Alþýðublaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 12
Otgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingóifur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á
mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-.
'KOPAVOGS APOTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
laugardaga til kl. 12
HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ
— Veörió
Hér á höfuðborgarsvæðinu
megum við búast við svipuðu
veðri og verið hefur, eða
nánar tiltekið sunnan og
suð-austan kalda með skúr-
um, Meðan hlýviðrið helst
þurfum við ekki að búast við
neinum haust eða vetrarsvip
á umhverfinu enda þótt
komið sé fram i miðjan
október. Reykvikingar geta
þvi látið snjódekkin liggja
kyrr eitthvað lengur.
Gátan
'oSKflBLOm QC
FljÓTí) 5FST fíFE —T= VOHD/r HLJ’OÍ fífíTT ÚRO Fflfí
VOT/R Wm TÍM,V
•p
i KfíFF/ Bfífíut) fífífí!
K’OP/fí fílfíL / fívkO fífí
FlST /fVJ í||
Flev TfíK
1» fíTT SfíffíHL JfVkÞ/
Tor OFuefí
íjfo ju/rr *
MEGUM
VIÐ KYNNA
Sigriður Stefánsdóttir
Thorlacius, formann
Kvenfélagasambands
íslands.
Sigriður er fædd á Völlum i
Svarfaðardal 13. nóvember 1913.
Foreldrar Sigriðar eru Stefán
Baldvin Kristinsson prestur á
Völlum, og Sólveig Pétursdóttir
Eggerz. Sigriður á sex systkini,
og eru þrjú þeirra á lifi. Eigin-
maður Sigriðar er Birgir Thorla-
cius ráðuneytisstjóri hjá mennta-
málaráðuneytinu. Þau hjónin
eiga engin börn.
Sigriður útskrifaðist úr eldri
deild Samvinnuskólans árið 1932,
en þar var hún við nám einn vet-
ur. Úr Samvinnuskólanum hlaut
hún verzlunarréttindi, og var
Sigriður á sinum tima yngsti
kaupmaður i Reykjavik, þá rak
hún matvöru- og vefnaðarvöru-
verzlun á Freyjugötu með Sæ-
mundi. bróður sinum.
Sigriður hefur starfað við kven-
félagsmál i fjöldamörg ár, og fór
hún i ritstjórn Húsfreyjunnar árið
1957, og var hún um tima ritstjóri
blaðsins. Einnig var hún um tima
I stjórn Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra, ,,en ég hef alveg
dregið mig i hlé frá þvi, vegna
þess að ég vil ekki starfa of lengi
á neinum félagsmálapósti, þar
sem ég vil ekki vera þröskuldur
fyrir nýjum hugmyndum.” Er við
spurðum Sigriði hvort hún væri
rauðsokka, kvað hún nei við, þar
sem hún vill ekki aðskilja kven-
réttindi og almenn mannréttindi
að. Tómstundamál segist Sig-
riður engin stunda, en þó hefði
hún eina ástriðu, en það væri
bókalestur, einnig fer hún i sund
flesta morgna og stundar göngu-
ferðir mikið. Að lokum sagði Sig-
riður að hún ferðaðist eins mikið
og tækifæri gefast, og þá bæði
innanlands og erlendis, en til þess
hefur hún haft góð tækifæri.
SÉÐ: 1 varðskrá fyrir auglýsing-
ar i simaskrá að heilsiðuauglýs-
ing þar myndi kosta um eina
milljón króna ef fengist. Hámarks
stærð er hins vegar einn þriðji úr
siðu, sem kostar 325 þúsund krón-
ur.
HEYRT: Að nú sé verið að reisa á
Stokkseyri stærsta hænsnabú,
sem til þessa hefur verið reist hér
á landi. Búið verður fyrir 25.000
hænur — og þegar sé tilbúin álma
fyrir helming búsins. Til sé á
teikningu stækkun upp i 50.000
hænsna bú.
IIEYRT: Að bætur tryggingafé-
laga til leigubilstjóra, sem lent
hafa i árekstri nemi 1700 krónum
á dag — og á meðan þurfi þeir
jafnframt að borga tryggingarið-
gjöld þótt billinn sé á verkstæði.
Heildarupphæð opinberra gjalda
af bil séu 840 krónur á dag, jafn-
vel þótt billinn sé i lamasessi
læstur inni á verkstæði.
Lesið: í Suðurnesjatiðindum að
vegna þess, að ekki hefur ennþá
tekizt að kjósa fræðsluráð i
Reykjaneskjördæmi, geti vel svo
farið, að Suðurnesjamenn segi sig
úr lögum við SASÍR og stofni nú
landshlutasamtök, enda eigi þeir
sáralitið sameiginlegt með sveit-
arfélögunum á höfuðborgarsvæð-
inu, sem séu i reynd ekki annað
en úthverfi frá Rvik.
Lesið: i Islendingi að verði ekki
búið að setja brunastiga á suður-
hlið Barnaskóla Akureyrar fyrir
26. þ.m., verði efstu hæð skólans
lokað af öryggisástæðum. Það er
eldvarnaeftirlitið, sem gerir
þessa kröfu, enda sé einungis einn
stigi i húsinu og allsendis ónógt ef
eldur kæmi þar upp.
i sama blaðier þess getið, að til-
boð hafi komið i yfirbyggingu
sundlaugarinnar frá Herði Gunn-
arssyni h/f. Tilboðið nemur 4
milljónum og er um Aldek skála
12x24 m. Laugin hefur lengi verið
talin of köld i vetrarhörkum. Unnt
er að bæta við enda skála þessa
eftir þörfum, en laugin mun vera
um 35 metrar á lengd.
ER ÞAD SATT: Að i Moskvuferð
sinni hafi Einar Agústsson komið
inn á það i viðræðum sinum við
ráðamenn i Kreml, að Aeroflot
verði veitt leyfi til Islandsflugs og
gagnkvæmt leyfi að sjálfsögðu
veitt islenzku flugfélagi?
5ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐt=>1
Niðurstöður verðlags-
ráðs úr athugunum ráðs-
ins á uppmælingaútreikn-
ingum Meistarasam-
bands byggingamanna
hafa vakið feikna athygli.
1 ljós hefur komið, að um
nokkra ára bil hefur
Meistarasambandið við-
haft óheimilar aðferðir
við þessa útreikninga
sina á launatengdum
gjöldum vegna ákvæðis-
vinnu og þar með haft
stórfé af húsbyggjendum.
Bæði er, að sum gjöldin
hafa verið tvireiknuð,
önnur ofreiknuð og svo
hafa verið innheimt skatt
gjöld af húsbyggjendum,
sem þeim hefur aldrei
verið ætlað að greiða.
Jafn athyglisverðar og
þessar niðurstöður verð-
lagsráðs eru hafa við-
brögð forsvarsmanna
Meistarasambands bygg-
ingamanna veriö. Gunnar
Björnsson, formaður
sambandsins, viðurkenn-
ir i blaðaviðtölum að
sambandinu hafi allan
timann verið um það
kunnugt, að það væri að
fremja verðlagsbrot, en
segir jafnframt, að þetta
hefði svo sem ekkert mál
verið ef verðlagsstjóri
hefði einfaldlega sam-
þykkt þau tilmæli sam-
bandsins frá i sumar,að
því yrði leyft að hækka á-
lagningu iðnmeistara
á útselda vinnu, sem
svindlinu nam! M.ö.o.
er það svar Meistara-
sambands bygginga-
manna, að verðlagsbrotin
séu eiginlega verðlags-
stjóra að kehna, þvi
hann hafi neitað að heim-
ila þá umframgjaldtöku,
sem Meistarasambandið
hefur með ólöglegum
hætti og án vitundar verð-
lagsyfirvalda tekið nú um
nokkurt skeið. Þessi við-
bára er svo óforskömm-
uð, að menn vita hreint
ekki hvað skal segja.
t
Það er ekki um það
deilt, að gróft verðlags-
brot hafi verið framið,
sem kostað hefur hús-
byggjendur á íslandi tugi
milljóna. Spurningin er
sú, hvernig eigi að leið-
rétta þetta. Hvernig eiga
húsbyggjendur að fá
aftur til baka það mikla
fé, sem ólöglega hefur
verið af þeim haft.
Og hvaða hátt eigum
við i framtiðinni að hafa á
útreikningi uppmælinga
hjá iðnmeisturum. Eig-
um við að hætta á það að
hafa framkvæmdina á
verkinu með sama hætti
og hingað til þegar sann-
azt hefur, að sá aðili, sem
verkið vinnur, hefur vís-
vitandi um talsvert langa
hrið ástundað margfalt
verðlagsbrot? Er þá ekki
nær að fela verkið opin-
berri stofnun, þótt svo
það kosti e.t.v. eitthvert
fé?
FIMM a förnum vegi
Unnur Friöþjófsdóttir, húsmóð-
ir: Nei, ég er ekkert farin að
huga að jólaundirbúningnum,
ég hef eiginlega ekki haft tima
til þess.
Jenný Magnúsdóttir, af-
greiðslustúlka: Nei, það er ailt-
of fljótt, ég geri sem minnst af
þvi að kaupa jólagjafir.
Arni Sigurðsson, rokkari: Nei,
alls ekki, ég hugsa ekkert út i
þvilikt húmbúkk.
Ingibjörg Ragnarsdóttir, hús-
móðir: Nei, alls ekkert, mér
finnst það alltof snemmt, ég
byrja ekki á þvi fyrr en i næsta
mánuði.
Inga Gunnarsdóttir, ncmi: Nei,
ég er ekkert farin að pæla i
þeim, og geri það væntanlega
ekki fyrr en um miðjan desem-
ber.
/