Alþýðublaðið - 07.05.1975, Side 2

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Side 2
STJÓRNMÁL Sauðnautasvipur á Alþingi Sú mynd, sem þjóöin fær af Alþingi, skapast yfirieitt af þeim umræðum, sem fram fara á þingfundum. Af sjálfu starfi þingsins, sem fram fer að mestu leyti í þingnefnd- um, fara hins vegar fáar fregnir. Þess vegna er hætt við, að mynd sú, sem al- menningur fær af Alþingi, sé meira en litið bjöguð og oft ekki með miklum virðuleika- blæ. Dæmi um þetta er um- ræöuþáttur, sem fram fór meira I grini en alvöru á Al- þingi á dögunum. Sá um- ræöuþáttur snerist um inn- flutning sauðnauta. Þar deildu menn um, hvort arð- urinn af sauðnautunum væri eitt eða tvö kiló af hagalögð- um á ári, hvort þau væru mannýg, eða ekki — og hvort ormaveiki i þeim gæti dregiö úr kyngetu karlmanna með tilvisun til kæru um áhrif ormasmogins nautakjöts, sem frægur ameriskur kvik- myndaleikari hefur lagt fram og er studd vitnisburöi eiginkonu hans. Um þetta var rifist hátt i heilan fund- artima Alþingis á meöan önnur mál, sem sennilega eru afdrifarikari fyrir þjóðarheildina, voru af- greidd með þögn og handa- uppréttingu. Nóg af nautum og sauðum Þingpallagestur, sem gist hefði sali Alþingis þennan dag, hefði sennilega ekki farið heim stútfullur af virðingu fyrir því, sem hann sá og heyrði. Hann hefði sennilega komist að þeirri niðurstööu, að á meðan á sjálfri löggjafarsamkundu þjóðarinnar sætu bæði sauðir og naut væri með öilu óþarft að hefja innflutning á sauð- nautum. Nema þá aöeins fyrir hagalagðana, þvi ekki er vitaö til að slikt hafi fund- istá gólfum í þingdeildum að fundum loknum. Auðvitað er engin ástæða til þess að meina þingmönn- um að efna til skemmtiþátta af þessu tagi I þingfundatim- um — en gjalda verður var- hug við því að það, sem fyrir þá er aöeins tækifæri til að brosa i skammdeginu er oft á tiöum fyrir þjóðina sú eina mynd, sem hún fær af Al- þingi tslendinga. Sauðnauta- málið heyrir i raun til undan- tekninga, en hitt er orðin aðalregla að nýta fyrir- spurnatima Alþingis til ó- merkilegs auglýsinga- skrums og innihaldslauss kjaftæðis. Þar er illa með tima farið og að ósekju, þvi Alþingi hefur nóg við tima sinn aö gera til verka, sem raunverulega varða miklu. En eins og nú háttar er þorri þjóðarinnar alls óvitandi um þau verk, sem Alþingi vinn- ur. Sauðnautasvipurinn er fyrir allt of marga hin eina ásýnd Alþingis. —SB EKKERT DAGHEIMILI I FJÖLMENNASTA HVERFI LANDSINS - BREIÐHOLTI 3 BERST FVRIR SUNDUIIG I BREIR- HOLH OB UMFERBARUMBOTUM MR ÞETTA Á ERINBI I FIÖLMIDLA „Við höfum einmitt unnið afar mikið að barnaheimila og leik- skólamálum og siðan í febrúar i vetur hefur Framfarafélag Breiðholts III barist fyrir þvf, að reist verði dagheimili i Hóla- hverfi, en þar hefur enn ekkert slikt heimili risið, þó að þetta sé vafalaust barnflesta hverfið i borginni og Iandinu öllu”, sagði Sigurður Bjarnason, formaður .Framfarafélags Breiðholts III i samtali við Alþýðublaðið. Sigurður hafði samband við blaðið á mánudag til að koma á framfæri athugasemdum við grein, sem birtist i Alþýöublaðinu 1. mai s.l. um félagslega aðbúð barna 1 Breiðholtshverfi. Viö notuðum tækifærið og spurðum Sigurð um starfsemi framfarafélagsins, en athuga- semdir hans birtast hér að neðan. „Við vonum fastlega, að barna- heimilið i Hólahverfi verði byggt á þessu sumri, en fjárveiting til þess er á fjárhagsáætlun ársins. Af öðrum málefnum, sem fé- lagið beitir sér fyrir, má nefna, að við höfum marg oft skorað á borg- aryfirvöld að reisa bráðabirðga- sundlaug viö Fellaskóla. Borgar- ráð hefur visað þessari áskorun til borgarverkfræðings, en við væntum jákvæðrar afgreiðslu. máisins, enda hafa fulltrúar allra flokka tekið vel i það. Stofnkostn- aður við siika bráðabirgðasund- Iaug yrði væntanlega 3.5-4 milljónir króna, en við höfum bent á, að þegar varanleg sund- laug kemst i gagnið i hverfinu, mætti sem hægast selflytja bráöabirgðasundlaugina i eitt- hvert annað nýtt hverfi, þar sem aðstæður væru svipaðar og þær, sem við búum nú við i Breiðholti III. Félagið hefur einnig haft mikil afskipti af umferðarmálum i hverfinu. bað hefur t.d. barist ötullega fyrir þvi, að gangbraut- arvörslu verði komið á við Fella- skóla, uns varanleg brú hefur veriö lögö yfir götuna. A þessum stað hafa orðið samtals sjö slys á börnum á árinu 1974 og það, sem af er árinu 1975”, sagði Sigurður. Ný vitneskja er ávallt vel þegin og þakka ber þeim sem kemur henni á framfæri. Skrifum min- um um myndun fátækrahverfis i Breiöholti var ekki beint gegn Framfarafélagi Breiðholts sem sliku, þar sem þekkingu minni á þeim félagsskap var greinilega á- fátt, bið ég hér með velvirðingar á þvi. Að einu leyti er ég þó Sigurði Bjarnasyni ósammála. Skrif um málefni hins almenna borgara hljóta að eiga jafn mikið' erindi til fjölmiðla og þeifa sem fram- kvæmdaákvarðanir taka. Ein af grundallarskyldum fjölmiðla er einmitt sú að veita stjórnvöldum aðhald, með þvi að beina athygli að þvi sem miður fer i stjórnsýslu þeirra — þrátt fyrir margskonar misbresti á þvi að islenskir fjöl- miðlar hafi rækt þessa skyldu sina nægilega. Benda má Sigurði Bjarnasyni á, að ástæðan fyrir fyrrnefndu þekkingarleysi minu gæti einmitt veriö sú, að Fram- farafélag Breiðholts hafi ekki kynnt starfsemi sina og stefnu nægilega á opinberum vettvangi, meðal annars meö þvi að notfæra sér vopn það er fjölmiðlar geta verið. Halldór Valdimarsson. ATHUGASEMD FRAMFARAFÉLAGSINS „Tilefni þessarar greinar minnar eru skrif Halldórs Valdimarss. I Alþýðublaðinu þann 1. mai siðast liðinn. Yfir- skrift greinar Halldórst er: „Stefnt að fátækrah verfi i Breiöholti?”. Ekki ber greinin með sér neinar ábendingar um það, hvernig stefnt sé að þvi, að gera Breiðholt að fátækra- hverfi. Þess i stað viröast skrif- in aðallega til þess gerð að gera litið úr Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Félagi ein- stæðra foreldra og Framfarafé- lagi Breiðholts 3., Virðist mér höfundur greinarinnar hafa sest niður meö pennann sinn, án þess að kynna sér mál þaö, sem hann reynir að fjalla um. Orð- rétt segir hann: „Til er félag nokkurt, Framfarafélag Breiö- holts, sem gæti nafns sins vegna haft slik mál að stefnuskrá sinni, en virðist þess i stað einna helst hafa skrúðgöngur á fyrsta sumardag og öðrum tillidögum að markmiði sinu” Það sem hann kallar „slik mái” er að komiö verði upp leikskólum og dagheimilum i Breiöholti. Ég hef verið i stjórn Fram- farafélags Breiðholts 3 frá stofnun þess, en félagiö var stofnað á almennum fundi með ibúum Breiðholts 3, þann 8. mars 1973. Tel ég mig þvi vera nokkuð kunnugan málefnum fé- lagsins og stefnuskrá þess, og vil hér á eftir reyna að upplýsa Halldór um þá hlið málsins, sem að honum snýr. t fyrstu grein laga Framfara- félags Breiðholts 3, segir svo: „Tilgangur félagsins er: a) að vinna að framfara- hagsmuna- félags- æskulýðs- og menning- armálum hverfisins. b) að auka samhug og samstarf ibúa hverf- isins og c) að vinna að fegrun og prýði hverfisins. Eins og sést á þessu, er stefnuskrá félagsins mjög viðtæk. Eitt af mörgum málum, sem stjórn félagsins telur flokkast undir fyrstu grein félagslaganna, er einmitt að komiö veröi upp dagheimilum, gæsluvöllum, leikskólum og leikvöllum. Hefur félagið frá fyrstu tið barist fyrir þvi að svo yrði, bæði með viðræðum og bréfaskriftum við borgaryfir- völd. Hefur jafnan verið tekiö mikið tillit til félags okkar af hálfu borgaryfirvalda, enda höfum viö komið fram sem full- trúar ibúa I Breiðholti 3, og farið aö óskum félagsmanna okkar, sem mikið hafa kvartað undan slæmum aöbúnaði fyrir börn á sviði dagvistunarmála. Tel ég að ibúar i Breiðholti 3 byggju við mun lakara ástand i málefn- um barna, ef ekki hefði notið við aðgerða Framfarafélagsins. Þá má einnig geta þess hér, að fé- lagið hefur beitt sér fyrir stofn- un smábarnaskóla, og er það að miklu leyti félaginu að þakka að smábarnaskóli Asu Jónsdóttur uppeldisfræðings, er nú starf- andi við Keilufell. Varðandi þau ummæli grein- arhöfundar, að Framfarafélag- ið virðist helst hafa skrúðgöng- ur á sumardaginn fyrsta og fleiri tillidögum að markmiöi sinu, vil ég taka fram að félagið, hefur aðeins gengist fyrir einni slikri, það er að segja siöastlið- inn fyrsta sumardag. Astæðan fyrir þvi var ekki komin til af góðu: Nokkrir foreidrar barna i Breiðholti 3 höfðu samband við stjórn félags okkar og kvörtuðu yfir þvi að Sumargjöf, sem hef- ur annast hátiðahöld Reykja- vikurbarna á sumardaginn fyrsta, virtist ætla aö sniðganga börn Breiöholts 3, sem þó er barnflesta hverfi borgarinnar. Gætti svo mikillar óánægju að F.F.B. 3 gekkst fyrir skrúð- göngu um hverfið, og endaði hún við Fellaskóla, þar sem i beinu framhaldi var haldin skátamessa. Þar prédikaði sóknarpresturinn okkar, séra Hreinn Halldórsson og munu hafa verið um fjögurhundruð börn við messuna. Börnin voru hæstánægð, bæði með skrúð- gönguna og messuna, og þá tel ég að tilgangnum hafi verið náð. Hinsvegar hefur F.F.B. 3 ekki ákveðið að gangast fyrir skrúð- göngum um hverfið i framtiö- inni og vænti ég þess að Sumar- gjöf annist hátiðahöldin fyrir okkur á næstkpmandi fyrstu sumardögum, svo sem gert er i öðrum borgarhlutum. Þar sem ég hef hér að framan leitast við að koma á framfæri skýringum og leiðréttingu á þvi sem ég tel vera rangt meö farið i fyrrnefndri grein og beinlinis til þess gert aö kasta rýrð á ibúa Breiðholtshverfa, vil ég einnig koma inná það sem ég tel vera jákvætt hjá greinarhöfundi: Ég fagna þvi að hann skuli vera sammála Framfarafélaginu i þeim efnum, að nauðsynlegt sé að byggja yfir börnin okkar, veita þeim gott uppeldi og þann- ig forða þeim frá þvi að ganga sjálfala og umönnunarlaus, eins og greinarhöfundur kemst sjálf- ur að orði. Félag okkar mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir öllu, sem hægt er að nefna framfara og hagsmunapiál fyr- ir hverfið og ibúa þess, eins og til dæmis bættri aðstöðu fyrir börn og unglinga sem hér búa. Þá vil ég að lokum koma á - framfæri þeirri ósk til greinar- höfundar, að hann beini penna sinum i rétta átt, þ.e.a.s. til þeirra sem þessum málum ráða, eins og F.F.B. 3 hefur gert, en ekki til fjölmiðla, þeir reisa ekki barnaheimili. Reykjavik 2. mal 1975 Sigurður Bjarnason, Formaöur F.F.B. 3 Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan boðar til framhalds aðalfundar, þriðju- daginn 13. mai kl. 17.00 að Bárugötu 11. Stjórnin. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. | Hafnarfjaröar Apótek w Áfgreiðslutími: æ Virka daga kl. 9-18.30 | Laugardaga kl. 10-12.30. | Helgidaga kl. 11-12 ðj Eftir lokun: í Upplýsingasími 51600. mEWILÍ Sími 8-55-22. Opið allan sólarhringinn | Dunn í GIAEflBfE /írni 84300 Miðvikudagur 7. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.