Alþýðublaðið - 07.05.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Side 6
ÆSKULÝÐSSAMBAND í: Ráðstefnur Vegna þessa samstarfs alls hefur tslendingum gefist kostur á a6 sækja ýmsar ráðstefnur er- lendis og jafnframt að halda aðrar hér á landi með þátttöku erlendis frá. Hér verður getið þeirra helstu: Eystrasaltsráðstefna æskunn- ar á Borgundarhölmi 23.-28. september 1973. Þessi ráðstefna var haldin á vegum æskulýðs- sambandanna á Norðurlöndum, en auk þeirra sátu ráöstefnuna fulltrúar æskulýðssambanda Póllands, Vestur-Þýskalands, Austur-Þýskalands og Sovét- rlkjanna. Ráðstefnan fjallaði um tvo meginmálaflokka. Ann- ars vegar umhverfisvernd, og varnir gegn mengun Eystra- saltsins. Hins vegar friðar-og öryggismálEvrópu. Ráðstefnan var hugsuð sem framhald Or- yggismálaráðstefnu æskunnar i Helsinki 1972, og tókst vel að mati islensku sendinefndarinn- ar, sem tókst að fá skelegga yfirlýsingu i landhelgismálinu samþykkta sem hluta af loka- yfirlýsingu ráðstefnunnar. Hafréttarráðstefnan á Stord i Noregi 17.—23. október 1974. Þessinorræna ráðstefna fjailaði fyrst og fremst um nýtingu auð- linda f Norðursjó og um hafrétt- armálin. Norsk-islensk ráðstefna Haustið 1974 var haldin hér á landi norsk-islensk ráðstefna um hafréttarmál og stóðu stjórn og utanríkisnefnd sameiginlega aö undirbúningi hennar, en hón var liður I þvi tvihliða samstarfi sem tekið var upp við Norska æskulýðssambandið. Ráðstefnu gestum var boðið i kynnisferð um Reykjavik og ná- grenni og þeim gefinn kostur á að kynnast islenskri fiskverkun og öðru þar að lútandi. Islensk þátttaka var ekki eins góð og gert hafði verið ráð fyrir, þrátt fyrir að ráðstefnan hefði verið kynnt aðildarsamböndunum með góðum fyrirvara. Til frek- ari upplýsinga visast i skýrslu utanrikismálanefndar. Ályktanir 9. þings ÆSÍ Utanríkismál 9. þing ÆSl leggur áherslu á afnám erlendra herstöðva á Is- landi, afnám allra hernaðar- bandalaga. Þingið fordæmir þá samn- inga, sem rikisstjórn Islands gerði við Bandarikjastjórn um áframhaldandi hersetu. Þessir samningar miða að þvi að festa hersetuna i sessi, en meðal ann- ars mun sá liður samninganna, sem lýtur að stórauknum fram- kvæmdum á vegum hernáms- liösins, færa hermangsöflunum álitlegan gróða. Þingið fagnar sigrum þjóðfrelsisaflanna i Indókina og skorar á rikis- stjórnina að viðurkenna þegar i staö Bráðabirgðabyltingar- stjórnina i Suður-Vietnam og Hina þjóðlegu konunglegu ein- ingarstjórn Kambódiu (GRUNC). Jafnframt fagnar þingið að einræðisstjórnum I Grikklandi og Portúgal hafi verið velt úr sessi, en minnir á, að enn eru mannréttindi fótum troðin viða um lönd, s.s. i Suður-Afriku, Ródesiu, á Spáni, i Chile og Kúrdistan. Þingið lýsir yfir samstöðu ÆSI með alþýðu þriðja heimsins I baráttu hennar gegn heims- valdastefnunni. Þingið lýsir yfir fyllsta stuðn- ingi við æskulýð i Grænlandi og Færeyjum i sjálfstæðisbaráttu hans, gegn nýlendustefnu Dana gegn ásælni erlendra auðhringa og hervelda. Verkalýðsmál Þingið lýsir yfir samstöðu með verkalýðshreyfingunni i baráttunni gegn kjaraskerðing- um undanfarinna mánuða. Und- ir yfirskyni versnandi stöðu at- vinnuveganna hefur atvinnu- rekendum tekist að stórauka gróða sinn, en þrýsta jafnframt launum almenns launafólks langt niður fyrir það sem mann- sæmandi getur talist. Þingið lýsir yfir furðu sinni á þvi langlundargeði, sem verka- lýðsforystan hefur sýnt, og styð- ur verkalýð og annað launafólk i markvissri baráttu fyrir lifvæn- legum kjörum. Launafólk hefur enga ástæðu til að sætta sig við, að á það eitt skulu lagðar byrðar þeirrar kreppu sem það ber enga beina ábyrgð á. Abyrgðina bera þeir framleiðsluhættir sem þjóna hagsmunum atvinnurek- enda fyrst og fremst. Járnblendi- verksmiðja og erlend stóriðja Þingið lýsir yfir andstöðu sinni við fyrirhugaða járn- blendiverksmiðju í Hvalfirði og þær stóriðjufyrirætlanir sem boðaðar hafa verið í framhaldi af henni. Erlend stóriðja býður heim margvfslegum hættum, efna- hagslegum, félagslegum og vistfræðilegum. Sú reynsla sem tslendingar hafa nú þegar af stóriðju, þ.e. af Kísilgúrverk- smiðjunni við Mývatn og Al- verksmiðjunni i Straumsvík, ætti ekki að vera þjóðinni hvatn- ing til að halda áfram á þeirri braut. Ljóst er að stjórnvöld hyggj- ast hefja framkvæmdir við járnblendiverksmiðjuna i Hval- firði, án þess að áður hafi verið gerð vistfræðileg rannsókn á á- hrifum þeirra á lifriki Hval- fjarðar, án þess að hugað hafi verið gaumgæfilega að félags- legum afleiðingum þeirra, án þess að skeyta um vilja þess fólks sem eiga mun nánast sam- býli við verksmiðjuna. Ekki hefur heldur verið nægilegur gaumur gefinn að þvi ofurtaki sem auðhringum Union Carbide yrði veitt á starfsemi verk- smiðjunnar með einokun á sölu afurða hennar. Fram hefur komið að meðal stjórnvalda eru uppi áform um viðtækar erlend- ar stóriðjuframkvæmdir á Is- landi. Þingið varar alvarlega við þessum áformum og bendir á hvílik ævintýramennska er að gera erlenda stóriðju að höfuð- stoð Islensks atviniiulifs, sér- staklega á timum efnahags- kreppu og vistkreppu, en stór- iðja auðhringa hefur reynst vera það form atvinnurekstrar, sem verst er fallið til að mæta slikum áföllum. Fóstureyðingar Þingið lýsir yfir stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna til löglegrar fóstureyðingar og lýs- ir yfir furðu sinni á þeim sjónar- miðum að embættismönnum skuli falið ákvörðunarvaldið i þessum efnum. Landhelgismálið 9. þing ÆSI krefst þess að staðið verði við fyrirhugaða út- færslu landhelginnar i 200 milur á þessu ári og leggur áherslu á skipulega nýtingu fiskistofn- anna undir visindalegu eftirliti. Húsnæðismál Þingið leggur rika áherslu á að ungu gólki verði auðveldað að koma sér upp Ibúðarhúsnæði. Þingið skorar á yfirvöld að gripa róttækra ráðstafana til þess að koma i veg fyrir að fjár- plógsmenn noti sér húsnæðis- skort sér til framdráttar og gróða. Þingið hvetur rikis- og bæjar- yfirvöld að taka höndum saman um byggingu leiguhúsnæðis. Með þvi móti mætti draga úr þenslu i þjóðfélaginu og hægja á þvi lifsgæðakapphlaupi sem hér hefur geisað siðustu áratugi. Þannig yrði þetta einn liður i baráttu gegn verðbólgu. Þingið hvetur til þess að einst. stéttir eða hópar einangri sig ekki I þjóðfélaginu, t.d. með byggingaframkvæmdum. Það hvetur til þess að ungt fólk hafi meiri samvinnu um þessi mál og leysi þau I sameiningu. Þingið hvetur stjórnvöld til að stórauka lán til ungs fólks, sem festir kaup á eldra Ibúðarhús- næði. Verkmenntun Þingið lýsir þeirri stefnu sinni, að verkmenntun skuli metin til jafns við annað nám, bæði i grunnskólúm og fram- haldsskólum og styður stefnu INSI I þessu máli. Þingið tekur sérstaklega und- ir kröfur ýmissa námsmanna- hópa verkmenntunarkerfisins um fulla aðild áð Lánasjóði islenskra námsmanna. Æskulýðsmál Þingið telur að hið opinbera eigi að hafa að leiðarljósi i fjár- veitingum til æslulýðsmála að styrkja frjálsa félagsstarfsemi og er ekki hvað sist mikilvægt, aö sveitarfélög styrki hin stóru og smáu félög á hverjum stað og leggi mikla áherslu á að fram- kvæmd æskulýðsst. sé hjá félögunum. Sveitarfélögin styrki félögin i þvi að þau búi alltaf við fullnægjandi húsnæði til félagsstarfsins ogfélagsmönn um verði gert kleift að ráða sér starfskraft. Þingið telur einnig, að rikið eigi að gera landssam- tökum kleift að koma sér upp skrifstofuhúsnæði og ráða starfskraft. Auka verður allar fjárveitingar til æskulýðsmála og verði þær nýttar i framan- greind verkefni auk þess, sem lögð verði meiri áhersla á að styrkja ýmiss konar sérstök verkefni og nýjungar af hálfu æskulýðsfélaganna. Þingið lýsir yfir stuðningi við stefnu Æskulýðsráðs rikisins að reka ekki umfangsmikla sfarf- semi á eigin vegum, heldur leggja áherslu á að örva starf- semi æskulýðssamtaka með þvi að hafa frumkvæði að beinum og óbeinum stuðningi hins opin- bera við starfsemi þeirra. Þingið telur að ótækt sé af Al- þingi að setja lög, um stofnun Æskulýðsráðs rikisins og fela þvi umfangsmikil og mikilvæg verkefni i lögum en láta ráðið siðan standa uppi fjárvana. Gif- urleg verkefni þarf að vinna á sviði æskulýðsmála og ekki sist aö skipulagsmálum og sam- ræmingu milli félags-og tóm- stundastarfsemi félaga, skóla og sveitarfélaga. 1 þessu sam- bandi telur þingið mikilvægt, að haldið verði áfram þeirri heild- arúttekt á öllu æskulýðsstarfi i landinu og aðstöðu til þess, sem þegar er hafin að nokkru af Æskulýðsráði rikisins. Verði ráðinu tryggt nægjanlegt fjár- magn til að gegna hlutverki sinu. Þingið fagnar þvi að rlkis- valdið hafi látið Æskulýðsráðinu I té húsnæði til æskulýðsstarf- semi. Styður þingið þá hugmynd að þar verði komið upp aðstöðu og tækjum, sem æskulýðsfélög- um er nauðsynlegt að hafa til starfsemi sinnar og þau geti notað gegn vægu gjaldi. Skorar þingið á stj.órnvöld að veita fjár- hagslegan stuðning til þessa. Hraðbréf til BBS og GRUNC Hraðbréf til BBS og GRUNC 9. þing ÆSI, haldið i Reykja- vik dagana 25.-27. april, sendir æslulýð Kambódiu og Vletnam innilegar hamingjuóskir i tilefni þeirra sigra sem nú hafa unnist á bandarisku heimsvaldasinn- unum og leppum þeirra i Phnom Penh og Saigon. Sigrar alþýð- unnar i Indókina eru sigrar al- þýðu alls heimsins I baráttunni fyrir frelsi, réttlæti og friði, ÆSI heitir þjóðfrelsisöflunum i Indó- kfna áframhaldandi stuðningi sinum. Áskorun á alþingi 9. þing ÆSt haldið I Reykjavik dagana 25.-27. april skorar á al- þingi að samþykkja á yfirstand- andi þingi framkomna þings- ályktunartillögu um viður- kenningu“á Bráðabirgðabylting- arstjórninni i Suður-Vietnam. Áskorun á utan- ríkisráðuneytið 9. þing ÆSI skorar á utan- rikisráðuneytið að fylgja eftir af fullum þunga fararbeiðni til handa DaÝid Askenasy svo hann geti heimsótt son sinn og fjöl- skyldu hans á tslandi. angarnir VIPPU - BllSKÚRSHURBIN Lagerstærðir miðað við múropá Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar slærðir. smlCaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 0 Miðvikudagur 7. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.