Alþýðublaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, slmi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð kr. 700.00 á mánuði. Verð i iausasölu kr. 40.- „Tilraunahernaður” í gær virtist, að nokkur bjartsýni rikti um samkomulagshorfur i verksmiðjudeilunni svo- nefndu. Slikt samkomulag þýddi i reynd, að ekki myndi reyna á nauðungarlöggjöf þá, sem hin ráðþrota rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins skellti á starfsmenn verksmiðjanna þriggja, Áburðarverksmiðj- unnar, Sementsverksmiðjunnar og Kisiliðj- unnar h.f. fyrir siðustu helgi. Voru það ánægju- leg tiðindi, þegar fréttist, að aðilar hefðu á ný sest að samningaborði, en vissulega yrðu það ennþá ánægjulegri tiðindi, ef samkomulag tækist. Starfsfólkið gæti horfið til venjulegra starfa sinna og verksmiðjuhjólin farið að snúast á nýjan leik. Útgáfa bráðabirgðalaganna um kjaradóm i vinnudeilu verksmiðjufólksins var fráleitur til- raunahernaður af rikisstjórnarinnar hálfu frá upphafi, enda var lögunum mótmælt harðlega. Rikisstjórninni mátti vera ljóst, að ólögin hefðu getað leitt til alvarlegri tiðinda en áður hafa orðið allt frá upphafi islenskrar verka- lýðsbaráttu. Þvi hefur oft verið haldið fram, að stórveldi efni á stundum til „minni háttar” styrjalda, sem þau telja sig geta haft „góða stjórn á”. Sagt er, að stórveldi efni til slikra styrjalda i þeim tilgangi einkum að reyna ný vopn og kanna hernaðarlegan styrkleika sinn. Þvi er ekki að neita, að margan grunar, að með setningu bráðabirgðalaga um kjaradóm i verksmiðjudeilunni hafi núverandi rikisstjórn brugðið sér i svipaðan stórveldaleik: sett á svið „minni háttar” styrjöld (eins og slikar styrjaldir eru nefndar, þegar stórveldi eiga I hlut) til þess að kanna raunverulegan styrk- leika sinn. En ráðherrarnir virðast — sem betur fer — hafa áttað sig mjög fljótlega á þvi, að á þessari styrjöld hefði rikisstjórnin ekki stjórn. Þess vegna hopaði hún. Hún gerði það eina, sem skynsamlegt gat talist úr þvi sem komið var, þ.e. að sætta sig við, að samninga- viðræðum yrði haldið áfram og þess freistað að ná samkomulagi. Þetta ber að sjálfsögðu að virða. En hvi lá rikisstjórninni svo á að kanna styrkleika sinn? Sjálfsagt stendur henni ógn af þeirri stað- reynd, að svo kann að fara, að flest eða öll atvinnutæki landsmanna stöðvist vegna alls- herjarverkfalls hinn 11. júni. Allri þjóðinni stendur ógn af hinu sama. Samningaviðræðurnar nú eru einhverjar þær erfiðustu i fjöldamörg ár. Fundir eru mjög tiðir, en þvi miður hefur harla litill árangur náðst til þessa. Það er afar stuttur timi til stefnu, en hann má vissulega nota skynsamlega. Núverandi rikisstjórn hefur leikið launa- fólkið i landinu grátt. Þeim er um megn að taka á sig frekari byrðar. Hingað til hafa laun- þegar verið látnir taka á sig mörgum sinnum meiri kjaraskerðingu en nemur rýrnun þjóðar- tekna á siðastliðnu hálfu öðru ári. Þess vegna krefjast þeir þess nú að fá réttmæta leið- réttingu á lifskjörum sinum. Alþýðuflokkurinn styður heilshugar réttmætar kröfur launa- fólksins i landinu og hefur lýst yfir samstöðu við það i þeirri kjarabaráttu, sem nú er háð. lalþýdul ImrmI ÁR ER LIÐIÐ FRÁ KANSLARASKIPTUM Ár er nú liðið siðan Helmut Schmidt (til hægri á myndinni) tók við kanslaratign i Vestur-Þýska- landi af Willy Brandt (vinstri) i kjölfar njósnamáls, sem einn af ráð- gjöfum Brandts var viðriðinn. Þaö var i mai I fyrra, sem Schmidt tók viö sem kanslari, þótt ýmsum finnist lengra um liöiö, þar eö hinn nýi kanslari hefur mjög veriö í fréttum þetta ár, og hefur getiö sér gott orö I heimi alþjóöastjórnmála. Hinn nýi kanslari hefur reynst óþreytandi viö að aðstoöa fiokksmenn sina, jafn- aðarmenn, i mörgum aukakosningum, og þótt jafnaöarmenn hafi oröiö fyrir nokkru fylgistapi, eins og talið var að vænta mætti, þá halda þeir þó enn forystu sinni I Vestur-þýskum stjórnmálum. Þótt Willy Brandt hafi látiö af embætti, þá gegn- ir hann þó enn formannsstöðu sódlaldemókrata (SPD) og nýtur sem fyrr mikilla vinsælda heima fyrir sem erlendis. Nóbelsverölaunahafinn er tai- inn eiga stærstan þátt i aö viðhaida samheldni flokksins á erfiöum umbrotatimum. il Miðvikudagskvöld 4.6. Gönguferö á Mosfell. Heimamenn lýsa staöháttum. Brottför kl. 20. frá B.S.I. verö 500 kr. Útivist Lækjargötu 6, simi 14606 UTIVISTARFERÐiR Miðvikudaginn 4/6 kl. 20.00. Gönguferö i Þverárdalinn. Verö 500 krónur. Brottfararstaöur B.S.I. Feröafélag tsiands ENGINN ER ILLA SÉDUR, SEM GEMGUR MED ENDURSKINS NERKI Vinsamlegast leið- réttið í símaskránni FENGIÐ NÝTT r r SIMANUMER 81866 Beinir símar og eftir lokun skiptiborðs eru Afgreiðsla 14900 Auglýsingar 14906 .......,?Jtsti?,rn ,eí P rentsm iðja 81976 'flutt i Siðumula 11 |alþýðu| i‘ir [l| Miðvikudagur 4. júní 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.