Alþýðublaðið - 26.06.1975, Page 10

Alþýðublaðið - 26.06.1975, Page 10
fKÍTTIR Löggæslan: Það koma engir áhorfendur á knattspyrnu! PELE SLASAÐIST ÞEGAR MllGUR- lllII TDnn UAIIII llliniD nLPeiéjg-EusMo INN IKUU nANN UNUIK endaði líkast martrðð Pelé, sem bandariska knatt- spyrnuliðið Cosmos i New York hefur greitt milljarð isl. króna fyrir þriggja ára samn- ing, og sem knattspyrnuunn- endur bandariskir mæna á i þeirri von að honum takist að afla knattspyrnu sömu vin- sælda i Bandarikjunum og „Baseball” — mun ekki leika á útivöllum i fyrstu deildar- keppninni þar i landi nema sérstakar öryggisráðstafanir verði við hafðar, að þvi ér for- ráðamenn félagsins segja. Ástæðan er sú, að þegar Pelé skoraði mark, sem dæmt var af, i leik Cosmos við Boston Minuteman á föstu- dagskvöld ruddist aðdáenda- hópur inn á völlinn og þrengdi svo aö hetjunni, að það varð að bera hann burt á sjúkrabör- um. Pelé varð undir þegar lýðurinn þusti inn á völlinn — og lengi sást ekki i kappann fyrir hrúgu áhorfenda; öryggisvaröa og forráðamanna Cosmos, sem allir reyndu að koma Pelé undan. Skyrta hans og bux- ur rifnuðu og annar skor hans losnaði i átökunum, og við fyrstu læknisskoðun virtist hann hafa slasast á ökla og hné. Boston liðið stóð ekki við skuldbinding- ar um fullkomna öryggisgæslu fyrir Pelé. Yfir 20.000 áhorfendur voru á Nickerson Field i Boston, en völlurinn er gefinn upp fyrir 12.500 manns. Fjöldamargir áhorf- endur höfðu komið sér fyrir aftan við mörkin og við hliðarlinur. i „Við vorum mjög, mjög, mjög heppn- ir,” sagði Clive Toye, framkvæmdastjóri Cosmos. ,,Pelé hreyfði fótinn eftir bestu getu, þegar múgurinn þjarmaði að hon- um. Ef hann hefði haldið fætinum stifum hefði hann getað brotnað.” Péle borinn burtu á sjúkrabörum eftir leikinn i Boston á föstudagskvöldið. Lögreglumenn voru engir til staðar til að vemda Pelé, og ef ekki hefðu verið öryggisverðir Cosmos, þá gæti Pelé verið mjög slasaður. Einkalifvörður Pelé, Pedro Garey,og öryggisverðirnir náðu að komast að stjörnunni rétt á eftir aðdáend- unum,svoþeim tókstað fyrirbyggja frek- ari troðning. ,,Ég kastaði mér yfir hann,” sagði Garey, kúbanskur flóttamaður, sem nú er bandariskur rikisborgari. Framkvæmda- stjórinn sem loks tókst að fá Pelé til að leika fyrir Cosmos eftir fjögurra ára elt- ingaleik, virtist skelfdur, þegar hann skýrði fréttamönnum frá atvikinu. „Mér er annt um öryggi hans,” sagði Toye. „Ekki aðeins af þvi að hann er besti knattspyrnumaður i heimi, heldur af þvi að hann er einn af strákunum i liðinu minu. Mér er annt um lélegasta leikmann i heimi. Ég vil ekki að neitt komi fyrir neinn knattspyrnumann likt þessu.” Leikurinn i Boston hafði verið auglýstur upp sem einvi'gi milli Pelé og Eusibio, sem ef til vill er ásamt Pelé einn best kunni knattspyrnumaður i heimi, og Is- lendingum góðkunnur. Báðir léku stöður miðherja, og voru að sögn ekki eins góðir og á gullaldarárum sinum. Eftir atvikið var leiknum haldið áfram, en Eusibio var ekki með sinu liði eftir at- vikið fremur en Pelé. Rafael de la Sierra, varaforseti Warner fjarskiptafélagsins, sem á Cosmos liðið, sagðist hafa verið búinn að biðja Boston lögregluna um aukalið fyrir leikinn, en aöeins 14 lögreglumenn komu þrátt fyrir loforð um 200. En svarið sem hann fékk var þetta: „Lögregluþjóna á knatt- spymuleik? Þaðkoma engir áhorfendur á knattspyrnuleik.....” Auglýsing Laus staða Síldveiðiskip í Norðursjó Staða aðstoðarskólastjóra við Mennta- Vegna fyrirhugaðrar skiptingar sildveiði- kvóta i Norðursjó (austan 4 gr. v. lgd.) vekur ráðuneytið athygli útgerðarmanna á þvi, að nauðsynlegt er að þeir sæki um veiðileyfi til ráðuneytisins fyrir 1. júli n.k., ætli þeir að láta skip sin stunda sildveiðar á áðurgreindu svæði eftir 1. júli n.k. Umsóknir, sem berast eftir 1. júli verða ekki teknar til greina. skólann við Tjörnina er laus til umsóknar. Samkvæmt 53. gr. reglugerðar nr. 270/1974, um menntaskóla, skal aðstoðar- skólastjóri ráðinn af menntamálaráðu- neytinu til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á menntaskólastigi. Umsóknir um stöðu þessa, ásamt upplýs- ingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 19. júli nk. Sjávarútvegsráðuneytið Menntamálaráðuneytið, 25. júni 1975. 19. júni 1975. Föstudagur 27/6 kl. 20.00 1. Landmannalaugar, 2. Þórsmörk 3. Gönguferð á Heklu. 3. júli. Ferð að Skaftafelli og á Oræfajökul. (5 dagar) 5. júli. Ferð til Hvannalinda og Kverkfjalla. (9 dagar) Farseðlar á skriftofunni. Ferðafélag íslands. Oldugötu 3, simar: 19533 og 11798. ÚTIVISTARFERÐiR Föstudaginn 27. 6. Hafursey — Alftaver. Farið á Al- viðruhamra og viðar. Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Faröseðlar á skrifstofunni. Ctivist, Lækjargötu 6, simi 14606. o Fimmtudagur 26. júní 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.