Alþýðublaðið - 07.05.1975, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 07.05.1975, Qupperneq 9
Jóhannes átti hitt markið líka Eins og við sögðum frá i gær, þá skoraði Jóhannes Eðvaldsson annað mark Hol- bæk gegn dönsku meisturun- um KB á sunnudaginn, en Holbæk tapaði þá á Idræts- parken 4-2. Jóhannes átti lika allan heiðurinn af hinu marki Holbæk þvi hann átti allan heiðurinn af undirbún- irigi þess að meðspilari hans hjá Holbæk, Jörgen Jörgen- sen, þurfti ekki annað en að reka tána i boltann. Dönsku meistararnir fengu óskabyrjun i leiknum og komust i 2-0 á fyrstu 10 minútum leiksins. Eftir það jafnaðist leikurinn og i seinni hálfleik var Holbæk betra liðiö. Tvö klaufamörk sem liðið fékk þá á sig i byrjun gerði út um leikinn. En tvö mörk Holbæk i lokin gefa lið- inu vissulega sjálfstraust á fimmtudaginn, þegar liðið mætir Vejle á sama velli I úrslitum 'bikarkeppninnar. Úrslit leikjanna um helg- ina urðu þessi: Esbjerg —B1901 0-0 Köge —AaB .... 3-1 Randers Freja — Vanlöse 2-1 Slagelse — Fremad A 0-2 Frem — Vejle ... 0-1 B1909 — B93 1-0 KB — Holbæk ... 4-2 Staðan er nú þannig: B1901 . .7 10- 4 10 Köge . .6 15- 7 9 Esbjerg . .7 11- 7 9 Vanlöse . .6 9-5 9 Randers Freja .. ..7 10- 9 9 KB . .7 16-12 8 Holbæk . .7 9-8 8 Fremad Amager ..6 10-10 7 Vejle . .7 8-8 7 Slagelse . .6 6-8 6 B93 ..7 6-7 5 B1903 ..6 7-8 4 Næstved ..5 7-12 4 AaB . .6 7-11 3 B1909 . .6 5-11 3 Frem ..6 4-13 1 Miðvikudagur 7. maí 1975. ■ • '‘f S:* * ' ' Hafnfirðingar stofna siglingaklúbb 19. april sl. var stofnaður i Hafnarfirði kltíbbur áhugamanna um sjávariþróttir, þ.e. siglingar á seglbátum, róðrabátum, hraðbát- um og trillum. Klúbburinn hlaut nafnið „Siglingaklúbburinn Þyt- ur”. A fundinum kom fram mikill á- hugi á að sköpuð verði æskileg að- staða til iðkunar sjávariþrótta i Hafnarfirði og nágrenni. Meðal annars var rætt um væntanlega siglingaaðstöðu við Arnarvog, sem áætlað er að koma upp f sam- vinnu við siglingaklúbb i Garða- hreppi og sveitarstjórnir Hafnar- fjarðar og Garðahrepps. Þá var einnig rætt um möguleika á skemmtibátahöfn i Hvaleyrarlóni og flutti Þorbergur Ólafsson er- indi um athuganir sem fram hafa farið þar. Auk þess sem klúbburinn mun vinna að bættri siglingaaðstöðu, þá er markmið hans að vinna sér- staklega að uppbyggingu og framkvæmd á siglingastarfi fyrir unglinga, enda er klúbburinn arf- taki tveggja unglingaklúbba, þ.e. Sjóskátaklúbbs Hraunbúa og Sigl ingaklúbbsins Þyts, er starfað hafa undanfarin ár undir forystu Péturs Th. Péturssonar og Hauks Sigtryggssonar. t fyrstu stjórn klúbbsins voru kjömir Pétur Th. Pétursson, Haukur Sigtryggsson, Helgi G. Þórðarson, Rúnar Már Jóhanns- son og Friðrik Friðriksson. Siglingaklúbburinn Þytur er opinn öllu áhugafólki um sigling- ar. Stofnfélagar klúbbsins eru um 70. Unglinga- landsliðið í kvöld Heimsmet f kringlukasti t kvöld leikur unglingalandslið pilta i knattspyrnu 16ára og yngri sinn þriðja æfingaleik. Þá mæta þeir jafnöldrum sinum i Þrótti á Þóttaravellinum og hefst leikur- inn kl. 20:30. Að sögn Guðmundar Þórðar- sonar þjálfara landsliösins eru Þróttarar sennilega með sterkasta liðið i Reykjavik um þessar mundir og fengist þarna gott tækifæri á að leika gegn góðu félagsliði. Valsmenn voru óvenju dauf- ir i leiknum og áttu varla telj- andi tækifæri. KR-ingarnir voru alltaf fljótari á boltann og höfðu ieikinn i hendi sér a 11- an timann. Það var einna heist i seinni hálfleik, að Valsmenn komust að marki KR, enda þá undan sterkum vindi að sækja. Þarna hefur Kristni Björns- syni tekist að skalla að marki KR, en Magnús er vel á verði og gómar boltann. aiM .. John Powell.... kastaði 69.09 metra. Umsjón: Björn Btöndai ÍMÉTTIR A frjálsiþróttamóti sem fram fór á Long Beach i Kaliforníu um helgina, setti Bandarikjamaður- inn John Powell nýtt heimsmet i kringlukasti, kastaði 69,09 metra. Eldra metið var 68.40 metrar og áttu þeir Jay Silvester frá Banda- rikjunum og Ricky Bruch, Svi- þjóð það met. Silvester setti sitt met 1968 I Reno I Nevada, en Brúch sitt met I Stokkhólmi árið 1972. Silvester hefur kastað kringl- unni yfir 70 metra, en það afrek hefur ekki fengið viðurkenningu Þeir voru að vonum ánægðir KR-ingarnir á þriðjudags- kvöidið cftir aö þeir höfðu sigrað Val 2-0 og þar með titil- inn „besta knattspyrnufélag Reykjavikur 1975.” Enda árin oröin sex siöan félagið sigraði siðast sem heimsmet og ekki alls fyrir löngu kastaði John Van Reenen frá Suður-Afriku 68.50 metra en það hefur ekki heldur fengist staðfest. Meistaramót íslands í kraftlyftingum Meistaramót tslands i kraftlyftingum verðurhaldið 8. júni. Mótstaður hefur ekki verið ákveðinn enn, en hann verður væntanlega auglýstur siðar. LSt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.