Alþýðublaðið - 26.06.1975, Side 5
titgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson
Fréttastjóri: Helgi E. Helgason
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Slðumúla 11, slmi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, slmar 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
Askriftarverð kr. 700.00 á mánuði.
Verð I lausasölu kr. 40. •
ÚTIÍRSNÚNINGAR MBL.
Morgunblaðið hefur gert sér tíðrætt um grein,
sem breski jafnaðarmaðurinn Paul Johnson rit-
aði i timaritið New Statesman fyrir skömmu.
Grein þessi er að efni til harðorð gagnrýni á
starfsaðferðir bresku verkalýðshreyfingarinnar
og hefur sem slik vakið mikla athygli viða um
lönd. Að sjálfsögðu fjallar Poul Johnson i grein
sinni eingöngu um verkalýðsmál i Bretlandi og
sú gagnrýni, sem hann setur fram, er grundvöli-
uð á vinstri sinnuðum viðhorfum hans sjálfs.
Morgunblaðið reynir hins vegar að snúa þessari
athyglisverðu grein um bresku verkalýðshreyf-
inguna og starfsaðferðir hennar upp á verka-
lýðsbaráttu almennt og þá fyrst og fremst upp á
verkalýðsbaráttuna á íslandi og reynir að snúa
niðurstöðum hennar, sem mótuðust af sósiölsk-
um viðhorfum, upp i verkalýðsfjandsamlega
stefnu i anda þeirra auðmagnshyggjuviðhorfa,
sem Morgunblaðið er fulltrúi fyrir.
Sem úttekt lýðræðissósialista á mistökum og
ágöllum breskrar verkalýðsbaráttu er grein
Poul Johnsons mjög athyglisverð. Hann er
sannfærður jafnaðarmaður og talinn vera i
vinstra armi breska Verkamannaflokksins.
Það, sem fyrir honum vakir með greininni, er að
komast að niðurstöðu um, hvort starfsaðferðir
bresku verkalýðshreyfingarinnar hafi orðið til
þess að hvetja eða letja framsóknina i átt til
þjóðfélags lýðræðisjafnaðarstefnunnar. Menn
geta svo getið nærri, hvort sá grundvöllur skrifa
Poul Johnsons vaki fyrir Morgunblaðinu i út-
leggingum þess. Ætli lestur Morgunblaðs-
höfðingjanna i grein Poul Johnsons og útlegging
þeirra á henni sé ekki meira i ætt við túlkan-
ir myrkrahöfðingjans á Bibliunni?
íslensk verkalýðshreyfing háir baráttu fyrir
framförum og réttlæti eins og verkalýðs-
hreyfingar i öllum löndum hafa gert og gera. Sú
barátta hefur skilað meiri árangri i réttlætisátt
á fáum áratugum, en mannkynssagan greinir
frá að náðst hafi á miklu fleiri öldum. Það er þvi
bæði fráleitt og heimskulegt að halda þvi fram,
að sú barátta hafi verið háð fyrir gýg, enda gerir
Poul Johnson það ekki i grein sinni.
Með sama hætti er það algerlega rangt að
túlka niðurstöður þær, sem Poul Johnson kemst
að i grein sinni um starfsaðferðir samtaka
ákveðinna atvinnustétta i Bretlandi sem alhæf-
an dóm um verkalýðsbaráttu yfir höfuð. Það er
til dæmis margt mjög ólikt um starfsaðferðir is-
lenskrar og breskrar verkalýðshreyfingar. Þær
aðferðir, s.s. eins og skæruverkföll og stað-
bundnar „ólöglegar vinnustöðvanir”, sem
Johnson gagnrýnir eru t.d. nær óþekktar hér á
landi.
Hitt er svo annað mál, að það kann að vera
kominn timi til þess fyrir stéttarfélög láglauna-
fólks á íslandi, t.d. félögin i Verkamannasam-
bandinu og Sjómannasambandinu, að ihuga, að
hve miklu leyti þau eiga samleið með sumum
öðrum stéttarfélögum i kjarabaráttu. Það er
t.d. varla einu sinni hægt að nota sama orðið yfir
kjarabaráttu verkamanna og flugliða. Þar eiga
þau rök sannarlega við, að þær launabætur, sem
hálaunahóparnir sækja sér, séu bæði beint og ó-
beint fengnar með þvi að skerða hlut þeirra,
sem miður mega sin.
Aðalfundur Albvðuflokksfélags Revkiavíkur
NÝR ÞRÓTTUR AD
FÆ RAST f
FÉLAGSSTARFIÐ
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags
Reykjavikur var haldinn hinn 28.
aprll sl. og f6r hann fram I Iðnó.
Fundurinn var vel sóttur og fór
hið bezta fram, af skýrslum þeim
er fluttar voru kom fram að starf
félagsins á liðnu kjörtimabili hef-
ur verið mjög blómlegt og liflegt,
enda gerðu fundarmenn hinn
besta róm að I þeim frjálsu um-
ræðum, er fram fóru á eftir.
Lýstu fundarmenn ánægju sinni
vegna hins ágæta starfs félags-
stjórnarinnar og hvöttu með já-
kvæðum ræðum sinum til enn
meira og öflugra starfs á næsta
kjörtimabili.
Á aðalfundinum fór fram kosn-
ing nýrrar félagsstjórnar og voru
þessir kjörnir:
Sigurður E. Guðmundsson var
einróma endurkjörinn formaður
félagsins, Emilia Samúelsdóttir,
Bragi Jósefsson, Elias Kristjáns-
son.Guðlaugur Tryggvi Karlsson,
Sigurjón Ari Sigurjónsson og
Skafti Skúlason. Þeir Björn Vil-
mundarson og Jón Ivarsson báð-
I ust eindregið undan endurkosn-
ingu eftir langt og giftudrjúgt
starf, sem formaður færði þeim
einlæga þökk fyrir. Hefur félags-
stjórnin nú skipt þannig með sér
verkum, að Emilia Samúelsdóttir
er varaformaður, Guðlaugur
Tryggvi Karlsson er ritari, Sigur-
jón Ari Sigurjónsson er gjaldkeri,
Elias Kristjánsson er spjald-
skrárvörður. —1 varastjórn voru
kjörin Þóranna Gröndal, Skjöldur
Þorgrímsson og Jóhannes Guð-
mundsson.
Formaður félagsins flutti aðal-
fundinum skýrslu félagsstjórnar.
Þar kom meðal annars fram, að
félagið hafði efnt til mjög fjöl-
menrirar og velheppnaðrar sum-
arferðar alþýðuflokksfólks i
Þórsmörk I júni 1974, en þátttak-
endur voru nálægt fimm hundruð
manns og i 14-15 langferðabifreið-
um. Þá efndi félagið til sumar-
leyfisferða erlendis að venju og
tókust þær eftir atvikum vel. Þá
efndi félagsstjórnin einnig til 3ja
velheppnaðra kynnisferða um
Reykjavik, sem voru vel sóttar.
Þá var áfram unnið að útgáfu Fé-
lagsblaðs Alþýðuflokksfélagsins,
en það er nýlunda i félagsstarf-
seminni. Komu 3 tölublöð út á ár-
inu og voru send öllum félags-
mönnum ókeypis.
Þá greindi formaður frá þvi, að
áfram hefði verið unnið að endur-
skoðun félagslaganna og væru
þau nú til endanlegrar afgreiðslu
á þessum fundi. Hefur mjög mikil
vinna verið lögð i það verk undan-
farin 2 ár. Formaður greindi
einnig frá þvi, að félagið sjálft og
einstakir félagsmenn hefðu lagt
fram mjög mikla vinnu við undir-
búning alþingiskosninganna og
borgarstjórnarkosninganna vorið
1974. Hann benti einnig á, að fram
hefðu farið tvær allsherjarat-
kvæðagreiðslur i félaginu, annars
vegar við kosningu fulltrúa á
flokksþing Alþýðuflokksins sl.
haust og hins vegar við kosningu
fulltrúa i Fulltrúaráð alþýðu-
flokksfélaganna i Reykjavik.
Vann félagsstjórnin mikið starf
við undirbúning flokksþingsins,
m.a. að þvi leytinu til, að frá
henni komu margar tillögur, sem
fengu góðan hljómgrunn á þing-
inu. Fjölluðu þær m.a. um endur-
skoðun stefnuskrár flokksins og
kosningu stefnuskrárnefndar,
endurskoðun stefnuskrár flokks-
ins og kosningu stefnuskrár-
nefndar, endurskoðun flokkslag-
anna og kosningu sérstakrar
Sígurður E.Guðmundsson
endurkjörinn formaður
starfsnefndar í þvi skyni, enn-
fremur um kosningu Verkalýðs-
málanefndar Alþýðuflokksins.
Allar þessar tillögur félagsstjórn-
arinnar voru samþykktar á þing-
inu. Formaður greindi einnig frá
þvi, að á starfsárinu hefðu aðal-
fundir verið haldnir i Trúnaðar-
ráði félagsins og Launþegaráði
þess. Er Tryggvi Þórhallsson for-
maður hins fyrrnefnda en Ágúst
Guðmundsson formaður hins sið-
arnefnda.
Sigurður greindi einnig frá þvi,
að á starfsárinu hefði skemmti-
nefnd félagsins efnt til 5 spila-
kvölda og árshátiðar, en öll þessi
skemmtistarfsemi þess var vel og
ágætlega sótt, sem og bingó-kvöld
það, er félagið efndi til sl. haust.
Um fundarhöld sagði formaður,
að 9 fundir hefðu á starfsárinu
verið haldnir i Trúnaðarráði
félagsins, 2 fundir I launþegaráði
þess og 8 almennir félagsfundir
eða samtals 19 fundir. Stjórnar-
fundir hefðu verið 20 talsins.
Loks greindi formaður frá þvi,
að innheimta félagsgjalda hefði
gengið vel og betur en oftast nær
áður. Hann greindi einnig frá þvi,
að á starfsárinu hefði orðið um-
talsverð fjölgun i félaginu þar
sem aftur á móti sárafáir hefðu
helst úr lestinni. Nýir félagsmenn
sagði hann að væru orðnir 46 tals-
ins á starfsárinu.
En formaður hafði lokið flutn-
ingi skýrslu sinnar fluttu þeir
Agúst Guðmundsson og Tryggvi
Þórhallsson skýrslur ráða sinna,
Emilia Samúelsdóttir flutti
skýrslu skemmtinefndar og Jón
Ivarsson gjaldkeri flutti skýrslu
sina. Var hinn besti rómur gerður
að skýrslum þessum og þótti fé-
lagsmönnum auðsætt, að félagið
hefði starfað vel og kröftuglega á
hinu liðna starfsári. Stóðu já-
kvæðar umræður félaganna það
lengi kvölds, að er kosningum
stjornar, varastjórnar og
skemmtinefndar var lokið var
ákveðið að fresta fundi, enda
komið miðnætti.
Aður hefur verið sagt frá kosn-
ingu st jórnar og varastjórnar en i
skemmtinefnd félagsins voru
kjörin þau Emilia Samúelsdóttir,
Þóranna Gröndal, Sigurjón Krist-
insson, Aðalsteinn Halldórsson,
Gunnar Vagnsson, Jón Arnason,
Skafti Skúlason, Sigurður T.
Magnússon og Haukur Morthens.
Framhaidsaðalfundur félags-
ins var haldinn i Alþýðuhúsinu
hinn 28. mai sl. Var þar til um-
ræðu hið nýja frumvarp til laga
fyrir félagið. Gerði Helgi Skúli
Kjartansson grein fyrir þvi en að
máli hans loknu hófst afgreiðsla
þess. 1 frumvarpinu er að finna
mörg athyglisverð nýmæli i fé-
lagsstarfinu. Vel gekk að afgreiða
það og hefur félagið þvi fengið ný
félagslög, sem gerð verður nánari
grein fyrir siðar. I kjölfar þess fór
fram kosning kjörstjórnar og
voru kjörnir þeir Þorsteinn
Sveinsson, Viggó Björnsson og
Marias Sveinsson, til vara
Aðalsteinn Halldórsson og Bergur
Björnsson. 1 fræðlunefnd 'fé-
lagsins voru kjörin þau Bragi
Jösefsson, Helgi Skúli Kjartans-
son, Þóranna Gröndal, Sonja
Berg og Aðalsteinn Halldórsson,
til vara Tryggvi Þórhallsson og
Sigurgeir Kristjánsson.
Þá samþykkti aðalfundurinn
einnig, samkvæmt hinum nýju fé-
lagslögum, að 5% ársgjaldanna
skyldi renna til fræðslustarfsemi
félagsins, er hin nýja fræðslu-
nefndstýrir. Aðalfundurinn sam-
þykkti einnig, að félagsgjöldin
skyldu hækka úr 500 i 1000 krónur,
fyrir hvern félagsmann.
Eins og áður hefur komið fram
rikti mikill einhugur meðal
manna á þessum aðalfundum fé-
lagsins og voru menn bæði á-
nægðir með ágætt starf á liðnu
starfsári og jafnframt staðráðnir
i að sækja enn fram til aukins
starfs og aukinnar eflingar félag-
inu, Alþýðuflokknum og jafnað-
arstefnunni.
Skrásetning nýrra
stúdenta í
Háskóia íslands
fer fram frá 1. til 15. júli 1975. Umsókn um
skrásetningu skal fylgja ljósrit eða stað-
fest eftirrit af stúdentsprófskirteini, skrá-
setningargjald kr, 4200.- fjögur þúsund og
tvö hundruð — og tvær ljósmyndir af um-
sækjanda (stærð 3,5x4.5 cm). Einnig nafn-
númer og fæðingarnúmer umsækjanda.
Skrásetningin fer fram i skrifstofu Há-
skólans, og þar fást umsóknareyðublöð.
Fimmtudagur 26. júní 1975.
o