Alþýðublaðið - 16.10.1975, Side 5
I LANDHELGISFLUGI
Togarinn Altona.
Ægir hafði gát
á togurunum
en aðhafðist
þó ekki neitt
i gær bauð landhelgis-
gæzlan fréttamönnum
með í eftirlitsflug yfir
miðinu suðaustur af
landinu. Var lagf af stað
með Fokker flugvél
gæzlunnar, TF-SÝR,
klukkan 2 eftir hádegi.
Tekin var sfefna í austur
og f logið meðfram suður-
ströndinni. Var ætlunin
að kanna f jölda erlendra
togara á Hvalbaks-
miðum.
Fyrstu togararnir sem vart
varð við, voru 62 sjómilur undan
Ingólfshöfða. Þar voru á
ferðinni þýzki togarinn
„Altona” og rússneskur togari,
en hvorugur þeirra var á
veiðum, heldur sigldu þeir
báðir i vesturátt.
A Hvalbaksmiðum voru átta
vestur-þýzkir togarar og voru 5
þeirra að veiðum, er við flugum
yfir, en hinir þrir á austurleið.
Það skal tekið fram, að fjórir af
þessum átta togurum voru ekki
innan islenzku landhelginnar
þótt þeir væru innan við 200
milur frá landinu. Hins vegar
voru þeir Færeyjamegin við
miðlinu þá, er dregin er milli
íslands og Færeyja. Togararnir
voru allt frá 69 upp i 153
sjómilur frá Hvalbak.
Á þessum sömu slóðum var
varöskipið Ægir, og hafði hann
gátá vestur-þýzku veiðiþjófun-
um, án þess að aðhafast neitt.
Vestur-þýska eftirlitsisskipið
„Nordenham” hélt sig nálægt
islenzka varðskipinu og virtist
sem verkefni þess væri einungis
að fylgjast með ferðum Ægis.
Ahöfn landhelgisgæzluflug-
vélarinnar henti dagblöðum og
öðrum upplýsingum i rituðu
máli, niður til kollega sinna á
varðskipinu Ægi, og hefur það
eflaust verið vel þegið ál
varðskipsm önnu m.
Þeir vestur-þýzku togarar er
voru út af Hvalbak um miðjan
dag I gær eru Carl Wiederkehr,
Wurtsburg, Saar, Flensburg,
Schilksee, Berlin, Husum, og
Gluckstad.
Þess má einnig geta að á
þessum slóðum voru einnig 7
brezkir togarar á veiðum, en
allir innan fimmtiu milna
markanna og voru þeir þar með
i fullum rétti, að minnsta kosti
fram til 13. nóvember n.k. er
samkomulag Breta og ís-
lendinga um veiðiheimildir
innan 50 milna fellur úr gildi. Nú
er svo komið að brezku
togararnir mega bæði vara sig á
þvi að fara ekki of nálægt landi
til að veiða, og einnig á þvi að
fara ekki út fyrir 50 milurnar.
Eftirlitsflug þetta stóð i
rúmar þrjár klukkustundir yfir
sjálfum miðunum, er. á Reykja-
vikurflugvelli lenti landhelgis-
gæzluvélin um klukkan 19.00.
Skipherra vélarinnar var
Bjarni Helgason.
íslensk alþýða stendur einhuga
að baki útfœrslu íslenskrar
fiskveiðilögsögu í 200 mílur
15. október.
Sameinuðum er sigur vís.
ALÞYÐUSAMBAND
ÍSLANDS
Við lýsum yf ir eindregnum
stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði-
lögsögunnar í 200 mílur 15. október
og skorum á al la íslendinga að standa
saman í þessu mesta lif shagsmunamáli
íslensku þjóðarinnar.
ALÞÝÐUBANKINN
Laugavegi 31, Reykjavík
Við lýsumyfireindregnum
stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiði-
lögsögunnar í 200 mílur 15. október
og skorum á alla íslendinga að standa
saman í þessu mesta lífshagsmunamáli
íslensku þjóðarinnar.
FISKVERKUNARSTÖÐ
GUÐBERGS INGÓLFSSONAR
ÍSSTÖÐIN HF.
Garði
Fimmtudagur 16. október 1975.
Alþýðublaðið