Alþýðublaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 9
ÍÞItÖTTIIt Víðavangshlaup Islands A laugardaginn fór fram f Vatnsmýrinni VÍBavangshlaup Islands. Keppendur voru um 200 talsins og létu litt noröan kulda- gjóluna og nokkuö erfiöar aöstæö- ur á sig fá. Keppnin var hin skemmtilegasta og mátti oft sjá mikla baráttu, þegar að marki dró og háöu margir mikið senti- metra striö á marklinunni. 1 kvennaflokki sigraöi Ragn- hildur Pálsdóttir UMSK örugg- lega á 5.49,1 min, en systir Ragn- hildai; Sólveig,háöi harða baráttu við Önnu Haraldsdóttur FH, um 2. sætið en varö aö gefa eftir á sið- ustu metrunum. Timi önnu var 6.07.2 min. en Sólveig fékk tímann 6.07,4 min. og vakti góð frammistaöa Sólveigar sem er ung aö árum; mikla at- hygli. Þá var komiö að FH-ingum aö láta ljós sitt skína, en þeir sigruöu i öllum karlaflokkunum meö miklum yfirburöum. 1 piltaflokki sigraöi Arnljótur Arnarson FH á 5.15,0 min. IR átti 2. mann, Kára Bryngeirsson, 5.22,4 min. og 3. varð Ingi Ó. Guðmundsson FH á 5.23,7 min. I drengjaflokki átti FH þrjá fyrstu menn, Sigurð P. Sigmundsson 8.35,0 min. Einar P. Guðmundsson 8.53,7 min. og Gunnar Þ. Sigurösson á 9.02,9 min. I karlaflokki hélt Robert McKee uppi merki FH og sigraði örugglega á 15.51,4 min. HSK-menn voru fjölmennir i þessum flokki og fengu 2. og 3. sætiö. Leif österby varö 2. á 16.01,6 min. en Jón H. Sigurösson 3. á 16.18,6 mín. I sveitarkeppnunum, en keppt var i þriggja, fimm og 10 manna sveitum, hlutu FH-ingar flest verðlaun 7, en HSK 4 og voru þátt- takendur þessara félaga i nokkr- um sérflokki i hlaupinu. Robert McKee sigraöi i karla- flokki Fátt um fína drætti Það var fátt um fina drætti á Mela vellinum i gærkvöldi þegar KR og Armann léku i Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu. Völlurinn glerharöur og i lok leiksins var komiö snjófjúk. KR-ingar fóru með sigur af hólrni, meö marki Jóhannesar Torfasonar i fyrri hálfleik. Nokkru siöar áttu Ármenning- ar gullið tækifæri til aö jafna en brást þó hrapallega boga- listin I upplögðu færi. í seinni hálfleik voru KR- ingar skárri aöilinn þó knatt- spyrnan, sem sýnd var, væri ekki rismikii og varö þá mark- maður þeirra nokkrum sinn- um að taka á honum stóra sin- um. Eins og viö sögöum frá I gær, þá sigruöu Vestmannaeyingar lið Keflavikur i Eyjum um helgina. Meöfylgjandi mynd tók Guö- mundur Sigfússon af viöureign liöanna. Þaö er hinn bráðefnilegi Sigurlás Þorleifsson sem sækir þarna aö marki ÍBK, en i þetta skipti hefur Guöni Kjartansson betur. Sigurlás skoraði eitt af þrem mörkum Eyjamanna með skalla. Eins og viö sögöum frá i gær, þá slasaöist Óskar Valtýsson illa á hné á æfingu með liöi ÍBV fyrir helgi. Nú er búið að skera Óskar upp og að sögn eru meiösli hans ekki eins alvarleg og viö var búist i fyrstu. Hann mun hinsvegar eiga langt i land ennþá, en von- andi sést þessi snjalli knatt- spyrnumaöur I leik fljótlega. Myndina tók Guöm. Sigfússon V.eyjum. MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. íbúðað ’ verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. Á sama tima og NM stúlkna var haldið hér á landi tók unglinga landslið pilta þátt i sömu keppni i Finnlandi. Þeim gekk hinsvegar ekki eins vel, töpuðu öllum leikjum sinum nema gegn lélegasta liðinu i mót- inu, liði Finna.og höfnuðu i 4. sæti. Sviar og Danir háðu harða keppni um efsta sætið, þar sem Sviar sigruðu á betra markahlut- falli. Lokastaðan i mótinu varö þessi: Sviþjóð Danmörk Noregur tsland Finnland Golf Bandariski golfleikarinn Jack Nicklaus er nú að draga mjög á Johnny Miller hvað þénustu víð- vikur i keppni atvinnumanna. Miller hefur ekki leikið vel að undanförnu og er þar innflúensu kennt um. Nicklaus hefur hins- vegar verið i essinu sinu og hefur sigrað i tveim siðustu keppnum sinum, Doll Eastern og Heretic Classic. I Heretic Classic komst Miller sem unnið hefur sér inn 120 þúsund dali á árinu ekki einu sinni i úrslit. Nicklaus hefur nú haft 109 þús- und dali upp úr krafsinu, en i þriðja sæti er Bob Murphy sem sigraði Jackie Gleason tornument og hafnaði i 2. sæti i Bob Hope Classic með 78 búsund dali. NM-pilta Er gólfkuldi á neðstu hæðinni? Má spara hita- kostnað með nýrri einangrun? Þér fáið svar við hinum ýmsu spurningum varðandi einangrunarvandamál hjá sér- fræðingum Superfos Glasuld a/s, sem taka á móti gestum á sýningunni hjá Arkitekta- þjónustu A.Í., Grensásvegi 11, Reykjavík: OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 9. APRÍL og FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 13-15 /M Superfos Glasuld Nalhail & Olsen hf Miðvikudagur 9. apríl 1975. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.