Alþýðublaðið - 05.06.1975, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.06.1975, Qupperneq 1
HVERJIR KOMAST í RJÓMANN AF SNOBBINU? 5. SIÐA alþýðu KJARADOMUR: FIMMTUDAGUR 5. júní 1975 - 125. tbl. 56. árg. ■ / | | •• | £ r ■■■ / * ■ ■■ p r iin^iirnniiíi ir5i fimvfliicamiianm b"mb pIípIP e SIÐFERÐILEGUR OG FJARHAGSLEGUR STUÐNINGUR „Við eigum von á stuðningi, bæði siðferðilegum og fjárhags- legum frá Alþýðusambandi Evrópu og sömuleiðis frá Alþýðu- sambandi Norðurlanda, ef til verkfalla dregur hér,” sagði Björn Jónsson, forseti ASf, i sam- tali við Alþýðublaðið i gærkvöldi. Alþýðusamband tslands hefur snúið sér til Alþýðusambands Evrópu og Alþýðusambands Norðurlanda um stuðning, komi til viðtækra verkfalla, sem allt HÆKKUN HIISA- LEIGU ÞRÁTT FYRIR VERD- SlODVUN Þrátt fyrir itrekaðar tilkynn- ingar af hálfu viðkomandi yfir- valda þess efnis, að verðstöðvun sé i gildi að þvi er varðar útleigu húsnæðis sem og vöru og þjón- ustu, þá virðist vera mikið um það um þessar mundir, að húsa- leiga hafi hækkað i verði. Bæði hefur þessa orðið vart hjá fólki sem leigt hefur um langa hrið, og ekki siður þar sem um endurnýjanir á leigu- samningum eða skipti verða á leigutökum. Fólk, sem fylgst hefur með framboði leiguhús- næðis gegnum auglýsingar dag- blaða hefur oröið vart þess, að alls staðar er óskað tilboða, en ekki tekið mið af leiguverði und anfarandi árs. Lögfræðingur einn, sem blað- ið ræddi við, taldi eina ástæðu þessa ástands vera ófullnægj- andi löggjöf um húsaleigu og allsendis ófullnægjandi eftirlit með framkvæmd þeirrar lög- gjafar, sem stijðst væri við. Leigutaki ætti oftast undir högg að sækja, og það væri leigusala i lófa lagið að velja úr fjölda um- sókna þann leigjanda, sem hæst vildi greiða. Enginn aðili hefði siðan eftir- lit með þvi, hvort hækkun hefði orðið á leigu og alltítt væri að upp væri gefið i skattskýrslu að- eins brot þeirrar leigu, sem greidd væri, þar eð húsaleiga kæmi leigutaka aldrei til skatt frádráttar. láglaunabætur Á ALLA LÍNUNA „Það er auðséð, að dómurinn er miöaður við þá samninga, sem gerðir hafa verið af félögum með verkfallsrétt. Miðað við þau lög, sem i gildi eru, var varla við meiru að búast, en það vil ég leggja áherslu á, að þessar bætur eru ekki meir en dropi i dýrtiðar- hafið og það liggur ljóst fyrir,uð framundan er barátta hjá BSRB, eins og hjá öðrum stéttar- félögum”, sagði Kristján Thor- lacius, formaður Bandalags starfsmanna rikis og bæja i viðtali við Alþýðublaðið I gær- kvöld, þegar kjaradómur hafði veriö birtur. Fundur var haldinn i Kjaradómi klukkan 16.00 I gær- dag og að honum loknum var kjaradómur birtur. tlrskurður kjaradóms i deilu Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Bandalags Háskóla- manna annarsvegar og rikissjóðs hinsvegar, um kaup og kjör opin- berra starfsmanna, var á þann veg, að 4.900 króna láglaunabætur skuli koma á öll laun opinberra starfsmanna, sem lægri eru en 73.900 krónur á mánuði, frá og með 1. mars síðastliðnum, en á alla launaflokka BSRB og BSH frá 1. mai siðastliðnum. Forsendur dómsins reyndist ekki unnt að fá gefnar nákvæm- lega upp i gær, en þær fela það i sér, að dómurinn byggist á samn- ingum um láglaunabætur á laun undir 73.900 á hinum almenna vinnumarkaði, frá 1. mars annars vegar og hinsvegar samningum, sem gerðir hafa verið siðar og þýða I raun að 4.900 króna bæt- urnar eru komnar á laun almennt, þótt þau liggi ofan við láglaunamarkið. Kjaradómur leiðrétti enn- fremur þrjá launaflokka, þann 16, 17. og 18, . hjá bæði BSRB og BSH, en afstaöa þeirra gagnvart öðrum flokkum skekktist nokkuð þegar láglaunabæturnar komu fyrst á. Þeim var nú dreift á bilið milli þess 15. og þess 19. virðistbenda tilaðskelliá 11. júni næstkomandi. Björn Jónsson á sæti i mið- stjórn Alþýðusambands Evrópu. A siðasta miðstjórnarfundi var fulltrúi ASl vara- maður Björns, Guömundur H. Garðarsson, formaður VR. „A þessum fundi var rætt mjög já- kvætt um beiðni okkar um stuðn- ing og hafði Aspergren, forseti norksa alþýðusambandsins, framsögu um máliö fyrir hönd norrænu alþýðusambandanna. Þó að ekki væri gerð formleg sam- þykkt á miðstjórnarfundinum, var tekið mjög jákvætt á málinu og ljóst er, að við eigum vis- an stuðning Alþýöusambands Evrópu, ef til verkfalla kemur. Þegar fer að siga að þeim átök- um, sem virðast yfirvofandi, munum við snúa okkur aftur til þeirra ytra”, sagði Björn Jónsson I samalinu við blaðið. 1 gær var haldinn samninga- fundur i deilu ASl og vinnuveit- enda. „Þetta átti að heita sátta- fundur”, sagði Björn, „en fundar- timinn fór allur i að gera sátta- nefndinni grein fyrir viðhorfum og stöðunni og við afhentum full- trúunum i henni ýmis gögn frá okkur. Annað gerðist ekki og ekk- ert farið efnislega ofan i málin. Ég vil samt ekki útiloka neitt i þvi efni. Enn er um það bil vika til stefnu og þann tima ætti að vera hægt að nota vel. Hins vegar halda vinnuveitend- ur sig við sama heygarðshorn og áður, að engar kaupbreytingar komi nú til greina. Þar hafa við- ræðurnar strandað og staðið fast- ar. Við erum ekki reiðubúnir að gera neins konar samninga án þess að kauphækkanir komi til framkvæinda strax”, sagði Björn Jónsson. — TEKST ÞAÐ AFTUR? óóGript’ann”heitir þessi þýska mynd, sem hlaut önnur verðlaun i sam- keppni um Iþróttamynd ársins þar i landi. Leikurinn er reyndar „rugby” og landið Þýskaland, en keppnisandinn og baráttuviljinn sá sami og i 5. flokknum i fótboltanum hér heima. Þvi Iþróttaandinn er alþjóðlegur — og viö ættum að kynnast þvi á Laugardalsvellinum I kvöld, þvi þar mætir is- lenska landsliðið þvi austur-þýska I hörku baráttuleik i seinni umferð Evrópukeppni landsliða. Fyrri leik liðanna lyktaði með jafntefli og nú er spurningin: Tekstþaðafturikvöld? (Ljósmynd: Dieter Baumann). HVAR FÆST FE TIL AUKNINGARINNAR? Niðurgreiðslur hækka um 100 milljónir á mánuði „Rikisstjórnin ákvað, að landbiinaðarvöruverð skyldi vera óbreytt fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið. Það kemur á rlkissjóð að greiða þann mismun, en hver hann verður er ekki hægt um að segja, þar sem ekki er vitað hvað þetta varir langan tima. Það hafa ekki verið gerðar sér- stakar ráðstafanir til öflunar tekna i þessu skyni”, sagði Matthias Mathiesen, fjármála- ráðherra, i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær, en, sem kunnugt er, ákvað rikisstjórnin að mæta hækkunum á landbúnaðarvöru- verði með auknum niðurgreiðsl- um og halda þannig verðinu ó- breyttu. Talið er, að þessar auknu nið- urgreiðslur nemi um 100 milljónum hvern mánuð, sem þær standa yfir. VIO GETUM HREINT EKKILOSNAÐ VID RÆKJUNA! „Það er litið af rækjuútfiutningi að segja nú, nema að það gengur vægast sagt mjög illa að selja rækjuna. Verðið á rækju er mjög lágt — mun lægra en það sem við getum treyst okkur tii að selja á — og hefur iækkað um ein 40% frá þvi á sama tima i fyrra, reiknað I sænskum krónum. Ég treysti mér ekki til aö spá fram i timann, en eins og er sjást ekki nokkur merki þess, að verðiö hækki næstu mánuði. Við liggjum meö mjög miklar birgðir og reyndar fæ ég ails ekki séð, hvernig við eigum aö geta hafið vertið I haust” sagði Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar S.t.S., i viðtali við Alþýðublaöiö i gær, cn S.t.S. er stærsti útflutningsaðili rækju hérlendis. „Það hefur verið reynt að selja rækjuna um alla Evrópu”, sagöi Ólafur ennfremur, „en gengur ekki. Þó ber þess að gæta, að rækja breytist skyndilegar en flestar aðrar vörutegundir, þannig að ástandiö gæti skán- að, en, eins og ég sagði áðan, þá sjást þess engin merki I dag að svo verði á næstu mán- uðum.” Alþýöubiaðið hafði einnig samband við Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og varð þar fyrir svörum Björn Halidórsson fram- kvæmdastjóri. „Það er allt slæmt af rækjuútflutningnum að segja”, sagöi Björn. Birgöir eru mikiar, eftirspurn takmörkuö og verö fer ákafiega lækkandi. Ég tei mjög ólik- legt að unnt verði að seija rækju til Evrópu á næstunni. Markaðurinn þar, meðal annars I Tékkóslóvakíu, hefur veriö kannaður, en án árangurs.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.