Alþýðublaðið - 05.06.1975, Page 9
fMÍTTIK
Umsjon: Björn Blöndai
t gær fengu A-ÞJóftverjarnir aö æfa á Laugardalsvellinum, þeir fengu þö ekki aö vera f knattspyrna-
skám á æfingunni. Þeir sýndu þaft á æfingunni i gær aft þeir eru tU alls llklegir Ikvðld.
t gær æfftiislenska iiftift lika.en ekki á Laugardalsvellinum, heldur i Kópavogi, og kemur þaft á óvart aft
liöiö skuli ekki fá aö æfa lika á Laugardalsvellinum eins og íift A-Þjóöverja.
Hvernig fer í kvöld?
Laddi:
Ég ætla ekki á leikinn, en ég
fylgist nú sennilega samt meö
hvernig okkur gengur. Ætli hon-
um ljúki ekki með jafntefli 2—2.
Eru þetta ekki annars Þjóðv.
sem viö erum að fara að spila
við? Heyrðu þeir verða þá alltaf
að „verja” og skora þess vegna
ekki mark i leiknum, við vinn-
um þvf 1-0.
Halli:
„Það verður mikið sparkaö I
kvöld, ætli það verði ekki ann-
ars „hrafnaspark” sem þá
verður efst á baugi. Þetta verð-
ur hörku leikur, sem við vinnum
3-1, eftir mikið þref viö dómar-
ann”.
Jón Magnússon vara-
formaður KSI:
„Leiknum lýkur með jafn-
tefli, sennilega verða úrsiitin
eins og i Magdeburg 1-1. Strák-
arnir eiga eftir að standa sig vel
i kvöld og ég hef enga trú á að
Þjóðverjarnir fari með bæði
stigin úr þeirri viðureign”.
isrnn af ólátaseggjunum er f jarlægftur af frónsku lögreglunni
eftir að hafa brotist inn f verslun og unnið þar mikið tjón.
ALBERT GUÐMUNDSSON:
Hef aldrei orðið
vitni að öðru eins
Meðal áhorfenda á leik Leeds
og Bayern Munchen f Evrópu-
keppni meistaraliða i Paris i
fyrri viku var Albert Guð-
■mundsson:
„Allur undirbúningur og það
sem að leiknum laut var i einu
orði sagt mjög góður og all vel
skipulagður hjá Frökkunum”,
sagði Albert. „En ég hef aldrei,
hvorki fyrr né siðar orðið vitni
að öðrum eins skrilslátum og
hjá áhorfendahópnum
sem fylgdi Leeds. Mörgum dög
um fyrir leikinn voru þeir
komnir til Parísar og þurfti lög-
reglan þá margoft að hafa af-
skipti af hópnum, sem m.a.
braust inn i vinverslanir og tók
þar vin og annan varning ó-
frjálsri hendi.
A leiknum sjálfum var þetta
fólk enn verra, það byrjaði á þvi
að henda öllu lauslegu flöskum
og öðru dóti, inn á vöílinn. En
siðan réðust*þeir á áhorfenda-
sætin, sem voru sambyggðir
bekkir úr plasti, brutu þá i sund-
ur, þannig að þeir gátu þeytt
þeim langar leiðir. Hlutu marg—
ir mikil meiðsli af þessum að-
förum, en verst þótti mér að sjá
fyrirliða Leeds, Billy Bremner
fara með leikmenn sina aftur-
fyrir markið og senda óláta-
seggjunum fingurkoss. Þeir
voru liði sinu þarna til stór-
skammar og hef ég enga trú á
öðru en Leeds verði dæmt frá
þátttöku i Evrópukeppninni i
mörg ár vegna þessa atburðar.”
Hans Agnarsson:
‘„Við vinnum leikinn 2-1. Maft-
ur vonar bara að hann haldist
þurr vegna vallarins, það er allt
undir þvl komið hvernig leikur-
inn verður. Við vinnum leikinn,
við förum inná til að vinna, það
er það eina sem dugar”.
Margrét Jónsdóttir:
„Ætli leiknum ljúki ekki meö
jafntefli, ég hef ekki mikið vit á
knattspyrnuog fer helst aldrei á
völlinn. Ætli það verði ekki 0-0
eins og I leiknum gegn Frakk-
landi”.
K.S.I.
LANDSLEIKURINNN
I.S.(.
ISLAND - ÞYSKA ALÞYÐULYÐVELDIÐ
fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld
Dómari: l.M.D. Footefrá Skotlandi
Linuverðir: G.B. Smith & F. McKenzie frá
Skotlandi
Skólahljómsveit Kópavogs leikur frá kl.
19.30 e.h.
Aðgöngumiðar eru seldir við útvegsbank-
ann til kl. 18.00 og i Laugardal frá kl. 13.00
e.h.
Knattspyrnumenn Þýska Alþýðulýðveld-
isins eru meðal bestu knattspyrnumanna
heims.
fimmtudaginn 5. júni og hefst kl. 20.00.
Úrslit i Magdeburg 1974 Þýska Al-
þýðulýðveldið — ísland 1-1
Úrslit í Reykjavik 1975 ísland — Alþýðu-
lýðveldið? (Það er spurning dagsins)
Fjöimennið á völlinn og hvetjið isl. lands-
Iiðið og látum „Áfram ísland” hljóma af
röddum þúsundanna er heimsækja
Laugardalsvöllinn i dag, sem hvatningu
fyrir islenskum sigri.
Knattspyrnusamband íslands.
Fimmtudagur 5. júní 1975
o