Alþýðublaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT
Fræöslustjórar
Núverandi fræðslulög gera ráð fyrir
þvi, að i öllum kjördæmum landsins
verði stofnaðar fræðsluskrifstofur.
Forstöðumenn þessara stofnana eiga að
hafa veruleg og umfangsmikil störf á
sinni könnu. Hér veröur alls ekki birt öll
sú romsa, rúmsins vegna. En öhætt er
að fullyrða að fræðslustjórarnir eiga að
vera einhverjir þýðingarmestu tengi-
liðir fræðslumála héraðanna við hin
allrahæstu yfirvöld i höfuðstaðnum.
Vitað er, að margt er það i hinum breiðu
byggðum, sem þarf að laga og sam-
ræma, til þess að unnt verði að fá
einhverja samræmda myndnefnu á
störfin. Fráleitt er að imynda sér, að
þetta sé neitt áhlaupaverk, þó auðvitað
séu aðstæður misjafnlega örðugar. En
hvað sem þvi liður, er þó eðlilegt að gera
ráð fyrir þvi, að alllangur timi liði frá
þvi að stofnaðar eru fræðsluskrifstofur
og þar til málin hafa þokazt á fastan
grundvöll. Meöan svo er ekki, er aug-
ljóst, að samræmingin verður meira og
minna i lausu lofti. Þarf ekki að rekja þá
sögu lengi, til þess að ljóst verði ýmiss-
konar tjón, sem af getur leitt. Þetta
kemur auðvitað harðaát niður á þeirh
sem sizt skyldi, unga fólkinu, sem
stundar nám meðan ekki hefur verið
fullgengiö frá þessum málum. Það má
vekja verulega furðu, að hér eru sumir
landshlutar settir hjá, meðan freistað er
að koma fræðslustjórum annarra á
laggirnar! Bágt er að segja hvað veldur
þessu ósamræmi, og hér verður aðhafna
algjörlega þeim orðrómi, sem þó er
orðinn býsna áleitinn, að hér séu yfir-
völdin að nota einskonar áfangakerfi i
auglýsingum um fræðslustjóra, til þess
að geta fengið réttan lit á fræðslu-
stjórunum, þegar upp er staðið!
Eigi að siður má almenningi vera
nokkur vorkunn, þó grunsemdir hafi
vaknað i þessu efni, þar eð meira viröist
hafa gætt pólitiskra sjónarmiða en
annarra, i veitingum, sem erin hafa
farið fram. Samkvæmt lögunum eiga
þessir embættismenn að hafa tiltekin
prófréttindi, en ekki virðist sú gata hafa
verið þrædd með nálægt þvi eins mikilli
gjörhygli eins og að gæta eyrna-
marksins pólitiskt, Hinn syndasaklausi
menntamálaráðherra hefur sett upp
svip frómleikans með þvi að lýsa þvi
yfir, að hann muni fara eftir ábend-
ingum úr héraði!
í áföngum!
Þetta á auðvitað að sýna einstaka
lýðræðisást, og ef fara skyldi á annan
veg en æskilegast þætti um störfin er
hér undirbúið þvottafat, til þess að skola
af höndunum allt gróm, sem annars
kynni að verða talið við þær loöa.
Sennilega eru þó flestir, sem sjá þessa
illa riðnu möskva i netinu. Enda þótt
fræðsluráðin heima í hverju héraði eigi
að teljast starfa sjálfstætt og gefa
þannig umsagnir sinar án æðri til-
hlutunar, stendur þó alls ekki i lögum,
að þau megi ekki fá ábendingar! Það
virðistt.d. merkilegt rannsóknarefni, að
við val fræðslustjóra Vesturlands,
Eftir Odd A. Sigurjónsson
skyldi fræðsluráðið detta einmitt ofan á
eina manninn sem ekki uppfyllti laga-
skilyrðin, en „litinn* Tilviljanir eru
stundum kyndugar!
1 annan stað væri ekki úr vegi að
spyrja. Hvernig er um þau uradæmi,
sem fræðslustjórastarf hefur ekki enri
veriö auglýst i? Hér er um að ræðabæði
Reykjanes og Vestfirði. Hvað sem um
Reykjanesumdæmi má segja, en þar
hafa byggðarlögin, Kópavogur og
Hafnarfjörður fyrir nokkru komið sér
upp þessari starfsemi. af eigin rammleik
en hinsvegar skortir á slikt á Suður-
nesjum, eru Vestfirðir hér alveg
útundan. Teljast Vestfirðir hafa siður
þörf fyrir fræðsluskrifstofu og fræðslu-
stjóra en önnur byggðarlög?
t fljótu bragði virðast ekki nein veru-
leg rök hniga að þvi. Hvað er þá i
veginum? Tiðrætt er um annir i þessu
ágæta ráðuneyti. Mála sannast er, að i
reynd er fræðslumáladeildin hreinlega i
rúst. Að visu er ekki um að sakast
heilsubrest I bili, sem væntanlega
lagast senn. Fulltrúi deildarstjóra er i
leyfi og mun hafa fengið það til árs,
hvort sem einhver breyting kann á þvi
að verða. Hjúasældinni á bænum virðist
þvi ekki fyrir að fara. En meðan svo
standa sakir biða Vestfirðir og Reykja-
nes sjálfsagt eins og Iþaka forðum, eftir
sinum Ódysseifi.
fclk
Pillan í rangt
kok
55 ára gamall náungi i V-
Þýskalandi hefur nú endan-
lega misst alla tiltrú á hina
margumtöluðu pillu.
Þrátt fyrir það, að hann
hafi tekið pilluna inn reglu-
lega i sjö ár, eru þau hjón
búin að eignast ekki færri en
sex börn á jafnlöngum tima.
Manngarmurinn missti
loksins tiltrúnað á pilluna, er
hann var lagður inn á sjúkra-
hús til minniháttar skurð-
aðgerðar. Sem venja er til,
spurði læknirinn hvort
maðurinn hefði tekið einhver
lyf inn reglulega. Jú, svaraði
maðurinn, og þá kom sann-
leikurinn fram um pilluát
hans.
Við nánari eftirgrennslan
upplýsti hann, að eftir að
kona hans hefði tekið pilluna
inn i sex ar, hefði hann tekið
við henni. Hann gleypti
pilluna reglulega í þrjár
vikur og hætti svo meðan
kona hans hafði tiðir, rétt
eins og leiðarvisirinn segir
til um konur.
,,Það stóð ekkert um það i
leiðarvisinum, að þessar
pillur væru eingöngu ætlaðar
konum,” sagði manngarm-
urinn að lokum og var bæði
sár og Steinhissa á öllu uppi-
standinu sem þessi upp-
götvun olli.
Að djúsa
í djobbinu
Algengt er, að forstjórar
og aðrir forráðamenn fyrir-
tækja séu blindfullir og m jög
oft vel rakir við hin daglegu
störf sin i fyrirtækjum þeim
er þeir stjórna.
Þetta og fleira kom fram á
ráðstefnu sem samtök um
áfengisvarnir i Bretlandi
héldu nýlega. Afengis-
varnarráðunauturinn
Terence Spratley sagði jafn-
framt:
Ég þekki meira að segja
persónulega menn, sem láta
taka öll sin simtöl uppá
segulband, vegna þess að
þeir eru svo drukknir að þeir
treysta sér ekki til að muna
allt sem sagt er.
Illmögulegt er að rann-
saka þessi tilfelli, vegna þess
að þessir aðilar bindast oft
samtökum um, að verja
hvorir aðra og hylma yfir.
Alkóhólismi er einnig að
verða alvarlegt vandamál
innan læknastéttarinnar.
Mér er persónulega kunnugt
um eitt tilfelli, þar sem sjúk-
lingur dó i höndum læknis,
vegna 'þess að hann var
ölvaður, sagði þessi áfengis-
varnarráðunautur að lokum.
Brando gefur
skít í umtal
Marlo Brando hætti fyrir-
faralaust i miðri upptöku
myndarinnar „Missouri
Breaks”, þar sem hann átti
að leika aðalhlutverkið á
'móti Jack Nicholson.
Náunginn gaf blaðamönnum
allnáðarsamlegast yfir-
lýsingu vegna þessa tiltækis
sins.
Ég gef skit i það, hvað fólk
segireða talar um mig, sagði
kappinn. Þið getið skrifað
það sem þið viljið. Ég er ekki
sú manngerð, að hafa gaman
af að tala illa um aðra og
sletti mér ekki framf það
sem mér kemur ekki við, en
fólk má min vegna gera hvað
sem það vill, sagði Brando
Raggi rólegri
BRT,r
'É Q, TEK eARA
UiHDÍL
fRA HoKdtYl
í //\/EliRÍ OÍKd
06 HAtfri rgícue)
UblEÍ EFTÍfí.
+0Í 06 HfíÓsAf
^Efí PiRÍfí'AÐ
V CéF/i sén Aerrt/I
\____rzfiunoiO'y
' r 'ýz-13
i &>
FJaflla-Fúsri
Bíóin
HASKÓLABÍO
Slmi 22140
Sér greiur gröf þótt
grafi
The internecine project
Ný, brezk litmynd, er fjallar
um njósnir og gagnnjósnir og
kaldrifjaöa moröáætlun.
Leikstjóri: Ken Hughes.
Aöalhlutverk: James Coburn,
Lee Grant.
tSLENZKUR TEXTI.
Bönnuö börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LAUGAKÁSBÍÓ
Simi 32075
Dráparinn
Spennandi ný frönsk saka-
málamynd i litum er sýnir elt-
ingaleik lögreglu viö morö-
ingja. Mynd þessi hlaut mjög
góöa gagnrýni erlendis, og er
meö islenzkum texta.
Aöalhlutverk: Jean Cabin og
Fabio Testi.
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Sugarland
atburöurinn.
Mynd þessi skýrir frá sönnum
atburöi er átti sór staö i
Bandarikjunum 1969.
Leikstjóri; Steven Spieeberg
Aöalhlutverk: Goldie llawn.
Ben Johnson, Michael Sacks,
William Atherton.
Sýnd kl. 9.
Bönnuö innan 16 ára.
STJÖRNUBÍÓ
.^imi iH»:i6
Hver er
moröinginn
The BIRD with the CRYSTAL PLUMAGE
\
ISLENZKUK TEXTI
Oísaspennandi ný itölsk-ame-
risk sakamálamynd sem likt
er viö myndir Hitchcocks, tek-
in i litum og Cinema Scope.
Leikstjóri: Dario Argento.
AÖalhlutverk. T°n>’ Musante,
Suzy Kendall, Enrico Maria
Salcrno. Eva Renzi.
Bönnuö börnum.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Ritstjórn
Alþýöublaðsins
er í Síðumúla 11*
Sími 81866
Auglýsiö í Alþýðublaöinu
HAFNARBÍfi
Simi 16144
Skrýtnir feögar enn
á ferö
Steptoe and Son Kides again
Htma.
BWHHU COBBtn
Sprenghlægileg ný ensk lit-
mynd um furöuleg uppátæki
og ævintýri hinna stórskrýtnu
Steptoe-feöga. Ennþá miklu
skoplegri en fyrri myndin.
ÍSLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
ÓNABÍÓ
Sérstaklega vel gerö og leikin,
bandarisk kvikmynd.
Leikstjóri: John Schlesinger.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Endursýnd kl. 5, 7 og 19.15.
Bönnuö börnum yngri en 16
ára.
Nyja
Simi 11540
óhugnarleg örlög
Övenjuleg og spennandi ný
bandarisk litmynd um ung
hjón sem flýja ys stórborgar-
innar i þeirri von aö finna friö
á einangraðri eyju.
Aöalhlutverk: Alan Alda.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Kaupið bílmerki
Landverndar
Hreint
T^land
fngurt
lund
LANDVERND
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgrciöslum og skrifstofu
Landverndar Skóiavöröustig 25
VIPPU - BÍtSKÚRSHURÐÍN
Lagerstærðir miðað víð múrop:
I læð; 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðrar sl»rðir. smtOaðar eítir beiðnl
GLUGCAS MIÐJAN
SiðwpCla
URUI.SVAHUfMl
KCRNELÍUS!
JQNSSONl
SKÖLAVÖRDÚSIIIjÓ I
BANKASIRA Tl6 |
-18600 I
hefur opið
pláss fyrir
hvern sem er
Hringið i
sími 81866
- eða sendið greinar á ritstjórn
Alþýðublaðsins,
Síðumúla 11,
Reykjavík
Mánudagur 13. október 1975.