Alþýðublaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 3
Stefnuhés Kjartan Jóhannsson skrifar o Fjörutíu daga strit eins dags framfæri Ef engin væri verðbólgan og vextir þar af leiðandi hóflegir, t.d. 5% ætti maður, sem lagt hefði til hliðar 10% af launum sínum í 33 ár, að geta haldið óbreyttum launum í 10 ár af endurgreiðslu þess fjár, sem þannig hefði safnazt. Launþegi með 800 þús kr. árslaun hefði með þessum lágu vöxtum (eða reyndar þrátt fyrir þá) myndað sjóð, sem næmi rúmum 6 milljón- um kr., ef hann hefði lagt til hliðar 80 þús. kr. á ári í 33 ár. Ef það fé væri siðan endurgreitt með jöfnum árlegum greiðslum á 10 árum (og enn á sömu lágu vöxtunum) þá yrði árleg greiðsla rétt um 800 þús. kr. á hverju hinna 10 ára. Kjarni málsins er sá, að láti menn óeytt um 10% launa sinna um rúm- lega 30 ára bil getur sjóðsmyndunin af þvi fé staðið undir fullum launum i um ára- tug, eða t.d. þremfjórðuhlutum launa i um hálfan annan áratug. Dæmið stendur auð- vitað óbreytt hvað krónutölur varðar, þótt verðbólga geisi, en munurinn verður sá, að krónurnar, sem greiddar eru til baka eru langtum verðminni en þær, sem inn voru lagðar. Ef verðbólgan er 15% á ári (sem verður vist að teljast hófleg miðað við reynslu seinustu ára), þá yrðu endurgreiðslu- krónurnar af fyrstu 80 þús. krónunum, sem inn voru lagðar, um 200 sinnum verð- minni en innleggskrónurnar. Þessar upp - runalegu 80 þús kr. hefðu að visu fimm- faldazt með vöxtum og vaxtavöxtum á hinu 33 ára timabili, en pær væru 200 falt verðminni. Fyrir það ráðslag að leggja 10% launanna á 5% vexti við þritugsaldur, fengi maðurinn endurgreitt þegar hann væri 63 ára um 0,2% af raungildi hinna uppraunalegu launa. Sú greiðsla, sem dugði e.t.v. fyrir 4 mánaða húsaleigu, þegar hún var innt af hendi, dygði við endurgreiðslu fyrir 3 daga húsaleigu. Það sem varð að nægja til lifsframfæris i um 40 daga, þegar það var lagt til hliðar, mundi nægja fyrir eins dags framfæri, þegar það væri endurgreitt. Þær 80 þús. kr., sem maðurinn leggur inn nú verða þannig við endurgreiðslu að 33 árum liðn- um (með vöxtum og vaxtavöxtum) jafn- gildi innan við 2000 króna á núverandi verðgildi. Svona er verðbólgan mikill þjófur. Lifeyrissjóðirnir byggja á þeirri hug- mynd, að leggja til hliðar vissan hluta launa.oftast 10% (4% frá launþega og 6% frá vinnuveitanda) til sjóðmyndunar, sem standi undir eftirlaunagreiðslum. Hug myndin er hins vegar ónýt i óbreyttu formi, þegar verðbólga geisar og vextir af bundnu fé eru langtum lægri en verð- bólguvöxturinn. Þaðgeypilega óréttlæti, sem felst i þvi, að menn fórni verulegum hluta launa sinna á ári hverju og fái það siðan endur- greitt með broti af upprunalegu verðmæti, viðgengst nú i rikum mæli gagnvart sparifjáreigendum og lifeyris sjóðsfélögum. Hörmulegast er, að lif- eyrissjóðirnir skuli reknir með þessum hætti. Með þátttöku i þeim við núverandi kerfi eru félagarnir eiginlega nauðbeygð- ir til þess að fórna meira að segja mögu- leikanum á þvi að nota afgangsfé til þess að tryggja afkomu sina i ellinni. Niður staðan af þátttöku i þeim er þvi þveröfug við það, sem að var stefnt. Eina von félagans i óverðtryggðum lifeyrissjóði til þess að firra sig að einhverju leyti þeim fjármunastuldi, sem i þátttökunni felst, er að fá lán úr sjóðnum, og verja þvi gjarnan til þess að kaupa fasteign. Engan þarf þvi að undra þótt mikil ásókn sé i lán frá lif- eyrisjóðunum. Eðli málsins samkvæmt á hlutverk lif- eyrissjóðanna að vera að tryggja félögum sinum lifeyri, þegar starfskraftar þverra, venjulegast fyrir aldurs sakir, ellegar þá vegna heilsuleysis. Verðbólgan og verð- bólguhugsunarhátturinn hafa hins vegar leikið þessa sjóði grátt. Verðbólgan rýrir sjóðina og verðbóiguhugsunarhátturinn hefur orðið þess valdandi að engu er lik- ara en sjóðsstjórnir og sjóðsfélagar hafi gleymt hlutverki lifeyrissjóðanna. Þessir sjóðir hafa þannig glatað tilgangi sinum. Við núverandi kerfi stela þeir fjármunum af félögum sinum, firra þá meira að segja að verulegu leyti möguleika á að tryggja afkomu sina I ellinni, og eru kannske fyrst og fremst orðnir að lánastofnunum. Óverðtryggðir lifeyrissjóðir eru eiginlega siðlausir. Þessu kerfi verður að henda fyrir róða. LÍfeyrissjóðirnir verða að gegna hlutverki sinu, þvi hlutverki að tryggja afkomu fólks i ellinni. Greiðslur úr þeim verða að miðast við laun á hverj- um tima, rétt eins og þeir sem til þeirra greiða leggja til þeirra ákveðinn hluta launa sinna á hverju ári og neita sér þar með um að nota þá það fé. Eigi að byggja á sjóðshugmyndinni, þá eiga sjóðirnir ótvirætt að greiða sömu verðmæti (en ekki krónur) að viðbættum vöxtum úr sjóðnum og i hann var lagt. Þetta þarf auðvitað ekki að gilda fyrir hvern einstakling, en það verður að gilda fyrir heildina. Þar á ofan bætist, að ekki verður við það unað, að fólk þurfi að bera kviðboga fyrir elli sinni. Það er félagslegt réttlætis- mál, að afkoma fólks á efri árum sé tryggð. Nú verandi kerfi margra smárra, og flestra óverðtryggðra, lifeyrissjóða nær ekki þeim tilgangi. Þvi er það með öllu ónothæft. Þess vegna verður að leita nýrra leiða, — leiða, sem tryggi raungildi lifeyrisins. fré ttabráðu rinn Dagsímj til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Lokuðu veginum Kl. 10 i gærkvöldi lokuðu Þorlákshafnarbúar veginum til Þorlákshafnar við vegamótin neðan við Þrengslin. Er þetta gert til að mótmæla ástandi vegarins. Aður hafa Þorlákshafnarbúar gripið til sömu aðgerða og vöktu þær mikla athygli. Var það þá eins og nú gert til að leggja áherzlu á úrbætur I vega- málunum. Aðgerðin varð þess valdandi að flýtt var vega- framkvæmdum. Ekki tókst þó betur til með gerð nýja vegarins en svo, að Þorlákshafnarbúar eru mjög óánægðir með hann og telja hann engu skárri. Vegurinn er nú orðinn illfær og þyk-ir að vonum súrt i broti, að nýi vegurinn skuli ekki betur úr garði gerður en svo að þeir sem um hann fara telji ástæðu til að gripa til slikra ráðstafana. Armannsfell til saksóknara Rannsókn Armannsfellsmáls- ins hefur gengið vel að sögn Erlu Jónsdóttur fulltrúa, sem hefur haft rannsóknina undir höndum. Alls hafa 12-14 aðilar verið kallaðir fyrir og hefur engum erfiðleikum verið bundið að fá þá til viðtals. Ekki vildi Erla tjá sig um hvort eitthvað nýtt hefði komið upp i málinu, en gaf i skyn að svo væri ekki. Rannsókn Sakadóms Reykja- vikur er að ljúka og verður málið sent saksóknara rikisins til ákvörðunar i dag eða á morgun. íslenzkar togvindur spara gjaldeyri Verið er að leggja siðustu hönd á fyrstu flotvörpuvindu sem íslendingar hafa hannað og smiðað hér á landi fyrir skuttogaraflotann. Er það Véla-verkstæði J. Hinriksson sem er að reka smiðshöggið á niður- setningu þessarar fyrstu flot- vörpuvindu, og er hún sett um borð i skuttogarann Pál Pálsson IS 102 frá Hnifsdal, sem er þriggja ára gamall. Þær flotvörpuvindur sem hingað til hafa verið settar um borð i skuttogara okkar Islendinga hafa allar verið innfluttar. Miklar vonii eru bundnar við þessa islenzku frumsmið, sem er af kunnugum, talin fyllilega samkeppnisfær við þær erlendu að gæðum og verði og vel það. Sagði Jósafat Hinriksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að þessi islenzka flotvörpuvinda væri mun ódýrari heldur en hinar innfluttu, og sagði hann að munurinn væri örugglega tuttugu til þrjátiu prósent, og hefði Islenzka framleiðslan margt umfram hinar innfluttu hvað gæði snerti. Sjálf vindan i togarann Pál kostar eitthvað i kringum fimm milljónir þá að sjálfsögðu fyrir utan vinnu og allt slfkt. Vélaverkstæði J. Hinrikssson hefur um árabil sérhæft sig i smiði allskonar togveiðibúnaðar fyrir togveiðiflotann og i þvi sambandi má nefna útflutning fyrirtækisins á togveiðbúnaði m.a. til Færeyja og Noregs. Þar sem framleiösla á vindum sem þessum sparar þjóðinni mikinn gjaldeyriskostnað, þá ætti trú manna á þvi sem islenzkt er að aukast mjög við framtak Vélaverkstæðis J. Hinriksson h.f. Framkvæmdarstjórinn Jósafat Hinriksson tjáði blaðinu það, að þeir innflytjendur sem flytja slikar vindur inn, notuðu óspart sálrænan áróður við sölu sina á slikum vindum, og beina honum þá að sjálfsögðu að skipstjórum og ú t g e r ð a r m ö n n u m . Sjómenn óánægðir með fiskverðið Flogið heíur fy^-jr 'ð sjómenn séu nú að ihuga aðgerðir vegna þess fiskverðs sem nýverið var tilkynnt. Undirskriftasöfnun stendur nú yfir meðal sjómanna bæði á sjó og landi. I fiskverðsákvörðuninni er hækkað verð á stærsta flokki þorsks og ýsu, en sjómenn verða hissa ef þeir sjá þessar fisk- tegundir svo stórar að þær lendi i stærsta verðflokki. Millistærðin 50-84 sm hefur hinsvegar verið lækkuð. Sem dæmi um lækkunina má nefna, að verð á ufsaimilliflokki lækkaði úr 20.60 kr. i 17.50, en þessi stærðarílokkur er uppistaða aflans hjá togskipum hér sunnanlands, þar til þorskur fer að sjást i febrúar eða marz. Sjómenn munu hafa i hyggju að mótmæla ýmsu fleiru i ákvörðun- um verðákvörðunarnefndar og ennfremur skiptingu aflans i verðflokka þá sem nú eru i gildi. Gylfi formaður þingflokksins A fyrsta fundi þingflokks Alþýðuflokksins á þingi þvi, sem nú hefur hafið störf, var Gylfi Þ. Gislason endurkjörinn formaður þingflokksins, Benedikt Gröndal varaformaður hans og Eggert G. Þorsteinsson ritari. Nato: Þorskastríð yrði litið alvarlegum augum Isaac C. Kidd, jr. flotaforingi og yfirmaður Nato-flotans kom til Islands á sunnudag I tveggja daga heimsókn. Samkvæmt upp- lýsingum varnarmáladeildar ut- anrikisráðuneytisins mun flota- foringinn heimsækja herstöðina Frh. á bls. 2. ALMANNATRYGGINGAR SK0RNAR NIÐUR UM 2000 MILLJÓNIR Rikisstjórnin lagði fjárlaga- frumvarp sitt fram á Alþingi i gær. Niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi eru röskar 57 þúsund milljónir króna og er það um 21,5% hækkun frá fjárlögum yfir- standandi árs. Þá gerir frum- varpið ráð fyrir rösklega 220 m. kr. greiðsluafgangi. 1 athugasemdum með fjárlaga- frumvarpinu er m.a. boðuð sú stefna, að verulega eigi nú að rifa seglin i rikisfjármálunum enda - gerir frumvarpið skv. framan- sögðu ekki ráð fyrir nema 21,5% útgjaldaaukningu á milli ára á sama tima og verðbólgan hefur numið um eða yfir 50%. Hins veg- ar eru þetta langt frá þvi að vera endanlegar tölur, þar eð vitað er, að fjárlagafrumvarpið á talsvert mikið eftir að hækkai meðförum Alþingis. I athugasemdum fjárlagafrum- varpsins er m.a. sagt, hvernig mæta eigi samdrættinum i út- gjöldum hins opinbera, sem boð- aður er. Miða á útflutningsupp- bætur á landbúnaðarafurðir við sömu upphæð og várið var til þeirra hluta f ár, en ef miða ætti við hámark verðtryggingar á út- flutningsbótum, sem lög leyfa, myndi þurfa að auka þær um 870 m. kr. á árinu. Þá á að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðar- vöru innanlands um rösklega fjórðung, en það svarar til 10—11% hækkunar á framfærslu- vísitölu. I annan stað á að draga mjög úr útgjöldum til menntamála. I þvi skyni á m.a. að fækka vikulegum kennslustundum á grunnskóla- stigi og er ráðgert að spara megi 50 m. kr. með þvi móti. 1 þriðja lagi er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á almanna- tryggingum. Er ráð fyrir þvi gert að lækka megi framlög til trygg- ingamála um 2000 milljónir króna og er boðað i athugasemdum frumvarpsins, að óskað verði eft- ir þvi við þingflokkana, að þeir tilnefni fulltrúa i nefnd, er fái breytingatillögur rikisstjórnar- innar um niðurskurð almanna- trygginga til meðferðar áður en fjárlög verði afgreidd. I fjórða lagi er svo ráðgert að lögbundin framlög á fjárlögum verði almennt skert um 5% og ætti það að geta sparað 300 m. kr. Samtals nema þessar sparnað- arráðstafanir 4.700 milljónum Alþýðublaóið Mánudagur 13. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.