Alþýðublaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 1
alþýðu 199. TBL. - 1975 - 56. ARG. Rætt við drykkjukonur - Sjá bls. 5 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER Ritstjórn Siöumúla II - Sfmi 81866 BAKSIÐA | Nato: Þorskastríð | yrði litið alvarlegum | augum - sjá bis. 3 -----Miklar skatt- hækkanir boðaðar Vmsar ráðstafanir, sem þýða beinar skattahækkanir eða igildi þeirra, eru boðaðar i fjár- lagafrumvarpi rikisstjórnar- innar þótt f hinu orðinu sé sagt, að rifa eigi seglin i fjármálum rikissjóðs. Þannig gerir frum- varpið ckki ráð fyrir þvi, að skattvisitalan hækki nema i 125 stig miðað við 100 stig á yfir- standandi ári. A sama tima hef- ur vöxtur verðbólgunnar numið yfir 50% þannig að ef skattbyrð- in ætti að vera sú sama árið 1976 og hún er i ár ætti skattvisitalan að hækka i a.m.k. 150 stig. Þar sem hækkun skattvisitölunnar er aðeins u.þ.b. helmingur þes$ er þvi ljóst að ráðgerðar eru Frh. á bls. 2. OFMÆLINGIN ENDURGREIDD? — Við munum leiðrétta þær skekkjur sem fram hafa komið i útreikningum á álagi ákvæðis- Verður það Stuart-Clark sem kemur? Innan tiðar er væntanlegur hingað til lands einn af þrem- ur læknum sem tslendingar þekkja eflaust bezt. Læknar þessir hafa verið gestir á is- len/.kum heimilum á hverju laugardagskvöldi vikum og mánuðum saman og komið mörgum i gott skap. Hér er um að ræða þá félaga, Waring, Dick Stuart — Clark og Collier, sem eru aðal- hetjuenar i læknaþáttunum brezku. Félagið Anglia heldur árs- hátið sina þaun 51. janúar n.k. og hefur boðið einum af læknunum til að vera sérstak- ur gestur félagsins á árs- hátiðinni. Hver það verður veit enginn nema formaður félagsins, Alan Boucher, en hann cr þögull sem gröfin. Alþýðublaðinu er kunnugt um aö þessi umræddi leikari er um þessar mundir í Astraliu að leika i kvikmynd, en hefur þegið boð um að koma hingað til landa á árs- hátiðina. llér birtist mynd af hiniim brögðótta Stuart-Clark, sem lcikinn er af Geoffrey Davis og ef til vill verður það hann sem kemur til með að at- huga hcilsufar Angliumeðlima el'tir nokkra mánuði. vinnunnar, sagði Gunnar Björns- son, formaöur Meistarasam- bands byggingarmanna, er Alþýðublaðið hafði samband^' við hann i gærkvöldi. — Verðurþessi ofháa álagning greidd til baka? — Það tel ég ekki koma til greina þar sem álagningin hefur alltaf verið samþykkt af verðlags- stjóra. Annars vil ég ekkert tjá mig frekar um þetta mál i fjöl- miðlum, sagði Gunnar Björnsson. Verðlagsstjóri, Georg ólafsson, sagðist vilja itreka fyrri mótmæli um að verðlagsyfirvöldum hefði verið kunnugt um að álagningin væri ofreiknuð. Hins vegar hefði þessi skckkja farið fram hjá verðlagsyfirvöldunum þar til i sumar að farið var að kanna málið nánar. Siðar i vikunni mun verðlags- stjóri taka ákvörðun um fram- hald málsins, en ljóst er, að úr þcssu er útilokað að leiðrétta ranga álagningu sem viðgengizt hefur árum saman og láta þar við sitja. Fjölmargir húsby ggjendur hafa liaft samband við Alþýðublaðiö og fært þvi þakkir fyrir að hafa vakið athygli á þessu máli. Mun blaðið fylgjast vcl með framvindu mála og skýra jafnóðum frá þvi sem aðhafzt verður. I | Stefnumarkandi ræða Björns Jónssonar TEKIZTÁ VIÐ ORSAKIRNAR — og hætt að glíma við afleiðingarnar einar saman Verkalýðs- hreyfingin á nú um tvennt að velja: annars vegar beina kauphækkunarleið, 50—100% hækkun, með þegar kunnum afleið- ingum, sivaxandi verð- bólgu — hins vegar hóf- legar kaupkröfur með viðtækum hliðarráð- stöfunum. Þétta var megin- inntak ræðu sem Björn Jónsson, forseti ASÍ og ritari Alþýðuflokksins, flutti á 2. kjör- dæmisþingi Alþýðuflokksins i Reykjavik nú um helgina. A sunnudagsfundinum flutti Bjöm Jónsson ræðu, þar sem hann rakti þróun efnahagsmála Björn Jónsson siðustu árin og vék siðan að ástandi og horfum i efnahags- og kjaramálum á þessu ári. Taldi Björn að horfurnar i þessum málum væru uggvæn- legar, og verri en við hefðum nokkurn timann þekkt áður hér á landi. Benti margt til þess, að rekstur útgerðarinnar út um landsbyggðina stæði höllum fæti og afleiðingar þess væru ófyrir- sjáanlegar. Þá taldi hann augljóst að iðnaður og þjónustu- störf, sérstaklega á Reykja- vikursvæðinu, yrðu fyrir þung- um áföllum. Þá benti Björn á, að verðbólguvandinn væri að mestu heimatilbúinn og stjórn húsnæðismálanna hefði alger- lega mistekizt. Hann taldi að húsnæðismálin væru eitt stærsta málið sem tekið yrði fyrir i kjarasamningunum i haust. Björn kvaðst álita að fyrir hendi væru nú tvær leiðir fyrir , verkalýðshreyfinguna, annars vegar bein kauphækkunarleið og mætti kauphækkunin ekki verða lægri en 20-30%, ásamt vísitölutryggingu. Hann taldi fráleitt að knýja fram meiri- háttar ka'uphækkanir og skipti engu hvort talað væri um 50% eða 100% kauphækkun, afleið- ingin yrði hin sama, áframhald- andi og sivaxandi verðbólga. gengisfellingar og jafnvel at- vinnuleysi. Hanu.benti á að vandinn yrði ekki leystur á faglega sviðinu einu saman, heldur yrði einnig að koma til órofasamstaða verkalýðsflokkanna bæði til skamms og langs tima. Björn benti á að nauðsynlegt væri að takast á við orsakirnar en hætta að glima við afleiðingarnar Frh. á bls. 2. 117 ráðnir í heimildarleysi Rikisstofnanir hafa veriðósparar á að ráða til sin starfsmenn án þess að fá til þess nokkra heimild. Þannig kemur i ljós i starfsmannasrká rikisins, að i fyrra var ráðið i 117 heilsdagsstörf án leyfis og veldur þetta kostnaðarauka er nemur liðlega 100 milijónum króna. I fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til þessarar upphæðar, þar sem eðlilegast þykir að Alþingi taki afstöðu til málsins. Það er dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem hefur gengið iengst i þvi að bæta við fólki án þess að afla til til þess heimildar. Til stofnana og embætta er heyra undir þetta ráðuneyti var kostn.aukai vegna aukins mannafla án heimildar 39,5 milljónir króna. Næst kemur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið með 14,8 milljónir. Stöður sem taldar eru upp i starfsmannaskrá rikisins eru 5.967 en þær eru skipaðar nokkru fleiri mönnum eða 6.490. Flestar stöður flokkast undir menntamálaráðuneytið eða 3.385 talsins. Þar af eru stöður við grunnskóla taldar vera 2.306. Niðurskurður á námslánum 50% Fulltrúar námsmanna segja sig úr stjórn lánasjóðsins Á fundi stjórnar Lánasjóðs is- lenzkra námsmanna um miðjan dag i gær sögðu fulltrúar náms- manna i stjórninni, þeir Atli Amason, Finnur Birgisson og Einar G. Harðarson, af sér stjórnarstörfum. Létu þeir bóka eftir sér harðorð mótmæli við að- gerðir og afstöðu stjórnvalda til lánamála islenzkra námsmanna oghvetja til virkrar samstöðu um að hrinda árásum ráðamanna á þau grundvallaratriði, sem fólgin eru i efnahagslegu jafnrétti til menntunar. Finnur Birgisson, einn af námsmannafulltrúunum i sjóðs- stjórninni, sem sögðu af sér stjórnarstörfum i gær, sagði i við- tali við Alþýðublaðið, að i' tillög- um rikisstjórnarinnar um fjár- veitingar til sjóðsins væri fólginn 50% niðurskurður á námslánun- um. — Til þess að halda verðgildi lánanna hefði Lánasjóður isl. námsmanna þurft að fá alls 1620 m. kr. til ráðstöfunar, sagði Finn- ur. Þar af þarf sjóðurinn að greiða 180 m. kr. i vexti, endur- greiðslur og rekstrarkostnað þannig, að til úthlutunar hefðu komið 1440 m. kr., en það er það, sem þarf til þess að lánin geti haldið verðgildi sinu þegar tillit hefur verið tekið til gengisbreyt- inga og verðlagsþróunar á undan- förnu ári. — t fjárlagafrumvarpinu er hins vegar ekki gert ráð fyrir nema 807,5 millj. kr. fjárveitingu auk heimildar til 100 m. kr. lán- töku, sagði Finnur einnig. Reynslan er hins vegar sú, að þess er vart að vænta, að unnt verði að nýta þennan 100 m. kr. lántökumöguleika. Þannig var hliðstæð lántökuheimild gefin fyrir yfirstandandi ár, en enn hef- ur ekki verið hægt að fá að láni nema 50 millj. kr. á árinu — eða sem svarar helmingi upphæðar- innar. — En jafnvel þótt slikt lán gæti fengizt að fullu, sagði Finnur, og ráðstöfunarfé Lánasjóðs isl. námsmanna yrði þvi 907,5 millj. kr. á árinu, þá þarf af því fé að greiða þann fasta kostnað — 180 m. kr. — sem lánasjóðurinn þarf að standa skil á skv. framan- sögðu. Eftir yrðu þá til útlána 727,5 millj. kr., eða um það bil helmingur þeirrar upphæðar, sem sjóðurinn þarfnast. Með þessu móti er þvi verið að skera lánveitingar úr Lánasjóði isl. námsmanna niður um 50%. Bókun fulltrúa námsmanna i stjórn sjóðsins, sem þeir létu gera á fundinum i gær um leið og þeir sögðu af sér störfum, fylgir hér á eftir: Við undirritaðir, fulltrúar námsmanna í stjórn L.l.N. vitum Frh. á bls. 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.