Alþýðublaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 8
BRflMBQLT
UHS'Jðöi B»SU SVEiött IQÓrSSBO.
FYRRI HLUTI
FIMM JÚDASAR í FESTI,
SIG FESTU A SKJA.
ÝKJAMIKIÐ VAR UM GESTI,
ENGIN SAT (SVAF?) HJA.
Viö sögöum ykkur frá þvl um
siöustu helgi, aö festa ætti
hljómsveitina Júdas á skjá þá
sömu helgi, og það var rétt. Þaö
var gert að viöstöddu miklu
fjölmenni i samkomuhúsinu
Festi, Grindavík, sem skemmtu
sér konunglega, eins og vera
ber. Brambolt notaöi tækifæriö
og brá sér í Festi meö myndav-
éi aö vopni, og árangurinn sjáið
þiö hér. Júdas fóru sér hægt af
staö, en stigu svo smám saman
á bensinið, uns þeir tóku
vinsæla „soul-stuöara” eins og
„Nutsbush city limits” eftir Ike
ER MÖGULEIKI Á KOMU ROLLING
STONES HINGAÐ í HAUST?
Miðar á 58 borga hljómleikaferðalag þeirra í Bandaríkjunum
seldust upp á átta tímum
Rolling Stones eru nú á hljóm-
leikaferðalagi um Bandarikin,
þvi lengsta sem þeir hafa farið i
I mörg ár. Þeir koma við i 58
borgum, og ein og hálf milljón
manns munu sækja hljómleika
þeirra en miðinn er seldur á átta
dollara. Reikni nú hver sem
betur getur, en Brambolt reikn-
ast til að þarna muni verða um
heildarupphæð að ræða sem
næmi tæpum tveim mill-
jörðum ... Til samanburðar má
geta,að knattspyrnuhetjan Pélé
fær einn milljarð fyrir þriggja
ára samning. Ofan á þessi laun
þeirra bætist við gifurleg aukn-
ing tekna af hljómplötusölu,
sem alltaf fylgir i kjölfarið á
sllkum ferðalögum.
En þetta er ekki aðalatriðið,
það er það, að þessi hljóm-
leikaferð þeirra kemur til með
aö standa fram i lok ágúst, og að
til greina kemur að bæta aftan
við ferðina Háwai og Astralfu,
ÞVÍ EKKIISLANDI LtKA? Hér
er komið hið gullna tækifæri til
þess að fá þessa vinsælustu
rokkhljómsveit heims i heim-
sókn fyrir mun minni pening en
ella, þvi að hingað gætu þeir
komið I eigin flugvél á leiðinni
eitthvað annað, en það er ein-
mitt kostnaðurinn við ferðir
sem hingað til hefur hleypt
miðaverði á hljómleika er-
lendra rokkhljómsveita upp úr
öllu valdi. Það væri alls ekki
óvitlaust, fyrir annað hvort
borgina, eða íþróttasamböndin
að vinna að hingaðkomu Rolling
Stones i samráði við erlenda
umboðsmenn, sem hafa skipu-
lagt ferðalag Stones, (Peter
Rudge og Bill Graham). Hægt
væri fyrir borgina, að gefa eftir
leigu á Höllinni, eða þá að sjá
um framkvæmdir á öðrum stöð-
um fyrir hljómleikahald en öll
undirbúningsvinna yrði væntan-
lega fengin i hendur atvinnu-
lausu skólafólki, utan sú sem
fagmenn þyrftu að vinna.
Brambolt mun næstu daga at-
huga alla slika möguleika vand-
lega ofan i kjölinn, og greina frá
niðurstöðum um næstu helgi.
Gróðinn sem væntanlega yrði
af sliku hljómleikahaldi myndi
renna til Iþróttahreyfingarinn-
ar. En það er margt sem þyrfti
að athuga i sambandi við slika
hljómleika og ekki seinna
vænna að gera svo, þó fyrr hefði
verið, vér erum sem sagt alveg
á slðasta snúning.
Þá hefur einnig flogið fyrir, að
hér kunni að vera um siðasta
hljómleikaferðalag Rolling
Stones að ræða, a.m.k. i bili.
Framh. á morgun
og Tinu Turner, og „Shame,
shama, shame” hennar Shirley
og Co. Það var auðheyrilegt, að
Júdas haföi þróaö tónlist sina i
rétta átt, þaö á mjög vel viö þá
að spila „funky” tónlist. Satt að
segja efast ég stórlega um aö til
sé önnur hljómsveit, starfandi,
sem nær „soulfeeling” jafn vel
og Júdas þaö er alls ekki svo
einfalt fyrir tslendinga, sem
upp til hópa eru gersneyddir
rythma, og takti. Þaö er öruggt
mál, aö þeir geta náö langt meö
þessa tónlistarstefnu sina, og
eru reyndar nú þegar önnur
vinsælasta, og kannski
vinsælasta hljömsveit landsins,
meira þori ég ekki að fullyröa.
Þeir hafa allt til aö vinna, og
litlu aö tapa.
KVENNAVIKA A KVENNAARI
VERÐIIR 14. - 21. JIÍNf
Samstarfsnefnd Kvenfélaga-
sambands tslands, Kvenréttinda-
félags tslands, Kvenstúdenta-
félags Islands, Félags háskóla-
kvenna, Rauðsokkahreyfingar-
innar og Menningar- og friðar-
samtaka islenskra kvenna hefur
ákveðið að helga dagana 14. til 21.
júni næstkomandi með ýmsum
hætti hinu alþjóðlega kvennaári
Sameinuðu þjóðanna 1975.
Hinn 14. júni verður hátiða-
fundur i Háskólabiói. Sigriður
Thorlacius, formaður Kven-
félagasambands Islands, setur
fundinn, en kynnir er Vigdis
Finnbogadóttir, leikhússtjóri.
Gestur fundarins og aðalræðu-
maður verður Eva Kolstad, full-
trúi I fastanefnd Sameinuðu þjóð-
anna og formaður kvennaárs-
nefndar Noregs.
Leikarar munu flytja sögulega
dagskrá um konur á Islandi, sem
starfshópur islenskunema við
Háskóla Islands hefur tekið
saman undir stjórn Óskars Hall-
dórssonar, lektors, en Briet
Héðinsdóttir stjórnar flutningi.
Geirlaug Þorvaldsdóttir mun
flytja ljóð eftir Drifu Viðar með
tónlist eftir Jórunni Viðar, sem
höfundur flytur, og Kammer-
músikklúbburinn leikur. Aðgang-
ur að hátiðasamkomunni er
ókeypis og öllum heimill.
Dagana 20. og 21. júni efna
félagasamtökin til ráðstefnu að
Hótel Loftleiðum undir kjör-
orðum ársins, „Jafnrétti, þróun,
friður”. Hefst ráðstefnan klukkan
10 báða dagana og verða árdegis
flutt stutt framsöguerindi um
jafnréttis-, þróunar og friðarmál
innanlands og á alþjóðavettvangi,
en siðdegis verður unnið i starfs-
hópum.
Frummælendur á ráðstefnunni
verða Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, Sóknarstarfsstúlka, sem
fjallar um verkakonur fyrr og nú,
Björg Einarsdóttir, skrifstofu-
maður, um jafnréttismál, Elin
Aradóttir, húsmóðir, um konuna i
dreifbýlinu, Erla Eliasdóttir,
fulltrúi, sem ræðir um nám
kvenna við Háskóla Islands, Guð-
rún Halldórsdóttir, skólastjóri
Námsflokkanna, um möguleika
kvenna til viðbótarmenntunar,
dr. Gunnar G. Schram og ólafur
Egilsson deildarstjóri um fram-
þróun og frið á alþjóðavettvangi.
Haraldur Ólafsson, lektor og
Steinunn Harðardóttir félags-
fræðingur, um framlag islenskra
kvenna til friðarmála, Katrin
Friðjónsdóttir, félagsfræðingur
fjallar um efnið Konur og visindi.
Steinunn Ingimundardóttir,
skólastjóri, ræðir um heimilis-
fræði, Stella Stefánsdóttir, verka-
kona um stöðu verkakvenna i
frystihúsum á miðju kvennaári
og Guðrún Hallgrimsdóttir, verk-
fræðingur, um jafnréttisbarátt-
una.
Á ráðstefnunni munu leikarar
frá Leikfélagi Akureyrar flytja
leikþátt eftir Jakobinu Sigurðar-
dóttur, rithöfund. Ráðstefnan er
öllum opin.
Tvær sýningar verða opnaðar i
tengslum við alþjóðlega kvenna-
árið. Laugardaginn 7. júni verður
opnuð i hliðarsölum Listasafns
Islands sýning á verkum is-
lenskra kvenna. Verða sýnd þar
67 listaverk eftir 25 konur, mál-
verk grafik teikningar, vefnaður,
höggmyndir og glermyndir. Mun
sú sýning standa i sumar.
1 Bogasal Þjóðmiljasafnsins
verður þann 14. júni opnuð sýning
á nytjalist frá afskekktustu
landssvæðum Norðurlanda. Á
sýningunni verður meðal annars
vefnaður, prjónles, skinnavörur
frá Alandseyjum, Færeyjum,.
Grænlandi, Islandi og Lapplandi.
Sú sýning verður opin i viku, en
siðan er i ráði að senda hana út á
land. Héðan fer sýningin til allra
þeirra landa, sem gripi eiga á
henni.
Dagana 14. til 16. júni mun
Kvenfélagasamband tslands
halda landsþing sitt i Reykjavik.
Þess má geta, að innan vé-
banda þessara félagssamtaka
allra munu nú vera að minnsta
kosti 30 þúsund félagsmenn.
Föstudagur 13. júní 1975