Alþýðublaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 5
(Jtgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Afgreiöslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverð kr. 700.00 á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.- FULL SAMSTAÐA Verkalýðshreyfingin hefur oft verið gagnrýnd fyrir það að sýna ekki nægilega samstöðu i kaup- og kjaramálum. Þvi verður heldur ekki neitað, að á stundum hafa sumir starfshópar, sem notið hafa sérstakrar samningsaðstöðu, notfært sér hana til þess að sækja sér meiri kjarabætur, en aðrir hafa getað fengið. Oft hafa slikar aðgerðir bitnað á öðru launafólki, þvi segja má, að slikar umframkjarabætur séu a.m.k. óbeint á kostnað annarra launþega. Sliks sundurþykkis innan verkalýðshreyfing- arinnar hefur hins vegar ekki gætt að þessu sinni. Yfirleitt má segja, að hinir einstöku starfshópar innan Alþýðusambands f slands hafi sýnt fulla samstöðu i samningamálunum og staðið dyggilega saman um þá meginstefnu, að nú beri að taka sérstakt tillit til láglaunafólksins i þjóðfélaginu. Er full ástæða til þess að fagna þessari samkennd hinna óliku starfshópa launa- fólks og ber að vona, að sú samstaða vari hér eftir sem hingað til. Annað dæmi um samhygð verkalýðshreyfing- arinnar er að finna i ályktun samninganefndar ASl og baknefndar hennar um að tengja beri lausn togaradeilunnar samningum landverka- fólks. í forystugrein i gær hvatti Alþýðublaðið til þess, að heildarsamtök launafólks gengju ekki endanlega frá sinum samningamálum þannig, að togarasjómenn yrðu skildir eftir i verkfalli. Með samþykkt sinni um að tengja beri lausn togaraverkfallsins heildarsamningagerð hafa Alþýðusamband íslands og aðildarfélög þess enn eflt samstöðu launafólks i kjaramálum og þvi fagnar Alþýðublaðið. ATVINNUREKENDAÞRAS Það hefur vakið athygli manna, sem fylgst' hafa með samningaviðræðunum, hve litinn áhuga vinnuveitendur hafa sýnt á að ná samn- ingum við verkalýðshreyfinguna. Bæði er, að svo virðist sem þeir séu að mestu eða öllu for- ystulausir og öll samningsstörf þeirra sérstak- lega laus i reipunum svo og hitt, að þeir virðast a.m.k. vel geta hugsað sér að láta verkfall koma til framkvæmda. Um suma þeirra mætti jafnvel segja, að þeir beinlinis stefndu að allsherjar- verkföllum. Menn skyldu hafa ætlað, að eftir þvi sem verkfallsfresturinn styttist þeim mun meiri al- vöru myndu atvinnurekendur vilja sýna i samn- ingaviðræðunum. Svo hefur þó alls ekki verið. Sjálfur forystumaður þeirra hefur verið talsvert mikið frá þessa siðustu daga og samninganefnd þeirra verið eins og höfuðlaus her þar sem hver heftur togað sinn skækil. Jafnvel þótt meginlin- ur hugsanlegs samkomulags hafi nú legið fyrir um hrið hafa vinnuveitendur ástundað málþóf og þras um minniháttar atriði og þar með eytt miklum og dýrmætum tima til ónýtis. Fari svo, að ekki hafi unnist timi til þess að ganga frá samningum fyrir kl. 12 á miðnætti og verkfall sé þvi skollið á, þá er það fyrst og fremst sök atvinnurekenda, sem hafa þjarkað fram og aftur um þýðingarminni mál, stefnu- laust og reikandi. Þegar jafnvel Morgunblaðinu er farið að blöskra þvermóðska atvinnurek- enda, eins og fram kom i leiðara blaðsins i fyrradag, þá er nú tólfunum kastað. Ný viðhorf í valdajafnvægi Nú þegar Suez-skurðurinn hef- ur verið opnaður, hafa nýjar að- stæður skapast i hinu svonefnda „valdajafnvægi” i heiminum. í einu vetfangi hefur siglingatimi sovéskra herskipa frá heima- höfnum þeirra i Sovétrikjunum til Indlandshafs stytst um 70 til 85%. Það merkir að Indlandshaf er I hæsta máta orðið að sovésku áhrifasvæði. Og Sovétmenn stefna áreiðanlega að þvi að auka enn áhrif sin austur þar. Opnun Suez-skurðarins eru þvi góð tið- indi fyrir sovéska flotann og so- véska stjórnmálamenn. Þessar staðreyndir hafa valdið ráðamönnum NATO og herfor- ingjunum i aðalstöðvum þess i Briissel miklum áhyggjum og kviða. öflugur sovéskur floti á Indlandshafi er bein ógnun við oliuaðflutningsleiðir Vesturlanda — siglingaleiðina frá Persaflóa og til hins vestræna heims. Með flotastyrk á Indlandshafi, sem Sovétmenn geta nú sent með stuttum fyrirvara, geta þeir klippt á þessa lifæð hins vestræna heims á svipstundu. í Brííssel óttast menn þvi, að ef til nýs spennuástands kunni að koma milli Sovétrikjanna og Vestur- veldanna muni sovéski flotinn torvelda oliuflutningana frá Persaflóa. Það gæti flotinn mæta- vel gert, þótt ekki yrði gripið til beinna hernaðaraðgerða. Sérfræðingar NATO, sem fást við alls konar áætlunargerðir um, hvemig eigi að bregðast við hin- um og þessum atburðum, sem gerast kynnu fjalla nú um þessar nýju aðstæður. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri NATO, D. C. Humphrey, hefur lýst þvi yfir við fréttastofur, að hernaðaráætl- anadeild NATO sé nú einmitt að leggja plön um nýjar aðflutnings- leiðir á oliu frá Arabalöndunum til Vesturlanda. Þá hefur ekki heldur skort á að- varanir frá hernaðarsérfræðing- um NATO og NATO-rikja. Bresk- ur sérfræðingur, Stewart Menoul, flugmarkskálkur, sem er yfir- maður varnarmálarannsóknar- deildar breska heraflans, hefur t.d. komið með mjög alvarlegar viðvaranir til æðstu herstjórn- enda NATO-landanna i' ræðu, sem hann hélt á fundi þeirra nýlega. Hann benti m.a. á, að Sovétrik- in ráði nú yfir 17 flotabækistöðv- um frá Madagaskar og afriskum strandrikjum og til Indlands. A sama svæði hafa Vesturveldin 5 flotabækistöðvar. Eins og að framan var sagt hef- ur siglingatlmi sovéskra herskipa fráheimahöfnum til Indlandshafs stytst um 70 til 85% við opnun Suezskurðarins. Og að sögn Ste- wart Manouls hafa flotaumsvif Sovétrikjanna á þessum slóðum ekkert yfirbragð varnarstefnu. Þvert á móti telur hann, að um- svif sovéska flotans þarna austur frá séu beinlinis i þvi skyni að færa Ut áhrifasvæði Sovétrikj- anna. Hann rökstyður þessa skoð- un sina m.a. með þvi, að aðeins 3% af vergri þjóðarframleiðslu Sovétrikjanna stafi af viðskiptum þeirra við lönd við Indlandshaf. Sú olia, sem Rússar kaupa frá þessum slóðum, er ekki flutt með skipum heldur er henni dælt alla leið til Sovétrikjanna eftir leiðsl- um. Þvi segir Manoul, að Sovét- rikin hafi mjög takmarkaðra varnarhagsmuna að gæta á þess- um slóðum. Aukin umsvif sovéska flotans þar séu beinar út- færsluaðgerðir. Þá herma mjög ábyggilegar heimildir i Brússel, að á fundi varnarmálaráðherra NATO- landa, sem haldinn var i mai- mánuði s.l., hafi varnarmálaráð- herrunum verið afhent leyniþjón- ustuskýrsla, þar sem komist sé að mjög svipuðum niðurstöðum og Stewart Manoul gerði grein fyrir. Leyniþjónusta NATO lagði þunga áherslu á þá hættu, sem opnun Suezskurðarins hefði skapað fyrir oliuaðflutningsleiðir Vestur- landa. Niðurstaða leyniþjónust- unnar var sú, að nú gætu Sovét- rikin hvenær sem þeim þóknaðist skorið á þessa mikilvægu lifæð hins vestræna heims. Og stjórnmálamennirnir hafa einnig komið með sinar aðvaran- ir. Peter Walker, breskur þing- maður og hugsanlegur iðnaðar- ráðherra ef ihaldsflokkurinn kæmist til valda i Bretlandi, ræddi þannig um öryggismál er hann f jallaði um „Framtið kapit- alismans” á fundi I Briissel ný- lega. — Fyrir 18 mánuðum sögðu sér- fræðingar, að Sovétrikin stæðu nú jafnfætis Bandarikjunum i kjarn- orkuvopnabúnaði, sagði Peter Walker. — En jafnframt hefur stöðug hervæðing Rússa gert þá miklu öflugri i venjulegum hernaði. Þeir hafa miklu fleiri landher- deildir, en Bandarikjamenn, og eru þeim yfirsterkari á Indlands- hafi, I Norður-Atlantshafi og á Miðjarðarhafi. A hverjum mán- uði bætist nýr kjarnorkuknúinn kafbátur i kafbátaflota Sovétríkj- anna. Sovétrikin þarfnast ekki ills þessa herafla i varnarskyni eingöngu. Þess vegna hlýt ég að vara vestræn riki mjög alvarlega við þvi að draga úr vigbúnaði sin- um, sagði Walker. A fundi varnarmálaráðherra NATO-rilcjanna i mai s.l. var svo einhver, sem kveikti heldur betur i tundrinu. Tillaga kom fram um það, að bandalagið kæmi sér upp flotastöð i Suður-Afriku. Þennan leik ætti bandalagið að leika til þess að hamla á móti siauknum itökum Sovétrikjanna á Indlands- hafi. Þessi hugmynd er ekki alveg ný af nálinni þótt vera kunni, að hún hafi ekki fyrr verið rædd opinber- lega á fundum varnarmálaráð- herra NATO-landa. Bæði herfor- ingjar NATO svo og rildsstjórn Suður-Afríku sjálf munu um nokkurt skeið hafa haft áhuga á bessu. Herforingjar NATO vegna þeirra aðstöðu, sem NATO- rikin fengju _.með flotastöð i Suður-Afriku til þess að tryggja „varasiglingaleiðina” fyrir Góðravonarhöfða. Og stjórn Suð- ur-Afriku til þess að tengjast öflugu varnarbandalagi, er kynni að geta tryggt hana fyrir afleiðingum hugsanlegra nýrra viðhorfa i þessum heimshluta. Þegar Portúgalar sömdu frið i nýlendum sinum i Afriku og ým- ist gáfu þeim frelsi eða hófu und- irbúning að þvi, þá veiktist mjög staða stjórnarinnar i Suður- Afriku. Aður höfðu hún og portú- gölsku nýlenduherrarnir staðið við bakið hver á öðrum. En nú, þegar Portúgalar höfðu sig skyndilega á brott og létu afrlku- búum nýlendurnar eftir, þá þótti Suður-Afriku, sem nú væri hún orðin ber á baki. Suður-Afrikustjórn fór þá að lita i kring um sig eftir nýjum að- ila til „samtryggingar”. Fljót- lega kom hún auga á NATO — og fyrst leynt og svo ljóst tók hún að bjóða NATO flotabækistöð i Suð- ur-Afríku til tryggingar siglinga- leiðarinnar fyrir Góðravonar- höfða. Upp á siðkastið hefur stjórn Suður-Afriku hafið mikla áróðurssókn fyrir þessum mál- stað sinum — og raunverulega hafið söluherferð fyrir flotabæki- stöð I NATO-löndum. Þetta hefur stjórn Suður-Afriku t.d. gert með þvi að hefja auglýsingaherferð i blöðum i NATO-rikjum, þar sem NATO er raunverulega boðin flotahöfn fyrir lítið jafnframt þvi sem rækilega er útlistað hve mik- il trygging slik flotahöfn gæti ver- ið fyrir oliuaðflutninga til Vestur- landa. Það kom þvi ekki meira á óvart á fundi varnarmálaráð- herra NATO-rikja I mai i vor, að ymprað skyldi vera á þessu boði stjórnar Suður-Afriku en það kom mönnum á óvart, þegar Ford Bandarikjaforseti hóf máls á þvi við evrópska bandamenn sina að hleypa Spáni inn i NATO með ein- um eða öðrum hætti gegn þvi að fá herbækistöðvar þar i staðinn. En Suður-Afrika á ekki auðvelt uppdráttar meðal evrópskra að- ildarrikja NATO fremur en Spánn. Utanrikisráðherra Hol- lands, Henrik Vredeling, var ekk- ert að skafa utan af sinu áliti. Hann sagði blákalt við blöðin, að ef ætti að fara að ræða um það, að NATO kæmi sér upp herbækistöð I Suður-Afriku, þá myndi Holland tafarlaust segja sig úr bandalag- inu. Hins vegar mun utanrikis- ráðherrann ekki hafa kveðið jafn fast að orði á fundi utanrikis- og varnarmálaráðherranna, þar sem málið var fyrst rætt opinber- lega innan NATO. Breski hernaðarsérfræðingur- inn Stewart Menoul blæs i glæð- urnar. Hann segir vafningalaust, að vegna öryggishagsmuna verði Vesturlönd að taka upp samstarf við hvert það riki, sem vilji við þau vinsamlegt samstarf hafa. Hann hefur bent á þann mögu- leika, að stofnað yrði sérstakt bandalag Bandarikjanna, Suður- Afriku og Indlands til þess að gæta friðarins á þessum slóðum. Ýmislegt bendir til þess, aö það sé einmitt lausn af þessu tagi, sem sérfræðingar NATO eru nú einna helst að hugleiða. Af stjórn- málaástæðum telja þeir litlar lik- ur á þvi, að ýmis Evrópulönd inn- an NATO muni nokkurn tima samþykkja, að NATO setji upp herbækistöð i Suður-Afriku, jafn- vel þótt aðeins væri um að ræða varðgæslustöð. Aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, Humphrey, hefur sagt á þá lund, að hann telji óliklegt, að NATO muni setja herbækistöð á stofn I Suður-Afriku. — Þó ekki komi til önnur ástæða en sú, að Suður-Afrika er land- fræðilega utan NATO-svæðisins, segir hann. — En það er svo auðvitað eitt, hvað NATO gerir sem bandalag og hvað einstök NATO riki gera upp á sitt eindæmi, sagði hann einnig. Eins og komið hefur fram i fréttum er bað breska flotabæki- stöðin I Simonstown, sem stjórn Suður-Afriku býður NATO nú af- notaf. Þessi flotabækistöð Breta i Suður-Afriku hefur lengi verið starfrækt, en nú hafa Bretar ákveðið að kalla lið sitt heim sem þátt I almennum samdrætti her- afla utan Bretlands. En verður af þeirri heimkvaðn- ingu? Það er alls ekki vist eins og sakir standa, þvi ýmsir stjórn- málamenn á Bretlandseyjum eru nú farnir að segja það opinber- lega, að það sé misráðið að leggja flotabækistöðina i Simonstown niður. Svo e.t.v. þurfa hvorki NATO-rikin né stjórn Suður- Afriku neinar áhyggjur að iiafa? Föstudagur 13. júni 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.