Alþýðublaðið - 19.04.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1975, Síða 3
EKKERT BÚLAIt Á RflDMIHGU TANNLÆKNIS VANGEFINNA Tannlæknaþjónusta fyrir van- gefna hefur löngum verið áhyggjuefni þeirra, sem sinna og láta sér annt um málefni vangef- inna hér á landi. Nú er staddur hér danskur tannlæknir og sérfræðingur i tannlækningum vangefinna. Tannlæknirinn heitir Björn Russel og er hann kominn hingað til lands i boði Tannlækna- félags tslands og Styrktarfélags vangefinna. Hann hefur flutt fyrirlestur um sérgrein sina fyrir islenska tannlækna, en i dag flyt- ur hann fyrirlestur, sem opinn verður almenningi, að dag- heimilinu að Bjarkarási i Stjörnugróf 9 og hefst hann kl. 14.00. Russel er fyrsti tannlæknirinn i Danmörku, sem helgar sig ein- göngu tannlækningum vangef- inna þar i landi, en nú eru 11 danskir tannlæknar starfandi að sama viðfangsefni. Sinna þeir sjúklingum, sem almenn tann- læknaþjónusta getur ekki annast. 1 Danmörku greiðir sjúkrasam- lagið að jafnaði tvo þriðju af kostnaði við tannlækningar, en allan kostnað af tannlækningum þeirra, sem almenn tannlækna- þjónusta getur ekki annast. Hér á landi hefur hliðstæð þjónusta við vangefna enn ekki komist á. A siðasta ári tók Gunn- ar Þormar, tannlæknir saman greinargerð fyrir heilbrigðis- ráðuneytið um tannlækningar vangefinna hér á landi og gerði þar tillögur um nýbreytni á þvi sviði. Heilbrigðisráðuneytið er þeirr- ar skoðunar, að mál þetta beri að taka upp á þeim grundvelli, sem ráð er fyrir gert i greinargerð og tillögum Gunnars Þormar, og hefur ráðuneytið fengið heimild i fjárlögum til að ráða sérstakan tannlækni til starfa við ráðu- neytið. Enn hefurþessi tannlækn- ir ekki verið ráðinn og erþað skoðun Tannlæknafélags Islands, að orðið sé mjög aðkallandi, að látið verði til skarar skriða i þessu máli. Almenn tannlæknaþjónusta getur ekki sinnt vangefnum nema að mjög takmörkuðu leyti og kemur þar til að viðgerðir og tannhirðing þessa fólks er a.m.k. 3-4 sinnum timafrekari en al- mennt gerist og i mörgum tilvik- um er þörf sérþekkingar og sérstakrar aðstöðu umframþað, sem tiðkast hjá tannlæknum, þegar i hlut eiga vangefnir ein- staklingar. Þá er þess að geta að vangefnir eru mun næmari fyrir ýmsum munn- og tannsjúkdómum en heilbrigt fólk og þörf er stöðugs eftirlits til að hindra vanliðan og tryggja, að vangefnir geti nærst eðlilega. Nú erutaldir álslandi 1.500-2000 vangefnir, þar af eru innan við 500 á heimilum vangefinna. — Að frelsi þeirra er unnið A islandi eru starfandi tveir starfshópar Amnesty International. öörum þeirra veitir forstöðu Gísli J. Astþórsson en hinum Ingi K. Jó- hannsson. Hverjum hópi eru ætlaðir þrir skjólstæðingar. Eins og Alþýðublaðið greindi frá I fyrradag hefur einum þeirra, Suður-Afrikumanni verið sleppt. Hinir fimm eru: Uruguaybúi, blaðamaður, þingmaður fyrir kommúnista, sovéskur baptistaprestur, Swaisilandsbúi, sem fór ólög- lega inn f landið, Tékki, sem handtekinn var 1974 I annað sinn án til- greindrar ástæðu, griskur vottur Jehóva sem dæmdur var I 20 ára fangelsi fyrir að neita að bera vopn, en þa er trúaratriði vottanna. MflRGIR SEM EKKI GREIDDU TRYGG- INGAIÐGJÖLDIN FA NÚ DRÁTTARVEXTI Tryggingafélögin tóku i fyrra að krefja bileigendur, sem ekki greiddu tryggingaiðgjöld sin innan hins lögboðna 14 daga frests frá gjalddaga, um 2% dráttarvexti, en i það skipti var ekkertum þessa nýbreytni getið á greiðslutilkynningunum. Nú er þessara dráttarvaxta getið á greiðslutilkynningum flestra þeirra tryggingafélaga, sem þegar hafa sent þá út til við- skiptavina sinna. ,,Ein af þeim rökum, sem við færðum fram, þegar við sóttum um hækkun iðgjaldanna i fyrra, var sú staðreynd, að 60-70% viðskiptavinanna greiddi iðgjaldið eftir að 14 daga fresturinn var runninn út, og við erum raunar að fá iðgjaldið greitt allt árið”, sagði Þorgeir Lúðviksson hjá Almennum tryggingum, þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann i gær. ,,Af sömu ástæðum var þá ákveðið að nota heimild Seðlabankans um 2% dráttavexti á mánuði, enda ekki ástæða til annars, þar eða það finnst varla sú stofnun eða fyrirtæki,sem ekki notfærir sér þessa heimild”, sagði Þor- geir. Hjá Almennum tryggingum verður farið að leggja dráttar- vexti á iðgjaldið við hvern byrjaðan mánuð eftir 14. mai, sé það ekki greitt fyrir þann tima, en eitthvað er misjafnt hvenær tryggingafélögin setja gjald- daga sina. Þvi er ekki reiknaður sá timi, sem leið frá hinum raunverulega gjalddaga, sem er 1. mars, fram til þess tima sem ákveðin var hækkun iðgjald- anna, en á þvi timabili rukkuðu tryggingafélögin ekki um iðgjöldin, eða gáfu mönnum færi á að greiða inn á þau. JONAS HARALZ: RIKISSKULDABREFIN AUKfl HLUT ÖARÐBÆRRA FRAMKVÆMDA | » AF F0RSIÐU » I peningarnir renni til arðbærra fyrirtækja og vinni þannig fyrir okkur”, sagði Jónas Haralz, bankastjóri, I viðtali við Alþýðu- blaðið i gær. ,,Við erum vansælir yfir þessari samkeppni”, sagði Jónas enn- fremur, ,,sem er holl i hófi en hef ur farið úr öllum böndum siðustu ár. Við megum ekki gera slikt hið sama, enda eru miklir erfiðleikar bundnir við það, að vlsitölu- Iryggja innlán i banka, meðal annars þeir, að við yrðum þá að visitölutryggja hluta útlána okk- ar og ákveða hverjir yrðu að taka visitölutryggð lán og hverjir ekki. I þjóðfélagi okkar i dag”, sagði Jónas að lokum, ,,er það aðalat- riði, að halda verðbólgu i skefj- um. Útgáfa þessa mikla magns var verðtryggðum skuldabréfum veldur hins vegar fleiri vanda- málum en hún leysir. Skortir oeninga — ekki áhuea » AF F0RSÍÐU » nefna það, að nýlega sótti ég um að fá að sækja ráðstefnu i Brigton, þar sem fjallað var mikið um oliuleit á miklu dýpi, en fékk ekki að fara. Þá má einnig telja til, að fjárveiting fæst ekki til kaupa á ritum um þessi efni, þannig að ekki er nóg með að leitarheimildir séu ekki veittar, heldur er einnig forboðið að kynna sér tækni og annað, sem að olfuleit lýtur.” „Það er rétt”, sagði Stein- grímur ennfremur í viðtalinu i gær, ,,að ég neitaði Reyni um heimild til að sækja ráðstefnu þessa, en það má benda á það, að hann er einmitt að fara nú I maí, á ráðstefnu i Kanada á okkar vegum. Okkur er snið- inn jafn þröngur stakkur og öðrum rikisstofnunum nú, og ég mun þessvegna koma f veg fyrirallar þær utanlandsferðir sem ég get. Það stafar þó ekki af áhugaleysi, heldur peninga- leysi.” BANKAMAÐUR: VARFÆRIN UTLANSSTEFNA HEFÐI EKKI VALDIÐ FALSKRI KAUPGETU Tilefni þess, að Alþýðublaðið leitaði til Jónasar llaralz, banka- stjóra, eru svör Benedikts Gutt- ormssonar, fyrrum útibússtjóra Landsbankans á Eskifirði og sið- ar fulltrúa bankastjóra Búnaðar- bankans I Reykjavik i nýútkomnu Bankablaði, þar sem hann er spurður m.a., hvort bankakerfið og ráðamenn i bankamálum eigi sök á verðbólgunni i landinu. i svari sinu segir Benedikt um verðtryggingu lánastarfseminn- ar: „Aðra tel ég sök ráðamanna I bankamálum. Hún er tómlæti þeirra i þvi að gera ráðstafanir til að vernda verðgildi þess fjár, sem þeim hefur verið trúað fyrir að geyma. Til þess gafst þó full- komið tilefni, þegar rikið tók að gefa út verðtryggð vaxtabréf, að bankarnir gerðu þá sambærileg- ar ráðstafanir til að tryggja inni- stæður viðskiptamanna sinna með visitölutryggingu innlána og útlána. En eftir tiu árin greiðir rikissjóður þrettánfalda innláns- fjárhæðina, að krónutölu, en bankarnir aðeins tvöfalda. Þann- ig hafa þeir verðlaunað ráðdeild og sparnað, sem fyrr á árum voru taldir til mannkosta. Hefðu slikar ráðstafanir verið gerðar fyrir tiu árum, væri hagur þjóðarinnar allur annar. Þá værum við ekki bónbjargarmenn á erlendum vettvangi um milljarðalán til að leysa óreiðu- skuldir okkar, en gætum leitað eftir lánum til arðbærra framkvæmda atþjóð til heilla”. — Um það hvort bankakerfið eigi beinlinis einhverja sök á verð- bólguþröuninni hér á landi hin undanfarandi ár segir Benedikt i svari sinu i Bankablaðinu: ,,Já, tvimælalaust, og hana ekki litla. Forsendan fyrir þvi, að viðskipta- og framkvæmdafrelsi leiði ekki af sér verðbólgu, er að rekin sé Ihaldssöm og varfærin útlánastefna, svo að ekki sé sköp- uð fölsk kaupgeta hjá almenningi með veitingu neyslu- eija eyðslu- lána. En það fór saman, að þegar losað var hér um allar hömlur á innflutningi og framlivæmdum, hófsthin gengdarlausa útþensla á bankakerfinu, fjöigun sjálfstæðra lánastofnana I samkeppni um sparifé landsmanna, án nauðsyn- legs samstarfs um skynsamlega útlánastefnu. Að þessu leyti á yfirstjórn bankamála mikia sök”. STJORNMAL Atvinnuöryggi. Það er eitt af grundvallar- atriðum jafnaðarstefnunnar að sérhverjum einstaklingi skuli tryggður réttur til starfs. Hér er um grundvallarmann- réttindamál að ræða. Eitt- hvert mesta félagslegt órétt- læti, sem fyrirfinnst, er að manni, sem vill vinna, sé neitað um atvinnu við sitt hæfi. Atvinnuleysi er eitt voðalegasta þjóðfélagsböl, sem þekkist. Það er hverjum þeim, sem fyrir þvi verður, óskapleg reynsla þvi enginn nema sá, sem reynt hefur, getur imyndað sér vonleysi og örvæntingu þess, sem býður fram vinnu sina en er alls staðar visað frá. Samfélagið getur ráðið þessu — með félagslegum aðgerðum og vit- urlegum stjórnarháttum er hægt að koma i veg fyrir at- vinnuleysi og á það hafa jafnaðarmenn ávallt lagt megináherslu. Þeir hafa ávallt visað á bug öllum kenningum um, að hið svo- nefnda „hæfilega atvinnu- leysi” geti viðhaldið jafnvægi I efnahagsmálum — sé hag- stjórnartæki, sem beita eigi i þvi skyni að hamla gegn þenslu og spennu I efnahags- lifinu. Þvert á móti hafa jafnaðarmenn haldið þvi fram, að réttlátt þjóðfélag eigi aldrei að þola atvinnuleysið — hvað þá heldur að viðurkenna það i orði eða verki sem nauð- synlegan þátt í efnahags- stjórnun. Atvinnuöryggi á islandi Till allrar hamingju höfum við islendingar á undanförn- um árum að mestu sloppið við atvinnuleysi og allar okkar aðgerðir I efnahagsmálum þegar að hefur kreppt hafa jafnan miðast við það að lryggja áfram örugga at- vinnu. Þó er það svo, að at- vinnuöryggið er misjafnt eftir stéttum. Verkafólk i fiskiðnaði hefur t.d. jafnan búið við ótryggt atvinnuástand ein- faldlega vegna þess, hve magn þess hráefnis, sem á land berst, er misjafnt og hve misjafnlega mikill timi liður milli landana. Einkum og sér i lagi hefurþetta ástand verið ótryggt hjá þvl kvenfólki, sem vinnur við hraðfrystiiðnaðinn. Þess vegna var það merkur áfangi, sem náðist i kjara- samningunum, er gerðir voru fyrir einu ári, þegar verkafólk i fiskiðnaði fékk kaup- tryggingu. En nú eru hafnar fjöldauppsagnir á þcssari kauptryggingu verkafólksins. Þessa dagana dynja slik upp- sagnarbréf á starfsfólki hrað- frystihúsanna á Suð-vestur- landi. Þetta eru skelfileg og ógn- vekjandi tiðindi. Ráðamenn þjóðarinnar geta ekki staðið aðgerðarlausir hjá og horft á þetta gerast. Umsvifalaust verður nú að kveða niður at- vinnuleysisvofuna, sem farin er að gægjast á glugga lág- launafólksins i þjóðfélaginu. Það hefur nóg að bera þótt at- vinnuöryggi þess sé ekki stefnt i hættu. —SB TVÖFÖLDUN FÓSTUREYÐINGA HÉR? » AF F0RSIÐU » senda konurnar heim strax eftir aðgerð, en þannig er um 25% allra fóstureyðinga þar i landi, að sögn Guðmundár. Til að menn geti áttað sig á kostnaði þeim, sem fóstureyðing- um mun fylgja, má geta þess, að daggjaldið á kvensjúkdómadeild Landspitalans er kr. 7100, en kr. 6000 á sængurkvennadeild, og á slðasta ári voru framkvæmdar löglegar fóstureyðingar hér á landi. „En eins og ég sagði áðan er ó- mögulegt að segja til um það hve mikið fóstureyðingum mun fjölga, verði frumvarpið sam- þykkt. En að minu áliti eru það ekki fyrst og fremst lögin, sem hafaþar áhrif, heldur afstaða fólksins til þessara mála — al- menningsálitið — og það mun fara mjög mikið eftir umræðum um þessi mál i fjölmiðlum,” sagði Guðmundur Jóhannesson læknir að lokum. Laugardagur 19. apríl 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.