Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 8
HORNID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Si'ðumúla 11, Reykjavík , kaupmaður í Keflavík, svarar Hilmari Jónssyni allar þessar eignir? Árni Samúelsson Hvar eru Arni Samúelsson, kaupmaður i Keflavik, hringdi og vildi gera eftirfarandi athugásemd við opið bréf, er kom hér i Horninu frá Hilmari Jónssyni, Keflavik: Ég undirritaður vil hér með leiðrétta þann misskilning, sem Hilmar Jónsson setur fram i Horninu 16.sept.sl. Hilmar Jónsson telur eignir minar vera uppá 150—200 mill- jóna virði og vil ég spyrja hvar hann fái þessar tölur. Mér finnst það vafasamt af Hilmari, að tala um eitthvað i fjölmiðlum, sem hann hefur greinilega ekki kynnt sér sem skyldi.En vegna þess að Hilmar er ekki, eftir þessum skrifum að dæma, dómbær um það, hver á hvað, vildi ég upplýsa hann um það, að eina fasteignin, sem þinglýst er á mitt nafn, er i- búðarhús mitt og engar eignir aðrar. Allar aðrar eignir sem Fram- komunni ábótavant í verslununum Móðir sem á barn á táninga- aldri, hringdi i okkur: Hér er smásaga handa ykkur úr daglega iifinu i svokölluðum tiskuverslunum borgarinnar. Dóttir min er að byrja i skólanum þessa dagana og fór ég með henni að gera smáfatainnkaup á dögunum.Við lögðum leið okkar inni stærstu tiskuverslunina sem jafnframt auglýsir mest frábærar vörur og annað i þeim dúr. En mikið skelfing varð manni ónotalega við að koma þarna inn. Ungar stúlkur, uppstrilaðar, japl- andi á tyggjói, mælandi okkur mæðgur upp og niður.Og það lá við að maður þyrfti að ganga á eftir þeim til að fá sig afgreidda. Svo var öll þeirra framkoma með hangandi hendi, ekkert gert til að örva viðskiptavininn. Fljótlega eftir að inn kom, hafði ég það á tilfinningunni að ég væri ekki velkominn viðskiptavinur.Mér er spurn: Velja forráðamenn þessara verslunar afgreiðslu- fólkið algerlega eftir útlitinu? Ræður vinaleg og uppörvandi framkoma engu i vali þeirra? Hilmar Jónsson telur mig eiga, eru eignir dánarbús, og þinglýst- ar á það. Hilmari ætti að vera kunnugt um það, að hann getur fengið allar upplýsingar sem Að undanförnu hefur örlað á gagnrýni á nokkra þætti landbún- aöarmála og er það vel. Landbúnaður er okkur nauðsyn- legur og við verðum að kappkosta að vera sjálfum okkur ávallt nóg- ir um allar þær lifsnauðsynjar sem landið og landgrunnið geta hugsanlega gefið okkur. Ef við viljum vera sjálfstæð og andlega heilbrigð þjóð, þá er okk- ur jafn mikil nauðsyn i að halda mestum hluta landsins i byggð og vegasambandi. Heilög kýr: Ótrúlegt er að nokkrir hafi tekið það alveg bókstaflega að Jónas Kristjánsson vildi leggja niður landbúnað óg flytja mjólkina inn með flugvélum. Hitt mun vera sönnu nær að honum tókst mjög vel að vekja athygli á og umtal um stórkostlegt vandamál, en þar hitta menn fyrir heilaga kú.Það á sýnilega ekki að liða neina gagn- rýni á málefni landbúnaðarins. Niöurgreiöslurnar: Bútasala á nautakjöti Hinar óhóflegu niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur eru út af fyrir sig stórkostlegt vandamál og verður að stefna að þvi að afnema þær i áföngum og koma á frjálsri verðmyndun i landbúnaði sem og annarsstaðar i þjððfélaginu. Hvað niðurgreiðslur landbún- aðarafurða varðar, þá keyrir fyrst um þverbak þar sem eru hinar óniðurgreiddu afurðir og er fáheyrt að vissum hópum fram- leiðenda og neytendum almennt skuli vera boðið upp á þetta mis- ræmi. A meðan landbúnaðarvörur eru niðurgreiddar á annað borð, verða þær allar að vera undir sama hatti.Til þessa höfum við ekki átt kost á almennilegu kjöti að rieinu ráði, en nú þegar hafin er nokkur framleiðsla á þvi, þá verðum við að sjá á eftir þvi til út- landa á gjafverði af þvi að það fellur ekki inn i kerfið.Nú á jafn- vel að bæta gráu ofan á svart og hann þarfnast til staðfestingar þessu máli, hjá bæjarfógetanum i Keflavik. Svo vil ég að lokum benda Hilmari Jónssyni á það, að kanna hlutina vel og kynna sér hafa bútasölu á nautakjöti i hálf- an mánuð.Er hægt að bjóða neyt- endum allt.Mönnum hefur jafnvel dottið i hug að sækja um innflutn- ingsleyfi fyrir islensku nautakjöti til Islands og yrði synjað um það, þá þyrfti það væntanlega að vera á annari forsendu en hættu á sjúkdómum, þar sem þetta kjöt þyrfti aldrei að fara frá skipshlið og dygði væntanlega að sigla inn fyrir landhelgi viðkomandi út- flutningslands. A sama tima og þessi ósvinna viðgengst er verið að rækta upp stofn holdanauta i Hrisey. Svipað er ástatt með afurðir svina og alifugla að ekki sé minnst á grænmeti. Mér er spurn til hvers höfum við ráðherra og alþingismenn, ef ekki til þess að lagfæra svona augljósa agnúa á kerfinu. Grimur, sem verslar stundum i „rikinu” sendi okkur nokkrar lin- ur: Ég get ekki lengur orða bundist yfir þessum verslunarmáta hjá ,,rikinu”.Um siðustu helgi, gerði ég innkaup i þessari verslun, rétt eins og f jöldi manns gerirÞað var náttúrlega alveg troðið út úr dyr* um hjá þessari vinsælu verslun, eins og alvanalegt er á föstudög- um.Mig langar til að varpa fram einni spurningu: Hvað haldið þið, sem stjórnið opnunartima „rikis- ins”, að stór prósenta af þvi fólki, er verslar við ykkur á föstudög- um, hlaupi frá vinnu til að gera innkaup? Vitið þið nokkuð um það, hvað fyrirtæki leggja af mörkum til að starfsmenn þeirra geti komist i „rikið”? Það er nefnilega ekki nóg með að fólkið sé að gefa frá sér peninga til á- fengisdrykkju, heldur er það einnig að nappa tima frá þeim málin vandlega, áður en hann fer að nota pennann sinn i fjölmiðlum. Keflavik Arni Samúelsson, kaupmaður nautakjöti Vísitölubúin: Visitölubú landbúnaðar er fundið með hliðsjón af búreikn- ingum litils hóps bænda og er vægast sagt hæpinn grundvöllur til verðlagningar á landbúnaðar- afurðum og þýðir i raun að þeir bændur sem hafa stór bú og vel rekin, bera of mikið úr býtum og þeir sem hafa litil bú og illa rekin, komast þokkalega af samt og munu ófaglærðir verkamenn varla þurfa að óttast samanburð við þá hvorki hvað viðkemur efnahag né vinnutima. A sama tima og iðnfyrirtæki i harðri samkeppni við innflutning, voru undir smásjá verðlagsyfir- valda og visitala launa var tekin úr sambandi, þá hafði verðstöðv- un engin áhrif á hækkanir land- búnaðarvara. Bændur þurfa ekki annað en sýna fram á að þeir geti aukið framleiðslukostnað. fyrirtækjum, sem það vinnur hjá, um leið og það fer úr vinnu til að versla.Hvað ætli flaskan sé komin hátt i krónum, ef allt er reiknað með? Þetta eru bara þankar frá eigin brjósti, en ég held að það sé kominn timi til að taka þetta mál föstum tökum.Til að byrja með, mætti hugsa sér að „rikið” bætti þjónustuna við kúnnann og um leið við þau fyrirtæki, sem verða að sjá á eftir starfsmönnum sin- um i „rikið” á miðjum vinnudegi. Þetta er að visu ekki langur timi, sem fer i þetta hverju sinni, en safnast þegar saman kemur.Við gætum hugsað okkur, að „rikið” hefði eina af verslunum sinum opna fram til klukkan tiu á kvöld- in, á föstudögum.Nú og svo mætti að skaðlausu taka upp laugar- dagsopnun lika.Þá er það ekki meira að sinni, en vonandi hug- leiðið þið málið, þeir sem eiga. Brídge Gildruveiðimaður við bridgeborðið Stundum kemur sér betur að kunna að leggja gildrur og þá ekki siður að kunna að varast þær.Hér höfum við dæmi. Austur Vestur á hættu. Norður gefur. A D G 7 V K D 6 4 ♦ K D G 2 ♦ A 7 *Á9642 V 73 yA8 ♦9865 AÁ4 + DG 9 4 3 * 10 862 ♦ 10 8 3 V G 10 9 5 2 ♦ 10 7 3 ♦ K 5 Sagnir tóku fljótt af. Norður vakti á 1 grandi i fyrstu hendi. Vinur vor i Austri sagði pass, Suður 2 hjörtu, sem var passað hringinn.Vestur sló nú út spaða- kóng, sem reyndist hið ágætasta útspil og Austur kastaði niunni i, aftur spaði og Austur tók á ásinn. Austur þóttist nú sjá i hendi fimm slagi.En þá vantaði amk. einn til að hnekkja sögninni.Við athugun á spilum blinds, þóttist hann sjá, að sagnhafi gæti naumast átt mikið af málspilum. i stað þess að spila spaða i þriðja sinn og gefa makker tromp stungu. spilaði hann tigulás og aftur tigli.Blindur tók á tigulkóng og spilaði smáhjarta út i von um að hann yrði látinn fljóta til sagnhafa eða Vesturs. En Austur var vel á verði, tók á trompásinn, spilaði nú spaða sem Vestur trompaði og þurfti ekki að vera i neinum vafa um að spila tigli til baka, sem hann og gerði.Austur tók á trompáttuna.Einn niður.Á eftir sagði kona hans, sem sat i Vestur: „Þetta er honum likt. Hann setur sér mark og mið og gengur svo hreint að verki!” Innflutningur á íslensku Hvers vegna ekki kvöldsala hjá „ríkinu” FRAMHALDSSAGAN- Svona hlutir taka alltaf sinn tima. Renata sletti i góm. — Ekki svo langan tima, Andrew. Þú ert karlmaður, er það annars ekki? Ég hefði nú ekki haldið að þér fyndist það svo erfitt verk. Hann brosti með sjálfum sér og á þvi augnabliki hataði Justina hann, og það skipti hana ekki lengur máli að hún haföi sviðsett allan þennan leik. Það eina sem skipti hana máli núna var að hann var að leika sér að henni eins og köttur að mús, og gerði grin að henni. Eitt andartak lang- aði hana til að afhjúpa hann á staðnum, og taka sjálf af- leiðingunum, en það augnablik leið og hún lét reiðina sjóða innra með sér. — Justinu hefur hún ekki fundist nógu frisk til að standa i þess háttar, hélt hann áfram, Justinu til sárrar skapraunar. Renata hrukkaði aftur ennið.— Ekki nógu hraust? Er þetta rétt Justina.Ert þú haldin einhverjum sjukdómi, sem þú hefur ekki sagt mér frá? Justina sendi honum eitrað augnaráð.— Auðvitað ekki, Tia Renata.Ég hef bara átt i,átt i erfiðleikum með taug- arnar. — Þú hefur aldrei sagt mér frá þvi.Ertu nokkuð i með- höndlun hjá Ramirez lækni? — Það er nú ekki svo alvarlegt, sagði hún.— Andrew hefði ekki þurft að hafa orð á þvi. — Hvers vegna ekki? spurði hann og það hlakkaði i hon- um.— Það er betra að segja frá þvi en iáta frænku þina halda að við viljum ekki eignast börn. Justina kreppti hnefana.Hann var svo iskaldur og róleg- ur og virtist staðráðinn i að koma henni úr jafnvægi.— Ég held við ættum að fara núna, sagði hún. — Vib viljum ekki þreyta Renötu frænku of mikið. — Ég er ekki þreytt, mótmælti gamla konan, en frú Gomez kom að rúminu. — Frænka yðar hefur rétt fyrir sér, senhora, sagði hún Alþýðublaðið ákveðinni röddu.— Það hefur nógu margt viðburðarrikt verið á seyði i dag. — Já, sagði Renata og sleppti ófús hendi hans.Hún leit sjóndöprum augum að andliti hans og sagði: — Þú kemur aftur að sjá mig Andrew, er það ekki? Hann brosti til hennar og strauk bliðiega um kinn henn- ar,—Auðvitað geriég það, Renata, ef þú óskar þess. — Komdu Andrew, sagði Justina kaldri röddu, en hann lét ekki hrófla sér úr stað.Og það var hann, sem Renata var að biðja að koma aftur.Þegar út úr herberginu kom gekk Justina á undan niður stigann niður i fordyrið, stein- þegjandi, og það var ekki fyrr en þau komu niður i dag- stofuna og hittu Juönu, að hún varö aftur vingjarnleg, bauð honum drykk og lét hann skenkja þeim báðum I glas. Juana leit áhugasöm á þau bæði, lagði saumaskapinn til hliðar og brosti þegar hann fann barskápinn. Justina var enn reið.Hvað var eiginlega að fólki? Hvers vegna horfðu allir með svona mikilli velþóknun á þennan meinta eigin- mann hennar? Frænka hennar var ekki yfirleitt svona innileg við ókunnuga. Siðdegisverðurinn gekk án teljandi atburða. Juana fór I rúmið um klukkan tiu og Justina spurði hann hvort hann vildi nokkuð að drekka — Áttu við áfengi? spurði hann ein- feldnislega. Hann sat i stól til hliðar viö plötuspilarann, sem hann hafði spilað á allt kvöldið. — Nei, ég átti við te. Andrew fannst gott að fá sér te ég á við, þér fannst gott að fá þér te seint á kvöldin. Augnatillit hans skaust á hana, og hún bölvaði sér i hljóði fyrir aðgæsluleysið.— Gerði ég það,já.Ég man ekki eftir þvi, en úr þvi ég var vanur þvi, þá væri það ekki úr vegi að fá sér te. — Mig langar i te, sagði hún óþolinmóð.— Mér fannst bara að úr þvi þú varst vanur að fá þér te, þá. — Nú, já.Hann stóð á fætur og teygði úr sér,— En i sann- j leika sagt er ég yfir mig þreyttur. — Auðvitað.Fyrirgefðu! Þú skalt þá bara fara upp, og ég ætla að sitja stundarkorn hérna niðri, og svo ætla ég að | láta Benitu vita, að við séum farin að sofa. Hann þagðLSvo gekk hann i átt að dyrunum.-— Ég sé þig | þá seinna. Justina roðnaði.— Nei annars.það held ég ekki,ég á við, J það er allt of snemmt. Svipur hans varð nú hörkulegur — Ég er ekki að leggja | til að við sofum saman, en úr þvi herbergin liggja hlið við | hlið fannst mér eðlilegt að við segðum góða nótt hvort við | annað þar uppi. Justina togaði ókyrr i ermina.— Fyrirtak.Hann horfði á I hana alla með svip sem ekki leyndi aðdáun.Svo gekk hann I út.Þegar hann var farinn varpaði hún öndinni léttara. • Þetta voru búin að vera hræðileg augnablik. Þegar hún kom upp á herbergi sitt var búið að loka millidyrunum. Hún leit ringluð á dyrnar.Hann hlaut að j hafa lokað þeim, þvi þær, voru opnar þegar þau fóru niður. | LYGA- VEFUR Fimmtudagur 18. september 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.