Alþýðublaðið - 19.04.1975, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1975, Síða 4
Otgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siöumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaöaprent hf. Verð i lausasölu kr. 40. EKKI ORÐ - ATHAFNIR! Alþýðublaðið hefur margsinnis bent á það, hversu varnarlausir islenskir neytendur eru og hversu mjög réttur þeirra hefur verið fyrir borð borinn. Verðlagseftirlitið hefur ekki getað ann- að þvi hlutverki sinu að tryggja rétta og sann- gjarna verðlagningu á vöru og þjónustu auk þess sem verðlagskerfið er þannig, að það stuðl- ar ekki að hagkvæmari innkaupum innflytjenda og þar með lægra vöruverði. Þá eru hin frjálsu neytendasamtök i landinu mjög veik, enda njóta þau mjög takmarkaðs styrks frá hinu opinbera. Ofan á þetta bætist svo það, að verulega skortir á að almenns neytendaréttar sé gætt i islenskri löggjöf og eru mörg dæmi þess, að með óeðlileg- um verslunarháttum sé stórfé haft af islenskum neytendum og þeim skapaðir hvers kyns erfið- leikar og amstur auk fjárútlátanna. 1 nálægum löndum hafa fyrir löngu verið sett yfirgripsmikil lög, þar sem neytendaréttur er samræmdur i einni heildarlöggjöf, sem veitir neytendum vernd gegn óeðlilegum viðskipta- háttum og veitir þeim, sem kaupir, jafnan rétt og hinum, sem selur. í lögum þessum er einnig gert ráð fyrir þvi, að auka þekkingu neytenda á verslun og viðskiptum og þeim rétti, sem þeir hafa i þvi sambandi. Jafnframt eru i lögum þessum ákvæði um strangt eftirlit með þvi að réttar neytenda sé gætt og er það eftirlit ýmist framkvæmt af opinberum aðilum eða af frjáls- um neytendasamtökum, sem njóta rikulegs stuðnings hins opinbera — og er þá ekki aðeins átt við fjárhagslegan stuðning einan saman. Það vantar ekki, að stjórnmálamenn ræði oft þessi mál og láti i ljós skilning sinn og velvilja i garð neytenda — en Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn, sem eitthvað hefur viljað aðhafast i málinu. Á árinu 1970 fól þáverandi viðskiptaráð- herra, Gylfi Þ. Gislason, sérfróðum manni að semja frumvarp að neytendalöggjöf þar sem tekið væri tillit til slikra lagasetninga i ná- grannalöndunum og þær aðlagaðar islenskum aðstæðum. Þessu verki var lokið árið 1971 og lýsti viðskiptaráðherrann þvi yfir, að ætlun sin væri að leggja frumvarp þetta fyrir Alþingi þá um haustið. Áður en að þvi gat komið fóru fram kosningar til Alþingis og ný rikisstjórn — rikis- stjórnólafs Jóhannessonar, — tók við völdum. í embætti viðskiptaráðherra þeirrar rikisstjórnar valdist Alþýðubandalagsmaðurinn Lúðvik Jósefsson — og þegar hann tók við þvi embætti af Gylfa Þ. Gislasyni tók hann m.a. við fullbúnu frumvarpi um neytendavernd, sem var tilbúið til þess að ganga til Alþingis, ef pólitiskur vilji viðskiptaráðherrans væri fyrir hendi. En þann pólitiska vilja skorti. Frumvarpið um neytendaverndina var látið rykfalla i skúff- um Lúðviks Jósefssonar i viðskiptaráðuneytinu þau þrjú ár, sem hann sat i embætti, og fyrir- spurnum þingmanna Alþýðuflokksins á Alþingi um, hvort hann ætlaði ekki að flytja málið, var svarað út i hött. Nú hefur nýr maður tekið við embætti við- skiptaráðherra i nýrri rikisstjórn. Sá maður er Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins. Einnig hann hefur á Alþingi farið mörgum og fögrum orðum um velvild sina i garð neytenda og um nauðsyn þess, að réttur neytenda verði betur tryggður i lögum. En spurningin er, hvort Ólafur ætli eitthvað að gera i málinu. Hjá embætti hans liggur enn það frumvarp um neytendavernd, sem Gylfi Þ. Gislason lét semja fyrir meira en fjórum árum. Ætlar Ólafur að leggja það frumvarp fram? GUÐMUNDUR MAGHÚSSON. VflRABORGARFULLTRÚI: Pólitískt ábyrgðarleysi Sjalfstæðisflokksins - SÉR EKKERT ANNAÐ EN NIÐURSKURÐ Á FRAMKVÆMDUM UG ÞJÓNUSTU BORGARINNAR VIÐ BORGARBÚANA Á fundi borgarstjórnar Reykjavikur sl. fimmtudag var rætt um endurskoðun á f járhags- áætlun borgarinnar og þá fyrst og fremst niður- skurðaráform borgarstjórnarmeirihlutans. Við það tækifæri flutti Guðmundur Magnússon, skólastjóri — varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins — ræðu þá, sem hér fer á eftir. Kemur aö skuldadögum Nú þegar allsherjar niður- skurður á fjármagni til verklegra framkvæmda virðist vera eina leiðin, sem meirihluti borgar- stjórnar kemur auga á til lausnar yfirstandandi efnahagsvanda, vakna margar spurningar um or- sakir hans og þá ekki siður um viðbrögð og vinnubrögð meiri- hlutans i þessum efnum. Ég skal enga dul draga á það, að orsakanna er m.a. að leita i þvi ófremdarástandi efnahagsmála, sem skapaðist i tið fyrrverandi rikisstjórnar, vinstri stjórnarinn- ar svokölluðu, þegar Island komst i tölu mestu verðbólgu- landa veraldarinnar. Og það má einnig benda á, að þrátt fyrir þessa óhugnanlegu þróun efnahagsmála i tið vinstri stjórnarinnar, staðreyndir sem blöstu við öllum, fékkst hún ekki til að viðurkenna ástandið og batt að verulegu leyti hendur sveita- stjórnar i landinu til að gera við- eigandi ráðstafanir i tima, en það hafði aftur i för með sér, að þær skullu með enn meiri þunga á neytendum, þegar til lengdar lét. En Sjálfstæðisflokknum tekst ekki endalaust að afsaka mistök sin og pólitiskt ábyrgðarleysi með þvi að skjóta sér á bak við mistök vinstri stjórnarinnar sálugu. Fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar reyndi Sjálfstæðis- flokkurinn bæði leynt og ljóst að breiða yfir þann mikla efnahags- vanda, sem þá strax — og reynd- ar miklu fyrr blasti við öllum þeim, er heyra vildu og sjá hlut- ina i raunsönnu samhengi. Fólkinu var sagt rangt til, öllu slegið á frest, vandinn ekki viður- kenndur — fyrr en eftir kosning- ar. Eins konar kosningavixill var sleginn i Landsbankanum, græna byltingin sett á svið og sitthvað i þeim dúr til þess að slá ryki i augu fólksins. Og allt heppnaðist þetta svo sem kunnugt er. En það kemur að skuldadögum, víxlar falla og þá verður að borga. Eftir kosningarnar blasti veruleikinn við, kaldur og mis- kunnarlaus. Við undirbúning og siðar gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstand- andi ár kom i ljós, ef grannt var skoðað, að fé til verklegra fram- kvæmda var af svo skornum skammti, að stórfelldur sam- dráttur og þarmeð vaxandi hætta á atvinnuleysi var á næsta leiti ef ekkert yrði að gert. Það hrekkur skammt að hafa háar tölur á eignabreytingar- reikningi, þegar stór hluti þeirra, hundruð milljóna, er alls ekki framkvæmdafé, heldur ætlað til afborgana af lánum og til rekst- urs fyrirtækja. En vist litur það betur út á pappirnum. Fer ekki mikið fyrir fyrirhyggjunni Ljóst var að hér varð að huga að málum nógu snemma. Löngu fyrir kosningar lagði borgarfull- trúi Alþýðuflokksins til að teknar yrðu upp viðræður við Lands- bankann og þess freistað að lán- inu þar yrði breytt i nokkurra ára lán með hliðsjón af fyrirsjáanleg- um erfiðleikum, en þvi var ekki sinnt. Sannleikurinn mátti ekki koma iljós fyrir kosningar. A sl. hausti var enn lagt til hér i borgarstjórn að fá Landsbankaláninu breytt i 7 ára lán, en allt kom fyrir ekki. Það var engu likara en meirihlut- anum fyndist allt vera i stakasta Guðmundur Magnússon lagi. Það er ekki fyrr en nú, að meirihlutinn vaknar upp við vondan draum og leitar eftir hag- stæðara iáni i Landsbankanum, en er þó ekki kominn lengra en þaö að gert er ráö fyrir 100 millj. króna minni afborgun ,,i trausti þess, að samningar náist um framlengingu á láni hjá Lands- banka islands i 5 ár”, eins og orð- rétt segir i endurskoðun á fjár- hagsáætiun frá 7. þ.m. Það fer ekki mikið fyrir fyrir- hyggjunni i slikum vinnubrögð- um, allt látið reka á reiðanum, enda þótt afleiðingar slikra vinnubragða hljóti að koma fram i atvinnuleysi. Meirihluti borgarstjórnar sýnir mikið pólitiskt ábyrgðarleysi að taka ekki þessi mál fastari tökum og hafa ekki gert það fyrir löngu. Hann átti að brjóta odd af oflæti sinu og samþykkja þá tillögu minnihlutans að ræða öll þessi mál á breiðum, pólitiskum grund- velli með hag borgar og borgar- búa i huga. Minnihlutinn hefur aldrei borið á móti þvi að við mik- inn vanda væri að etja og einmitt þess vegna væri samstaða til lausnar á honum nauðsynleg. 1 þvi sambandi var lagt til, að reynt yrði að ná samkomulagi um eitthvert eða öll eftirtalinna at- riða: 1. Tekjuaukningu 2. Breytt lán 3. Sparnað i rekstri 4. Niðurskurð framkvæmda A þetta var ekki fallist. Hvað veldur? Eins og sést á þessu telur minnihlutinn niðurskurð fram- kvæmda vera siðasta úrræðið og til þess eigi ekki að grípa, fyrr en að þrautkannaðar hafa verið all- ar aðrar leiðir. Ég hlýt að vekja athygli á þvi, að meirihlutinn hefur nú viður- kennt I verki nauðsyn þess að fá lánið i Landsbankanum til lengri tima eins og margoft var búið að benda á. Hins vegar sýnir það ekki fyrirhyggju að draga þetta svo úr hömlu, að við þann mikla niðurskurð framkvæmda sem nú er fyrirhugaður, liggur það ekki Ijóst fyrir, hvort samningar við Landsbankann takast og ekki heldur til hvaða ráða eigi aö gripa, náist samkomulag ekki. Ef ekkert er að gert yrði um að ræða viðbótarniðurskurö um 100 milljónir. Kjarni málsins En kjarni málsins var sá að finna svör við fyrsta atriði þessa máls og þvi langmikilvægasta, þ.e.a.s. tekjuaukningunni. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli fólks og þá alveg sérstak- lega hins almenna launþega, að álagning aðstöðugjalds er engan veginn I hámarki, enda þótt heimildarákvæði um hækkun út- svarsálagningar hafi verið gjör- nýtt strax við gerð fjárhágsáætl- unar á sl. hausti. Þetta gerist samtímis þvi að skera á niður framlag til félags- mála um hvorki meira né minna en 200 millj. króna, þar með tald- ar 95 millj. sem er beinn niður- skurður til stofnana i þágu aldr- aðra. Fullnýting þessa tekju- stofns, þ.e. aðstöðugjaldsins, hefði þýtt það, að borgarstjórnin hefði staðið við loforð sin og skuldbindingar gagnvart gamla fólkinu um byggingu stofnana i þágu þess. Það er ekki til of mikils mælst, að borgarstjórn standi við fyrir- heit sin i þessum efnum á fyrir- standandi ári, þegar þess er gætt, að á sl. ári voru aðeins notaðar 20 millj. af 140 millj, sem samþykkt var á sinum tima að verja til þessara hluta. Ég leyfi mér að minna á, að borgarfulltrúarnir Björgvin Guðmundsson og Sigurjón Pét- ursson fluttu hér tillögu eigi alls fyrir löngu þar sem lagt var til eða þess freistað að afla borginni verulegra tekna með breytingum á lögum um aðstöðugjöld og fast- eignaskatta af húsnæði öðru en i- búðarhúsnæði. Þingmenn máttu ekki einu sinni fá þetta til athugunar i formi á- skorunar frá borgarstjórn. I tillögunni segir m.a. á þessa leið: „Komi til verulegs niðurskurð- ar á framkvæmdum borgarinnar, dregur það mjög úr atvinnu- möguieikum fjölda fólks og gæti þvi samhiiða aimennum sam- drætti valdið atvinnuleysi. En það er skoðun borgarstjórnar að neyta verði allra ráða til að koma i veg fyrir það”. Ég geri ráö fyrir þvi að um þetta tiltekna atriði geti flestir verið sammála. Þó að árangurinn af fyrrnefnd- um tillöguflutningi hefði ekki ver- ið nema þriöjungurinn af þeirri upphæð sem nefnd er, þá heföi samt sem áður verið um að ræöa rúml. 300millj. en þetta þótti ekki einu sinni vert athugunar af hálfu meirihluta borgarfulltrúa. Stórkostlegur niður- skurður boðaður t stað þess að reyna allar hugs- anlegar leiðir til fjáröflunar er boðaður stórkostlegur niður- skurðar framkvæmda: Til féiagsmála voru áætlaðar á fjárhagsáætlun 641,2 millj., sem nú á að lækka um 200 millj. Framhald á bls. 5 0 Laugardagur 19. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.