forystugreinarinnar, sem hann ritaði í Þjóðviljann í gær. Þar fullyrðir Magnús sem sé, að deilan snúist um frumvarp, sem þeir Magnús Kjartansson og Eð- varð Sigurðsson hafa flutt á Alþingi þess efnis, að söluskattur verði felldur niður af matvælum. Segir Magnús, að Alþýðublaðið — og þá væntanlega Al- þýðusamband íslands líka — telji það sitt helsta bar- áttumál að hamast gegn þessu frumvarpi. Þetta frumvarp þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Eðvarðs Sigurðssonar kemur því máli, sem hér er deilt um, ekki nokkurn skapaðan hlut við — ENDA HEFUR ÞAÐ ALDREI VERIÐ SVO MIKIÐ SEM NEFNT Á NAFN í SKRIFUM ALÞÝÐUBLAÐSINS NÉ HELDUR AÐ ÞVÍ VIKIÐ BEINT EÐAÓBEINT. Að Alþýðublaðið sé að deila við Þjóðviljann um þetta frumvarp er því alveg út í hött. Skilningurinn hjá Magnúsi Kjartanssyni og þekkingin hjá Svavari Gestssyni haldast því í hendur og má vart á milli sjá hvort er smásæjara. Deilur Þjóðviljans og Alþýðublaðsins og deilur menntamannaklíkunnar í Alþýðubandalaginu við verkalýðshreyfinguna snúast um allt annað frum- varp, en frumvarp þeirra Magnúsar og Eðvarðs. Þær snúast um hvernig framkvæma beri þá skatta- lækkun, sem fyrirheit eru gefin um í frumvarpi rík- isstjórnarinnar um aðgerðir i ef nahagsmálum. Magnús Kjartansson og klika hans hafa barist fyrir því, að þær skattalækkanir yrðu að verulegu leyti notaðartil lækkunar á söluskatti — þ.e.a.s. til skatta- lækkunar, sem kæmi hátekjufólki ekki síður að not- um en lágtekjufólki og þeim mest, sem mestu eyða. Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið hafa hins vegar verið þeirrar skoðunar, að þessa skattalækkun ætti EINVÖRÐUNGU að nota til þess að lækka tekju- skatta því þannig væri hægt að tryggja, að skatta- lækkunin kæmi fyrst og fremst láglaunafólkinu að haldi. Undir þessa skoðun Alþýðuflokksins hefur Al- þýðusamband íslands mjög eindregið tekið í bréfi til f járhagsnefnda Alþingisog undir það bréf hafa m.a. skrifað helstu foringjar Alþýðubandalagsins í verka- lýðshreyfingunni — þeir Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson og Benedikt Davíðsson. Það er við þá og Al- þýðuflokkinn, sem Þjóöviljaklíkan er nú að deila — og frumvarp þeirra Magnúsar og Eðvarðs kemur þeirri deilu ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þaö er því skemmtilegt öfugmæli, sem Magnús Kjartansson lýkur forystugrein sinni með. Þar segir hann, að sögulegt hlutverk Gylfa Þ. Gíslasonar sé að sanna, að Alþýðubandalagið eitt sé pólitískur mál- svari verkalýðshreyfingarinnar. En við hvaða öfl deildi Magnús Kjartansson varð- andi söluskattshækkunina til Viðlagasjóðs? Við verkalýðshreyfinguna og Alþýðuflokkinn! Og við hvaða öfl deilir Magnús Kjartansson nú varðandi hvernig boðaða skattalækkun eigi að framkvæma? Einnig við verkalýðshreyfinguna og Alþýðuf lokkinn. í báðum þessum tilvikum hafa verkalýðshreyfing- in— m.a. verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins — og Alþýðuflokkurinn staðið saman gegn mennta- mannaklíku Magnúsar Kjartanssonar. Svo kemur Magnús og segir, að þetta sé sönnun um, að hann og hans menn séu einu sönnu málsvarar verkalýðs- hreyf ingarinnar á íslandi. Þessi niðurstaða er út af fyrir sig jafn heimskuleg og fráleit og sú dæmalausa f ullyrðing Svavars Gestssonar, að Gylf i Þ. Gíslason hefði fundið upp söluskatt! alþýðul i k 11111 HVAÐ VERDUR NÚ Á SPÁNI? Grein þessi um horfurnar á Spáni er byggð á fréttum í danska blaðinu Aktuelt svo og grein, sem Lopez Real, utanrikisritari Sósíalska verkamanna- flokksins á Spáni, ritaði í það blað laugardaginn 5.- apríl s.l. Senn er nú hver dagur siðastur fyrir alræðisstjórnina á Spáni. Orsakanna fyrir þvi hruni, sem fyrir dyrum stendur, er bæði að leita innan rikisstjórnarinnar og utan hennar. Mikilvægustu ytri orsakirnar eru án efa hin miklu efnahagsvandkvæði landsins, en þau voru bein orsök að siðustu stjórnarkreppunni. Einnig hefur stjómmálaástandið i kjölfar af- töku forsætisráðherrans Carrero Blanco á s.l. ári haft sin áhrif i þessa átt. Þessi þróun hefur náð hámarki með áframhaldandi pólitiskri upplausn, hvarfi Francos burt úr sviðsljósinu og þvi, að búist er við dauða hans á hverri stundu. Á- greiningur milli núverandi stjórnarherra er á vitorði alls al- mennings á Spáni. Ennfremur hefur rikisstjórnin misst tökin á ýmsum þýðingarmiklum þáttum efnahagsstjórnunar og það hefur gert það að verkum, að hún getur alls ekki þraukað nema um skamma hrið. Þá hafa öfl innan kaþólsku kirkjunnar skipt um skoðun vegna þeirra stjórnmála- breytinga, sem vænta má i land- inu. Þau hafa snúist gegn núver- andi valdhöfum i þvi augnamiði að tryggja sér einhver itök i þvi þjóðfélagi, sem verða mun á Spáni. Einnig atvik og atburðir utan stjórnarinnar hafa átt sinn þátt i þvi að grafa undan stöðu ein- veldisstjórnarinnar og boða fall hennar. xjóðfélagshópar svo sem eins og verkamenn og raunar öll alþýðan, sem frá árinu 1939 var bannað að mynda með sér félags- sámtök, hafa barist harkalega gegn stjórninni allt frá þvi þeir fengu takmarkaðar heimildir til þess að stofna með sér félags- samtök. Þá hafa breytingar ut- an Spánar einnig haft sin áhrif. Einræðisstjornirnar i Portúgal og i Grikklandi eru loks úr sögunni, Spánn er einangraður og valdhaf- ar landsins undir pressu frá stjórnum annarra Evrópurikja. Þessi þróun hefur haft marg- visl. áhrif á Spáni. Annars vegar eru öfgahóparnir — fólk, sem vill viðhalda núverandi einræðis- stjórnarháttum. Ýmist eru þessir aðilar þeir, sem nú sitja að völd- um og vilja halda þeim, eða öfl, sem vilja yfirtaka völdin án þess aðbreyta eðli þeirra. Hinir siðar- nefndu óska að visu eftir vissum breytingum á stjórnskipun i land- inu, en þó aðeins þannig, að kerf- inu — einræðisstjórnarfyrir- komulaginu —verði ekki breytt i sjálfu sér heldur aðeins gerðar málamyndabreytingar, sem hægt væri að nota til þess að geta sagt, að á Spáni hafi nú orðið bylting til hins betra. Megintakmark þess- ara afla er að fá Juan Carlos til- nefndan sem eftirmann Francos. Á hinn bóginn eru svo öfl, sem vilja vinna að raunverulegum breytingum á stjórnarháttum á Spáni i lýðræðisátt. Þeir vilja leggja endanlega að velli það kerfi, sem á sinum tima var kom- ið á gegn vilja þjóðarinnar. Fyrrnefndu hóparnir geta ekki reiknað með stuðningi frá neinum þeim, sem við hljótum að vilja taka tillit til — samtökum spán- verskrar alþýðu og verkafólks. Þeir hafa þraukað af gamaldags fasisma, sem aðeins gat haldið á- fram að vera til i þvi andrúms- lofti,sem skapaðist eftir borgara- styrjöldina og sigur einræðisafl- anna. Sú lausn, sem núverándi valdhafar gcra tillögu um, byggir á þvi, að þeir hafi áfram öll völd yfir rikiskerfinu og stjórnsýslu- stofnunum svo og öllum þýðing- armestu stofnunum þjóðfélags- ins. Þessir menn viðurkenna það sjálfir, að þeir hafi ekki við nein- ar pólitiskar hugmyndir að styðj- ast, eigi ekki umtalsverðan stuðning meðal almennings og ekki heldur neina framtiðarsýn um samfélag, þar sem allar stjórnmálaskoðanir geti lifað i sátt og samlyndi. Jafnframt er þessi „pólitiska frelsun” þeirra aðeins skýjaborg. Hið opinbera verkalýðssamband, skipulag þjóðþingsins, miðstjórnun valds- ins og önnur grundvallaratriði fasismans, sem eru undirstöður núverandi samfélagskerfis á Spáni, gera það ómögulegt að breyta kerfinu innan þess eigin ramma. Þessi úttekt á ástandinu leiðir til niðurstöðu, sem sagan stað- festir og nýlega hefur verið end- urtekin i Portúgal og i Grikk- landi. Hún sýnir, að eina leiðin út úr núverandi ástandi er að kveðja fortiðina með öllu og hefja nýja sókn i átt til lýðræðis, sem veitir tækifæri til að gera áæltun um uppbyggingu samfélagsins, end- urnýjun borgaralegra réttinda og gerðar stjórnmálakerfis, sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. Ýmis öfl á Spáni eru fylgjandi lýðraÆislegri lausn mála i þess- um anda. Þessi öfl vinna nú sam- an, en markmið þeirra og til- gangur eru þó ólik. Hinn sósial- Iski verkamannaflokkur Spánar (PSOE), sem er fulltrúi fyrir verkamannastéttina og mikinn meirihluta af núverandi stjórnar- andstöðu i landinu, hefur barist og berst fyrir þvi að veita spönsku verkafólki tækifæri til þess að hegða sér i kapitalisku þjóðfélagi i samræmi við kröfur tímans. Flokkurinn er þeirrar skoðunar að baráttan fyrir samstarfi sósialskrar hreyfingar á Spáni, valdataka samtaka fólksins, upp- fylling á kröfum verkafólks, myndun sameiginlegs vettvangs allra Frankóandstæðinga, i stuttu máli sagtf fullnæging þeirra þarfa, sem allir Spánverjar eiga sameiginlegar — allt þetta krefj- istþess,aðvöldin séu fengin þjóð- inni i hendur. PSOE mun berjast fyrir þvi að fá stuðning við þessar hugmynd- ir. Við reiknum fastlega með þvi að fá stuðning við stefnu okkar' — ekki aðeinsmeðal skoðanabræðra okkar á Spáni heldur einnig með- al sósialista i öllum löndum. Kröfur þær, sem Hinn sósialski verkamannaflokkur Spánar gerir til þeirrar rikisstjórnar, sem nú ætti að taka við stjórn landsins og leiða það i átt til lýðræðis, eru þessar: 1. Að allir þeir, sem fangelsaðir hafa verið vegna starfa að stjórn- málum eða verkalýðsmálum, verði látnir lausir. 2. Að öll boð og bönn gagnvart starfsemi frjálsra verkalýðsfé- laga verði afnumin og félögunum verði aftur fengin þau réttindi, sem frá þeim voru tekin. 3. Stofnanir, sem hafa haft það meginhlutverk að kúga landslýð- inn, verði lagðar niður. 4. Viðurkenning og verndun á lýðræðislegu frelsi: — frelsi stjórnmálaflokka til að starfa — félagafrelsi og málfrelsi — verk- fallsrétti og skoðanafrelsi. 5. Að stjórnmálafélög og verka- lýðsfélög, sem kúguð hafa verið af einræðisstjórninni, fái eignir sinar aftur. 6. Kosningar verði ákveðnar innan eins árs þannig að þjóðin geti látið vilja sinn i ljós. 7. Viðurkenning á réttindum þjóðanna á tberiuskaga sem grundvallaratriði i væntanlegri stjórnarskrá landsins (þ.e.a.s. á réttindum katalóniumanna, baska, og annarra þjóða og þjóð- arbrota á Spáni). 8. Launahækkanir til þess að auka kaupgetu spánsks verka- fólks. 9. Styrkja stjórn á efnahagslifi landsins til þess að hindra fjár- magsfiótta burtu úr landinu og önnur tilræði við efnahag lands- ins. Miðvikudagur 9. apríl 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.