Alþýðublaðið - 14.04.1975, Síða 8

Alþýðublaðið - 14.04.1975, Síða 8
ii’Kímiu Byrjar Pele að lejka aftur? Braslliski knattspyrnusnill- 'ingurinn Péle ihugar nú mjög tilboö frá knattspyrnufélagi I Bandarikjunum, Kosmos um að koma og leika með liðinu. Buðu Bandarikjamennirnir Péle 6 milljónir dala ef hann kæmi og léki með liðinu I 3 ár. Péle sem hefur dregið sig i hlé sem knattspyrnumaður I- hugar nú mjög þetta tilboð og segist fús að leika I tvö ár, en Bandarikjamennirnir standa fast á að samningurinn sé til þriggja ára. Péle mun nú á næstunni halda fu;n.d með for- ráðamönnum Kosmos þar sem reynt verður að ná sam- komulagi. Annar frægur kappi hefur þegar gert samning við Kos- mos, en það er frinn George Bestsem þegar er byrjaður að leika með liðinu. Ólafur Sigurvinsson til Belgíu Á laugardaginn hélt ólafur Sigurvinsson til Belgiu þar sem hann mun dvelja þar til keppnistimabilinu þar i landi lýkur og mun Ólafur æfa með Standard Liege. Hvort áframhald verður á dvöl Ólafs i Belgiu liggur ekki fyrir ennþá, en standi hann sig vel má ætla að þeir vilji reyna hann áfram, strax að loknum sumarleyfum leikmanna Standard. Það er þvi útlit fyrir að Ólaf- ur komi hingað seinni partinn i mai, en haldi slðan út aftur i byrjun júni. Derby stendur best að vígi.... EN EVERTON, LIVERPOOL OG IPSWICH ERU LÍKA MEÐ í BARÁTTUNNI Derby County stendur nú með pálmann i höndunum eftir góðan sigur gegn West Ham á laugar- daginn og á nú mesta möguleika á sigri I deildarkeppninni. Derby er nú með 51. stig eftir 40 leiki. f 2.-3. sæti eru Everton og Liverpool með 49 stig eftir 40 leiki, en Ipswich er lika með i baráttunni, er i 4. sæti með 48 stig, en hefur leikið 39 leiki. Stoke sem verið hafði með i baráttunni tapaði illa f Sheffield og á nú enga möguleika á meistaratitlinum. Leikurinn sem mesta athygli vakti var leikur Derby og Westham á Baseball Ground i Derby. Þar unnu heimamenn sannfærandi sigur og fengu bikarkandidatarnir West Ham fá tækifæri I leiknum. Heimamönn- um tókst þó ekki að skora nema eitt mark og það gerði Bruce Rioch I seinni hálfleik. En þá sótti Derby nær látlaust og átti gamli kappinn Francis Lee meðal ann- ars skot i stöng. Eftir leikinn sagði Dave Mackay framkvæmdastjóri Derby að hann hefði verið óánægður með að sinir menn skyldu ekki skora fleiri mörk i leiknum, en hann væri þeim mun ánægðari með að hafa fengið bæði stigin. Roy McFarland sem nú lék sinn annan leik með aðalliði Derby á keppnistimabilinu eftir langvar- andi meiðsli sem hann hlaut i landsleik með Englandi i fyrra, átti stórleik i vörninni. Hann hélt Allan Taylor, þeim sem skoraði bæði mörk West Ham gegn Ipswich i undanúrslitum bikar- keppninnar á dögunum, algerlega niðri i leiknum. En áður en lengra er haldið skulum við lita á úrslitin á laugardaginn: 1. deild. Arsenal-Leeds 1-2 Bumley-Tottenham 3-2 Chelsea-Man. City 0-1 Coventry-Birmingham 1-0 Derby-WestHam 1-0 Ipswich-QPR 2-1 Liverpool-Carlisle 2-0 Luton-Leicester 3-0 Newcastle-Everton 0-1 Sheffield Utd.-Stoke 2-0 Wolves-Middlesboro 2-0 2. deild. Aston Villa-OIdham 5-0 Bristol C .-Sheff. W 1-0 Cardiff-Bristol R. 2-2 Hull C.-Blackpool 1-0 Manch. Utd.-Fulham 1-0 Millwall-Norwich 1-1 Nott. For.-Southampton 0-0 Orient-Bolton 0-0 Oxford Utd.-Sunderland 1-0 Portsmouth-Notts C 1-1 York C.-WBA 1-3 Hin liðin þrjú sem enn eru með i baráttunni á toppnum sigruðu öll, Liverpool vann Carlisle heima sem fellur strax eftir fyrsta keppnistimabil sitt i 1. deild. Tvö mörk á 10 mínútum gerðu út um vonir Carlisle, hið fyrra voru ekki allir á eitt sáttir um hver hefði skorað. 1 fyrstu var sagt að Phil Neal hefði skorað beint úr hornspyrnu þá að markvörðurinn hefði misst boltann Hnn og þriðja útgáfan vár að John Toshack hefði siðastur komið við boltann. En seinna markið skoraði Kevin Keegan. Leikmenn Everton voru heppn- ir I Newcastle og voru heima- menn oft nær að skora, sérstak- lega Mcdonald, en markvörður Everton bjargaði þá oft snilldar- lega. En I seinni hálfleik skoraði Martin Dobson óvænt fyrir Everton og fleiri urðu mörkin ekki. Ipswich átti ekki I miklum erf- iðleikum með QPR og aðeins góð markvarsla Philip Parkes i marki QPR kom I veg fyrir stór- sigur Ipswich. Hann réði þó ekki við skot þeirra Bryan Hamiltons og Trevor Whymark sem komu með þriggja minútna millibili. 1 lokin tókst svo bakverðinum Ian Gillard að skora fyrir QPR. Stoke tapaði illa i Sheffield, fyrir United og um leið hurfu all- ar vonir um að hljóta meistara- titilinn. Mörk Sheffield skoruðu, Eddy úr vitaspyrnu og Eddie Colpuhoun Luton kom á óvart og vann góðan sigur á Leicester og eygir hann smá von með að halda sæti sinu i deildinni. Það var HM leikmaðurinn úr liði Ástraliu, Adrian Altston, sem skoraði fyrsta mark Luton. Þá varð Keith Weller fyrir þvi óhappi að skora sjálfsmark og endahnútinn á góð- an sigur Luton, rak Jimmy Husband. Hin liðin sem standa i barátt- unni við Luton töpuðu bæði, Chelsea heima fyrir Manchester City þar sem Asa Hartford skor- aði eina mark leiksins. Á Turf Moor I Burnley var meira fjör, heimamenn komust i 2-0 með mörkum Nobel, en Duncan og Perryman jöfnuðu fyrir Tottenham. Sigurmark Bumley skoraði Leighton James úr vitaspyrnu. Arsenal tapaði heima fyrir Leeds sem lék án þriggja leik- manna sem höfðu leikið gegn Barcelona fyrr i vikunni, Gray bræðranna og Terry Yorath. En það virtist ekki koma að sök og Allan Clarke og Norman Hunter fundu leiðina að marki Arsenal, en Kidd skoraði eina mark heimamanna. f leiknum datt Duncan Mckenzie illa á öxlina og fór úr axlarliðnum. Eftir leikinn sagði Jimmy Armfield fram- kvæmdastjóri Leeds að of snemmt væri að segja um hvort Mckenzie yrði búinn að ná sér fyrir seinni leikinn gegn Barce- lona. En sem betur fer hefði eng- inn annar leikmanna sinna hlotið meiðsl ileiknum. ,,Ég er ánægður með hvað við lékum óþvingað og yfirvegað”, sagði Armfield. Úlfamir unnu Middlesboro með mörkum Hibbit, annað úr vita- spymu og á Hishfield Road, skor- aði Green eina mark leiksins, þar sem Coventry sigraði Birming- ham. I 2. deild heldur sigurgöngu Manchester Utd. áfram og nú bar liðið sigurorð af Fulham og skor- aði Gerry Daly mark United. Aston Villa vann stórsigur á Oldham og var Brian Little mað- ur dagsins hjá Villa, þrátt fyrir að honum mistækist að skora úr vitaspyrnu náði hann að skora ,,hat-trick”. Sunderland tapaði illa fyrir Oxford og féll við það i þriðja sætið úr öðru sætinu sem liðið hef- ur einokað i vetur. Þetta hleypti illu blóði I áhangendur Sunder- land sem hlupu inn á völlinn og réðust að tveim leikmönnum Ox- ford áður en lögreglan gat haft hendur i hári þeirra. Geoff Butler skoraði þýðingar- mikið mark fyrir Norwich á siðustu sekúndunum i Millwall og Norwich fékk annað stigið. Eins og horfir virðist Aston Villa eiga örðugt með að fylgja Mancester upp, en slagurinn um 3ja sætið muni standa milli Sunderland og Norwich. I Skotlandi sigraði Rangers i fyrsta skipti eftir að liðið hlaut meistaratitilinn þegar liðið sigr- aði Aberdeen 3-2. Þá tapaði Airdrie, sem er komið i úrslit i skosku bikarkeppninni illa fyrir Hibernian 6-0 og skoraði Harper ,,hat-trick” fyrir Hibs. Þá vann Celtic, Dunfermline 1-3 og Morton gerði jafntefli við Hearts 0-0. Staðan 1. deild Derby 40 21 9 10 67-49 ■ 51 Liverpool 40 19 11 10 57-37 49 Everton 40 16 17 7 53-38 49 Ipswich 39 22 4 13 60-40 48 Stoke 40 17 13 10 64-48 47 Middlesbro 40 16 12 12 51-40 44 Bumley 40 17 10 13 68-65 44 Sheff.Utd. 38 16 11 11 50-48 43 Leeds 39 15 12 12 52-43 42 Man. City 39 17 8 14 50-52 42 QPR 40 16 9 15 53-51 41 Wolves 40 14 10 16 56-52 38 West Ham 39 12 13 14 55-53 37 Coventry 40 11 15 14 49-59 37 Newcastle 39 14 8 17 55-69 36 Leicester 40 12 11 17 46-56 35 Arsenal 38 12 10 16 45-45 34 Birmingh. 39 13 8 18 50-56 34 Chelsea 39 9 13 17 40-68 31 Tottenham 39 11 8 20 46-60 30 Luton 40 10 10 20 42-63 30 Carlisle 40 11 4 25 42-59 26 2. deild Manch.Utd. 40 25 8 7 60-28 58 Aston Villa 38 21 8 9 66-31 50 Sunderland 40 18 13 9 62-34 49 Norwich 39 18 13 8 51-33 49 Bristol C. 39 20 8 11 44-28 48 Blackpool 40 14 17 9 38-26 45 WBA 40 17 9 14 51-40 43 Hull 40 14 13 13 38-52 41 Fulham 39 13 14 12 44-35 40 Bolton 40 14 11 15 42-39 39 Sout’ton 40 13 12 15 47-50 38 Nottm. For. .41 11 15 15 41-51 37 Notts Co 40 11 15 14 45-56 37 Orient 39 9 19 11 25-38 37 Portsmouth 40 12 12 16 42-49 36 York 40 13 9 18 48-54 35 Bristol R. 40 12 10 18 40-60 34 Oldham 40 10 13 17 40-48 33 Cardiff 39 9 14 16 35-56 32 Millvall 40 10 11 19 41-52 31 Sheff.Wed. 39 5 10 24 28-58 20 Eyjamenn erfiðir heim að sækja: Markvörður Víkings flugveikur og Eyjamenn sigruðu A laugardaginn fengu Vest- mannaeyingar Vikinga I heim- sókn og ekki tókst þeim frekar en öðrum liðum að rjúfa sigurgöngu Eyjamanna sem sigruðu I leikn- um 2-0. Töluvert rok var þegar leikur- inn fór fram eða 8 vindstig og ein- kenndist leikurinn nokkuð af þeim aðstæðum sem hann var leikinn við. Þó reyndu bæði liðin að leika saman en sökum roksins áttu bæði liðin i nokkrum erfið- leikum með að hemja boltann. Eyjamenn skoruðu mörk sin i sitt hvorum hálfleik, Sveinn Sveinsson það fyrra, en örn Óskarsson seinna markið. Aðal markvörður Vlkinga, Dið- rik Ólafsson varð svo flugveikur á leiðinni til Eyja að hann gat ekki leikið með i fyrri hálfleik. Stöðu hans I markinu tók Jón Sveinsson sem áður lék með IBK, en hefur nú gengið i Viking. Diðrik jafnaði sig þó fljótlega eftir flugferðina og stóð I markinu seinni hálfleikinn. Örn Óskarsson hefur verið ið- u inn við að skora I vor og hefur W nú gert mark I hverjum leik. ' Formaður alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, Brasiliu- maðurinn de Havelange hafði hér stutta viðdvöl fyrir helgi og ræddi þá m.a. við stjórnarmenn KSl og kynnti sér málefni Is- ienskrar knattspyrnu. Formaðurinn sagði að FIFA vildi gera allt til að gera islenska knattspyrnu betri og myndi hann sjá til þess að hingað kæmu tækniinenntaðir menn ti! að leggja á ráðin. Sagði de Havelange að hér væri keppnistimabilið allt of stutt, en það mætti iengja með þvl að leika á yfirbyggðum völium eins og gert væri I Sviss með góðum árangri og hann skyldi sjá um að hingað yrði send teikning af slfku mannvirki. Þá væri gervigras að ryðja sér mikið til rúms og sérstaklega núna eftir að það hlaut samþykki FIFA. En það eru aðeins meiriháttar úrslitaleikir sem ekki má leika á gervigrasi svo sem úrslitaleikir I Heimsmeistarakeppnum og Evrópukeppnum. Þá sagði de Havelange að stefnt yrði að þvl að koma á 7 landa keppni I Frakklandi þar sem tslendingar yrðu meðal þátttak- enda. A myndinni er de Havelange til hægri. Þriðjudagur 15. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.