Alþýðublaðið - 31.05.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1975, Blaðsíða 4
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Slðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð kr. 700.00 á mánuöi. Verð I lausasölu kr. 40.' LÖG OG ÓLÖG Bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar um gerða- dóm i verksmiðjudeilunni komu eins og reiðar- slag yfir verkafólk og raunar þjóðina alla. Þau voru sett með svo skyndilegum og harkalegum hætti, þegar viðræður aðila voru farnar að sýna verulegan árangur, að þess eru engin sambæri- leg dæmi. Árangurinn hefur orðið sá, að verkafólkið og raunar mikill hluti þjóðarinnar teija þau alls ekki samræmast réttarmeðvitund sinni. Þess vegna er starfsfólk verksmiðjanna þriggja að heita má sammáia um að fara ekki til vinnu þrátt fyrir bann laganna á verkfallinu. Þetta er alvarlegt skref, sem löghlýðnir borgarar stiga, enda var þeim ærin örgun i aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Það er óskrifuð regla, að hver sá, sem fer með löggjafavald i lýðræðislandi, hvort sem er Alþingi eða rikisstjórn, getur ekki sett lög um hvað sem þeim þóknast. Þeim ber að setja lög, sem fullnægja réttlætistilfinningu mikils meiri- hluta þjóðarinnar. Ef það er ekki gert, verða lögin jafnan að innantómum bókstaf. Um þetta eru mörg dæmi. Rikisstjórnin hefur nú brotið þessa grund- vallarreglu og er komin út i ógöngur, en þjóðin stendur frammi fyrir stórhættulegu ástandi. Oft er minnt á, að land skuli með lögum byggja, en ekki má gleyma siðari hlutanum — og ólögum eyða. Lög, sem þjóðin telur óeðlilega sett og óréttlát eru ólög. Alþýðuflokkurinn mótmælir því harðlega setningu bráðabirgðalaganna og lýsir fullum stuðningi við verkalýðssamtökin og starfsfólk verksmiðjanna þriggja. Það er aðeins ein leið til út úr þeim vanda, sem nú blasir við. Hún er að taka aftur upp samninga i deilunni og afturkalla bráðabirgðalögin, eða fresta gildistöku þeirra að minnsta kosti í þeirri trú, að þau verðiskjót- lega óþörf. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að slikri lausn málsins og telur raunar enga aðra koma til greina. Framundan eru margir og miklir samningar milli verkalýðssamtaka og atvinnurekenda. Bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar hljóta að hafa mjög alvarleg áhrif á þá samninga og lita nánast út sem hótun. Ef rikisvaldið kæmist þegjandi og hljóðalaust upp með það löggjafar- ofbeldi, sem nú hefur verið beitt, mundi sama öxi hanga yfir höfðum þeirra, sem semja eiga næstu daga og vikur. Slikt er með öllu óþolandi. Þess vegna eru viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar nauðvörn. Rikisstjórnin mun eiga erfitt með að endur- vinna það litla traust, sem hún kann að hafa not- ið i röðum verkalýðshreyfingarinnar. Menn gleyma þvi ekki, ef þeir hafa unnið i góðri trú heilar nætur við að finna samkomulag i*deilu, en uppgötva að morgni, að rikisstjórnin var búin að ganga frá bráðabirgðalögum fyrirfram og hafði þau tilbúin allan timann án þess að gefa nokkra aðvörun um þau. Þjóðarnauðsyn krefst þess nú, að samningar verði teknir upþ að nýju þegar i stað og sam- komulag gert á skömmum tima, eins og vonir voru um i fyrrinótt. Haldi rikisstjórnin fast við ofriki sitt, getur ástandið i islensku þjóðlifi orðið hættulegra með hverjum degi, sem liður. Vinstri, vinstri, hægri, hægri, styðja, styðja, cha cha cha ... Á leiðtogafundi NATO-ríkja í Brussel: FORD VILL FÁ SPÁN INN EN PORTÚGAL ÚT Henry Kissinger, utanrikisráðherra, er hræddur um að Portúgalir hlaupi með kjarnorkuleyndarmálin út úr NATO. Þess vegna höfðu Bandarikja- menn, áður en Gerald Ford, forseti þeirra, var kominn til aðalfundar NATO i Brussel, hafið baráttu fyrir þvi að þvinga Portúgal út úr Atlantshafs- einræðisherrann Francisco Franco. Sumum leiðtogum annara NATO rikja þykir það hins veg- ar standa ósvifni næst að forseti Bandarikjanna skuli strax um Bandariska sendinefndin við aöalbækistöðvar bandalagsins hefur látið i það skina að Banda rtkjastjórn óski þess fremur að fá Spán inn i bandalagið — og losna við Portúgal. Stjórnin I Lissabon er i augum þeirra óalandi og óferjandi stjórn, þar sem hún sé I kommúnista hönd- um. Þess vegna var það ráðgert að Ford flygi I gær til Madrid, strax að afloknum fundinum i Belgiu, til að ræða hugsanlega innlimun Spánar i NATO við o Laugardagur 31. mai 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.