Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 5
væði án sjálfstjórnar svæði portúgalska rikisins. Sömu skilgreiningu hafa Danir einnig notað varðandi yfirráð sin i Færeyjum og á Grænlandi. En hvort sem tiltekin þjóð hefur verið skilgreind i lögum, sem nýlenda eða landssvæði er staðreyndin sú i báðum til- vikum, að viðkomandi þjóð hefur ekki sjálfstjórn. Eins og áður en vikið að er sú skoðun almennt rikjandi, að sjálfstjórn þjóðar sé sterksta aflið til athafna og menningar.Þessi stefna hefur til dæmis hlotið almenna viðurkenningu á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Að visu hafa gömlu nýlenduveldin, svo sem Bretland, Frakkland, Belgia, Holland, Spánn og að sjálfsögðu Portúgal fram að þessu, haldið uppi einskonar réttlætingarþófi i nýlendumál- um.Bandarikin og Suður-Afrika hafa einnig haft sérstöðu i þess- um málum þótt þar sé að visu ó- liku saman að jafna. Við Islendingar höfum reyndar stutt sjálfstjórnarbar- áttu fjariægra þjóða, en öll þessi barátta hlýtur að leiða hugann að þeim þjóðum sem næst okkur búa en njóta ekki sjálfsstjórnar. Nú hlýtur það að vera réttur hverrar þjóðar að fá að vera undir stjórn annars rikis.Ef sú er raunin um okkar nálægustu þjóðir, Græn- lendinga og Færeyinga, þá er það þeirra mál. Ekki skal það heldur dregið i efa að Danir hafi lagt sig fram við að byggja upp efnahagslif þessara þjóða. Á hinn bóginn hlýtur reynsla okkar Islendinga af eigin sjálf- sjæði að undirstrika þá grund- vallarskoðun, að menningu og þjóðfélagsþróun hverrar þjóðar sé best borgið þegar þegnarnir sjálfir fá að ráða málum sinum og örlögum. Frá Grænlandi andaríska þinginu opnasölu til Tyrklands Egyptar og ísraels- menn fá samskonar vopn Ákveðið hefur verið að SadatEgyptalandsforseti fari i opinbera heimsókn til Banda- rikjanna i næsta mánuði. For- setinn hefur ekki farið dult með að hann ætlar að fara fram á það við stjórn Banda- rikjanna að hún selji Egyptum vopn, ef til vill samskonar vopn og Israelsmenn hafa beðið um. Sovétrikin hafa til þessa selt Egyptum öll þau vopn, sem þeir þurftu á að halda, en ein- hverra hluta vegna hefur sambandið milli rikjanna dofnað i seinni tið og viðskipti sömuleiðis. Kýpurdeilan hefur nú staðið nokkurn tima og hefur margt ver- ið gert til þess að leysa hana og hafa áhrif á gang málanna. Málið var m.a. rætt nokkuð á Oryggis- ráðstefnunni i Helsinki og strax á fyrsta fundi Allsherjarþingsins i fyrradag kom málið á dagskrá. Ýmsirhalda þvi fram að deilan hafi komist i sjálfheldu vegna þess að Bandarikin settu af- greiðslubann á vopnasölu til Tyrklands og þar á meðal á vopnabirgðir, sem Tyrkir höfðu þegar greitt. Ford forseti hefur lagt á það mikla áherslu að bann- inu verði aflétt en sá róður hefur reynst honum harla þungur. I öldungadeildinni fór frumvarp SKEYTI Marijuana brennur Stjórnvöld á norðurhluta Súmötru hafa látið brenna upp um 2.000 plöntur af marijuana, sem er stærsta magn af þessari ólöglegu plöntu, sem fundist hefur i Indónesiu- Eigandinn hefur ekki enn fundist. Leynilögregla skotin Háttsettur maður i leynilög- reglu Argentinu var i gær skot- inn til bana af hópi byltingar- sinnaðra vinstri manna. forsetans um að banninu yrði af- létt, naumlega i gegn og var það samþykkt 31. júli með 47 atkvæð- um gegn 46. Siðan hefur frum- varpið verið til umræðu i utanrikismálanefnd fulltrúa- deildarinnar en þar var sam- þykkt i gær með 20 atkvæðum gegn 9að leggja frumvarpið fram i deildinni. Áður en atkvæða- greiðsla fór fram i nefndinni hélt Ford forseti ræðu og lagði hart að þingmönnum að greiða atkvæði með frumvarpinu. Þá ræddi að- stoðarutanrikisráðherra, Joseph Sisco um málið og lagði til að nefndin samþykkti það, ekki sist á þeim forsendum að aflétting bannsins gæti orðið til þess að leysa Kýpurdeiluna. Nýr jarðskjálfti I gær varð nýr jarðskjálfti i borginni Hani i Tyrklandi og hrundu þá þau 80 hús, sem enn voru uppistandandi frá þvi fyrri jarðskjálfti varð i borginni um siðustu helgi. Vopnasölubannið Vopnasölubann Bandarikanna á Tyrklandi gekk i gildi i febrúar á þessu ári. Bannið var sett á til að mótmæla þvi að Tyrkir hefðu notað bandarisk vopn, til þess að gera innrás á Kýpur. Tyrkir hafa mótmælt þvi að svo sé. Rödd jafnaðarstefnunnar alþýðu hlKmfii Niðurstaðan Það verður ekki sagt um núverandi rikis- stjórn, að hún hafi ekki sterkan þingmeirihluta. En eru stjórnarstörf hennar i samræmi við það? Það verður ekki séð. Það, sem einkennt hefur starfstimabil rikis- stjórnarinnar, er almennt stjórnleysi. Alþingi verður þess vart. Almenningur i landinu verður þess var. Jafnvel stuðningsmenn stjórnarinnar komast ekki hjá þvi að veita þvi athygli. Þrátt fyrir mikinn þingstyrk rikisstjórnarinnar er hún ekki sterk stjórn. Hún nýtur ekki trausts þjóðar- innar og rikisstjórn, sem ekki gerir það er ekki sterk stjórn, þótt hún kunni að hafa mikinn þing- styrk á bak við sig. Það er enginn vafi á þvi, að þegar rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar var mynduð vonaðist þjóðin eftir þvi, að óreiðutimabilinu, sem var einkenni rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, væri lokið. Almenningur i landinu hafði látið i ljós almennt vantraust á þá stjórnarstefnu ring- ulreiðar og glundroða, sem einkenndi þau þrjú ár, sem Framsóknarflokknum hafði tekist að halda stjórnarforystu i landinu. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hafði beðið afhroð og menn töldu, að það vantraust á þá rikisstjórn, sem fram hafði komið i úrslitum kosninganna sið- ustu, hlyti að hafa verið það ótvirætt, að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af, að slikt stjórn- arfar þyrfti að endurtaka sig. En hver hefur orðið raunin á? Svo veik, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar var, þá virðist núverandi sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- ar vera ennþá veikari. Ástandið á Islandi nú er ósköp svipað og i þeim nágrannalöndunum, þar sem minnihlutastjórnir sitja við völd. Þess gæt- ir ekki i islensku stjórnarfari, að við völd I land- inu sitji stjórn, sem styðjist við sterkari þing- meirihluta en nokkur sú stjórn, sem völdum hef- ur ráðið á Islandi siðustu áratugi. Hve margt hefði ekki verið hægt að gera með jafn sterkri þingræðisstjórn og nú situr i land- inu? Að visu er stjórnin þvi marki brennd, að að henni standa þeir stjórnmálaflokkar, sem eru málsvarar auðhyggjuaflanna i landinu. En hvaða tækifæri hafði sú stjórn ekki þrátt fyrir það? Aðeins ef hún hafði viljann, þá var verka- lýðshreyfingin þrátt fyrir allt reiðubúin til þess að gera tilraun til þess að starfa með henni að sameiginlegri lausn vandamála þjóðarinnar. Rikisstjórnin þurfti ekki annað, en að sanna verkalýðshreyfingunni, að hún vildi samvinnu og samstarf. Þá var verkalýðshreyfingin reiðu- búin til þess að sýna henni umburðarlyndi, traust og trúnað. Þá var verkalýðshreyfingin reiðubúin til þess að rétta fram sáttahönd til rik- isstjórnarinnar og segja: Eigum við ekki að reyna að leysa vandamál þjóðarinnar i bróð- erni? En rikisstjórnin virti samvinnutilboð verka- lýðshreyfingarinnar að vettugi. Hún þóttist ekki þurfa á hennar liðsinni að halda. Hún þóttist geta allt saman sjálf. Og hver er árangurinn? Skortur á gagnkvæmu trausti. Skortur á sam-\ vinnuvilja. Sannfæring launafólks i landinu um, að það nái ekki rétti sinum nema þvi aðeins, að rikisstjórn ihaldsaflanna viki frá. Sú er niður- staðan af stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Fimmtudagur 18. september 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.