Alþýðublaðið - 09.04.1975, Qupperneq 12
alþýðu
mmm
N.isf.os lil’
PLASTPOKAVERKSMIOJA
Símar 82639-82655
Valnogörfcum 6
Box 4064 — Reykjevík
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
laugardaga til kl. 12
FRIDRIK GERDI ÞRIÐJfl
JAFNTEFLID f GÆRKVÖLDI
Samkvæmt fréttum
rá Las Palmas á
Kanarieyjum i gær-
kvöldi gerði Friðrik
Ólafsson jafntefli við
ítalann Tatai, og er þar
með kominn með eitt
og hálft stig eftir þrjár
umferðir. Alls eru
tefldar 15 umferðir á
mótinu.
Friðrik hafði betri
stöðu, en einhverra
hluta vegna hefur hann
ekki náð nema jafntefli
úr skákinni.
Þar sem nánari
fréttir höfðu ekki borist
þegar blaðið fór i
prentun getum við þvi
miður ekki birt skákina
fyrr en á morgun, og þá
verða jafnframt birt
úrslit biðskáka frá i
gær, svo og öll önnur
úrslit þriðju umferðar i
kvöld með biðskákum.
Hinn ungi sænski
stórmeistari, Ulf
Anderson, var ekki
mættur þegar mótið
hófst, og mun hann þvi
fá að tefla þær skákir,
sem eftir honum biða
þegar hann kemur.
Aðeins tveir kepp-
enda höfðu unnið báðar
sinar fyrstu skákir,
þeir Lubojevic og
Cardoso.
HVAÐ GERIR FRIÐRIK Á SVÆÐA-
MÓTINU? EFTIR ÞVÍ BÍÐA ALLIR
,,Það kom mér ekki á óvart að
Friðrik skyldi gera jafntefli við
Petrosjan i gær. Petrosjan er
alræmdur jafntefliskóngur, og
það hefði verið stórfrétt ef Frið-
rik hefði unnið hann,” sagði
Gunnar Gunnarsson, forseti
Skáksambands íslands er við
ræddum við hann i gærkvöldi
um skákmótið á Las Palmas og
svæðamótið, sem haldið verður
hér i Reykjavik i október.
„Friðrik er búinn að tefla við
mjög erfiða menn, en það er
alltaf leiðinlegt fyrir áhorfendur
og þá sem fylgjast með þegar
svona stórlaxar dragast saman
i fyrstu umferðunum,” sagði
Gunnar. „Þeir tefla þá miklu
mun varlegar og semja gjarnan
snemma um jafntefli. Friðrik er
lika orðinn það respekteraður i
skákheiminum, að það er leitað
eftir jafnteflum við hann.”
— Nú verður svæðamót hald-
ið hér i haust, hvernig hefur
undirbúningi miðað?
„Mótið verður væntanlega
haldið á Hótel Esju. Þar munu
keppendur búa, og þar er góð
aðstaða. Kaffiterian verður
væntanlega þá flutt niður á
neðstu hæð og höfð þar til fram-
búðar, svo við fáum væntanlega
afnot af 9. hæðinni fyrir þær
skákir, sem mestur áhugi er
fyrir og mest aðsókn að.
Keppendur verða 15-16, og
aðal spenningurinn verður að
sjálfsögðu að fylgjast með þvi
hvort Friðrik muni takast að
komast i annað efstu sætanna,
en tveir efstu úr þessu móti
munu siðan keppa á millisvæða-
móti sem undirbúningi að næsta
heimsmeistaraeinvigi.
Þetta mót verður okkur dýrt,
m.a. þurfum við að greiða um
700 þús. kr. i verðlaun og allan
uppihalds- og dvalarkostnað
þátttakenda. Skáksambandið
mun væntanlega setja þá upp
skrifstofu, og þegar er hafinn
undirbúningur að fjáröflunar-
starfi i samvinnu við Taflfélag
Reykjavikur. M.a. erum við
með i undirbúningi styrktar-
söfnunarplögg, og við vonumst
til að fá einnig talsverðar tekjur
i aðgangseyri, þótt það hrökkvi
hvergi nærri fyrir öllum kostn-
aði.
Rætt við Gunnar Gunnarsson um frammistöðu Friðriks og svæðamótið í Reykjavík í október
Stefnt að íslenskri stalbræðslu 1978
„Þetta mál er búið að fara
margar hringferðir hjá þvi
opinbera, og nú er það i einni
hringferðinni enn”, sagði
Haukur Sævaldsson verk-
fræðingur, þegar við inntum
hann eftir þvi hvað Iiði stofnun
Stálfélagsins, sem var stofnað
haustið 1970 i þvi skyni að koma
á framleiðslu á steypustyrktar-
jámi hér á landi.
„Þessi siðasta hringferð hófst
á þvi, að um daginn gengum við
á fund iðnaðarráðherra, og að
hans undirlagi verður hagrann-
sóknardeild og Iðnþróunarsjóðs
falið að gera útreikninga á hag-
kvæmni verksmiðjunnar með
tilliti til nýrra aðstæðna”, sagði
Haukur, og við reiknum með að
getahafiðstarfsemihennar árið
1978 ef þessi athugun kemur
jákvætt út. Hagrannsóknardeild
gerði reyndar skýrslu i fyrra, og
hún var jákvæð, en vegna
mikilla breytinga á heimsmark-
aðnum er nauðsynlegt að gera
þessa nýju útreikninga”.
Fyrsta skýrslan um verk-
smiðjuna var lögð fram
sumarið 1971, en þá var stofn-
kostnaður áætlaður 400
milljónir króna. Þá hittist svo á,
að stálverðið hafði fallið úr þvi
toppverði, sem það hafði verið
um tima, niður i það verð, sem
gilti á árunum 1960-’70. Af þeim
sökum var svar Iðnþróunar-
stofnunarinnar neikvætt.
„Þetta hafði það i för með sér að
stofnkostnaðurinn er ekki
lengur 400 þúsund, heldur er
hann farinn að nálgast milljarð-
inn”, sagði Haukur.
fimm á förnum vegi
Fylgist þú með árangri íslenskra skákmanna?
Rut Helgadóttir, vinnur I fiski:
,,Já, það geri ég. Maður
kemst ekki hjá þvi. Þeir standa
sig mjög vel og eiga eftir að
gera betur, að minnsta kosti
hann Friðrik.”
Jón Sævar Baldvinsson,
verslunarmaður:
„Nei, það geri ég ekki, enda
algjörlega áhugalaus um skák
og allt sem henni tilheyrir.”
Friðrik Aiex andersson ,
atvinnurekandi:
,,Já, ég fylgist vel með þeim.
Þeir standa sig lika verulega vel
og ég hef trú á að Friðrik verði i
fyrsta eða öðru sæti á mótinu á
Kanarieyjum núna.”
Björn Jónsson, verslunar-
maður:
„Nei. Það er vist alveg óhætt
að segja að ég hafi takmarkað-
an áhuga á skáklistinni. Ég
fylgist ekkert með þessu.”
Kristján Helgason, skólastjóri:
„Ég fylgist auðvitað með
F'riðrik og Guömundi og öðrum
af þeim stærstu hérna, en al-
mennt fylgist ég ekki neitt með
Islenskum skákmönnum. Ég hef
gaman af skák, en tefli ekki
sjálfur.”