Alþýðublaðið - 20.04.1975, Síða 4
KVIKMYNDIR
Eftir Halldór Valdimarsson
ÖFGA-
LITLIR
ITALIR
Efni þessarar myndar er si-
gilt og hefur grundvallaö uppi-
stööu feikn margra kvikmynda,
fyrir utan þátt þess i bókmennt-
um og annarri menningarfram-
leiðslu mannkyns. Ung stúlka
kemur sem vinnukona á heimili
og á að hugsa um og annast ekk-
il á besta aldri, ásamt sonum
hans þrem, sem allir verða yfir
sig hrifnir af henni. Laumuspil
og látalæti karlmannanna fjög-
urra, opinber og óopinber eftir-
gengni þeirra við stúlkuna og
tilraunir hennar til þess að
greiða úr þeim flækjum, sem
skapast á heimilinu, eru nánast
óþrjótandi aðhlátursefni, sé um
þau fjallað af skilningi. Það er
og gert i þessari mynd, enda er
hún bráðfyndin. Þess heldur, að
hún er næsta fri við þær öfgar,
sem svo gjarna búa i itölskum
kvikmyndum.
Það, sem ef til vill gerir þessa
mynd góða, umfram annað, er,
að skilningur þeirra sem að
henni standa, takmarkast ekki
við kimnigáfu þeirra. I mynd-
inni er fjallað um þau vanda-
mál, sem hver og ein persóna
hennar á við að striða og er það
einnig gert af meðbróðurlegum
skilningi. Vandamál manns,
sem á besta aldri verður ekkill
og finnur óþægilega mikið til
skuggans af vofu fyrrverandi
eiginkonu sinnar, hljóta sain
samúðarrika meðferð og
vandamál sonar hans, sem lifir
við rýkki og skrykki hvolpavits-
ins, með þvi furðulega sam-
blandi rómantikur og kynþorsta
sem það skapar. Að sjálfsögðu
situr kimnin einnig i fyrirrúmi i
meðhöndlun myndarinnar á
þeim, en þó ekki svo að hún yfir-
gnæfi aðra þætti myndarinnar.
Um leik i hlutverkum mynd-
arinnar er ekki margt að segja;
hann er ákaflega italskur, með
tilheyrandi dramatik og æsingi.
Alessandro Momo vekur athygli
i hlutverki Ninos og einnig
Massimiliano Filoni, i hlutverki
Enzinos, en það á sér aðrar or-
sakir (sumsé þær, að leikur
barna vekur, undantekningalit-
ið, athygli manna). Aðrir fara
hnökraíaust frá sinum hlutverk-
umog óhætt að segja að myndin
sé vel leikin, á heildina litið.
Vert er að telja þar einnig til
Stefano Amato, sem er hress og
skemmtilegur i hlutverki Boll-
unnar.
t stuttu máli: Hér er á ferð-
inni itölsk gamanmynd, með
háalvarlegu ivafi. tíún er gerð
af ákaflega mannlegum skiln-
ingi og öfgakenndar tilraunir til
að vekja hlátur, sem svo mjög
einkenna italskar kvikmyndir
almennt, ná hvergi yfirhöndinni
i söguþræði hennar. ttölsk kvik-
myndagerö reis nokkuð i áliti
hjá mér, við þessa mynd, og ég
gef henni hiklaust meðmæli
min.
VINKONA
MÍN
ROTTAN
Laugarásbió
Hús morðingjans
(Scream and die)
Hafið þið séð rottu trftla um
götur Reykjavikur nýlega?
Stóra, bústna og sællega rottu,
sem gjarna tyllir sér á gang-
stéttarbrúnir, nasar af bensin-
mengun i lofti og virðir fyrir sér
athafnir mannanna? Ef ekki, þá
get ég bent ykkur á, að hún held
ur sig gjarna nálægt mótum
Grensásvegar og Miklubrautar.
Þar sá ég hana, fyrir nokkru
siðan. Hún tritlaði þá yfir göt-
una, fyrir framan bilinn, og fór
sér næstum að voða. Þetta var
að nóttu til og ég var að koma úr
Laugarásbiói, frá þvi að horfa á
myndina ,,Hús Morðingjans”.
Satt að segja var vinkona min
rottan, hið eina athyglisverða,
sem fyrir augu min bar þetta
kvöld.
Myndin er ódýr hrollvekja,
með samfaraivafi. H.Karl
'ÓÐUR TIL
IÁSTARINNAR
Mónudagsmyndin ísraelsk
Háskólabió
IRósa — ég elska þig.
Mánudagsmynd
Leikstjórn:
IMoshe Mizrahi
Aöalhlutverk:
Michal Bat-Adam
IGabi Ottermann
Söguþráður myndarinnar er
nægilega einfaldur og hvers-
dagslegur til þess að liða fram-
Ihjá, án þess að eftir honum
verði tekið, eða nokkurt brot
hans festist i minni — þó er hann
svo flæktur og samtvinnaður lifi
Iog draumum hvers einstakl-
ings, að hann hlýtur að verða ó-
afmáanlegur i huga þess, sem
með honum hefur fylgst. Orsak-
Iir hans og uppruni eru okkur ts-
lendingum framandi, en þó
stendur hann okkur nær en efni
flestra þeirra kvikmynda sem
Ihér hafa verið sýndar til þessa.
Lögmál Gyðinga er ef til vill
ekki svo þjóðarbundið sem
haldið er.
IUngur maður deyr, frá tvi-
tugri, barnlausri eiginkonu
sinni og samkvæmt lögmálinu á
yngri bróðir hans að uppfylla
Iættföðurskyldu hans — kvænast
ekkjunni og geta við henni börn.
Sá hængur er þó á, að næsti
bróðir er aðeins ellefu ára gam-
Iall ogþvi hvorki myndugur að
lögum né heldur þess umkom-
inn likamlega að geta börn.
Sjálfur er hann barn og leikur
Isér að lifinu sem barn, hversu
sterk sem þrá hans til þess að
vera maður og sjá ekkju bróður
sins farborða er. Hann fær ekki
fyllt hlutverk karlmanns i lifi
Ifullþroska konu. Þó skal að þvi
stefnt að hann geri skyldu sina
og hann biður þess tima með ó-
Iþreyju, en konan unga verður
einnig að biða og enginn spyr
“ um viðhorf hennar til einlifis.
Aðstæður drengsins, kjör
hans og eiginn vilji, verða til
þess að hann flytur búferlum frá
móður sinni og eldri bróður,
sem þegar er kvæntur, til ekkj-
unnar ungu. Hún tekur honum
opnum örmum og elur hann upp
sem son sinn, menntar hann og
veitir honum alla þjónustu móð-
urinnar. Fljótlega gerir hún sér
þó grein fyrir að tilfinningar
hennar til drengsins eru ekki
eingöngu af móðurhvötinni
sprottnar — hún elskar hann
sem verðandi karlmann og þeg-
ar hann tekur út kynþroska sinn
og verður, i likamlegum skiln-
ingi, karlmaður, lendir ást
hennar i brýnu við hvatir beggja
og leiðir þeirra hljóta að skilja.
Meðan þetta llður allt og
gengur hjá, hæðir þorpið ungu
ekkjuna og forsmáir. t skin-
helgu skirlifi sinu ætla sam-
borgarar hennar að hún notfæri
sér drenginn kynferðislega,
þrátt fyrir að hvert og eitt
þeirra hljóti að gera sér ljósa
meinbugi þá sem þar eru á.
Innibyrgðar hvatir þeirra —
einkum kvennanna, sem þarfn-
ast timabundins flótta úr ánauð
sinni — brjótast út i illkvittnis-
legum ofsóknum á hendur henni
og drengnum, sem og öllum
þeim sem ekki fylgja út i æsar
þeim lifsreglum sem þeim eru
sjálfum settar.
Aðeins tveir karlmenn hliðra
sér hjá þvl að dæma. Annar
þeirra sökum ástar sinnar á
ekkjunni, en hinn, rabbiinn
sjálfur, vegna þess að hann
dæmir aldrei mennina, hvorki
ekkjuna né aðra. Hann, sem þó
á venju samkvæmt að sitja i
dómarasætinu, er önnum kafinn
við að bera klæði á vopn rógs-
ins, illkvittninnar og þröng-
sýnnar dómhörku safnaðar-
barna sinna. I persónu hans og
orðum birtist okkur leið manns-
ins til frelsis — hann er lykillinn
að lausn mannsandans. „Að
elska Guð er að elska manninn,
sem hann skapaði I sinni
mynd”, segir hann við dreng-
inn, sem i vanmætti sinum leit-
ar ráða þess er hann veit vitr-
astan og lifsreyndastan. „Guð
er i hjarta þinu, heila þinum og
alls staðar umhverfis þig”, seg-
ir hann ennfremur og niður-
staða orða hans hlýtur að vera
Ástin verður að
vera frjáls og óháð
þvingunum, því hún
lifir ekki í böndum
fremur en fuglinn
getur sungið í
dimmu búri, hafi
hann fæðst frjáls.
sú, að hver sá sem elskar Guð i
orði, en forsmáir náunga sinn á
borði, er hræsnari og honum
einum verður útskúfað.
Sagan af ekkjunni ungu og
fóstursyni hennar endar með
aðskilnaði þeirra. En, um leið
og henni lýkur, hefst ný saga —
saga af manni og konu, sem
elskast, en eiga langan veg ó-
farinn til þess að finna ást sinni
farveg. Fyrst ber þeim að
þroska tilfinningar sinar og
leita þess sem ekki er lausn.
Siðar ber þeim að uppfylla
skyldu sina við samfélag sitt.
Þá fyrst, þegar kröfum lög-
málsins er fullnægt, geta þau
stefnt að marki sinu. Þau geta
þá brotið af sér hlekki boðs og
banns, til þess að fá notist um
siðir og elskað hvort annað, i
stað þess að tigna sina eigin i-
mynd i formi hins. Þau hafa áð-
ur brotist að hluta til undan
viðjum þjóðfélagsins og nú
verða þau að ganga aftur gegn-
um sama eld. Það er nauðsyn,
þvi i hið fyrra sinn lifði hann af
skilningi barnsins, en hún af
þörf ástarinnar. Nú ris hún upp i
skilningi fullþroska mannveru,
en hann fórnar af ást sinni á
henni. Þegar hann hefur svo
gengið gegn um eldskirn þján-
inga, standa þau jafnfætis og
geta elskað hvort annað á heið-
arlegan máta — ást þeirra er
orðin frjáls.
Samhliða persónulegum upp-
reisnum þeirra, fer fram upp-
gjör hennar við samborgara
sina. Með einu tilliti afvopnar
hún fyrri ofsækjendur sina og
ekki er laust við að rabbiinn
gamli kimi ofurlitið þegar hann
sér hvað fer fram. Sem fyrr er
skilningurinn hans, meðan aðrir
vaða i reyk eigin þröngsýni og
sjálfbirgings.
„Rósa — ég elska þig”, er
ekki mynd sem mér þykir fært
að gagnrýna. Punktadómar
þeir, sem felldir eru hér yfir
öðrum myndum, virðast van-
máttugir og yfirlætisfullir gagn-
vart sliku verki. Mynd þessi er
óður til ástarinnar, leit að eðli
hennar og uppruna — og upphaf
á skýrgreiningu hennar. Hún
rýnir lif mannsins og tilvist,
fjallar um lögmálið og hlekki
þess — ekki aðeins lögmál Gyð-
inga, þótt svo það sé uppistaða
myndarinnar, heldur öll lögmál
og boð, sem hefta mannsandann
og mannlegar tilfinningar. t
myndinni er ekki spurt um upp-
haf eða endi, heldur leitað leiða
til frelsunar. Fyrri saga Rósu og
Nissam fjallar um mannlegt
samfélag og það hvernig við
höfum látið hlekkja okkur i hlut-
verki samborgaranna, sem ekki
eru meðbræður hvors annars.
Máltækið segir að enginn sé ey-
land, en þó erum við öll eylönd
og getum vart sameinast til
annars en að grýta þá samborg-
ara okkar sem leitast við að
verða meðbræður. Siðari saga
þeirra fjallar svo um ástina,
sem leið mannsins úr viðjum
eigin græðgi og sjálfbirgings-
legrar þrepabaráttu. Reynt er
að þoka okkur ofurlitið áleiðis til
lausnarinnar, úr myrkrinu til
ljóssins — úr musterisfangels-
um efnisgæðanna, til frelsisins,
sem birtist okkur i mynd ó-
mengaðrar og óflekkaðrar nátt-
úru. Aðeins eitt skilyrði er sett:
Ástin verður að vera frjáls og ó-
háð þvingunum, þvi hún lifir
ekki i böndum fremur en fuglinn
getur sungið i dimmu búri, hafi
hann fæðst frjáls.
Áhrif myndarinnar eru vafa-
litið einstaklingsbundin og háð
gerð hverrar persónu fyrir sig.
Þvi meir svo, að hún tekur til
meðferðar þau mál sem hverj-
um og einum eru helgust og
feimnifyllst. Þau áhrif sem hún
hafði á mig eru þvi engum gull-
trygging þess að hún hreyfi hið
minnsta við honum og þvi ber að
gjalda nokkurn varhug við þvi
að búast við of miklu. Ef til vill
voru það líka einhver hughrif,
fjarstæð myndinni og óskyld
henni með öllu, sem opnaði mig
svo mjög fyrir efni hennar. Ef
til vill var það aðeins persónu-
bundin leit min að samsvörun i
listsköpun og tjáningu annarra
manna og ef til vill voru það
vonbrigðin sem kuldar undan-
farinna daga hafa bakaö, eftir
falska vorkomu, sem gáfu henni
þennan svip i minum augum.
Þess vegna verður mynd þessi
ekki sett inn i punktakerfi. Hún
hafði ákaflega djúp áhrif á mig,
persónulega, og söguþráöur
hennar, þrátt fyrir einfaldleik
sinn og auðskildan boðskap,
náði inn úr islensku gadda-
brynjunni og náði aö þiða ofur-
litið af höftum þeim sem tilfinn-
ingar okkar eru bundnar með
frá barnæsku — siðvenjuhöftum
þeim sem gera okkur skylda
skömm fyrir aö tjá tilfinningar
okkar og veita þeim útrás.
Mynd þessi mun framvegis
standa mér fyrir hugskotssjón-
um, sem eitt mesta listaverk
kvikmyndaiðnaðarins og þrátt
fyrir þá varnagla sem þegar
hafa verið slegnir, vona ég að
svo reynist um fleiri.
H.Karl
o
Sunnudagur 20. apríl 1975.