Alþýðublaðið - 04.06.1975, Page 9
Umsjon: Björn Blöndal
ÍÞKÖTTIK
LandsliOiö sem lék gegn Frökkum 25. mai s.l. veröur aftur I eldlfnunni annaö kvöld. Hvernig skyldi piltunum takast upp gegn einu af bestu
landsliöum heims, liöi A-Þjóöverja?
Nýbreytni í
forsöiunni
Miðar seldir
í Keflavík,
Selfossi og
á Akranesi
Sú nýbreytni veröur tekin
upp viö forsölu aögöngumiö-
anna á iandsleikinn, aö nú
veröur selt á Akranesi, Sel-
fossi og I Keflavik, samfara
hinni heföbundnu forsölu viö
Íítvegsbankann i Reykjavik.
A Akranesi veröa miöar
seldir i versluninni Óðni, á
Seifossi i rakarastofunni og i
Keflavik i Sportvik.
Miöar verða seldir við Ot-
vegsbankann i dag frá kl.
12:00-18:00 og frá kl. 13:00 I
Laugardainum á morgun.
EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA í KNATTSPYRNU
Óbreytt landslið
gegn A-Þjóðverjum
EN TVEIM LEIKMONNUM
HEFUR VERIÐ BÆTT í HÓPINN
í gær tilkynnti landsliðsnefnd
nöfn þeirra leikmanna semvaldir
hafa verið fyrir landsleikinn gegn
A-Þjóðverjum annað kvöld. Ekki
kom á óvart að liðið frá siðasta
leik er óbreytt, en tveim leik-
mönnum er bætt i hópinn. Það eru
þeir Hörður Hilmarsson og Vil-
hjálmur Kjartansson báðir úr
Val.
i gærkvöldi æföi landsliðið á
KR-vellinum, en i kvöld er ráð-
gert að liöið komi saman og þá
verði farið yfir leikaðferðir og
siöan verður æfing á Kópavogs-
vellinum. Þá er ráðgert að fara til
Þingvalla og dvelja þar i nótt, en
siðan verður tekin létt æfing, á
Laugarvatni i fyrramálið.
Eftir þvi sem næst verður kom-
ist, þá eru allir heilir heilsu og
ætti þvi að vera hægt að stilla upp
sterkasta liðinu.
i landsliðinu eru eftirtaldir 18
leikmenn:
Sigurður Dagsson Val,
Arni Stefánsson Fram,
GIsli Torfason, ÍBK,
Jón Pétursson Fram,
Jóhannes Eðvaldsson Hoibæk,
Marteinn Geirsson Fram,
Jón Gunnlaugsson, ÍA,
Björn Lárusson ÍA,
Guðgeir Leifsson Viking,
Karl Hermannsson iBK,
Grétar Magnússon ÍBK,
Elmar Geirsson Hertu
Zehlendorf,
Ólafur Júliusson ÍBK,
Asgeir Sigurvinsson Standard
Liege
Matthias Hallgrimsson ÍA,
Teitur Þórðarson, iA,
Hörður Hilmarsson, Val,
Vilhjálmur Kjartansson, Val,
Leikurinn annað kvöld hefst kl.
20:00 og að sögn þeirra sem
þekkja til hefur Laugardalsvöll-
urinn tekið miklum framförum
siðustu viku og sjá sumir
breytingar á honum frá degi til
dags. Verði þurrt og gott veður
þegar leikurinn fer fram ætti
hann þvi að geta orðið hin besta
skemmtun. En verði rigning er
hætta á að það spilli leiknum og
völlurinn verði gjörónýtur.
Steve Smith.stekkur yfir 5.61 metra I stangarstökkinu.
Heimsmet í stangar
stökki innanhúss
Bandarikjamaðurinn Steve
Smith setti nýtt heimsmet á
frjálsiþróttamóti fyrir at-
vinnumenn i Madison Square
Garden þegar hann stökk yfir
5.61 metra f stangarstökki.
Fyrra metið átti Smith
sjálfur, sem var 5.59 metrar.
Af áhugamönnunum hefur
Dan Ripley stokkiö hæst
innanhúss 5.51 metra.
En metið utanhúss á Dave
Roberts,lika frá Bandarikjun-
um 5.65 metra, sett i mars s.l.
Antony Knapp landsliðsþjáifari:
ÞJÁLFARI A-ÞÝSKA LANDSLIÐSINS:
EKKIAUÐVELDUR LEIKUR
Erfiðasti leikur
okkar í sumar
Reikna með að þeir leiki 3-4-3
,,Ég ber mikia virðingu fyrir
þjálfara A-Þjóð v er ja nna
Buchner”, sagði Tony Knapp á
biaðamannafundi KSÍ i gær.
„Hann mun örugglega kapp-
kosta að fara héðan með bæði
stigin. Það kæmi okkur þvi ekki
á óvart þó þeir stilltu liði og léku
3 — 4 — 3 i ieiknum. Viö munum
leika sömu leikaðferö og gegn
Frökkum aö minnsta kosti fyrst
I stað, á meðan við áttum okkur
á leik Þjóöverjanna. Ef viö telj-
um þess þörf getum viö breytt
um leikskipulag hjá okkur.
Þessi leikur verður sá erfið-
asti sem við fáum I sumar þvi A-
Þýskaland er meöal bestu
knattspyrnuþjóða I heiminum I
dag. Ég reikna fastlega meö að
þeir séu I 4.-5. sæti meðai þeirra
bestu. En viö erum bjartsýnir
og strákarnir sýndu það I sið-
asta leik að þeim er ekki fisjað
saman.
Liöið veröur ekki komið i
„topp” æfingu fyrr en seinni
partinn í júli og þvi má ekki ætl-
ast til of mikils af piitunum, en
þeir eru samt staðráönir I aö
gera sitt besta I leiknum og ég
hef enga trú á öðru en svo
verði”.
„Við búsumst fastlega við að
þetta verði mjög erfiður leikur
hjá okkur”, sagði þjálfari a-
þýska landsliðsins George
Busthner á blaðamannafundi 1
gærkvöldi stuttu eftir að lið hans
kom til landsins.
„Ykkar knattspyrnu hefur farið
mjög rnikið fram nú siðustu árin,
en lið okkar er i lægð um þessar
mundir. Þeir sem eldri voru hafa
dottið út, en við erum að byggja
upp nýtt liö sem getur tekið nokk-
urn tima. í dag eru Belglumenn
með sterkasta liöið I riölinum, en
slagurinn um annaö sætið stendur
á milli okkar, Isiands og Frakk-
lands. Ef við töpum stigi á morg-
un erum við þarmeð úr leik, en
takist okkur að vinna er ennþá
smá von hjá okkur.
Þetta sama lið verður fulltrúi
A-Þýskalands á Ólympíu-
ieikunum á næsta ári og til undir-
búnings fyrir þau átök fer liðiö i
keppnisferö til Kanada og S-
Ameriku I sumar.”
Þá sagði Bustnher að I A-
Þýskaiandi fengi enginn knatt-
spyrnumaður að fara úr landi tii
aö leika með öðrum félögum, slikt
þekktist ekki og væri stranglega
bannað. Þá sagði hann að leik-
menn liðsins væru aliir náms-
menn og væru flestir i iþrótta-
kennaraskóla sem gæfi þeim
betri tima til æfinga.
Aðspurður um keppnis-
aðstöðuna hér, sagði Busthner að
þeir hefðu lika slæma velli i A-
Þýskalandi. Hann hefði verið hér
á ferð fyrir rúmri viku síöan og
vissi því vel um ástand vallarins.
Hann væri að visu ekki góður en
vel mætti leika á honum.
Að lokum var Bustnher spurður
um leikinn við Pólverja sem A-
Þjóðvcrjar töpuðu 0-3. Hann sagði
að lið Pólverja væri eitt besta
landsliðið i heiminum um þessar
mundir og þeir hefðu leikið mjög
vel I leiknum og átt skiiiö aö sigra
i leiknum.
»
Georg Bustnher.....Ykkur hefur
larið mikið frant á siðustu árum
og við vitum að leikurinn annað
kvöld verður mjög erfiður.
Töpum við honum erum við úr
leik”.
Miðvikudagur 4. júní 1975
o